Morgunblaðið - 24.02.1990, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 24.02.1990, Qupperneq 20
Volvo og Ren- ault sameinast Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara MorgunblaÖBÍns. Amsterdam. Reuter. dpa. SÆNSKU og frönsku bifreiða- verksmiðjurnar Volvo og Renault hafa sameinað starfsemi sína að hluta með því að skiptast á hluta- bréfiim, að því er tilkynnt var í gær. Samkomulagið felur í sér að fyrir- tækin eignast 45% hlutabréfa í bíla- | deild hvors um sig. Talið er að með þessu móti hafi staða þeirra styrkst til muna. Miðað við veltu fyrirtækj- I anna verða þau fjórði stærsti bíla- framleiðandi heims á eftir General Motors, Ford og Toyota. Vörubíla- framleiðsla nýju samsteypunnar verður hin mesta í heim eða 150.000 bílar á ári. Alls starfa nú um 250.000 manns hjá Volvo og Renault. MORGUNBLAÐIÐ IAUGARDAGUR, ,2't. FEBKÚAR 1990 braut um jörðu undanfarin ár. Utlit var fyrir að það héldi markaðshlut- deild sinni því dýrara er að senda gervitungl upp með bandarísku geimferjunni. ESA ákvað í gær að slá frekari geimskotum á frest þar til komist hefur verið til botns í því hvað fór úrskeiðis í fyrrakvöld og ráðstafanir hafa verið gerðar til að það endur- taki sig ekki, að sögn talsmanna ESA. Bilun í hjálparflaug olli sprengingunni Kourou. Reuter. DPA. TALIÐ er að bilun hafi orðið í hreyfli einnar fjögurra hjálparflauga evrópsku geimflaugarinnar Ariane-4 sem sprakk skömmu fyrir mið- nætti í fyrrinótt að íslenskum tíma í 10 km hæð yfir frumskógum Frönsku-Guyana í Suður-Ameríku. Um borð voru tvö gervitungl i eigu japanskra sjónvarps- og fjarskiptafyrirtækja og er fjónið sem varð í geimskotinu metið á 430 milljónir dollara, jafhvirði 2,6 milljarða ísl. króna. Geimflaugin sprakk einni mínútu og 40 sekúndum eftir að henni var skotið upp frá frönsku geimferða- stofnuninni í Kourou í Frönsku- Guiana, eða kl. 23,17 að ísl. tíma. Við sprenginuna myndaðist eld- hnöttur á himnum og hinir 12.000 íbúar Kourou voru hvattir til að halda sig innandyra í a.m.k. klukku- stund eftir óhappið vegna hættu á því að eitraðar lofttegundir yrðu til við sprenginguna og brak úr flaug- inni dreifðist yfir bæinn. Þetta er fyrsta óhappið sem verð- ur við geimskot Ariane-4 flaugar. Hún er stærsta og burðarmesta flaugin í samnefndri eldflaugafjöl- skyldu. Er nánast hætt að nota hin- ar, Ariane-1, -2 og -3, en fjórum sinnum höfðu þær tegundir flaugar- innar eyðilagst eftir að þeim var skotið á loft, síðast vorið 1986. Óhappið kemur eins og reiðarslag fyrir evrópsku geimferðastofnunina, ESA, sem á Ariane-flaugarnar. Fyr- ir óhappið höfðu 17 geimskot í röð frá því í september 1987 heppnast. Alls hafa Ariane-flaugar farið í 36 velheppnaðar geimferðir frá því þær hófust á síðasta áratúg. Bókað er í næstu 30 geimskot fyrirtækisins og er ekki talið að Ariane-áætlunin sé í hættu vegna óhappsins í fyrrakvöld. Hefur ESA skotið upp rúmum helmingi allra gervitungia sem send hafa verið á AF ERLENDUM VETTVANGI eftir KRISTJÁN JÓNSSON Kosningarnar í Nicaragua: Sandinistar beita ýmist blíðmælum eða hótunum MEIRA en 2.500 eftirlitsmenn frá ýmsum Iöndum og stofiiunum munu fylgjast með því á morgun hvort stjórn sandinista í Nic- aragua stendur við loforð um ftjálsar og heiðarlegar kosningar. Tortryggni er mikil vegna ferils stjórnvalda sem árum saman tor- velduðu starf sfjóraarandstæðinga. Þau bönnuðu blöð þeirra og útvarpsstöðvar og í kosningabaráttunni hafa Daniel Ortega forseti og liðsmenn hans beitt ríkisfjölmiðlum óspart sér tii framdráttar. Sambandi 14 stjómarandstöðuflokka, UNO, var heitið fjögurra milljón dollara aðstoð frá Bandarfkjunum til mótvægis. Stjórnvöld kröfðust þess að hafa umsjón með afhendingu þess og hluti fjárins hefúr ýmist runnið til sandinista sjálfra eða dregist að koma pening- unum í hendur andstöðunnar. í kosningunum 1984 buðu stjórnarandstöðuflokkar ekki fram í mótmælaskyni við mannréttinda- brot sandinista. Mótframbjóðand- inn að þessu sinni er Violeta Cha- morro, ekkja Pedros Joaqúins Cha- morros sem var af ætt er verið hefur valdamikil í landinu frá því um miðja síðustu öld. Chamorro var myrtur 1978 og hófst þá fjöld- auppreisn gegn afturhaldsstjórn Anastasio Somoza einræðisherra. Ekkjan á og rekur dagblað manns síns, La Prensa, sem gagnrýndi harðlega Somoza og hyski hans. Hún sleit allri samvinnu við sandin- ista, er þeir tóku upp samvinnu við kommúnistaríki eftir bylting- una 1979 og skertu mannréttindi. Sandinistar hafa á valdaferli sínum bannað blaðið fjórum sinnum en börn hennar gegna sum ábyrgðar- störfum fyrir stjórnina. Sonur hennar stjómar helsta málgagni sandinista, Barrícada, en ein dótt- irin ritstýrir á hinn bóginn La Prensa. Chamorro, sem er sextug og nær óreynd í stjómmálum, hefur átt erfitt uppdráttar í kosningabar- áttunni. Flokkamir í UNO eru afar sundurleitir, meðal þeirra er m.a. lítill kommúnistaflokkur. Stjórn- málaskýrendur telja margir að efnahagsástandið sé helsta áhyggjuefni kjósenda en verðbólga var á síðasta ári 17.000% og fór upp í 36.000% árið 1988. Lífskjör almennings hafa hríðversnað und- anfarin ár og meðallaun í borgum eru aðeins tíundi hluti þess sem þau voru fyrir áratug. Reynslulaus frambjóðandi Þótt Chamorro tækist að fá meira en 50.000 manns á útifund síðastliðinn sunnudag í höfuð- borginni Managua er ljóst að margir munu hika við að kjósa frambjóðanda er vill sem minnst segja um hvaða lausnir hún hafi á takteinum. Á einum fyrsta kosn- ingafundinum var Chamorro spurð um stefnuna í efnahagsmálum. „Hún er leynileg," var svarið. Fé- leysi hefur einnig orðið stjórnar- andstæðingum að fótakefli og hef- ur Chamorro lítt geta sinnt baráttu utan borganna, auk þess sem hún slasaðist á gamlársdag og hefur síðan verið bundin við hjólastól. Bandaríkjamenn segjast munu bíða átekta ef sandinistar sigri í kosningunum. Þeir verði að sýna að staðið verði við loforð um lýð- ræðislega stjórnarhætti áður en ríkin taki upp betri samkipti. Bent hefur verið á tvískinnung í stefnu Bandríkjamanna sem virðist gera strangari kröfur til sandinista en ýmissa annarra einræðisstjórna er hafi bætt ráð sitt. Sandinistar hafa reynt að þvo af sér ofstækisyfirbragðið og her- mennskublæinn og Ortega klæðist ekki lengur einkennisbúningi held- ur litskrúðugum skyrtum og galla- buxum. Ákaft er höfðað til unga fólksins með fjörugri tónlist og veggspjöldum enda kosningaréttur bundinn við 16 ára aldur. Ein- hvetjir kjósendur munu láta það ráða úrslitum að sandinistar hafa Reuter Kosningaspjald sandinista þar sem reynt er að tengja stefiiu þeirra við ástalíf ungmenna. „Það er yndislegt í fyrsta sinn ef ástin er með í spilinu," stend- ur á spjaldinu. Á innfelldu myndinni sést Violeta Cha- morro á kosningafúndi. skipt upp jarðnæði en það er víða helsta krafa bænda í Rómönsku Ameríku þar sem misskipting auðs er meiri en í flestum löndum. Sum- ir talsmenn stjórnarandstæðinga vilja skila jörðunum til fyrri eig- enda. Sandinistar láta einnig skína í klærnar. Tomas Borge innanríkis- ráðherra hefur hótað að flá starf- menn La Prensa lifandi og bróðir Ortega forseta, Umberto, hefur sagt að verði völdum sandinista ógnað muni La Prens a-menn „fyrstir allra verða festir upp með- fram þjóðvegunum." Skoðana- kannanir hafa flestar sýnt meira fylgi við Ortega en Chamorro en margir telja þó lítið að marka þær; kjósendur þori ekki að segja álit sitt vegna margra ára harð- stjórnar og mannréttindabrota sandinista. Ariane-4 geimflaug varð að eldhnetti: Ástandið í A-Þýskalandi er miklu alvarlegra en áður var talið og vegna stöðugs fólRsflótta frá landinu taka margir svo djúpt í árinni að segja, að efiiahagslífíð sé að hrynja. Þessi götumynd frá Dresden er ekki sjaldgæf sjón í a-þýskum borgum, sem einkennast af mengun, vanhirðu og hrörnun. Biðja A-Þjóðverjar um samein- ingu efltir kosningarnar í mars? Bonnstjórnin sögð ætla að kaupa upp austur-þýska markið á tíföldu raunvirði Bonn. Reuter. ÁSTANDIÐ í Austur-Þýskalandi er svo alvarlegt, að nýtt þing, sem kosið verður 18. mars nk., mun láta það verða eitt af sínum fyrstu verkum að sækja formlega um sameiningu við Vestur-Þýskaland. Tel- ur sfjórnin í Bonn, að æ líklegra sé, að þessi verði raunin. Helmut Kohl, kanslari V-Þýskalands, er nú í Bandaríkjunum til viðræðna við George Bush forseta um sameiningarmálin en þarlent dagblað sagði í gær, að V-Þjóðveijar ætluðu að kaupa upp austur-þýska markið og gjalda mark fyrir mark til að stöðva fólksflóttann. Talsmaður Bonn- sljórnarinnar segir hins vegar, að ekkert hafi verið ákveðið í þessum efiium enn. Wolfgang Scháuble, innanríkis- ráðherra V-Þýskalands, segist full- viss um, að austur-þýska þingið sæki formlega um sameiningu við V- Þýskaland fljótlega eftir kosningar og vísi þá til 23. greinar vestur- þýsku stjórnarskrárinnar en hún tek- ur til landsins sjálfs og „annars þýsks lands“. Sameiningin yrði því fyrir- varalausari og óskipulegri en stjórnir þýsku ríkjanna óska eftir. Talsmaður Schauble, Willy Hausmann, skýrði frá þessu í gær og sagði, að ríkis- stjórnin væri að búa sig undir, að þessi gæti þróunin orðið. Hans Modrow, forsætisráðherra A-Þýskalands, brást í gær við þess- um vangaveltum með því að þvertaka fyrir, að af sameiningu gæti orðið með svo skjótum hætti og Ibrahim Böhme, leiðtogi austur-þýskra jafn- aðarmanna, tók undir það með hon- um. Bandaríska dagblaðið The Was- hington Post sagði í gær, að vestur- þýska stjórnin ætlaði að koma á myntbandalagi við A-Þjóðverja með því að láta mörkin fallast í faðma eða gera þau jafngild. Það þýddi í raun, að austur-þýska markið yrði keypt á tíföldu raunvirði. Dieter Vogel, talsmaður Bonnstjómarinnar, sagði hins vegar í gær, að ekkert hefði verið ákveðið í þessum efnum en The Washington Post fullyrti, að V-Þjóðverjar teldu þetta nauðsynlegt til að stöðva fólksflóttann frá A- Þýskalandi og tryggja hag þarlendra sparifjáreigenda og eftirlaunaþega. Fréttin í The Washington Post hefur valdið nokkrum óróa á fjár- málamörkuðunum enda óttast menn, að kostnaðurinn við myntbandalagið verði svo gífurlegur, að gengi v- þýska marksins geti orðið hætt. Helmut Kohl, kanslari V-Þýska- lands, er í Bandaríkjunum og mun um helgina eiga viðræður við Bush forseta um sameiningu Þýskalands. Bandaríkjastjóm hefur lýst yfir stuðningi sínum við sameininguna en hins vegar hefur það vakið nokkra óánægju, að Kohl skuli ekki hafa lýst skýrt og skorinort yfir, að engin breyting verði á núverandi landa- mærum A-Þýskalands og Póllands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.