Morgunblaðið - 24.02.1990, Side 30

Morgunblaðið - 24.02.1990, Side 30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24i PEBRÚAR 1990 3Ó Minning: Valgeir Kristófer :Hauksson húsasmiður Fæddur 22. júní 1948 Dáinn 17. febrúar 1990 Kristófer var einkabróðir konu minnar, einn af þremur bömum Hauks Kristóferssonar, fyrmm leir- kerasmiðs og síðar húsvarðar, og Halldóru Jónsdóttur konu hans. Þótt aldurinn væri ekki hár hafði Kristófer fengizt við ýmislegt um ævina. Hann lauk prófi frá Bændaskól- ánum á Hvanneyri, enda stóð hugur hans jafnan til búskapar. Eftir að hafa um hríð stundað búskap í Þjórsársholti, æskuheimili móður sinnar, ásamt Gísla móðurbróður sínum, hóf hann störf hjá fyrirtæki föður síns og föðurbróður, Funa, við leirkeragerð og lauk sveinsprófi í þeirri iðn. Eftir nokkurra ára starf þar ákvað hann að snúa sér að trésmíði og lauk einnig sveinsprófi í þeirri iðn, sem hann síðan starfaði við til dauðadags. Kristófer fluttist búferlum til Selfoss, þar sem hann kynntist eft- irlifandi konu sinni, Sigríði Herdísi Leósdóttur. Þau höfðu komið sér vel fyrir á Selfossi með bömum sínum þremur, Hauki, 10 ára, Katrínu Ingibjörgu, 7 ára og Leó, 6 ára, auk dóttur Sigríðar Herdís- ar, Rannveigar Brynju, sem fyrir fáum ámm hóf sjálf búskap og á einn son með unnusta sínum. Kristófer var söngelskur og var um árabil félagi í Karlakór Reykjavíkur. Eftir að hann fluttist að Selfossi gerðist hann síðan fé- lagi í Samkór Selfoss. Kristófer var barngóður og hændust systrabömin mjög að hon- um. Er söknuður þeirra mikill eftir uppáhaldsfrændá sinn. Síðustu samfundir okkar Kristó- fers vom á heimili tengdaforeldra minna þar sem við, ásamt öðram bömum þeirra og tengdabömum, samfögnuðum þeim í tilefni af merkum áföngum í lífi þeirra. Eftir að hafa kvaðzt að því loknu, með gleði í hjarta, var erfitt að taka við þeirri harmafregn að morgni, að Kristófer hefði látizt í sviplegu slysi þá um morguninn. Sár er harmur ungrar ekkju og bama þeirra og aldraðra foreldra. Elsku Sigga Dísa mín, Haukur, Katrín, Leó og Brynja og kæru tengdaforeldrar, orð fá litlu áorkað, en innilegar samúðarkveðjur til ykkar fylgja þessari fátæklegu kveðju. Bragi Kr. Guðmundsson Laugardaginn 17. febrúar sl. gekk yfir Suðurland vonskuveður. Það þyrmdi yfir með fannfergi og hríðarbyl. Þau spor sem stigin höfðu verið daginn áður fenntu á kaf og hurfu. Svo var einnig ástatt í huga fólks, þegar sú harmafregn barst þennan sama dag að Kristófer Hauksson væri látinn. Það þyrmdi yfir í huga fólks og hljóðlátir gerðu menn sér grein fyrir að horfinn væri sjónum manna einn af máttarstólpum sam- félagsins; tryggur eiginmaður, elsk- aður faðir ungra bama, góður vinur og félagi. Þetta var þungt högg. Af hveiju? En svona er það, flestir eiga þess kost að stíga í snjóinn aftur og marka ný spor á nýjum degi. Aðrir ekki. Valgeir Kristófer var fæddur í Reykjavík þann 22. júní 1948, ann- ar í röð þriggja systkina, sonur hjónanna Hauks Kristóferssonar og Halldóm Jónsdóttur. í móðurætt var hann ættaður frá Þjórsárholti í Gnúpveijahreppi og lengra aftur frá Minna-Núpi í sömu sveit, kominn af því merkisfólki sem byggði þessa staði. Bar hann glögg merki skyldleikans, bæði til orðs og æðis. Einn ættingja Kristófers var Brynjúlfur Jónsson fræðimaður frá Minna-Núpi, mikill sagnaþulur og skáld. Kristófer, líkt og frændi hans, bar gott skynbragð á kveð- skap og kunni kynstur af gömlum sögnum og kvæðum, bæði eftir Brynjúlf og aðra samtíðarmenn hans. Þeim fróðleik deildi hann meðal samferðamanna með gaman- orði og söng. Sór sig með þeim hætti til göfugrar ættar, og með sterkri íslenskri sagnahefð varð hinn íslenski uppmni hans okkur hinum augljós. í föðurætt era ættir Kristófers raktar m.a. til Steigar og Skeið- flatar í Mýrdal og Kimbastaða í Skagafirði. í gegnum þær ættir ekki síst skynjaði hann gildi íslenskrar menningar og nauðsyn landbúnaðar í landinu, enda áhuga- maður um slíkt. Það var stoltur ungur maður sem valdi sér reiðhest sem fararskjóta heim á leið, þegar hann um tvítugt útskrifaðist sem búfræðingur frá Hvanneyri, enda sannur íslendingur. Síðar lærði hann af föður sínum leirkerasmíði og starfaði hjá honum um hríð. Vorið 1980 lauk hann námi í húsasmíði hjá mági sínum, Ama Leóssyni, og starfaði sem slíkur upp frá því. I stéttarfélagi sínu, Félagi bygg- ingariðnaðarmanna Árnessýslu, starfaði hann af heiium huga, nú síðast í lífeyrissjóðsnefnd félagsins. Á þeim vettvangi vann hann eins og alltaf af tryggð og með glöggu skynbragði á nauðsyn samstöðu sem hagur stéttarinnar byggist á. Við sem eftir stöndum hljóðir og agndofa söknum vinar, vinar sem ætíð var von og ætíð lagði málum lið. Við horfum hljóðir á eftir hon- um, en við hlökkum jafnframt til endurfundanna, þegar við sjálfir göngum yfir, eins og allir. Þá skul- um við heldur en ekki taka upp þráðinn með gamanorðum og söng og rifja upp gömul kynni sem ætíð byggðust á heilindum og tilfinningu fyrir uppmna okkar allra. Við félag- arnir þökkum einum rómi fyrir góð kynni, samvemstundirnar og sam- starfið. Við þökkum hljóðir fyrir okkur. Eiginkonu hans, Sigríði Herdísi Leósdóttur, stjúpdóttur Brynju Gunnarsdóttur, ungum bömum þeirra hjóna, Hauki, Katrínu Ingi- björgu og Leó, sem og foreldrum, systram og öðmm aðstandendum, fæmm við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur á erfiðri stundu. F.h. Fél. byggingariðnaðarm. Ám. Gylfi Guðmundsson form. Trúðu á tvennt í heimi, tign sem æðsta ben Guð í alheims geimi, Guð í sjálfum þér. Allt frá einni skundar andasól í heim. Allt frá einum stundar undrakrafti þeim. Ást hins eilífsanna efld með frelsisdug. Einlæg ást til manna örvi pðdómsflug. (Stgr. Thorst.) „Þeir deyja ungir, sem guðirnir elska.“ Margar sorgarsögur hef ég heyrt um ótímabæran dauðdaga, en aldr- ei búist við að náinn ættingi eins og Kristófer hyrfi svo skyndilega á brott sem varð. Kristófer, eða Kiddi eins og ég kallaði hann, var ætíð gull af manni. Hann var trúaður maður og var alveg sérstaklega góður við böm. Það er svo margt fallegt sem hægt er að segja um Kidda, en ég veit ekki hvernig á að koma al- mennilega orðum að því. Það eina sem ég get sagt er, að okkur er öllum mikill missir að honum og ég á eftir að sakna hans um ókom- in ár. En það er þó mikil huggun að vita af öraggum stað einhvers staðar í himingeimnum þar sem við öll hittumst að lokum á ný. Og Sigga Dísa, Haukur, Katrín, Leó og Brynja, megi algóður Guð styrkja ykkur í_sorg ykkar. Dóra Ósk Bragadóttir Bamahópurinn á Silfurteigi 4, leikimir, hláturinn og glaðværðin, sem þar réð ríkjum er stór þáttur í æskuminningu okkar bræðra. Það var alltaf gaman að vera á Silfur- töignum dagstund svo ekki sé talað um lengri dvöl. Eitt af elstu börnun- um á Silfurteignum var Kristófer frændi og vinur. Hann þekkti leynd- ardóma hússins, sem vom margir í huga lítilla drengja. Hann sýndi okkur leyniherbergið, sem f raun- veruleikanum var ekkert annað en viðar- og kolageymsla inn af mið- stöðvarherberginu. Hann vissi hvar von var á ýmsu góðgæti, t.d. hvar mátti krækja í nýbakaða flatköku. Með árunum urðu viðfangsefnin eih'tið flóknari. Þegar reiðhjólin bil- uðu þá var það Kristófer, sem út- vegaði verkfæri og aðstöðu til við- gerðanna. Hann sá einnig um að umræðuefnið væri óþijótandi, þeg- ar hlé varð á leikjunum, því hann þekkti efni bóka Jóns Sveinssonar spjaldanna á milli. Þessi minningarbrot fljúga nú um huga okkar þegar við stöndum frammi fyrir því að Kristófer er horfínn úr hópnum. Bemskuminn- ingamar em efstar í huga nú, þrátt fyrir margar og góðar stundir síðar á lífsleiðinni. Því þá var lagður gmnnur sem við allir byggðum á. Barnahópurinn er floginn frá Silfurteigi 4, sumir lengra en aðrir, en hver veit nema við hittumst öll á ný. Við sendum eiginkonu og böm- um, foreldrum, systrum og öðram aðstandendum samúðarkveðjur. Ágúst, Rafii og Ragnar. Laugardaginn 17. febrúar síðast- liðinn lést vinur okkar, Valgeir Kristófer Hauksson. Við þetta svip- lega fráfall Kristófers setti okkur hljóð og í gegnum hugann þutu minningar frá liðnum samveru- stundum. Kynni okkar hófust 1978, en skömmu áður hafði þessi hægláti og trausti maður flust hingað að Selfossi. Kristófer var fæddur í Reykjavík 22. júní 1948, sonur hjónanna Halldóru Jónsdóttur og Hauks Kristóferssonar. Þau voru þijú systkinin, og ólust upp í föður- húsum, Margrét elst, Kristófer í miðið og Guðrún Helga yngst. Þegar æskudögunum lauk stefndi hugur Kristófers til sveita- starfa og þess vegna fór hann í Bændaskólann á Hvanneyri og út- skrifaðist þaðan sem búfræðingur. Skömmu eftir vera sína á Hvann- eyri fékk Kristófer mikinn áhuga á keramikvinnu og hóf því nám í leir- kerasmíði hjá Björgvin föðurbróður sínum og lauk námi í þeirri iðngrein. Þegar Kristófer flutti að Selfossi kynntist hann eftirlifandi konu sinni, Sigríði Herdísi Leósdóttur. Sigga Dísa, eins og hún er yfírleitt kölluð, átti þá eina dóttur, Brynju, sem Kristófer gekk í föðurstað, en Kristófer og Sigga Dísa vom gefin saman í hjónaband 17. desember 1978. Saman eignuðust þau þijú mannvænleg börn, Haukijr er elst- ur, fæddur 27. september 1979, Katrín Ingibjörg, fædd 8. apríl 1982 og yngstur er Leó, fæddur 11. des- ember 1983. Bömunum sínum var Kristófer afskaplega góður og eyddi með þeim öllum frístundum sem gáfust. Kristófer starfaði Iengst af á Selfossi sem trésmiður og var mjög virkur í Félagi byggingariðnaðar- manna í Ámessýslu. Kristófer var mikill unnandi góðrar tónlistar og söngmaður var hann ágætur. Hann söng með Karlakór Reykjavíkur og Karlakór Selfoss og síðustu árin söng hann með Samkór Selfoss og hafði hann að eigin sögn alveg sér- stakt yndi af þeim stundum sem hann eyddi í þeim ágæta félags- skap. Utför Kristófers verður gerð frá Selfosskirkju laugardaginn 24. febrúar kl. 13.30. Og nú þegar leið- ir skilja er erfitt að gera sér í hugar- lund að vera án þessa góða drengs sem ávallt var reiðubúinn að rétta hjálparhönd þeim sem þurftu. En mestur er þó missir nánustu ástvina Kristófers Haukssonar. Eiginkonu hans og bömum og öðmm aðstand- endum sendum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur, minningin lif- ir um góðan dreng. Hafdís og Valdi Það lögmál, sem að lífí verður grand, með langri von og ótta mig ei tafði, en sendi úr hæðum himna eldibrand í hjartastað á því er kært ég hafði. Og fró er þessi þrautaleysu vissa um þennan skilnað fyrst ég varð að missa. (STG) Þannig kvað skáldið við sinn son- armissi, við leitum orða þegar ást- kær sonur er brottnuminn úr föður- húsum í faðmi fjölskyldu sinnar, frá eiginkonu, ástkæram börnum. Þau höfðu notið öll saman ánægjulegra stundar á tímamótum kvöldið áður en kallið kom svo óvænt. Fyrr í vetur hafði Kristófer kennt sér nokkurs slappleika, en sagðist sjálf- ur óðum vera að hressast. Kristófer var fæddur í Reykjavík en taldi sig jafnan Árnesing og helst Hreppamann en þar var hann í sveit í æsku og kunni vel að meta kyrrð og fegurð náttúrunnar er hann sá þar jafnan fegursta. Það var haustið 1966 að ég kynntist þessum ágæta dreng. Það kom fljótt í ljós að hann kunni vel að meta Ijóð og söng og var mjög liðtækur í slíku starfí. Síðar var hann félagi í Karlakór Reykjavíkur og jafnan síðan í'Samkór Selfoss. Haustið 1975 fluttum við hjónin til Selfoss og keyptum íbúð við hlið Kristófers. Hann hafði lokið námi við leirmunagerð en tók þá fyrir nám í húsasmíði og hefur stundað það til dauðadags. Nú fljúga um hugann margar ánægjustundir með tryggum vini og félaga í liðlega tvo áratugi. Kristófer kvæntist Sigríði Herdísi Leósdóttur og áttu þau þijú böm, Hauk, Katrínu og Leó. Sigríð- ur átti eina dóttur fyrir, Brynju. Við vitum öll hvað börnin voru hon- um og hann bömunum. Kæra Sigga Dísa, börnin, foreldrar, systur og mágar, Guð styrki ykkur í sorg ykkar og blessi ykku'r um ókomna tíma. Páll Björgvin og Halldóra, Stórá, og börnin. Hvers vegna, hvers vegna, það er von að spurt sé og illt um svör, það er ekki spurt um aldur eða aðstæður þegar dauðinn knýr dyra. Alltaf er erfitt að sjá á eftir góðum vini, og vinarmissir sem þennan verður maður að sætta sig við. Haustið 1966 lágu leiðir okkar Kristófers saman á Hvanneyri og síðan í Reykjavík og á Selfossi. Hann var mikill söngmaður en ég enginn, en hestamennska var okkar sameiginlega áhugamál. Margra góðra stunda minnist ég með hon- um í útreiðartúram og öðru stússi kringum hross. Við söng og munn- hörpuleik fyrir tuttugu árum riðum við ásamt Kristínu minni til Þing- valla á bjartri sumarnóttu og í ynd- islegru veðri. Þetta er ein þeirra minninga, sem aldrei gleymast og þakkast. Kristófer átti góðan hest sem Glanni hét frá Lágafelli í Land- eyjum. Varð ég þeirrar ánægju að- njótandi að kynnast honum og hafði undir höndum um tíma. Þótti mér alltaf hann vera hluti af Kristófer og þeir um margt líkir. Nú liggja leiðir þeirra saman á ný og á nýjum slóðum. Kristófer var fæddur í Reykjavík sonur hjónanna Hauks leirmuna- smiðs Kristóferssonar og Katrínar. Færum við þeim innilegustu sam- úðarkveðjur. Sigga Dísa og börn, guð styrki ykkur og varðveiti á raunastundu. Steingrímur og Kristín Eg veit þú fékkst engu, vinur, ráðið um það, en vissulega hefði það komið sér betur, að lát þitt hefði ekki borið svo bráðan að. Við bjuggumst við að hitta þig oft í vetur. Og nú var um seinan að sýna þér allt það traust, sem samferðafólki þínu hingað til láðist að votta þér. Það virtist svo ástæðulaust að vera að slíku fyrst daglega til þín náðist. (T. Guðm.) Með þessum orðum Tómasar Guðmundssonar viljum við félagar í Samkór Selfoss þakka Kristófer Haukssyni ánægjulegt samstarf og ljúfmannlegt viðmót. Hann gekk til liðs við kórinn árið 1974 og var ávallt styrk stoð hans svo framar- lega sem atvinnuástæður leyfðu. Hann naut trausts hjá félögum sínum sem góður og glaðvær félagi og mikilhæfur söngmaður. Má þar til nefna að innan kórsins hefur um árabil starfað tvöfaldur kvartett, nokkurs konar óskabarn kórfélaganna sem við köllum „Litla-Sam“. Nú eftir áramótin var skipað í þennan kvartett og var Kristófer þar til nefndur og æfingar hafnar. Það sýnir kannski best hæfni hans í söng að nú var hann settur í tenorinn en í samkórnum var hann lykilmaður í bassa. Mátti vart í milli sjá hvor röddin hentaði honum betur. Auk þess var hann fljótur að læra raddir og lagviss. Með fráfalli Kristófers er stórt skarð rofið í raðir samkórsins. Það mátti líka finna sl. mánudagskvöld sem var æfingakvöld. Þögnin og sorgin hafði yfirhöndina enda féll æfingin niður. En við höldum áfram að syngja. Syngjum honum til heið- urs. Við viljum votta eiginkonu hans og börnum okkar innilegustu samúð svo og aðstandendum öllum. Bless- uð sé minning hans. Samkórsfélagar Rafmagnsvörur Rafræsar, rafalar og varahlutir við flestar gerðiraf vélum, s.s. G.M., Caterpillar, Cummings. Einnig fyrir bifreiðar. Hagstætt verð. Vélar hf. Pósthójf 4460 — Vatnagörðum 16 — Símar 686625 og 686120 — 124 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.