Morgunblaðið - 24.02.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.02.1990, Blaðsíða 18
18 MOKGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRUAR 1990 Tónskáldaverðlaun Norðurlandaráðs:. Thommessen kynnir tón- verk sín í Hallgrímskirkju LISTVINAFÉLAG Hallgríms- kirkju stendur fyrir kynningu á tónskáldaverðlaunahafa Norður- landaráðs 1990 á morgun, sunnu- daginn 25. febrúar, kl. 20. Norð- maðurinn Olav Anton Thomme- sen hlýtur verðlaunin að þessu sinni. Tónskáldið kynnir sjálft verk sín, sérstaklega verðlaunaverkið Gjennom Prisme. Hamrahlíðarkór- inn undir stjórn Þorgerðar Ingólfs- dóttur flytur kórverkið Stabat mat- er speciosa, Einar Jóhannesson leik- ur einleiksverkið Stanza fyrir klar- inett og félagar úr Blásarakvintett Reykjavíkur leika Fanfare fyrir flautu, óbó og fagott. Formaður Listvinafélagsins, Knut 0degárd, flytur ávarp. Olav Anton Thommessen fæddist í Ósló árið 1946, en ólst upp í Eng- landi og Bandaríkjunum. Hann stundaði hljóðfæra- og tónsmíða- OÍav Anton Thommessen nám í Bandaríkjunum, Póllandi og Hollandi. Að loknu námi snéri hann heim til Noregs og hóf kennslu í tónsmíðum og ýmsum tónfræði- greinum við Tónljstarháskólann og óperuskólann í Ósló. Hann hefur látið mikið að sér kveða í opinberri umræðu um tónlistarmál í Noregi og verið óvæginn í gagnrýni sinni á meðalmennsku samtímans í list- inni. Verðlaunaverkið Gjennom Prisme er stærsta hljómsveitarverk hans. Það var samið árið 1983 og er konsert fyrir sellóhóp, einleiks- selló, orgel og stóra hljómsveit. Það myndar 5. hluta risatónverks, í sex stórum þáttum, sem ber yfirskrift- ina „Glerperluleikurinn“, eftir skáldsögu Hesse. Dagskráin í Hallgrímskirkju á sunnudagskvöldið fer fram í kirkju- sal í suðurálmu turnsins, en í lok dagskrárinnar gefst áheyrendum kostur að heyra kórverkið endur- flutt inni í aðalkirkjunni. Dagskráin hefst klukkan 20. Nefiidarálit um búfé á vegsvæðum: Lausaganga nautgripa o g hrossa bönnuð með lögum í áliti neftidar sem kannað heftir til hvaða ráðstafana sé unnt að grípa í því skyni að minnka ferð- ir búfjár, nautgripa, hrossa og sauðfjár á þjóðvegum og í nánd við þá, er lagt til að með breyt- ingu á búíjárræktarlögum verði eigendum eða umráðamönnum nautgripa og hrossa gert skylt að halda gripunum á vegum landsins allt árið. Áfram verði þó í gildi ákvæði sem heimili sveitarstjórnum að takmarka eða banna lausagöngu annars búijár. Fram kemur í nefndarálitinu að staðfestar skýrslur sýni að alvarleg- ustu umferðarslysin þar sem búfé á hlut að máli sé árekstur ökutæk- is og hrossa, og í skýrslum frá lög- reglustjóraembættum sé getið um 130 umferðarslys áárunum 1986- 1988 þar sem ekið hefur verið á hross og lögregla kölluð á vettvang. Slys hafí orðið á mönnum, ökutæki stórskemmst eða eyðilagst og grip- ir drepist, og í flestum tilvikum hafi bifreiðareigendur verið gerðir ábyrgir, en bótakröfur séu miklar. Samkvæmt lögregluskýrslum fórust 320 kindur og 130 hross í umferðinni á árunum 1986-1988, og er áætlað að í 450 af þessum slysum hafí bónusmissir bifreiðar- eiganda numið verulegum fjár- hæðum. Telur nefndin að með tilliti til þess megi ætla að tryggingarfé- lögin nái inn með hærri iðgjöldum sviðaðri upphæð og þau greiða í bætur fyrir búfé. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að gera búfjáreigendur betur meðvitaða um ábyrgð sína með það að markmiði að þeir gættu bústofns síns betur og legðu meiri áherslu á það en nú að halda honum frá helstu umferðaræðum, og jafnframt telur hún nauðsynlegt að gera bif- reiðareigendum enn betur ljósan rétt sinn og veita tryggingarfélög- um þannig aðhald við uppgjör tjóna. Meirihluti nefndarinnar leggur því til að gerðar verði breytingar á umferðarlögum sem rýmka heimild- ir til bótaskiptingar þegar búfé á hlut að umferðaróhappi, þannig að þeir sem verða fyrir tjóni vegna lausagöngu búfjár á vegsvæðum eigi möguleika á að fá tjón sitt bætt, en forsenda fyrir þeirri laga- breytingu sé að búfjáreigendur eigi kost á ábyrgðartryggingu, sem greiði kostnað þeirra þegar búfé í eigu þeirra veldur sannanlegu tjóni. Sumarbæklingur Samvinnu- ferða-Landsýnar kominn út \'l,i ihiiujv!\ A ] jif ' \l i \' 1 i 1 ií i r' v j j 1 .\ : U'.iíu ’ .[IJl i l!í.u •’ V .. ÞAR SEM DAMID GINOUR UPPI SUMARBÆKLINGUR Samvinnuferða-Landsýnar kom nýlega út í 32.000 eintökum, en hann hefúr að geyma sumarleyfisáætlun ferða- skrifstofunnar frá páskum fram á haust. Helstu áfangastaðir SL í hóp- ferðum til sólarlanda eru strand- bæirnir Santa Ponsa og Cala d’Or á Mallorca, Benidorm á meginlandi Spánar, Vouligameni-ströndin á Grikklandi og Riccione og Porto- verde á Adríahafsströnd Italíu og sæluhúsin í Kempervennen í Hol- landi og Frankaskógi í Frakklandi. Farþegum í flug og bíl bjóðast sum- arhús í Danmörku og Hollandi og á dagskrá rútuferða hefur bæst við ný ferð um Austantjaldslöndin. Auk þessa má nefna að boðið er upp á ferðir á framandi slóðir;. til Thailands og Hawaii og nú í fyrsta sinn til Egyptalands, lúxusferð með m.a. 7 daga siglingu á Níl. Kátum dögum fyrir eldri borgara hefur fjölgað svo um munar, í sumar verða kátir dagar í Kanada, á Mall- orca vor og haust og nú í fyrsta sinn í Austurríki en fararstjórnin er ævinlega í höndum Ásthildar Pétursdóttur. Skipulagðar golfferðir í ár verða til Cala d’Or á MallorCa um páska, til Torquay á Englandi um hvíta- sunnuna og til Bandaríkjanna með af verðbólgu þýðir þetta verulega verðlækkun. Boðið er uppá þriggja vikna ferð- ir á tveggja vikna verði. Allir sem ganga frá ferðapöntun og fullnað- argreiðslu fyrir 15. mars, annað hvort með staðgreiðslu eða samn- ingi um greiðslukjör, hafa um sautj- án sólarlandaferðir að velja á þessu tilboðsverði. Þegar hefur bókast vel í fjölda sumarleyfisferða. Páskaferðirnar til Mallorca og Benidorm eru uppseld- ar en nokkur sæti laus til Thailands. (Fréttatilkynning) FÍM-salurinn Morgunblaðið/Sverrir Jaques Mer sendiherra Frakklands á íslandi sæmir Thor Vil- hjálnisson rithöfúnd heiðurspeningi Éranska menningarmála- ráðuneytisins. Thor Vilhjálmsson fær franskan heiðurspen- ing fyrir ritstörf sín Grámosinn glóir kemur út hjá Sud-útgáfimni í Arles í haust „ÉG vona að þeir hafi eitthvað fyrir sér í þessu. Viðurkenning- in er veitt af örlæti og sóma og mér þykir svo vænt hana af því að hún kemur frá Frakklandi," sagði Thor Vilhjálmsson rithöf- undur í gær eftir að hann tók við heiðurspeningi franska menn- ingarmálaráðuneytisins fyrstur Islendinga. Skáldsaga Thors, Grámosinn glóir, kemur út í franskri þýðingu í haust. Heiðurspeningur franska menningarmálaráðuneytisins var fyrst sleginn’ árið 1957. Hann er veittur í heiðursskyni við fólk sem skara þykir fram úr í bókmennt- um og listum. Thor Vilhjálmsson tók við orðunni í Norræna húsinu síðdegis í gær úr hendi Jaques Mer, sendiherra Frakklands á Is- landi. Sendiherrann sagði í ávarpi sínu að Thor væri heiðraður vegna fjölbreyttra bókmenntaafreka og óbilandi trúar á listum. Jaques Mer ræddi um þróttmiklar þýðing- ar Thors á frönsku bókmennta- verkunum Hlutskipti manns eftir Malraux og Dáið þér Brahms? eftir Sagan. Hann sagði að þótt ekki væri hægt að skipta orðum í tvennt, tengdist viðurkenningin einnig Margréti Indriðadóttur eig- inkonu Thors. Þá flutti menningarfulltrúi franska sendiráðsins, Philipe Ger- ard, ávarp við athöfnina í Nor- ræna húsinu. Hann sagði meðal annars að hin þekkta Sud-bókaút- gáfa í Arles myndi í haust gefa út skáldsögu Thors Vilhjálmsson- ar, Grámosinn glóir. Grámosinn er fyrsta skáldsaga Thors sem út kemur í franskri þýðingu. Thor Vilhjálmsson þakkaði fyr- ir sig og hét því að reyna eins og hann gæti að vaxa af viður- kenningunni. „Nú þegar ný Evr- ópa skal rísa vona ég að frönsk vitsmunatamning og hugríki formi þar listir," sagði Thor. Hann bætti við að að ungur hefði hann sannfærst um að jarðarmiðja væri í París, þessa hefði hanh notið og fengi aldrei fullþakkað. Morgunblaðið/RAX Arnar Herbertsson myndlistamaður við eitt verka sinna. Verk Arnars Herbertssonar Forsíða sumarbækiings Sam- vinnuferða Landsýnar. haustinu, allar í fararstjórn Kjart- ans L. Pálssonar. Tekist hefur að lækka verð flestra sólarlandaferða í krónutölu og halda verði annarra ferða því sem næst óbreyttu. Sé tekið mið í sýningarsal Félags íslenskra myndlistarmanna við Garða- stræti opnar í dag kynning á verkum Arnars Herbertssonar. Langl er liðið síðan listamaður- inn hélt síðast einkasýningu, en með þessari kynningu vill FÍM auðsýria listamanninum viður- kenningu og vekja almenna at- hygli á verkum hans. „Myndirnar mínar verða yfirleitt til úr hugmyndum sem ég veit ekki hvaðan koma, þær spretta bara fram úr myrkrinu," sagði Arnar Herbertsson í samtali við Morgun- blaðið. „En þær tengjast allar sam- tímanum og viðfangsefni sumra þeirra er maðurinn og umhverfið. Eg er smeykur við þau umhverfis- spjöll sem orðið hafa af völdum mengunar." Albert Herbertsson er fæddur á Siglufirði árið 1933 og stundaði nám við Myndlistaskólann í Reykjavík á árunum 1959-1967 og grafíknám hjá Einar Hákonarssyni 1970. Hann hefur tekið þátt í ijölda samsýninga, meðal annars með SÚM hópnum, og haldið tvær einkasýningar, þá síðustu á Siglu- firði árið 1979.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.