Morgunblaðið - 11.03.1990, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.03.1990, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJAA/EfHIR s'UNNUUAGUR 111 MARZ 1990 1 Mikil er trú þín eftir sr. HJÁLMAR JÓNSSON Guðspjall. Matt. 15:21-28. Guðspjall dagsins segir frá við- skiptum Jesú og kanverskrar konu. Hun er útlendingur í landinu, fyrirlitin og vönust því viðmóti. Hun kemur til Krists vegna veikrar dóttur sinnar. Hann vísar henni frá og kveðst ekki sendur nema til hinnar útvöldu þjóðar, gyðinganna. Fram fer stutt og kjarnyrt samtal, þar sem Jesús svarar konunni samkvæmt hugmyndum gyðinga. Henni beri engin hjálp af hans hálfu. Hun gefst ekki upp og þar kemur að lögmálshyggja gyðinganna víkur fyrir fagnaðarerindinu. Konan svarar samkvæmt boðskap frels- arans. Hann er ekki aðeins sendur til týndra sauða af húsi ísraels. Þarna fengu lærisveinamir um- hugsunarefni, einnig við. Kristur spyr um trú og leitar eftir trú. Það er trúin á hann, tiltrúin til hans, sem hann kallar mikla. Kærleikur Guðs á erindi til allra, ekki bara sumra. Einkaleyfi þeirra á Guði og túlkun á eðli hans og vilja er fellt úr gildi. Með komu Krists í heiminn er að renna upp nýr tími. Hann er sendur til allra manna, allra tíma til þess að allar þjóðir skuli blessun hljóta. Mattheus guðspjallamaður, læri- sveinninn, trúmaðurinn, sagnarit- arinn vissi það a.m.k. seinna hvað Kristur var að fara. Hann lýkur guðspjalli sínu með þessum skiln- aðarorðum Krists: „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gjörið allar þjóðir að læri- sveinum...“ Þannig mun verða ein hjörð og einn hirðir. í krossferli Krists, dauða hans og upprisu er að renna nýr dagur á jörðu. Aðgreining, flokkadrættir, sundrung á að hverfa og vikja fyrir kærleika, friði, sátt og samlyndi. Margir, líklega flestir, þrá frið og farsæld. Kristin trú er leiðin til þess að svo geti orðið. Tiltrú og traust á Jesú Kristi er leiðin sem kristindómur- inn bendir. Kristin kirkja er og á að vera farvegur til hans og sam- félag við hann. Kanverska konan sýndi Jesú Kristi þá tiltrú. Hun var viss um að hann gæti hjálp- að. Þess vegna gafst hún ekki upp, jafnvel ekki þótt hann líkti henni við soltinn hund. Við, prestarnir, getum verið óheppnir í orðavali en svona langt í hvatv- ísi gagnvart fólki veit ég ekki dæmi um. Konan kyngdi stoltinu og svaraði honum: „Allt í lagi, ég má hundur heita. En hjálpaðu dóttur minni.“ Hún trúði því að- guð Jesú Krists væri skapari heimsins og hefði gefíð henni lífið. Hun þráði að fá að lifa lífinu eins og til þess var stofnað af skapar- anum. Hun vildi fá að lifa því í kærleika til barnsins síns. Hun vildi heilbrigði og hamingju í sam- félagi við þá sem húri elskaði. Hun kom þangað sem hún trúði að hjálp væri að fá til þess. Kuldaleg- ur Kristur og yfirlætislegir læri- sveinar hvorki beygðu hana né hindruðu. Hún lét ekki stöðva sig þegar um heilsu og hamingju barnsins hennar var að tefla. Þetta atvik frá ferð Jesú með lærisveinunum forðum er til þess fallið að vekja spurningar. Hvað leggjum við á okkur til þess að ná fundi Krists? Hversu mikið leggjum við á okkur til þess að fylgja fram hjartans málum og sannfæringu? Biblían er e.t.v. ekki mjög aðgengileg fyrsta sprettinn, jafnvel fráhrindandi á köflum. Stundum getur líka staðið á svör- um. Þá getur þurft mikla trú til að gefast ekki upp. Menn gefast stundum upp við fyrstu hindranir þegar leita á svara við lífi og til- veru. Margan manninn brestur líka þrótt til að fylgja því eftir sem hann veit að er gott og rétt. Krist- ur kallar mennina til starfa á grundvelli þeirrar trúar, sem hef- ur kærleikann að æðsta miði. Hann er kærleikur og hann kallar alla menn til ábyrgðar í ríki sínu við að byggja upp fagurt mannlíf. Það verður ekki gert með sljóum huga eða með hangandi hendi, heldur með vakandi trú, heilum huga og með því að nota hæfileik- ana, sem guð hefur gefið, í þágu lífsins. Hann hefur fengið mönn- unum það hlutverk að vera sam- verkamenn sínir í því að byggja góðan, friðsælan og fagran heim. Tilgangur er fólginn í um- hyggju fyrir fjölskyldu og sam- félagi. Vilji og viðleitni í þá átt að efla og auka hamingju er í samhljóðan við kristna trú. Knú- inn af kærleika finnur sá, sem leitar, — öðlast sá, er biður. Fyrir þeim, sem knýr á, mun upp lokið verða. Föstutíminn stendur nú yfir. Hann kennir að Drottinn semur ekki frið við þau öfl, sem spilla og bijóta niður heilbrigt mannlíf. Flestir lifa þær stundir að harma °g syrgja. Flestir þurfa að þola þraut og kvöl í lífi sínu. Kristur, sem er allt vald gefið, virðist þá stundum fjarri og jafnvel frá- hrindandi. Ekki síst á þeim stund- um er mikilvægt að leita hans og gefast ekki upp. Ekki síður þá á hann orð að segja og huggun særðu hjarta. Hann hefur einmitt gefíð fyfirheit um að sameina alla í eilífu ríki kærleika sfns. Fö- stutíminn boðar, að þrengingar eru skammvinnar móts við þá dýrð, sem upprisa Krists vitnar um. Guð vill velferð þína og þinna. Hann hefur gert áætlun um að þú megir njóta hamingjunnar. Vera kann að Jesús hafi verið minnugur kanversku konunnar þegar hann sagði: „Þann sem til mín kemur mun ég alls ekki burtu reka. .. komið til mín allir þér...“ Það er fagnaðarerindi kristin- dómsins. VEÐURHORFUR í DAG, 11. MARS YFIRLIT kl. 10:10 í GÆR: Yfír N- Grænlandi er 1015 mb hæð, en hæðarhryggur fyrir austan land þokast austur. Um 700 km SSA af Hvarfí er víðáttumikil 965 mb lægð á hreyfingu NA og síðar A. HORFUR á SUNNUDAG: A og NA átt, allhvöss eða hvöss vestan og norðanlands, en mun hægari aimars staðar. Sunnanlands verður úrkomulaust en él eða snjókoma í öðrum landshlutum. HORFUR á MÁNUDAG: NV- átt um austanvert landið, en fremur hæg breytileg átt um landið vestanvert. Sums staðar él við norður- ströndina, en víðast þurrt og bjart veður annars staðar. Frost 2-8 stig. HORFUR á ÞRIÐJUDAG: A- átt um allt land. Snjókoma eða él sunnanlands, en úrkomulítið á norðanverðu landinu. Hiti við frost- mark við suðurströndina, en annars frost á bilinu 1 til 7 stig. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 6:00 í gær að ísl. tíma Staður hiti veður Staður hiti veður Akureyri -13 skýjað Glasgow 10 súld Reykjavík -5 alskýjað Hamborg 2 léttskýjað Bergen 1 ssnjókoma London 12 skýjað Helsinki -2 skýjað LosAngeles 12 skýjað Kaupmannah. 0 léttskýjað Lúxemborg 5 þokumóða Narssarssuaq -19 léttskýjað Madrid vantar Nuuk -10 léttskýjað Malaga vantar Osló -1 skýjað Mallorca vantar Stokkhólmur -3 léttskýjað Montreal -4 heiðskírt Þórshöfn -2 alskýjað NewYork 5 skúr Algarve 13 rigning Orlando 16 heiðskírt o Heiðskírt / / / f F f V Rigning / / / V Skúrir f Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrimar á Lóttskýjað * / * . vindstyrk, heil fjöður er tvö vindstig. ' * ' * Slydda V Slydduél •B Hélfskýjað / * / 10 Hitastig: m Skýjað * * * * ’* * * Snjókoma * * * V Él 10 gréður á Celsíus Þoka Alskýjað ’ , ’ Súld oo Mistur — Þokumóða Kvöld-, nœtur- og helgarþjónusta apótekanna í Reykjavík dagana 9. marz til 15. marz, að báðum dögum meðtöldum, pr í Apóteki Austurbæjar Auk þess er Breið- holts Apóteki opið til kl. 22 alla daga vaktvikunnar nema sunnudag. Læknastofur eru lokaðar laugardaga og helgidaga. Nesapótek: Virka daga 9-19. Laugard. 10-12. Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarnarnes og Kópavog í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur við Barónsstíg frá kl. 17 til kl. 08 virka daga. Allan sólarhringinn, laugardaga og helgidaga. Nánari uppl. í s. 21230. Borgarspítalinn: Vakt 8-17 virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans s. 696600). Slysa- og sjúkravakt allan sólarhringinn sami sími. Uppl. um lyfjabúðir og læknaþjón. í símsvara 18888. Ónæmisaðgeröir fyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur á þriðjudögum kl. 16.30-17.30 Fólk hafi með sér órtæmisskírteini. Tannlæknafél. Símsvari 18888 gefur upplýsingar. Alnæmi: Uppl.sími um alnæmi: Símaviðtalstími fram- vegis á miðvikud. kl. 18-19, s. 622280. Læknir eða hjúkr- unarfræðingur munu svara. Uppl. í ráðgjafasíma Samtaka '78; mánud. og fimmtud. kl. 21-23: 28539. Símsvarar eru þess á milli tengdir þessum símnúmefum. Alnæmisvandinn: Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann vilja styðja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra, s. 22400. Krabbamein. Uppl. og ráðgjöf. Krabbameinsfél. Virka daga 9-11 s. 21122, Félagsmálafulltr. miðviku- og fimmtud. 11-12 s. 621414. Ónæmístæríng: Upplýsingar veittar varðandi ónæmis- tæringu (alnæmi) í s. 622280. Milliliðalaust samband viö lækni. Fyrirspyrjendur þurfa ekki aö gefa upp nafn. Við- talstímar miðvikudag kl. 18-19. Þess á milli er símsvari tengdur við númerið. Upplýsinga- og ráðgjafasími Sam- taka '78 mánudags- og fimmtudagskvöld kl. 21-23. S. 91-28539 — símsvari á öðrum tímum. Samhjálp kvenna: Konur sem fengið hafa brjóstakrabba- mein, hafa viðtalstfma á þriðjudögum kl. 13-17 í húsi Krabbameinsfélagsins Skógarhlíð 8, s.621414. Akureyri: Uppl. um lækna og apótek 22444 og 23718. Seltjarnarnes: Heilsugæslustöð, s. 6V2070: Virka daga 8-17 og 20-21. Laugardaga 10-11. Apótek Kópavogs: virka daga 9-19 laugard. 9-12. Garðabær: Heilsugæslustöð: Læknavakt s. 51100. Apó- tekið: Virka daga kl. 9-18.30. Laugardaga kl. 11-14. Hafnarfjarðarapótek: Opið virka daga 9-19. Laugardög- um kl. 10-14. Apótek Norðurbæjar: Opið mánudaga — fimmtudaga kl. 9-18.30, föstudaga 9-19 laugardögum 10 til 14. Apótekin opin til skiptis sunnudaga 10-14. Uppl. vaktþjónustu í s. 51600. Læknavakt fyrir bæinn og Álftanes s. 51100. Keflavík: Apótekið er opið kl. 9-19 mánudag til föstu- dag. Laugardaga, helgidaga og almenna frídaga kl. 10-12. Heilsugæslustöð, símþjónusta 4000. Selfoss: Selfoss Apótek er opið til kl. 18.30. Opið er á laugardögum og sunnudögum kl. 10-12. Uppl. um lækna- vakt fást í símsvara 1300 eftir kl. 17. Akranes: Uppl. um læknavakt 2358. — Apótekið opið virka daga til kl. 18.30. Laugardaga 10-13. Sunnudaga 13-14. Heimsóknartími Sjúkrahússins 15.30-16 og 19-19.30. Rauðakrosshúsið, Tjarnarg. 35. Ætlað börnum og ungl- ingum í vanda t.d. vegna vímuefnaneyslu, erfiðra heimilis- aðstæðna, samskiptaerfiðleika, einangrunar eða persón- ul. vandamála. S. 622266. Barna og unglingasími 622260. LAUF Landssamtök áhugafólks um flogaveiki. Skrifstofa Ármúla 5. Opin miðvikudaga og föstudaga 13.00-17.00. s. 82833. Samb. ísl. berkla- og brjóstholssjúklinga, S.Í.B.S. Suður- götu 10. G-samtökin: Samtök gjaldþrota greiðsluerfiðleikafólks. Uppl. veittar í Rvík í símum 75659, 31022 og 652715. í Keflavík 92-15826. Foreldrasamtökin Vímulaus æska Borgartúni 28, s. 622217, veitir foreldrum og foreldrafél. upplýsingar. Opin mánud. 13-16. Þriðjud., miðvikud. og föstud. 9-12. Fimmtud. 9-10. Kvennaathvarf: Allan sólarhringinn, s. 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. MS-félag íslands: Dagvist og skrifstofa Álandi 13, s. 688620. Lífsvon — landssamtök til verndar ófæddum börnum. S. 15111 eða 15111/22723. Kvennaráðgjöfin: Sími 21500. Opin þriðjud. kl. 20-22. Fimmtud. 13.30 og 20-22. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum, s. 21260. SÁÁ Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið, Síðu- múla 3-5, s. 82399 kl. 9-17. Skrifstofa AL-ANON, aðstandenda alkohólista, Hafn- arstr. 5 (Tryggvagötumegin 2. hæð). Opin mánud.— föstud. kl. 9—12. Símaþjónusta laugardaga kl. 10—12, s. 19282. AA-samtökin. Eigir þú við áfengisvandamál að stríða, þá er s. samtakanna 16373, kl. 17-20 daglega. Fréttasendingar Ríkisútvarpsins til útlanda daglega á stuttbylgju til Norðurlanda, Betlands og meginlands Evr- ópu: Daglega kl. 12.15-12.45 á 15767, 15790, 13855 og 11418 kHz. kl. 18.55-19.30 á 15767, 13855, 11418, 9268, 7870 og 3295 kHz. Hlustendum á Norðurlöndum er bent á 15790, 11418 og 7870 kHz og á 15767 kHz kl. 14.10, 13855 kHz kl. 19.35 og 9268 kHz kl. 23.00. Kanada og Bandaríkin: Daglega: kl. 14.10-14.40 á 13855, 13830, 15767,og kHz. Kl. 19.35-20.10 á 15767, 15780 og 13855 kHz. 23.00-23.35 á 13855, 11418 og 9268 kHz. Hlustendur geta einnig oft nýtt sé sendingar kl. 12.15 og kl. 18.55 og hlustendum í mið- og vesturríkjum Banda- ríkjanna og Kanada er bent á 15780, 13830 og 11418 kHz. Að loknum lestri hádegisfrétta á laugardögum og sunnu- dögum er lesið fréttayfirlit liðinnar viku. ísl. tími, sem er sami og GMT. SJÚKRAHÚS - Heimsóknartímar Landspítalinn: alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. kvennadeildin. kl. 19.30-20. Sængurkvennadeild. Alla daga vikunnar kl. 15-16. Heimsóknartími fyrir feður kl. 19.30-20.30. Barnaspítali Hringsins: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunarlækningadeild Landspítalans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. — Landakotsspít- ali: Alla daga kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19. Barna- deild : Heimsóknartími annarra en foreldra er kl. 16-17. — Borgarspítalinn í Fossvogi: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 til kl. 19.30 og eftir samkomulagi. á laugardög- um og sunnudögum kl. 15-18. Hafnarbúðir: Alla daga kl. 14-17. — Hvítabandið, hjúkrunardeild og Skjól hjúk- runarheimili. Heimsóknartími frjáls alla daga. Grensás- deild: Mánudaga til föstudaga kl. 16-19.30 — Laugar- daga og sunnudaga kl. 14-19.30. — Heilsuverndarstöð- in: Kl. 14 til kl. 19. — Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. — Kleppsspítali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. - Flóka- deild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. — Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. — Vífilsstað- aspítali: Heimsóknartími daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. — St. Jósefsspítali Hafn.: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhlíð hjúkrunarheimili í Kópavogi: Heimsóknartími kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkra- hús Keflavíkurlæknishéraðs og heilsugæslustöðvar: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöð Suöurnesja. S. 14000. Keflavík - sjúkrahúsið: Heimsókn- artími virka daga kl. 18.30—19.30. Um helgar og á hátíð- um: Kl. 15.00—16.00 og 19.00-19.30. Akureyri — sjúkra- húsið: Heimsóknartími alla daga kl. 15.30 -16.00 og 19.00-20.00. Á barnadeild og hjúkrunardeild aldraöra Sel 1: kl. 14.00-19.00. Slysavarðstofusími frá kl. 22.00- 8.00, s. 22209. BILANAVAKT Vaktþjónusta. Vegna bilana á veitukerfi vatns og hita- veitu, s. 27311, kl. 17 ti! kl. 8. Sami simi á helgidögum. Rafmagnsveitan bilanavakt 686230. Rafveita Hafnarfjarðar bilanavakt 652936 SÖFN Landsbókasafn íslands: Aðal lestrarsalur opinn mánud. — föstudags kl. 9-19. Laugardaga kl. 9—12. Útlánssalur (vegna heimlána) mánud. — föstudags 13-16. Háskólabókasafn: Aðalbyggingu Háskóla íslands. Opið mánudaga til föstudaga kl. 9-19. Upplýsingar um útibú veittar í aöalsafni, s. 694326. Árnagarður: handritasýning Stofnunar Árna Magnússon- ar, þriðjud., fimmtud.- og laugardögum kl. 14-16. Þjóðmínjasafnið: Opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugar- daga og sunnudaga frá kl. kl. 11-16. Árbæjarsafn: Opið eftir samkomulagi s. 671280. Akureyri: Amtsbókasafnið: Mánud.—föstud. kl. 13-19. Nonnahús alla daga 14-16.30. Náttúrugripasafn Akureyrar: Opið sunnudaga kl. 13-15. Borgarbókasafn Reykjav íkur: Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122 og 79138. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud. — fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn — Lestrarsal- ur, s. 27029. Opinn mánud. — laugard. kl. 13-19. Hof- svallasafn, Hofsvallagötu 16, s. 27640. Opið mánud. — föstud. kl. 16-19. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir viðsvegar um borgina. Sögustundir fyrir börn: Aðalsafn þriðjud. kl. 14-15. Borgarbókasafnið í Gerðubergi fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn miðvikud. kl. 10-11. Sólheimasafn, miövikud. kl. 11-12. Norræna húsið. Bókasafnið. 13-19, sunnud. 14-17. — Sýningarsalir: 14-19 alla daga. Listasafn íslands, Frikirkjuvegi. Opið alla daga nema mánudaga kl. 12-18. Norræn myndlist 1960-72. Safn Ásgríms Jónssonar: Opið alla daga nema mánu- daga frá kl. 13.30-16.00. Höggmyndasafn Ásmundar Sveinssonar við Sigtún er opið alla daga kl. 10-16. Listasafn Einars Jónssonar: Opið laugardaga og sunnu- daga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn dag- lega kl. 11-17. Kjarvalsstaðir: Opið alla daga vikunnar kl. 11-18. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnesi: Opið laug- ardaga og sunnudaga kl. 14-17 og á þriðjudagskvöldum kl. 20-22. Bókasafn Kópavogs, Fannborg 3-5: Opið mán.—föst. kl. 10-21. Lesstofan kl. 13-19. Myntsafn Seðlabanka/Þjóðminjasafns, Einholti 4: Opið sunnudaga milli kl. 14 og 16. S. 699964. Náttúrugripasafnið, sýningarsalir Hverfisg. 116: Opnir sunnud. þriðjud. fimmtud. og laugard. 13.30-16. Náttúrufræðistofa Kópavogs: Opiö á miðvikudögum og laugardögum kl. 13.30-16. Byggðasafn Hafnarfjarðar: Laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Aðra eftir samkomulagi. Heimasími safnvarðar 52656. Sjóminjasafn íslands: Laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Sími 52502. ORÐ DAGSINS Reykjavik sími 10000. Akureyri s. 96-21840. Siglufjörður 96-71777. SUNDSTAÐIR Sundstaðir í Reykjavík: Sundhöllin: Mánud. — föstud. kl. 7.00-19.00. LokaÖ i laug kl. 13.30-16.10. Opiö i böð og potta. Laugard. 7.30-17.30. Sunnud. kl. 8.00-15.00. Laugardalslaug: Mánud. — föstud. frá kl. 7.00-20.30. Laugard. frá kl. 7.30-17.30. Sunnudaga frá kl. 8.00-17.30. Vesturbæjarlaug: Mánud. — föstud. frá kl. 7.00-20.30. Laugard. frá kl. 7.30-17.30. Sunnud. frá kl. 8.00-17.30. Breiðholtslaug: Mánud. — föstud. frá kl. 7.00-20.30. Laug- ard. frá 7.30-17.30. Sunnud. frá kl. 8.00-17.30. Garðabær: Sundlaugin opin mánud.-föstud.: 7.00-20.30. Laugard. 8.00-17 og sunnud. 8-17. Hafnarfjörður. Suðurbæjarlaug: Mánudaga — föstudaga: 7.00-21.00. Laugardaga: 8.00-18.00. Sunnudaga: 8.00- 17.00. Sundlaug Hafnarfjarðar: Mánudaga — föstudaga: 7-21. Laugardaga. 8-16. Sunnudaga: 9-11.30. Sundlaug Hveragerðis: Mánudaga — fimmtudaga: 7-20.30. Föstudaga: 7-19.30. Helgar: 9-15.30. Varmárlaug í Mosfellssveit: Opin mánudaga — föstu- daga kl. 6.30-21.30. Föstudaga kl. 6.30-20.30. Laugar- daga kl. 10-18. Sunnudaga kl. 10-16. Sundhöll Keflavíkur er opin mánudaga — fimmtudaga. 7-9, 12-21. Föstudaga kl. 7-9 og 12-19. Laugardaga 8-10 og 13-18. Sunnudaga 9-12. Kvennatimar þriðjudaga og fimmtudaga 19.30-21. Sundlaug Kópavogs: Opin mánudaga — föstudaga kl. 7-9 og kl. 17.30-19.30. Laugardaga kl. 8-17. Sunnudaga kl. 9-12. Kvennatímar eru þriðjudaga og miövikudaga kl. 20-21. Siminn er 41299. Sundlaug Akureyrar er opin mánudaga — föstudaga kl. 7-21, laugardaga kl. 8-18, sunnudaga 8-16. Sími 23260. Sundlaug Settjamarness: Opin mánud. — föstud. kl. 7.10-20.30. Laugard. kl. 7.10-17.30. Sunnud. kl. 8-17.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.