Morgunblaðið - 24.02.1990, Page 15

Morgunblaðið - 24.02.1990, Page 15
MOfiGUfrlBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24- FEBRÚAR 1990 45 Morgunblaðið/ Emilía Talsmenn Máttar í afgreiðslunni, en um 40 manns vinna nú við að gera stöðina tilbúna fyrir 3. mars. Frá vinstri, Grímur Sæmundsen stjórnarformaður Heilsugarðsins hf, Pétur A. Maack stjórnarformað- ur Máttar hf. og Hilmar Björnsson framkvæmdastjóri Heilsugarðsins. verður boðið upp á sérstakar val- greinar. Félagsmenn styrktir Sjúkrasjóðir taka þátt í greiðslu námskeiðsgjalda fyrir félagsmenn sína. Einnig greiða sumir sjúkra- sjóðir hluta af sjúklingagjaldi vegnaendurhæfingar á móti sjúkratryggingakerfinu. Lögð verður áhersla á að fyrirtæki styrki starfsmenn sína til þátttöku og auk þess munu félagsmenn verkalýðs- félaga fá afslátt af námskeiða- gjöldum og annarri reglulegri starfsemi. Talsmenn stöðvarinnar sögu að starfsemin hefði verið kynnt í fyrir- tækjum að undanfömu og for- skráning er þegar hafin, en þeir sögðu að um 800 manns gætu verið á námskeiðum hveiju sinni. Hilmar Björnsson, framkvæmda- stjóri Heilsugarðsins, sagði að æskilegt væri að hver og einn mætti þrisvar í viku, en mætti koma oftar fyrir sama gjald. Stöðin opnar formlega laugar- daginn 3. mars og verður til sýnis almenningi þá helgi, en regluleg starfsemi hefst mánudaginn 5. mars. Opið verður alla virka daga frá klukkan sjö á morgnana til kl. 10 á kvöldin. á föstudögum frá kl. sjö til 20, á laugardögum kl. níu til 16 og á sunnudögum frá kl. 10 til 14. „Við viljum kynna fólki, sem aldrei eða sjaldan hefur hugsað um heilsu sína, kosti þess fyrir framtíðarheilsu að stunda heilbrigt lífemi. Að loknu grunnnámskeiði er búið að kynna ýmsa möguleika eins og sund, skokk, göngutúra og þjálfun innan stöðvarinnar. í endurmatinu er meðal annars spurt: „Hvað finnst þér skemmti- legt að gera? Hvernig getum við stillt upp námskeiði, sem þér hent- ar best?“ Með öðmm orðum að- stoðum við fólk að finna áætlun um breyttar lífsvenjur, sem hentar einstaklingnum sem best. Samkvæmt upplýsingum úr vísindarannsóknum em 50% sjúk- dóma hjá fullorðnu fólki vegna lífstíls, sem rekja má til reykinga, rangs mataræðis, streitu, áfengis- og vímuefnaneyslu og hreyfíngar- leysins. Þetta er það sem við viljum reyna að taka á — þetta er fyrsta markvissa tilraunin til að setja upp forvarnastarfsemi, sem beinir kröftum sínum að lífsstíl," sagði Grímur Sæmundsen. Pétur A. Maack er formaður stjórnar Máttar, en aðrir í stjórn eru Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, Halldór Grönvold, Grímur Sæ- mundsen og Lýður Friðjónsson. Kirkja til sölu eftir Halldór Finnsson Fréttir af gjaldþrotum og nauð- ungamppboðum hafa verið mjög áberandi í fjölmiðlum í seinni tíð. Ekki gat manni þó dottið í hug að kirkja yrði auglýst á nauðungampp- boði. Það hefur nú gerst með eina sóknarkirkju í Reykjavík. Sömu dagana fékk fjármálaráð- herra samþykkt á Alþingi atlögu að kirkjum landsins, þ.e. að af því fé sem ríkissjóður innheimtir fyrir sóknirnar, mætti draga frá 5% áður en því væri skilað, og af fé sem ríkis- sjóður innheimtir fyrir kirkjugarða, mætti draga frá 15% áður en fénu væri skilað. Sjá lánsfjárlög 116/1989, 34. og 35. grein. Það var ósköp hljótt yfír umræðum um þess- ar greinar lánsfjárlaganna á Alþingi — og ekki varð ég var við að hinn nýi kirkjumálaráðherra mótmælti kröftuglega, — hefði þó verið ástæða til þess, þar sem ríkissjóður tekur með þessu um 75 millj. króna af kirkjunum, miðað við gjöld 1989, og eitthvað verður það meira á þessu ári. Þegar lög um staðgreiðslu skatta vom samþykkt 1987, vom nokkrar leiðir athugaðar hvernig koma mætti sóknargjöldum og kirkjugarðsgjaldi inn í það kerfí. Niðurstaðan varð sú, að fundnar vom út heildartekjur sókna og kirkjugarða í landinu — og var það reiknað inn í staðgreiðslu- prósentuna (um 0,45%) sem sóknir skildu fá greitt mánaðarlega, miðað við ijölda sóknarbarna 16 ára og eldri, sem fasta krónutölu á hvert sóknarbam. Gjaldið hækkaði svo eftir hækkun tekjustofns. Þetta var samkomulag fjármálaráðuneytisins, kirkjumálaráðuneytisins og kirkjur- áðs, og var það síðan lagt fyrir Kirkjuþing og samþykkt þar. Þannig var ríkið orðið innheimtu- aðili fyrir sóknirnar, sem það skyldi skila 15. hvers mánaðar óskertu. Ríkissjóður hefur staðið við þetta sl. tvö ár, og skilað reglulega til sókn- anna. Nú í þrengingum sínum dettur fjármálaráðherra í hug að skila ekki öllu því fé sem kirkjurnar eiga, og fær Alþingi til þess að samþykkja svona eignaupptöku. Manni dettur í hug hvort þetta standist fyrir dóm- stólum. Hvemig siðferði er það hjá toll- heimtumanni að ákveða með sjálfum sér: „Hér er ég með þó nokkurt fé erindi um dr. Jón Helgason biskup og upphaf nýguðfræðinnar á ís- landi. Föstumessa miðvikudag kl. 20. Sr. Frank M. Halldórsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Messa kl. 14. Organ- isti Þröstur Eiríksson. Fyrirbæna- guðsþjónusta föstudag kl. 21. Sóknarprestur. SELTJARNARNESKIRKJA: Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11. Prest- ur sr. Jón Ragnarsson. Organisti Gyða Halldórsdóttir. Barnastarf á sama tíma, umsjón Adda Steina, Sigríður og Hannes. FRÍKIRKJAN, Reykjavík: Helgi- stund kl. 17.00. Leikið verður á orgel kirkjunnar frá kl. 16.45. Mið- vikudag morgunandakt kl. 7.30. Orgelleikari Pavel Smid. Cecil Haraldsson. KRISTSKIRKJA í Landakoti: Lág- messa kl. 8.30. Stundum lesin á ensku. Hámessa kl. 10.30. Lág- messa kl. 14. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18 nema á laugar- dögum þá kl. 14. Á laugardögum er ensk messa kl. 20. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Há- messa kl. 11. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíla- delfía: Safnaðarsamkoma kl. 11. Ræðumaður Einar J. Gíslason.' Sunnudagaskóli kl. 11. Almenn samkoma kl. 20. Æskufólk tekur þátt og Ljósbrot syngur. KFUM/KFUK: Vitnisburðarsam- koma Amtmannsstíg 2b kl. 20.30. Söng- og bænastund kl. 19.30. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 14. Hjálpræðissam- koma kl. 20. Foringjarnir stjórna og tala. GARÐASÓKN: Barnasamkoma í Kirkjuhvoli kl. 13 sunnudag. Messa í Bessastaðakirkju kl. 14. Sr. Bragi Friðriksson. KAPELLA St. Jósefssystra í Garðabæ: Hámessa kl. 10. VÍÐISTAÐASÓKN: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Fermingarþörn aðstoða. Org- anisti Kristín Jóhannesdóttir. Sr. Sigurður Helgi Guðmundsson. H AFN ARFJ ARÐARKIRKJ A: Sunnudagaskóli kl. 11. Munið skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Helgj Bragason. Prestur sr. Þórhildur Ólafs. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barna- samkoma kl. 11. Sóknarprestur. KAPELLAN St. Jósefsspítala: Hámessa kl. 10.30. Rúmhelga daga lágmessa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. KÁLFATJARNARKIRKJA: Barna- samkoma í Stóru-Vogaskóla í dag, laugardag, kl. 11. Sóknarprestur. INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Barnastarf kl. 11 í safnaðarheimil- inu. Sóknarprestur. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Messa og barnastarf kl. 11. Sókn- arprestur. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Munið skóla- bílinn. Helgistund á sjúkrahúsinu kl. 10.30. Aðstandendur sjúklinga velkomnir. Messa kl. 14. Altaris- ganga. Kór Keflavíkurkirkju syng- ur. Organisti Örn Falkner. Sóknar- prestur. KAÞÓLSKA kapellan, Hafnar- götu 71: Messa á sunnudögum kl. 16. GRINDAVÍKURKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Bænasam- koma nk. þriðjudag fellur niður. Bent er á samkomu sem Þorvald- ur Halldórsson stjórnar í Kirkju- vogskirkju sama kvöld kl. 20.30. Sr. Örn Bárður Jónsson. KIRKJUVOGSKIRKJA: Kirkjuskóli í dag kl. 11 í umsjá Hrafnhildar og Sigurðar Lúthers. Nk. þriðjudag kl. 20.30 samkoma. Þorvaldur Halldórsson, Margrét Scheving o.fl. koma í heimsókn og stjórna samkomunni með söng o.fl. Sr. Örn Bárður Jónsson. STOKKSEYRARKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Sóknarprest- ur. EYRARBAKKAKIRKJA: Messa kl. 14. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: í dag er kirkju- skóli yngstu barnanna í safnaðar- heimilinu Vinaminni kl. 13 í umsjá Axels Gústafssonar. Barnaguðs- þjónusta í kirkjunni sunnudag kl. 11 og messa kl. 14. Organisti Ein- ar Örn Einarsson. Sr. Björn Jóns- son. „Nú í þrengingum sínum dettur fjármála- ráðherra í hug að skila ekki öllu því fé sem kirkjurnar eiga, og fær Alþingi til þess að sam- þykkja svona eignaupp- töku. Manni dettur í hug hvort þetta standist fyrir dómstólum.“ — húsbóndi minn kemst af þó hann fái bara 85 til 95% af því.“ — Og góði hirðirinn, sem á að passa upp Halldór Finnsson á málefni kirkjunnar í ríkisstjórninni — blundaði hann þegar mest á reið. Höfundur er kirkjuþingsmaður, fulltrúi leikmanna á Vesturlandi. Velkominn á Jæja nú hefur Ingimar litli Flóvent komiö samtals 9 sinnum á Hard Rock. Já og þaö var sko ekkert eölilegt hvaö sá litli gat innbyrt. Við erum stolt hérna á Hard Rock. Sýnishorn af matseöli: 1/2 1/1 Hard Rock & Roll Chili 395,- 495,- Hvítlauksbrauð 120,- „Dálæti Tomma“ - meiri háttar 1390,- „Lasagná' Ítalía meö hvítlauksbrauöi 550,- Grísasamloka 795,- Möllers Ali-grís „Oriental“ 1290,- Glóöarsteiktur lax 790,- 990,- Hard Rock hamborgari 655,- „California Club“ samloka 790,- Barnamatseöill: Barnarokkari (hamborgari meö frönskum) 395,- Hard Rock fiskur og franskar 430,- 2 pylsur meö frönskum og brauði 260,- ís meö sósu og ískex 195,- Barna spariís 230,- s. 689888

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.