Morgunblaðið - 24.02.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.02.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1990 23 gam- tiar sem ríkisstjórnin gaf aðilum vinnu- markaðarins við gerð kjarasamn- inga á síðasta ári eru enn óuppfyllt af hennar hálfu. í því sambandi má minna á að forsætisráðherra gaf skriflega yfirlýsingu um að svonefnt jöfnunargjald yrði fellt niður um leið og virðisaukaskattur : tæki gildi. Þetta hefur ekki verið gert og forsætisráðherrann getur engu svarað á Alþingi um það hvort eða hvenær þetta fyrirheit frá því 'i á síðasta ári verði efnt. í annan stað hefur það vakið athygli að ríkisstjórnin hefur ekki getað staðið við fyrirheit frá físk- verðsákvörðun fyrir heilu ári um að koma á aflamiðlun í sjávarút- vegi. Fiskvinnslan hefur nú í annað skipti tekið á sig auknar byrðar til þess að reyna að tryggja slíkt sam- komulag. Ágreiningur í ríkisstjórn- inni hefur hins vegar komið í veg fyrir að það gæti komist í fram- kvæmd. Sjávarútvegsráðherrann lýsti því yfír með reglulegu millibili allt síðastliðið ár að mál þetta væri að leysast, en allt kom fyrir ekki. Jafn- vel eftir að allir þeir aðilar sem fulltrúa eiga í Verðlagsráði sjávar- útvegsins höfðu undirritað sam- komulag um skipan þessara mála var ríkisstjórnin ófær um að bregð- ast við því. Hvaða hagsmuni er verið að veija í þeim átökum sem eiga sér stað innan ríkisstjórnarinn- lauglýsingarinnar taka við verð- hendi Baldvins Jónssonar auglýs- félagið, Fróði hf., Prentsmiðjan Oddi hf., Verslunarráð íslands hf, Póstur og Sími og Utflutningsráð íslands. Morgunblaðið/Árni Sæberg • • Þorsteinn Pálsson „Nú hefur verið upplýst að halli ríkissjóðs á síðasta ári hafi orðið rúmlega 6 milljarðar króna þrátt fyrir meira en 7 milljarða króna skattahækkun á því * • LL an. ar um þetta mál skal ósagt látið. En ríkisstjórn hefur ekki sýnt í þessu máli að hún hafi burði til þess að leysa og taka á vandamálum og viðfangsefnum sjávarútvegsins. Enn eitt dæmið um úrræðaleysið er forkönnun varaflugvallar. Al- þýðubandalagið hótar áð slíta stjórnarsamstarfinu fari slík könn- un fram og utanríkisráðherra treystir sér af þeim sökum ekki að hefjast handa í málinu. Aftur á móti þorir hann ekki að viðurkenna þetta og talar í sífellu um að for- könnunin hefjist innan tíðar. Samn- ingar um nýtt álver dragast einnig á langinn og enn hafa stjórnarflokk- amir ekki gert grein fyrir því hvort full samstaða er þeirra á milli um eignaraðild útlendinga og það orku- verð sem í boði getur verið. Miðstýringarstefha í málatilbúnaði ríkisstjórnarinnar kemur fram vaxandi tilhneiging til miðstýringar á flestum sviðum. í því sambandi má nefna þær hug- myndir sem ríkisstjórnin hefur verið með um endurskipulagningu heil- brigðiskerfisins. Þær miða allar að aukinni miðstýringu, hvort heldur er í rekstri sjúkrahúsa eða varðandi þjónustu heimilislækna. Það virðist vera ríkisstjórninni mikið kappsmál að koma í veg fyrir að einstakling- ar geti valið um heimilislækni. í þeim efnum á öllu að vera stýrt ofanfrá. Þar á heilbrigðisráðuneytið að hafa vit fyrir almenningi. Ríkisstjórnin hefur nýlega kynnt frumvarp um skipulagsmál. Þar er allt á sömu lund. Frumvarpið miðar að því að draga stóraukið vald í þeim efnum inn til nýrrar ríkisstofn- unar. Verkefni sem áður voru á sviði sveitarfélaga og alfarið á valdi þeirra verða nú fengin þessari nýju ríkisstofnun. Skrifræði og valda- samþjöppun verður stóraukið. Hvarvetna annars staðar eru menn að endurskoða löggjöf af þessu tagi í þeim tilgangi að dreifa valdi og auka ábyrgð sveitarfélaga. Ríkis- stjórnin gengur þvert á allar nútímahugmyndir af því tagi. Gömlu úreltu vinstri stjórnar hug- myndimar ráða ferðinni. 6 milljarða halli eftir 7 milljarða skattahækkun Skömmu áður en við sjálfstæðis- menn fómm úr stjórnarráðinu haustið 1988 fengum við inn á borð ríkisstjómarinnar upplýsingar frá þáverandi fjármálaráðherra um að hallinn á ríkissjóði væri tæpar 700 milljónir króna. Nú hefur verið upp- lýst að halli ríkissjóðs á síðasta ári hafi orðið rúmlega 6 milljarðar króna þrátt fyrir meira en 7 millj- arða króna skattahækkun á því ári. Og þrátt fyrir margra milljarða skattahækkanir sem koma eiga til framkvæmda á þessu ári er ekkert útlit fýrir að hallinn á þessu ári verði minni en á því síðasta. Þetta em fróðlegar upplýsingar þegar hafðar eru í huga stóryrtar yfirlýs- ingar fjármálaráðherra um ný vinnubrögð. Það er kannski ekki undarlegt í þessu Ijósi að einstakir stjórnar- flokkar og hópar stjórnarþing- manna keppist nú við að leggja fram minnisblöð og • þingsálykt- unartillögur sem fela í sér van- traust á ríkisstjórnina og fjármála- ráðherrann í þessum efnum. Sundurlyndi varðandi framtíðarverkefhi Ríkisstjórnarflokkarnir eiga í hinum mestu erfiðleikum með að taka afstöðu til fjölmargra megin atriða að því er varðar þátttöku okkar í hinu nýja evrópska efna- hagskerfi. Fyrirvarar Alþýðubanda- lagsins í þeim efnum em með þeim hætti að bæði samstarfsmenn okkar innan EFTA og viðsemjendur innan Evrópubandalagsins eru í fullkom- inni óvissu um afstöðu íslensku ríkisstjómarinnar. Á sama hátt veldur afstaða Alþýðubandalagsins óvissu hér heima gagnvart íslensku atvinnulífi og íslenskum almenn- ingi. Viðskiptaráðherrann hefur lýst því yfír að óhjákvæmilegt sé vegna aðlögunar að þessum nýju aðstæð- um að breyta ríkisbönkunum í hlutafélög. Bæði Framsóknarmenn og Alþýðubandalagsmenn hafa vísað tillögum af því tagi á bug. Fullkomin óvissa ríkir því um hvort ríkisstjómin er fær um að takast á við verkefni á þessu mikilvæga sviði tengingar við evröpska efnahags- svæðið. Þá er komið í ljós innan EFTA eru þjóðir eins og Norðmenn að auka ríkisstyrki á þeim aðlögun- artíma sem gefinn var til þess að draga úr ríkisstyrkjum og koma á fullkominni fríverslun með fisk. Ríkisstjórnin hefur ekki treyst sér til þess að taka á þessu máli innan EFTA og er þannig að veikja samn- ingsstöðu sína í þeim þætti við- ræðna EFTA og Evrópubandalags- ins sem snerta mikilvægustu hags- muni íslendinga en það er hindmn- arlaus útflutningur sjávarafurða inn á þennan nýja markað. Þannig kemur í ljós að gamal- dags fimm flokka ríkisstjórn er föst í úrræðaleysi úreltra hugmynda. Hún er ófær um að takast á við ný verkefni. En víst er að aldrei hefur verið meiri þörf á að hér sæti ríkisstjóm sem tæki með nú- tímalegum hætti á viðfangsefnum samtímans og væri samstiga um stefnumótun og aðgerðir til þess að treysta stöðu íslands í heimi stór- kostlegri breytinga en við höfum áður þekkt í alþjóðlegri samvinnu. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Haíharfj örðm’ skuldar rúm- an milljarð - segir Jóhann Bergþórsson bæjarfiilltrúi „ÞAÐ er verið að blekkja fólk,“ sagði Jóhann Bergþósson fulltrúi Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Haftiarfjarðar, þegar bráðabirgðaupp- gjör Haftiarfjarðarbæjar vegna ársins 1989 var lagt fram í bæjarráði s.l. fimmtudag. „Bæjarstjóri segir að nettóskuid bæjarsjóðs sé um 200 milljónir króna en enginn endurskoðandi vill kannast við að þetta hugtak, „nettó skuld“ sé til, en það er til skuld og skuld bæjarsjóðs Haftiarfjarðar er rúmur miHjarður.“ „Fjármagnskostnaður árið 1989 varð 180,7 milljóniren var áætlaður 44,9 milljónir. Árið 1990 er fjár- magnskostnaðurinn áætlaður 94,5 milljónir en verður rúmlega 380,3 milljónir ef heldur sem horfir,“ sagði Jóhann. „Megin inntak í okk- ar árlegu gagnrýni, er að fram- kvæmdir keyra fram úr hófi og að ekki er gert ráð fyrir kostnaðinum í fjárhagsáætluninni heldur eru tek- in lán. í ár nær skuldasöfnunin hámarki og samkvæmt uppgjöri endurskoðandans, þá skuldar bæj- arsjóður samkvæmt reikningunum um 850 milljónir og að auki rúm- lega 161 milljón, óuppfært, vegna kaupleiguíbúðanna, eða rúmlega milljarð í almennar skuldir bæjar- ins. Auk þessa er 120 milljón króna lán, sem tekið var vegna Rafveitu Hafnarfjarðar á árinu. Þá hefur bæjarráð samþykkt og fært til tekna, sem gjöf 105 milljón króna skuldabréf vegna sölu Bæjarútgerð- arinnar.“. Jóhann sagði að f reikningunum væri búið að tekjufæra gatnagerða- gjöld vegna framkvæmda, sem ekki hafa verið gerðar samkvæmt yfir- liti bæjarverkfræðings frá því í haust, en þá var áætlaður kostnað- ur vegna gatnagerðar um 141 miij- ón. Aí því nefur verið unnið fyrir 20 miljónir á árinu 1989. „Raun- verulega er verið að taka 120 millj- ón króna lán frá húsbyggjendum, sem ekki er fært sem lántaka held- ur tekjur,“ sagði Jóhann. „Þar að auki er áætluð inneign hjá ríkis- sjóði óuppgerðar skammtímakröfur um 211 milljónir króna, vegna verk- efna sem lokið hefur verið við. í bréfi fjárveitinganefndar er talið að Hafnarfjarðarbær eigi 45 milljónir hjá ríkinu og að af þeirri upphæð fái bærinn 8 milljónir á árinu. Þetta á vonandi eftir að fást leið- rétt en þetta þýðir eins og málin standa að skammtímakröfur eru 8 milljónir en ekki um 211 milljónir. Inneign á móti skuldum eru því 180 milljónir í gatnagerðargjöld og um 211 hjá ríkinu auk 253 milljóna í almennum gjöldum og viðskipta- kröfum, sem þó hafa innheimst mjög vel. Þannig að staðan er mjög þung. Bæjarstjóri fer með rangar tölur og er ekki hægt að líða það. Það sem hann væntanlega gerir er að draga 644 milljónir frá 848,1 milljón og fær út að nettó skuldir séu rúmar 200 milljónir," sagði Jóhann. „Menn skoða vanalega skammtíma og langtíma skuldir og síðan veltufé til að gera sér grein fyrir stöðunni. Þarna eru kröfur á ríkissjóð færðar undir veltufé en ættu að færast undir langtímakröf- ur. Athyglisvert er að þegar þessi bæjarstjórn tekur við 1986 þá voru á miðju ári eru heildar skuldir 94,6 milljónir og veltufjárhlutfallið var 5 en nú er það í reynd komið niður undir 1 þó svo það sé sagt 2. Það hefur því tekist að auka skuldir á Bæjarsjóður Hafnarfjarðar, SKULDIR og TEKJUR 1.600----------- milljónir króna 1478,9 1510,9 1.400- 1.200- Bæjarstjórnarkosningar á miðju ári 1986 1.000- 800---------------------------------- — Hlutfall skulda af tekjum 672,8 sæsj 600---------------------------------- 400- 218,5 292,7 36,2 16,5% Íf 35,8 12,3% 'ý j-86,7 22,5% 1983 1984 1985 1986 1987 1988 Unnið úrársreikningum Hafnartjarðaitiæjar 1989 kjörtímabilinu úr 94,6 milljónum í rúman milljarð. Fyrir vexti og verð- bætur á kjörtímabilinu, sem fram að þessu er samtals 350 milljónir hefði verið hægt að byggja ýmislegt til dæmis nokkur dagheimili, íþróttahús og fleira. Það er auðvelt að státa af miklum framkvæmdum þegar aðrir verða að borga þær síðar.“ Afgreiða á fjárhagsáætlun bæj- arins verður í næstu viku og hefur lengi verið beðið eftir bráðabirgða- uppgjörinu að sögn Jóhanns. N orðurlandaráðsþing æskunnar um helgina Norðurlandaráðsþing æskunnar verður haldið í Reykjavík í tengslum við 38. þing Norðurlnndaráðs. Þingið stendur dagana 24, til 26. febrúar en að því loknu sifja ftilltrúar Norðurlanda- ráðsþingið sem áheyrnarfiilltrúar. Meginumræðuefni þingsins flokka á Norðurlöndum sem’eiga verða Norðurlöndin og Austur fulltrúa í Norðurlandaráði ásamt Evrópa, þar sem Jón Baldvin fulltrúum norrænna samstarfs- Hannibalsson utanríkisráðherra samtaka ungliðahreyflnganna og hefur framsögu, umhverfismál og fulltrúar frá unglingadeildum jafnréttismál en þar verður Jó- Norrænu félaganna á Norðurlönd- hann Pétur Sveinsson lögiræðing- um. Áætlaður fjöldi fulltrúa er ur umræðustjóri í pallborðsum- 80, þar af verða 10 íslendingar. ræðum. Einnig flytur Ólafur G. Formaður sambands ungliðasam- Einarsson alþingismaður ávarp. taka Norrænu félaganna á Norð- Þingið sækja fulltrúar frá ung- urlöndum er Ólafur Ólafsson. liðasamtökum þeirra stjómmála-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.