Morgunblaðið - 11.03.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.03.1990, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ; SUNNUDAGUR 14. MARZ 1990 ERLEIMT INNLENT Merki um bættan hag Verð íslenzkra sjáv- arafurða á er- lendum mörk- uðum hefur hækkað um 8% að meðaltali frá síðasta ári. Þórður Frið- jónsson, forstjóri Þjóðhagsstofn- unar, segir að þetta gefí tilefni til að ætla að ástand og horfur í efnahagsmálum séu betri en ætlað var, en þó beri að vera á varð- bergi gagnvart þensluáhrifum. Tíð slys á sjó Skelfiskveiðibáturinn Guð- mundur B. Þorláksson sökk á Jökulfjörðum í góðu veðri. Mann- björg varð. Teikningar af breyt- ingum á bátnum höfðu ekki verið sendar Siglingamálastofnun og stöðugleika hans var talið ábóta- vant. Skipveija af Óskari Hali- dórssyni var bjargað er hann féll útbyrðis. Trillusjómaður fórst er bátur hans sökk vestur af Garð- skaga. Höfrungur GK strandaði við Grindavík er stýrimaðurinn sofnaði og skemmdist skipið nokkuð, en náðist aftur á flot. ardómara. Fimm önnur kjördæm- isfélög lýstu stuðningi við ráð- herrann. SÍS tapar Tap Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga varð meira á síðasta ári en menn höfðu gert ráð fýrir. Verzlunardeildin ein tapaði 400 milljónum og Skipadeildin 70 milljónum. 100 aðstoðarlæknar í verkfalli Um 100 aðstoðarlæknar á sjúkrahúsum lögðu niður vinnu í einn dag til að mótmæla því að gjald fyrir lækningaleyfi var hækkað í einu vetfangi úr 4.000 krónum í 50.000. Olli þetta erfíð- leikum á mörgum sjúkrahúsum. Yrkja fyrir skógrækt í tilefni sex- tugsafmælis Vigdísar Finnboga- dóttur, forseta íslands, verður gefíð út af- mælisritið Yrkja, þar sem um sextíu skáld og fræðimenn munu skrifa greinar. Agóði af sölu ritsins verð- ur settur í samnefndan sjóð til styrktar skógrækt í landinu. Nýjar reglur — dýrari lán? Deilur í Borgaraflokknum VT,. . . . „ ° Nýjar og strangan reglur Eng- Kjördæmisfélög Borgara- landsbanka um útlán brezkra við- flokksins á Reykjanesi og Vest- skiptaþanka gætu valdið því að fjörðum lýstu vantrausti á Óla íslenzk fyrirtæki og stofnanir, Þ. Guðbjartsson dómsmálaráð- sem eru í eigu ríkisins að hluta herra og vildu aðalstjómarfund í eða í heild, nytu verri kjara á lán- flokknum. Kveikjan að vantraust- um en þau hafa gert. Undir þetta inu var að Óli gekk fram hjá Jóni myndi m.a. Landsbankinn falla. Oddssyni, borgaraflokksmanni, Viðræður eru nú í gangi um já- við veitingu embættis hæstarétt- kvæða lausn þessara mála. ERLENT Vestur- Þjóðverjar viðurkenna landamæri Póllands Þing Vest- ur-Þýskalands gaf þar sem Pólveijar eru fullvissaðir um að Þjóðveijar muni hvorki nú né siðar stofna pólskum landa- •mærum í hættu. Nærri lá að slitn- aði upp úr stjómarsamstarfínu vegna þessa máls. Helmut Kohl kanslari játaði að sér hefðu orðið á mistök í málinu. Á fimmtudag minnti hann þó enn á að Pólveijar ættu ekki að gera skaðabótakröf- ur á hendur Þjóðveijum vegna seinni heimsstyijaldarinnar. Olli það því m.a. að Woijcech Jaruz- elski forseti Póllands sagðist ekki fyliilega ánægður með yfírlýsingu vestur-þýska þingsins. Kosið í Sovétríkjunum Kosið var til þings og sveitar- stjóma í Rússlandi, Hvíta-Rúss- landi o g Úkraínu. Umbótasinnaðir kjósendur voru víðast hvar sigur- sælir. T.d. fékk Borís Jeltsín leið- togi róttækra umbótasinna í Æðsta ráðinu 80% atkvæða í Sverdlovsk. Víða verður kosið aft- ur þar sem enginn einn frambjóð- andi fékk hreinan meirihluta. Efiiavopn framleidd í Líbýu Talsmaður bandarískra stjóm- valda fullyrti á miðvikudag að Líbýumenn hefðu hafíð fram- leiðslu efnavopna. Kvaðst hann ekki geta útilokað að Bandaríkja- menn beittu hervaldi til að stöðva framleíðsluna. Litháar ætla að lýsa yfir sjálfstæði Meirihluti nýkjörins þings Litháens tók þá ákvörðun í vikunni að ítreka nú um helgina sjálf- stæðisyfírlýs- ingu landsins frá árinu 1918. Míkhaíl Gorb- atsjov forseti Sovétríkjanna sagði að hann saynþykkti út af fyrir sig sjálfstæði Litháens en gaf um leið í skyn að Litháum yrðu birtar fjár- kröfur vegna mikilla fjárfestinga Sovétstjómarinnar þar. KGB ver sósíalismann Sovéska öryggislögreglan, KGB, hefur varað fulltrúa í Æðsta ráðinu við því að stofnunin hygg- ist veija sósíalismann geri núver- andi ráðamenn það ekki. KGB óttast að kommúnistaflokkurinn klofni og áhrif hans fari dvínandi. Uppreisn í Afganistan Najibullah, forseti Afgan- istans, segir að byltingartil- raun Shá- hnawaz Tana- is fyrrverandi vamarmála- ráðherra hafi verið brotin á bak aftur og hafi ráðher- rann fiúið til Pakistans. Uppreisn- in á þriðjudag kostaði marga menn lífíð að sögn Kabúl-útvarps- ins. Shahnawaz Tanais fyrrverandi varnar- málaráðherra Afg- anistans og leiðtogi uppreisnarmanna. Indversk börn í London langhæst á skólaprófum Ensk, skosk og velsk börn stánda innflytjendum að baki London. Reuter. INDVERSK börn í London ná mun betri árangri I skóla en Okunnir kaf- bátar enn á kreiki Svíþjóð Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. VART varð ferða ókunnra kaf- báta í sænskri landhelgi allt síðasta ár og síðast fyrir nokkr- um vikum í skeijagarðinum fyrir sunnan Stokkhólm. Tilfellin voru þó færri en áður að því er fram kemur í skýrslu Bengts Gustafs- sons, yfírmanns sænska hersins. Gustafsson segir, að kafbátanna hafí orðið vart með allri strönd- inni en augljóst sé þó, að lögsögu- brotin séu ekki jafn gróf og þau vom framan af síðasta áratug. Oftast varð vart við grunsamleg- ar ferðir í skeijagarðinum við Stokkhólm og úti fyrir Suður- mannalandi og á hafsbotni skammt frá Muskö-flotastöðinni við Nynas- hamn hafa fundist ummerki um kafbát. börn af nokkru öðru þjóðerni, samkvæmt rannsókn sem bresk kennshimálayfirvöld hafa látið gera. Kannaður var árangur 20.000 16 ára barna sem þreyttu skólapróf sumarið 1987 og er nið- urstaðan sú, að börn frá indversk- um fjölskyldum sem búsettar eru í London nái bestum árangri. Niðurstaðan er talin bera vott um mikinn metnað innflytjenda frá Asíulöndum fyrir því að börn þeirra standi sig vel í námi og komist í bjargálnir. Næstbest stóðu sig börn fjöl- skyldna frá meginlandi Evrópu, í þriðja sæti urðu pakistönsk böm og börn sem eiga foreldra frá lönd- um_ Suðaustur-Asíu í fjórða sæti. Áberandi var að sögn þeirra sem að rannsókninni stóðu hversu langt að baki Asíumönnum enskir, velskir og skoskir unglingar, svo og börn blökkumanna, stóðu. Lakasta útkomu hlutu börn inn- flytjenda frá Bangladesh og skera þau sig að því leyti frá öðrum Asíubörnum. í svokallaðri innri London eru 300.000 börn á skólaskyldualdri og eiga 70.000 þeirra annað tungumál en ensku að móðurmáli. Mexíkó: Fyrrum Int- erpolmaður handtekinn Mexíkóborg. Reuter. MIGUEL Aldana Ibaraa, fyrr- um yfirmaður Mexikódeildar alþjóðalögreglunnar Interpol, hefiir verið handtekinn og sak- aður um aðild að fikniefna- smygli. Yið húsleit hjá Aldana í síðustu viku fannst eitt kíló af kókaíni, byssur og rifflar. Hann er eftirlýstur í Banda- ríkjunum fyrir að ræna, pynta og myrða starfsmann stofnunar sem stjórnar baráttu bandarískra yfírvalda gegn fíkniefnasmygli. Embættismenn í Mexíkó sögðu þó á miðvikudag að ekkert sam- band væri milli handtöku Aldana og ákæru bandarískra dómstóla á hendur honum. Horft í norður frá Brussel Þjóðir Evrópubandalagsins (EB), að Bretum meðtöldum, horfa oftar en ekki ölundaraug- um til Norðurlandanna. Þar búa tæpar 18 milljónir manna að Dönum undanskildum, í vel- lystingum praktuglega. Meðal- tekjur eru þriðjungi hærri en innan Evrópubandalagsins og fátækt er nánast óþekkt a.m.k. eins og hún tíðkast víða á meg- inlandinu. Fullkomið og mann- úðlegt félagskerfi réttir við þá sem bogna og styður við bakið á þeim sem búa við andblástur. Lýðræði stendur þar traustum fótum og fi-elsi af ýmsu tagi á sér þar langa sögu. Það er gott að vera Norðurlandabúi í Evr- ópu. Norræn sam vinna þykir fyrir margra hluta sakir merkileg og eftirbreytniverð, ekki síst sam- eiginlegur vinnumarkaður, gagn- kvæm félagsleg réttindi og að- gangur að þjónustu opinberra stofnana. Það þykir undarlegt að horfa til þess að Norðurlöndin sem hafa komist lengra í samvinnu á sviði félags- og menningarmála skuli steingeldast þegar efna- hagsmál ber á góma og sameigin- leg útgjöld til annars en veislu- halda. Aðildarríkjum EB hefur reynst næsta auðvelt að ná sam- komulagi um markaðssamruna og sameiginleg verkefni til að efla atvinnu og fyrirtæki. Hugmyndir um einn gjaldmiðil virðast ætla að verða ofan á. Tregðan í samskipt- um er mest þegar kemur að menn- ingarmálum og hvers konar sam- ræmingu á félagslegum réttind- um. Skýringin hlýtur að liggja í mismunandi viðhorfum til sjálf- stæðis þjóða. Innan EB er litið svo á að sjálfstæði byggist öðru fremur á menningarlegum og fé- lagslegum þáttum sem tryggi varðveislu móðurmáls, menningar og annarra þjóðlegra sérkenna. Efnahagsmál á tuttugustu öld séu í eðli sínu þannig að einhliða að- gerðir til að þjóna pólitískum markmiðum ríkisstjórna eða stjórnmálaflokka án tillits til um- heimsins leiði til einangrunar og fátæktar. Rómarsáttmálinn, sem liggur til grundvallar samstarfi EB-ríkja, er veikastur fyrir þegar kemur að menningu og félagsmálum. Framkvæmdastjórn EB hefur ítrekað verið kveðin í kútinn þeg- ar þessi mál ber á góma. Nýlegar tilraunir til sameiginlegs átaks til að koma tungumálum aðildarríkj- anna á fram- færi og stuðla að því að þegn- ar EB eigi þess kost að læra a.m.k. tvö mál einhverra ann- arra aðildarþjóða var útþynnt svo í meðförum ráðherraráðs að hún er nánast ónýt. Sama gildir um sameiginlegar reglur um réttindi launþega innan bandalagsins. Ýmsar aðildarþjóðanna, fyrst og fremst Bretar, hafa efast um rétt framkvæmdastjórnarinnar til að setja fram tillögur á þessum svið- um og hafa í því sambandi iðulega kennt þær við sósíalisma og mið- stýringu. Það er þá sagt skjóta skökku við að EB stefni í átt til miðstýringar á sama tíma og höf- uðvígi slíkra stjórnarhátta sigli hraðbyri í málefnalegt gjaldþrot. Gagnrýnendur EB hafa oft full- yrt að eitt af markmiðum þess sé að steypa alla þegna bandalagsins í sama mótið. Samhliða sameigin- legum gjaldmiðli verði til eitt sam- ræmt tungumál og ein sameigin- leg evrópsk menning. Minnihiuta- hópar verði afmáðir á sama hátt og öll sérkenni aðildarþjóðanna. Því má aldrei gleyma að hlutverk EB yrði fyrst og fremst að tryggja frið og velmegun í Evrópu. Til eru þeir sem fullyrða að markmiðum EB verði ekki náð án þess að sér- kenni þjóða verði afmáð. Þá gleymtist að styijöldin sem verið er að forðast yrði, líkt og aðrar styijaldir, háð einmitt í því aug- namiði. Það segir sína sögu að Skotar og Wales-búar á Bretlandi og Flæmingjar og Vallonar í Belgíu sjá framtíð sinni sem þjóðarbrot- um best borgið innan öflugs Evr- ópubandalags, Sameiginlega sinni fólk efnahagslegum hagsmunum en rækti menningu sína hvert með sínu lagi. í Brussel er oft að vikið að því að EB geti ýmislegt af Norðuriöndunum lært á sviði ná- inna samskipta í menningar- og félagsmálum. Á sama hátt mættu Norðurlöndin efalaust ýmislegt læra af Evrópubandalaginu um efnahagssamstarf. BAKSVIÐ eftir Kristófer M. Kristinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.