Morgunblaðið - 24.02.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.02.1990, Blaðsíða 34
 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) (P* Þú hefur þínar efasemdir um tillögu sem vinur þinn leggur fyrir þig. Það er ákjósanlegra fyrir þig núna að eiga stund með fjölskyldunni en fara á fund vina. Naut (20. apnl - 20. maí) Þú færð ráð sem vísa í gagn- stæðar áttir. Það er heppilegt fyrir þig að taka þátt í einhveiju félagsstússi. Þú færð tækifæri til að leggja land undir fót og ættir að heimsækja vini þína. TvíburarJ (21. maí - 20. júní) 5» Þó að þú eigir erfitt með að taka ákvörðun í vissu máli hikar þú ekki þegar þér býðst stöðuhækk- un. Þér verður vel ágengt innan skamms. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þú ert að gera upp við þig hvað þú eigir að gera í peningamálun- um. Þú færð góðar fréttir úr íjarlægð. Leitaðu ráða hjá ein- hveijum sem þú treystir. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú ert bara með hálfan hugann við vinnuna í dag og ert ef til vill of laus við. Þú færð góðar fregnir af fjármálum. Fjölskyld- an færir þér gleði. Meyja (23. ágúst - 22. september) Farðu að finna vini þína í dag og hafðu maka þinn með. Vertu vakandi fyrir öllu sem varðar mataræði og heilbrigði yfirleitt. Vog (23. sept. 22. október) Minni háttar vandkvæði út af börnum eða ættingjum geta gert vart við sig núna. Þér vegnar vel í starfinu. Gríptu þau tæki- færi sem koma upp í hendurnar á þér. Sþoródreki (23. okt. - 21. nóvember) 9l|j0 Einhveijir í flölskyldunni geta farið í taugamar hver á öðrum og happadrýgst að bregða sér út í náttúruna til hvíldar og hressingar. Láttu rómantíkina og upplyftingu ganga fyrir. Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) Dómgreind þín 'á' undir högg að sækja í dag. Farðu með gát í peningamálum. Þú færð góðar fréttir. Láttu fjölskylduna ganga fyrir í kvöld. Steingeit (22. des. - 19. janúar) & Þú átt í erfiðleikum með að gera ákveðið mál upp við þig. Maki þinn færir þér heppni. I dag er hagstætt að skrifa undir samn- inga. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þú hefur átt í innri baráttu út af ákveðnu vandamáli undanfar- ið og hugsanlega líður einhver tími áður en þú finnur réttu svör- in. Þér býðst gott tækifæri í starfi eða fjármálum. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) )£k Þú telur ekki tímabært að gera veður út af peningamálum við vin þinn. Þér verður boðið á svo- lítið sérstakan stað. Nú er heppi- legt að sinna áhugamálunum. AFMÆLISBARNIÐ á auðvelt með að vinna í hópi og velst oftlega til forystu á slíkum vett- vangi. Þó að það sé áhugasamt um að öðlast fjárhagslegt öryggi standa hugsjónir þv! næst hjarta. Það ef' andlega sinnað og hagsýnt, auk þess sem það er gætt ríku ímyndunarafli. Það getur náð langt á sviði banka- starfsemi, en laðast oftlega að listum. Stjörnuspána á aó lesa sem dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. GRETTIR TOMMI OG JENNI LJÓSKA U)AKE ME UJMEN TME 5CM00L BU5 C0ME5.. Vektu mig þegar skólabíllinn kem- ur... WERE IT C0ME5 NOU)... IT‘5 ALM05T TO TME MIDDLE OFTHE BLOCK.. Hann kemur núna ... hann er nærri því íyrir miðri húsaröðinni... YOU U)0KE METOO SOON.. I COULP HAVE 5LEPT AN0THER TMIRTT FEET... Þú vaktir mig of snemma... Ég hefði getað sofið önnur þrjátíu fet... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Suður þarf að vera heppinn á ljósunum til að komast í bank- ann fyrir fjögur. En að vanda gildir hið fomkveðna: flýttu þér hægt, lagsmaður. Vestur gefur; enginn á hættu. Norður ♦ Á95 ¥ KD84 ♦ D75 ♦ Á52 Vestur Austur ♦ K1°83 ...... ♦ G742 ▼762 ¥93 ♦ AK102 ♦ 843 *K7 ♦ G986 Suður ♦ D6 ¥ ÁG105 ♦ G96 ♦ D1043 Vestur Norður Austur Suður 1 tígull Dobl Pass 2 hjörtu Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Utspil: tígulás. Vestur leggur á brattann með því að spila tíglinum þrisvar og það kemur sagnhafa þægilega á óvart að fá þriðja slaginn á drottningu blinds. Fyrstu gatna- mótin áfallalaust að baki. Það er beinn og breiður vegur að taka þrisvar tromp, en því er ekki fyrr lokið en krossgöt- umar í lauflitnum blasa við. Fyrsta hugsunin er að taka lauf- ásinn og svína hvergi smeykur fyrir gosadrusluna í austur. Sem heppnast í sjálfu sér, en dugir bara ekki til, því vestur hægir á ferðinni með því að spila þrett- ánda tíglinum. Slagirnir verða þá aldrei nema níu. Aðeins ein leið dugir til að komast hjá dráttarvöxtunum: stinga sér niður í undirgöngin, taka laufás og spila litlu laufi frá báðum höndum! Vestur verð- ur hreinlega að eiga Kx í laufi til að spilið vinnist. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á nýafstöðnu Skákþingi Akur- eyrar kom þessi staða upp í B- flokki í viðureign þeirra Orvars Arngrímssonar (1.565) og Þor- leifs Karlssonar (1.665), sem hafði svart og átti leik. 24. — Hxg2!, 25. De5 (Hvítur verður mát í öðrum leik ef hann þiggur hróksfórnina, en nú vonast hann eftir 25. - Dxf3??, 26. Db8+ og hvítur mátar) 25. — Dxe5, 26. dxe5 - Bxf3, 27. Rd4 - Bd5, 28. Hfl — Hg3+ og hvítur gafst upp. Rúnar Sigurpálsson, 17 ára, varð Skákmeistari Akureyrar 1990, hlaut 6 'A v. af 9 möguleg- um. Jafn honum að vinningum varð Magnús Pálmi Örnólfsson frá Bolungarvík, sem tefldi sem gest- ur á mótinu. Þriðji varð Bogi Páls- son með 6 v. og Gylfi Þórhallsson fjórði með 5 'A v. Þeir Rúnar og Bogi munu væntanlega báðir verða með á hinu sterka opna móti Búnaðarbankans í Reykjavík í næsta mánuði. í B-flokki sigraði Stefán Andr- ésson frá Bolungarvík með 7 v. af 9 mögulegum. Unglingameist- ari varð Þorleifur Karlsson og drengjameistari Páll Þórsson. Skákþing Norðlendinga, hið 55. i röðinni, stendur yfir um þessa helgi á Sauðárkróki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.