Morgunblaðið - 24.02.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.02.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1990 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Kosningabarátta á næsta leiti Sjúkdómseinkenni aldags vinstri stjón Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa ákveðið lista sinn við borgarstjórnar- kosningarnar í vor. Þar eru engar stórbreytingar gerðar, enda hefur stjórn höfuðborgar- innar verið í góðum höndum undanfarin tvö kjörtímabli. Ákvörðunin um listann minnir hins vegar á þá staðreynd, að sveitarstjórnakosningarnar nálgast óðfluga og flokkarnir hefja brátt baráttu sína. A fundi sjálfstæðismanna sagði Davíð Oddsson borgar- stjóri réttilega, að málefna- staða Sjálfstæðisflokksins fyr- ir kosningarnar væri góð. Samkvæmt því ætti flokkurinn að uppskera vel í kosningun- um. Um andstæðingana sagði borgarstjóri: „Málefnastaða þeirra í borgarstjóminni er afar veik að okkar mati. Af þeim ástæðum er ég sannfærð- ur um að kosningabaráttan á eftir að verða mjög hörð vegna þess að minnihlutaflokkarnir, sem svona eru staddir, hljóta að beijast upp á líf og dauða og hljóta að nota öll þau með- ul sem þeir geta gripið til. Þannig að ég þykist sjá fram á að þessi kosningabarátta verði hörð, hún verði persónu- leg og illvíg.“ Tilraunir andstæðinga Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík til að setja saman framboðslista hafa verið vand- ræðalegar undanfarnar vikur. Framsóknarmenn hafa að vísu kynnt hveijir verða í eldlínunni fyrir þá. Allt er á huldu um hvort Alþýðuflokkurinn býður fram lista undir eigin nafni eða ekki og hvaða fylkingar standa að lista Alþýðubandalagsins. Lítið hefur verið talað um Kvennalistann og borgara- flokksmenn eru að bræða með sér, hvernig þeir eigi að standa að framboði. Umræðu um fjárhagsáætl- un Reykjavíkur fyrir þetta kosningaár er nýlokið án þess að andstæðingar sjálfstæðis- manna næðu sér nokkuð á strik í henni. Gagnrýni þeirra á fjármálastjórn sjálfstæðis- manna fólst ekki í því að illa hefði verið haldið á málum og safnað skuldum, heldur hinu að eyða hefði átt meiri pening- um í aðra málaflokka. Væri vinstri stefnan tekin upp í fjár- málum Reykjavíkurborgar yrði þess ekki langt að bíða, að hækka þyrfti útsvörin og fast- eignagjöldin. Er þessi fullyrð- ing byggð á reynslunni af stjórn þeirra 1978 til 1982 annars vegar og útgjaldaáfor- munum hins vegar. Raunar má einnig benda á fjármála- stjórnina í ráðherratíð Olafs Ragnars Grímssonar, form- anns Alþýðubandalagsins, sem hækkaði skatta um sjö millj- arða fyrir áramót 1988/89, ætlaði að skila ríkissjóði með 600 milljóna króna afgangi í fyrra en situr uppi með rúm- lega 6000 milljóna króna halla! í leit að gagnrýnisefnum hafa andstæðingar sjálfstæð- ismanna beint athyglinni að einstökum framkvæmdum, einkum ráðhúsinu og útsýnis- húsi á Öskjuhlíð. Enginn vinn- ur kosningar með því að fjarg- viðrast yfir smíði húsa sem hafa risið af grunni. Raunar var borgarstjórn sammála um það á sínum tíma að ráðast í smíði útsýnishússins og nú í ár vildu vinstri sinnar í borgar- stjórn veija fjármunum til smíði ráðhússins. Fyrir kosningarnar 1986 héldu andstæðingar sjálfstæð- ismanna uppi mjög neikvæðum áróðri. Þeir lögðu miklu meiri áherslu á það, sem þeir vildu ekki heldur en hitt sem þeir vildu að yrði gert í höfuð- borginni. Margklofnir og ósamstæðir flokkar eiga auð- veldara með að koma sér sam- an um það, sem þeir eru á móti heldur en hitt sem þeir styðja. Þetta á eftir að koma í ljós á næstu vikum. Og þá mun vafalaust einnig sannast sem borgarstjóri gaf til kynna á fundinum á fímmtudag, að í örvæntingarfullri leit að „málefnum“ verði tekið til við árásir á einstaklinga í röðum sjálfstæðismanna. Alfreð Þor- steinsson, varaborgarfulltrúi framsóknarmanna, hefur raunar gefið tóninn að þessu leyti. Þegar menn velta fyrir sér komandi kosningabaráttu er eitt alveg víst: Frambjóðendur stuðningsflokka ríkisstjórnar- innar vilja áreiðanlega sem minnst af ríkisstjórninni og ráðherrunum vita. Þeir telja stjórnina líklega erfiðari bagga fyrir sig en flest annað. eftir Þorstein Pálsson Hefðbundin sjúkdómseinkenni gamaldags vinstri stjóma koma skýrt fram í dagsljósið um þessar mundir. Stjórnarflokkarnir keppast við það hver fyrir sig að þvo hend- ur sínar af óvinsælustu ríkisstjórn allra tíma. Úrræðaleysi ríkisstjórn- arinnar gagnvart mikilvægustu við- fangsefnum verður augljósara með degi hveijum. Hvert málið á fætur öðru kemur nú fram af hálfu ríkis- stjórnarinnar þar sem byggt er á gamaldags hugmyndum um aukna miðstýringu og aukið hlutverk ríkis- ins. Einstakir þingflokkar ríkisstjórn- arinnar og hópar stjórnarþing- manna senda frá sér minnisblöð óg leggja fram þingsályktartillögur sem fela í sér vantraust á fjármála- ráðherrann. Grundvallarágreining- ur er milli stjórnarflokkanna um það hvemig leysa á stór verkefni sem við blasa vegna væntanlegrar aðildar okkar að evrópska efna- hagssvæðinu. Sýndarmennska Karvel Pálmason, þingmaður Al- þýðuflokksins, hefur látið stór orð falla um það höfuðbaráttumál for- sætisráðherra síðustu vikur að lög- festa stofnun umhverfisráðuneytis án verkefna. Fá mál hafa afhjúpað vinstri stjórnina meir og komið jafn mörgum til að hlæja að henni. Þetta er greiðsla fyrir fímm atkvæði á Alþingi. En þingmaður Alþýðu- flokksins vill þvo hendur sínar af þessum hégóma. Og sama afstaða hefur komið fram hjá þingflokks- formanni Alþýðubandalagsins. Jón Sigurðsson, viðskiptaráð- herra, hefur síðustu daga tekið mjög einarðlega undir þá stefnu- mótun Sjálfstæðisflokksins að nauðsynlegt sé að breyta ríkis- bönkum í hlutafélagsbanka. Þetta sé nauðsynlegt að gera til þess að íslenskar fjármálastofnanir geti mætt nýjum aðstæðum í auknu al- þjóðlegu samstarfi. Formaður Framsóknarflokksins hefur hins vegar vísað öllum hugmyndum af þessu tagi á bug og lýst því yfir að þær verði aldrei að veruleika í bæði forsætisráðherrann og fjár- málaráðherrann ítreka í sífellu að ríkisstjórnin ætli að koma þessari skattheimtu fram þrátt fyrir ný- gerða kjarasamninga. Loks má nefna í þessu sambandi að ráðherrar Alþýðuflokksins hafa lagt fram í ríkisstjórninni minnis- blað um aðgerðir í ríkisfjármálum. Með þessu telja þeir Alþýðuflokks- menn sig lausa undan ábyrgð á lausatökum ríkisíjármálanna. For- sætisráðherrann vísar vinnubrögð- um af þessu tagi út í hafsauga og segir þau sýndarmennsku eina. I því efni hefur hann þó nokkuð til síns máls. Stjórnmálaflokkur eins og Alþýðuflokkurinn sem ekki þorir að setja ráðherrastólana að veði fyrir skoðanir sínar er hvorki tekin alvarlega af samheijum sínum né andstæðingum, svo ekki sé talað um háttvirta kjósendur í því sam- bandi. Úrræðaleysi Úrræðaleysi ríkisstjómarinnar kemur fram á mörgum sviðum Skýrasta dæmið eru nýgerðir kjara samningar. Ótti almennings við af Þannig birtast okkur í hnotskurn hefðbundin sjúkdómseinkenni gam- aldags vinstri stjórna. í stað þess að horfa frarh á við á þeim miklu breytingatímum sem nú eru treður ríkisstjórnin marvaða í úreltum kennisetningum. Skoðum þessi sjúkdómseinkenni aðeins nánar. tíð þessarar ríkisstjórnar. Iðnaðarráðherra úr röðum Al- þýðuflokksins hefur gengið fram fyrir skjöldu af hálfu stjórnarliða til þess að lýsa andstöðu við orku- skattinn sem hækkað getur orku- reikninga heimilanna um 30%. En leiðingar áframhaldandi stjórnar- stefnu plægði jarðveg fyrir forystu- menn launafólks og atvinnurekenda til þess að taka málin í sínar hend- ur og leggja nýjan efnahagsgrund- völl. Athygli hefur hins vegar vakið síðustu daga að ýmis þau fyrirheit Verðlaunahafar á sviði Borgarleikhússins. Athyglisverðustu auglýsingar ársins: * Islenska auglýsingastoían hlui ÍSLENSKA auglýsingastofan hf. hlaut flest verðlaun í samkeppni Imark—Islenska markaðsklúbbsins um athyglisverðustu auglýsingar ársins 1989. Stofan hlaut verðlaun fyrir athyglisverðustu sjónvarps-, tímarita- og veggspjaldaauglýsinguna. AUK hf. hlaut verðlaun í flokki dagblaðaauglýsinga og óvenjulegustu auglýsinganna. Þá hlaut auglýs- ingastofan P&Ó verðlaun fyrir dreifírit og GBB auglýsingaþjónust- an/Hvíta húsið var verðlaunuð í flokki auglýsingaherferða. Verðlaun fyrir athyglisverðustu útvarpsauglýsinguna féllu í hlut Islenska út- varpsfélagsins. Úrslit samkeppninnar voru kynnt við formlega athöfn í Borgarleik- húsinu í gær. Veitt voru verðlaun fyrir ^ athyglisverðustu auglýs- ingarnar í 7 flokkum svo og óvenju- legustu auglýsinguna og voru til- nefndar 5 auglýsingar í hveijum flokki. ■ í flokki dagblaðaauglýsinga hlaut verðlaun auglýsing frá BYKO hf.:„Breiddin er í Breiddinni". Aug- lýsing gegn hraðakstri frá Sjövá— Almennum tryggingum hf. var út- nefnd athyglisverðasta sjónvarps- auglýsing ársins 1989. í flokki dreifirita var hlaut verðlaun auglýs- ing frá EE húsgögnum með yfir- skriftinni „Grand skrifstofuhús- gögn“. Þá hlaut auglýsing frá Landlæknisembættinu um varnir gegn alnæmi verðlaun í flokki tíma- ritaauglýsinga. í flokki auglýsinga á veggspjöld- um fékk auglýsing frá Alafossi verðlaun. Auglýsingaherferð Kred- itkorta hf. var valin sú athyglisverð- asta og auglýsing uiu Floridana frá Mjólkursamsöiunni þótti óvenjuleg- ust. Loks var auglýsingin „Pepsi bítur fílinn“ frá Sanitas valin at- Höfundar athyglisverðustu dagblai launum sem Morgunblaðið veitti, úr ingastjóra. hyglisverðasta útvarpsauglýsingin. Gefendur verðlauna í samkeppn- inni voru eftirtaldir aðiiar: Morgun- blaðið, Stöð 2, íslenska útvarps-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.