Morgunblaðið - 24.02.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.02.1990, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDÁGUR 24. FEBRÚAR 1990 íslensk for- ritaþróun hf. og Þekking hf. sameinuð ÁKVEÐIÐ hefur verið að sameina fyrirtækin Þekkingu hf. og ís- lenska forritaþróun hf. frá og með næstu mánaðamótum. Nýja fyrir- tækið, sem verður rekið undir nafiii þess síðarnefnda, verður eitt af stærri hugbúnaðarfyrir- tækjum landsins og mun þjóna yfír eitt þúsund notendum. Þar af nota um 700 fyrirtæki Ópus viðskiptahugbúnað frá íslenskri forritaþróun og um 400 fyrirtæki nota Allt hugbúnað frá Þekkingu. Fyrirtækið mun þjóna notendum beggja kerfanna en smátt og smátt verður unnið að því að sam- ræma þau með því að nýta kosti þeirra beggja. Með sameiningunni er stefnt að því að ná fram hagræðingu þar sem ekki þarf lengur að tvítaka breyting- ar á Allt og Opus hugbúnaði þegar breytingar verða á aðstæðum t.d. vegna virðisaukaskatts, að því er segir í frétt frá fyrirtækjunum. Jafn- framt er gert ráð fyrir að spara fjár- muni í yfirbyggingu og rekstri. Fyrirhugað er að hið nýja fyrir- tæki muni geta einbeitt sér að nýjum sviðum upplýsingatækninnar t.d. skjalaskiptum milli tölva (EDI) þar sem bein tölvusamskipti gera pappír óþarfan í viðskiptum milli fyrir- tækja. Ennfremur er fyrirhugað að kanna möguleika á útflutningi hug- búnaðar. ísberg: Fimm skipverj- ar játa smygl á bjór og skinku TOLLVERÐIR fúndu 199 kassa af bjór og um 440 kíló af skinku þegar þeir leituðu að smyglvarn- ingi um borð í flutningaskipinu ísbergi i Hafharfjarðarhöfn á fímmtudag. Leit var haldið áfram í gær, en þá fannst óverulegt magn til viðbótar. Verðmæti bjór- kassanna, sem verða seldir í útsöl- um ÁTVR, er yfir hálf milljón króna. Fimm skipverjar hafa ját- að að eiga smyglið. ísberg kom til Hafnarfjarðar sl. fimmtudagsmorgun og að lokinni venjulegri tollafgreiðslu var ákveðið að leita áfram í skipinu. Tollverðir fundu smyglvarninginn í gámi, sem var sagður innihalda tóma fiski- kassa. Isberg var að koma frá Berg- en í Noregi, en hafði áður verið í höfnum í Englandi, Hollandi og Danrnörku. Skinkan mun hafa verið keypt í Danmörku, en bjórinn í hin- um löndunum. Mest var af Tuborg bjór, en aðrar tegundir var einnig að finna, svo sem Carlsberg. Fimm skipverjar gáfu sig fram við tollgæsl- una og játuðu að eiga smyglið. Tollverðir leituðu í skipinu til klukkan 21 á fimmtudagskvöld og héldu leit áfram í gær, en þá fannst aðeins óverulegt magn til viðbótar. Tollgæslan hefur heimild til að sekta menn fyrir smygl og nemur sektin t.d. 700 krónum á hvert kíló af skinku. Heimildin nær til sekta sem nema allt að 50 þúsund krónum á mann. Yrði sama reglan notuð vegna smygluðu skinkunnar í ísbergi þyrftu skipveijarnir að greiða sam- tals yfir 300 þúsund krónur. Málið verður hins vegar sent ríkissaksókn- ara, sem tekur ákvörðun um fram- hald þess. Grænt framboð í undirbúningi Samtök Græningja halda fund í menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi í Reykjavík, laugardaginn 3. mars nk. í tilefni væntanlegra borgarstjórnarkosninga. Á fundinum verður rætt og undir- búið grænt framboð til borgarstjórn- ar og settur niður málefnagrundvöll- ur fyrir slíkt framboð. Peytirjóminn skiptir um ham, og heitir nú... G-rjóminn geymist mánuöum saman utan kælis en með því að kæla hann vel fyrir þeytingu nærðu fram þeytihæfni og bragðgæðum ferska rjómans. G-rjóminn er sannkallaður veislufélagi á ferðalögum - auðvelt að kæl’ann, auðvelt að þeyt’ann - hvar sem er. Leggðu nýja útlitið á minnið. nms- G-riomi H litri m k Viltbú m k losna viö virðisaukaskatt ? Samkvœmt reglugerö um viröisaukaskatt er heimilt aö draga skattinn frá viö kaup á nýrri sendibifreiö, sé hún eingöngu notuö vegna skattskyldrar starísemi. Héi ei tœkiíœrí tíl aukinnca hagkvœmni í lekstrí. HJF Laugavegi 170-174 Simi 695500 V.W. Polo heíur sérstaklega lá bilanatíóni og er þessvegna aíar ódýr í rekstri. AUK/SlA k3d74-768

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.