Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1990næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    25262728123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 11.03.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.03.1990, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C 59. tbl. 77. árg. SUNNUDAGUR 11. MARZ 1990 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Fylgi Iirunið af samtök- um a-þýskra umbótasimia Meirihluti Austur-Þjóðveija vill sameinað Þýskaland óháð og vopnlaust Kreijast kosn- inga á Kúbu Lima, Perú. Reuter. MENNTAMENN frá Rómönsku Ameríku, Evrópu og Norður- Ameríku hvöttu Fidel Kastró, leiðtoga á Kúbu, til þess á föstu- dag að efha til kosninga í landi sinu og koma á lýðræði, því að annars mundi sagan fordæma hann að eilífu. „Efndu til frjálsra og heið- arlegra kosninga — það er eina ærlega og friðsamlega leiðin til að komast út úr því ófremdarástandi sem nú ríkir á Kúbu,“ sagði í bréfi sem ráðstefha borgaralega sinnaðra menntamanna skrifaði Kastró. „Láttu þetta ekki dragast, því að annars mun sagan fordæma þig að eilífu," sagði í bréfinu. Björgvin; Múslimar í vandræðum Ósló. Daily Telegraph. MÚSLIMAR í Björgvin í Noregi, um 1.000 'að tölu, eru nú í vanda s*addir eftir að það uppgötvaðist að húsið sem þeir nota sem mosku var eitt af stærstu vændis- húsum landsins á sinni tíð. Múslimarnir fengu húsið að gjöf frá bæjarstjórninni rétt fyrir síðustu jól og höfðu þá staðið í 14 ára baráttu fyrir að fá þak yfir höfuð- ið. En áður en mánuður var liðinn frá því að starfsemi þeirra hófst í húsinu kom sannleikurinn í ljós: Húsið hafði verið eitt af vinsælustu vændishúsum í landinu á 19. öld og fjölsótt af erlendum sjóurum sem áttu leið um. Múslimasamtökin sem reka moskuna eru nú í vandræðalegri klípu. Á að halda starfseminni áfiram í þessu saur- uga húsi eða á að he§a vonlitla þrauta- göngu að nýju I Ieit að öðru athvarfi? „Það eru stanslaus fundahöld á bak við tjöldin,“ segir heimildarmaður sem kynnt hefur sér málið. „En þetta er svo við- kvæmt að enginn kann við að segja neitt opinberlega." Sovéskur her fer frá Ungverjalandi Moskvu, Búdapest. Reuter. GYULA Horn og Edúard Shevardnadze, utanríkisráðherrar Ungveijalands og Sovétríkjanna, undirrituðu i gær í Moskvu samkomulag um brottflutning sovéskra heija frá Ungveijalandi. Hefst hann á morgun, mánudag, og gerir sam- komulagið ráð fyrir því að síðasti sov- éski hermaðurinn af um 50,000 sem nú eru í Ungverjalandi verði farlnn þaðan 80. júní á næsta ári. Austur-Berlín. Reuter. FYLGI hefur hrunið af samtökum um- bótasinna er komu byltingunni af stað í Austur-Þýskalandi sl. haust, Nýjum vett- vangi og Lýðræði strax. Samkvæmt skoð- anakönnunum munu kosningabandalag þeirra og Friðar- og mannréttindafrum- kvæðisins, Bandalagið ’90, tæpast liljóta nema 3% atkvæða í kosningunum annan sunnudag, 18. mars. Olíkt Samstöðu í Póllandi og Borgara- vettvangi í Tékkóslóvakiu hafa samtök austur-þýskra umhótasinna orðið undir í baráttunni við fylkingar sem hvatt hafa til sameiningar þýsku ríkjanna og aukinnar vejmegunar. Fyrrum stuðhingsmenn þeirra eru einkum taldir hafa gengið til liðs við Sósíaldemókrataflokkinn (SPD) sem boðar samskonar stefnu í flestum málum en legg- ur hins vegar áherslu á sameiningu þýsku ríkjanna. Vestur-þýskir stjórnmálaflokkar eiga sinn þátt í þessari þróun þar sem þeir hafa ausið peningum í bræðraflokka sína í Austur-Þýzkalandi og aðstoðað þá á ýmsan hátt í kosningabaráttunni. Nýr vettvangur, Lýðræðið strax og Frið- ar- og mannréttindafrumkvæðið eru efins um ágæti sameiningar þýsku ríkjanna, Vilja þau fremur umbætur og lýðræði i eigin landi og náið samstarf ríkjanna tveggja. í fram- boði fyrir bandalagið eru helstu hetjur bylt- ingarinnar sl, október, s.s. kvikmyndaleik- stjórinn Konrad Weiss, presturinn Sebastian Pflugbeil og Wolfgang Ullmann og heim- spekingurinn Gerd Poppe. Meirihluti Austur-Þjóðverja, eða 65%, er hlynntur þvi að sameinað Þýskaland verði vopnlaust og utan hernaðarbandalaga, sam- kvæmt nýrri skoðanakönnun, sem birt var í gær. Aðeins 4% styðja áform Helmuts Kohls, kanslara Vestur-Þýskalands, um að það verði í Atlantshafsbandalaginu (NATO). Níu prósent vilja að sameinað Þýskaland eigi bæði aðild að NATO og Varsjárbanda- laginu, Loks styðja 72% Austur-Þjóðverja kröfur Pólveija um að þýsku ríkin viður- kenni tafarlaust vesturlándamæri Póllands rneðfram ánum Oder og Neiss. AST ÁRAUDIl LJÓ8I ÍREYKJAVÍK? 10-11 LEIÐINTIL SAMEININGAR EKKILENGUR SPURT HVORT HELDUR HVENÆR ÞÝZKALAND SAMEINAST 14 EG6IN GEF& H/ENUNUM EINKUNNIR Fyrsto almenna könnunin á við- horfi stúdenta til kennslu/l 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 59. tölublað (11.03.1990)
https://timarit.is/issue/123119

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

59. tölublað (11.03.1990)

Aðgerðir: