Morgunblaðið - 24.02.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.02.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1990 17 kúgast og trúarleg meðvitund þjóð- arinnar reyndist sterkari og víðari en sú meðvitund, sem kommúnistar héldu að þjóðinni. Svar komm- únískra stjómvalda við andófi kaþ- ólskra klerka voru pyntingar og morð, en kirkjan og þjóðin varð ekki terroríseruð. Auk þess var hvergi að finna „kristó-marxista" eða blauthyggjuklerka eins og þeir ger- ast leiðinlegastir í öðrum hlutum heims, falsklerka sem væla um jöfn- uð og félagshyggju og gera höfund kristninnar að einhverskonar félags- málafulltrúa almættisins. Þegar Gorbatsjov kvað uppúr með það, að rússnesku herliði yrði ekki breytt til að beija niður öll frávik frá kórréttum kenningum sósíalism- ans, þá linaði á terrornum og lepp- arnir voru ekki eins öruggir og fyrr- um. Það var á þessum áratug sem þjóðir Austur-Evrópu sáu að fram- tíðarríki sósíalismans var mýrarljós, og að valdhafarnir voru glæpamenn upp til hópa. Þegar þessi staðreynd varð fleirum og fleirum ljós í Aust- ur-Þýskalandi, þá áttu stjórnvöld erfitt með að láta taka sig alvar- lega. Austur-Þýskaland var mengað- asta ríki heims að undanskildu Rússlandi. Félagsleg þjónusta þar var fals eitt og ástand borganna fyrir utan Austur-Berlín svipað og eftir síðari heimsstyijöld. Þegar tök þursanna linuðust, bæði í Póllandi og Ungveijalandi, þá tók það 10 vikur að losa um tökin í Austur- Þýskalandi. Þann níunda nóvember 1989 var Berlínarmúrinn rofinn og þá létti óttanum við öryggislögreglu og snuðrara ríkisvaldsins. Þetta var upphafið að byltingunni í því ríki. Tékkóslóvakía fylgdi á eftir á 10 dögum og Rúmenía á tæpri viku. Kröfur byltingarmanna í öllum þessum ríkjum voru samhljóma kröf- um byltingarmanna á Frakklandi 1789. Mannréttindi, ritfrelsi og mál- frelsi og afnám pyntinga og gjörræð- is. Sósíalismi alltaf klúður Hrun Bastillunnar var upphaf frönsku byltingarinnar, en sú bylting átti eftir að standa lengi og snúast um tíma upp í algjöra andstæðu hinnar upphaflegu byltingarstefnu, með terrornum frá haustdögum 1792 til sumarsins 1794. Og eftir það fylgdi atburðarás sem kostaði ómældar blóðfórnir. Hrun Berlínarmúrsins var upphaf byltingar í Austur-Þýskalandi, Tékkóslóvakíu og Rúmeníu. Þar ráða ennþá hræddir leppar, hræddir um að missa völd og áhrif og eru vísastir til að beita lygum, hræsni og terror ef þeim gefst tækifæri til þess. Glæpamenn og þjófar láta ekki auðveldlega af hendi valdastöðu eða þýfi. Þeir munu gera allt til að villa á sér heimildir, þar á meðal með nafnbreytingum, og tala fjálglega um lýðræðislegan sósíalisma, um- bótasinnaða kommúnista og komm- únisma hins mennska andlits. Þeir munu krydda tal sitt friðarhjali og jafnvel steðja í aðrar heimsálfur í „ferðir til friðar", tala um „ný við- horf“ og hefja nýtt „átak til félags- við fortíðina. Framtíðarsýnin er sú, að gamlir stalínistar og gistivinir Ceusescu séu leiddir til hásætis, þar sem Stefán Jóhann Stefánsson og Haraldur Guðmundsson réðu áður húsum. Alþýðuflokkurinn sé hvort sem er reiðubúinn til þess að leggja sig niður — eyða sjálfum sér. Það er stjórnmálamanni hollt og gott að hitta ungt fólk og svara ein- örðum spurningum þess. En slík skoðanaskipti verða ekki nema skugginn af pólitískri hreinskilni og heiðríkju, þegar átta eru til svara á tveimur klukkustundum tæpum og sjö þeirra af feysknum stofni félags- hyggjunnar. Guð gefi þeim þolgæði, sem leitar skýrra svara við áleitnum spurningum undir slíkum kringum- stæðum. Þegar félagshyggjufulltrú- arnir taka til máls hver á eftir öðrum er það eins og að spyija ráðherrana, hvað ríkisstjórnin vilji. Bókin er rauð í kjölin og spjöldin græn, en stafsetn- ing hennar með ýmsu móti til að þóknast öllum þeim, sem aldrei geta komið sér saman. legs lýðræðis". Nokkrum vikum fyrir febrúarbylt- inguna í París 1848 kom út smárit, prentað á þýsku í Lundúnum, sem hefst svo í íslenskri þýðingu: „Vofa gengur nú ljósum logum um Evrópu — vofa kommúnismans." Og Marx heldur áfram: „Öll máttarvöld gömlu Evrópu hafa tekið höndum saman gegn vofu þessari...“ Nú hefur það gerst 1989, að „vofa kommúnism- ans“ gengur ljósum logum um Evr- ópu og allar þjóðir Evrópu hafa tek- ið höndum saman gegn þeirri vofu og vilja kveða hana niður. Stjórnar- byltingarnar sumarið og einkum haustið 1989 beindust gegn „vof- unni“. Byltingin er hafin, en enginn veit hvert framhaldið verður. Við- brögð byltingarmanna eða þjóða Austur-Evrópu eru ótvíræð, krafan um mannréttindi, helgan rétt hvers einstaklings til að velja og hafna og algjör afneitun kommúnískrar stöðl- unar og hins algjöra ríkisvalds, „stóra bróður". Viðbrögð leppanna eru jafn ótvíræð og félagsbræðra þeirra um allan heim, þeirra sem trúa ennþá á „vofu kommúnism- ans“, á forsjárhyggju hins algjöra ríkisvalds. Þeir telja, að lepparnir hafi „klúðrað hörmulega sínum sósí- alisma." En sósíalisminn verður allt- af klúður og blóðugt klúður, því að hann afneitar lögmálinu um rétt hins einstaka. Og þegar alþýðubanda- lagsmenn hér á landi þusa um, að „merkið standi“, þá verður það merki í raun blóðug skriðdrekabelt- in. Höfundur er rithöfundur. m ERUM VIÐ FLUTTIR Á LAUGAVEGIMN — Ny og bctri húsakynni — — Aukin og bætt þjónusta — — Aldrci meira úrval bíla — n - LAUGAVEGUR □ 1= i i r MAÐIR BÍlAfí LAUGAVEGI 174 — SÍMI 695 660 - 695 500 Kaffihlaðborðið á sunnudögum er girnilegra og Qölbreyttara en nokkru sinni fyrr með hnallþórum og brauðtertum. Kaffihlaðborð sem seint gleymist. Kjorobótoveislo ' Veitingohöllinn Viö í Veitingahöllinni fögnum nýgeróum kjarasamningum og leggjum strax okkar !óö á vogarskálarnar meó því aó bjóða glæsilegan helgarmat- seðil á stórlækkuðu veröi í hádegi og á kvöldin. Okkar vinsælo fiskgratín.......................kr. 690 Marinerað Iambafille m/rjómapiparsveppasósu ...kr. 1.090 Djúpsteikí ýsufiök oriy m/karrýsósu og hrísgrjónum ..kr. 610 Saiafdiskur m/túnflski og kotasælu ............kr. 410 Smjörsteikt rauðsprettuflök m/rækjum, Reykturlax m/eggjahræru........................kr. 350 blaðiauk og hvítlaukssmjöri ................kr. 790 Skinkubrauð m/itebergsalafi, sinnepi og osti ........kr. 290 Steiklsleinbítsflök m/tóma.sinncpsósu..........kt. 790 Rj.mdSgu6 rfp0 og e|ré„ur i(mifoliJ meJ ö|ium réHum Gratineraður plokkfiskur m/hvítlauksbrauði.....kr. 610 ,.i jj. i oon Barnarétfir............................................kr. 150 IIúsi vei’slunariimar - sínmr: 33272-30400 Höfundur er alþingismadur fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðurlandskjördæmi eystra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.