Morgunblaðið - 11.03.1990, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ UTVARP/ SJONVARP SUNNUDAGUR 11. MARZ 1990
43
Stöð 2:
Stóra krftfarið
■■■m Fjölskyldumyndin Stóra loftfarið, Let The Balloon Go, er
■i r 50 á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Myndin er byggð á sam-
AO nefndri bók eftir Ivan Southall. Sagan gerist í litlum smábæ
í Ástralíu og greinir frá lífi fatlaðs drengs sem reynir allt til þess
að sigrast á vanmætti sínum og öðlast virðingu annarra. Tilraunir
hans til að vaxa í áliti eru oft á tíðum spaugilegar og ýmislegt fynd-
ið gerist einnig í heimabæ hans.
AÐALSTÖÐIN FM 90,9
7.00 Nýrdagur. Eíríkur Jónsson. Frétta- og viðtals-
þáttur með fréttatengdu efni. 7.30 Morgunand-
akt með sr. Cecíl Haraldssyni.
9.00 Árdegi Aðalstöðvárinnar. Anna Björk Birgis-
dóttir. Ljúfir tónar.í dagsins önn með fróðleiks-
molunf um færð veður og flug.
12.00 Dagbókin. Innlendar og erlendar fréttir. Frétt-
ir af fólki, færð, flugi og samgöngum. Umsjónar-
menn Ásgeir Tómasson, Þorgeir Ástvaldsson,
Eirikur Jónsson og Margret Hrafns.
13.00 Lögin við vinnuna. Rifjuð upp lög fjórða,
fimmta og sjötta áratugsins með aðstoð hlust-
enda i síma 626060. Umsjón Þorgeir Ástvalds-
son.
16.00 í dag í kvöld með Ásgeiri Tómassyni. Fréttir
og fréttatengt efni um málefni líðandi stundar.
18.00 Á rökstólum.T þessum þætti er rætt um þau
málefni sem efst eru á baugi hverju sinni. Við-
mælendur eru oft boðaðir með stuttum fyrirvara
til þess að á rökstólum séu ætíð rædd þau mál
sem brenna á vörum fólks i landinu. Hlustendur
geta tekið virkan þátt i umræðunni í gegnum
sima 626060. Umsjón Bjarni Dagur Jónsson.
19.00 Tónar úr'hjarta borgarinnar.
22.00 Draumasmiðjan. Draumar hlustenda ráðnir
í beinni útsendingu. Siminn 626060. Umsjón
Kristján Frímann.
24.00 Næturtónar Aðalstöðvarinnar. Randver Jens-
son.
EFF EMM FM 95,7
7.00 Arnar Bjamason.
10.00 (var Guðmundsson.
13.00 Sigurður Ragnarsson.
16.00 Jóhann Jóhannsson.
19.00 Ragnar Vilhjálmsson.
22.00 Valgeir Vilhjálmsson. Sex lög vinsæl eða
likleg til vinsælda spiluð.
1.00 Næturdagskrá.
Þ.ÞORGRÍMSSON&CO
am RUTLAND
mm ÞÉTTIEFNI
AÞÖK-VEGGI-GÓLF
ÁRMÚLA 29, SÍMI 38640
Hvaðer
Armaflex
Það er heimsviðurkennd
pípueinangrun í hólkum,
plötum og límrúllum frá
(A)-mstrong
Ávallt tilá lager.
Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
Ármúla 29 - Múlatorgi - Simi 38640
piiargiiTO^
í BCaupmannahöfn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTA-
STÖDINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁÐHÚSTORGI
Rás 1:
Ljósið góða
■HS99I Lestur nýrrar útvarpssögu hefst á Rás 1 í kvöld. Þetta er
Ol 30 sagan Ljósið góða eftir danska rithöfundinn Karl Bjarn-
á-í A hof. Ljósið góða er önnur sagan sem lesin er eftir Bjarnhof
í Útvarpinu. Áður hefur verið lesin saga hans Fölnar stjörnur, en
hún segir frá æskuárum höfundar sem átti við augnsjúkdóm að
stnða frá barnæsku.
í Ljósinu góða er sögumaður kominn á fullorðinsárin og er orðinn
mjög sjóndapur. Hann fer á blindraheimili í Kaupmannahöfn og er þá
í fyrsta sinn á æfinni í samneyti við fólk sem á einn eða annan
hátt umgengst hann sem jafningja. Hann hefur þó þroskað svo
hæfileika sinn að „sjá“ að nokkurrar tortryggni gætir í hans garð.
Meðan á dvöl sögumanns á heimilinu stóð hvarf sjón hans aiveg,
en það virtist þó ekki kæfa lífsgleði hans og lífslöngun.
Sjónvarp:
„Svona sögur"
■HBSBI Dægurmáladeild Rásar 2 hefur tekið að sér að gera þætti
OA 35 fynr Sjónvarpið og verða þeir á dagskrá annað hvert mánu-
"V dagskvöld. í þessum fyrsta þætti verður m.a. fjallað um
erlend áhrif í íslensku þjóðlífi og hugað að þeim þjóðarsið Islendinga
að gleypa við erlendum áhrifum gagnrýnislaust s.s. á sviði auglýsinga-
gerðar. Komið verður við á góðra vina fundi klæðskiptinga í Reykjavík
og sýnt brot af uppfærslu þeirra. Tveir mætir menn úr hópi þing-
manna bregða sér til hrossakaupa og fjallað verður um umferðar-
menninguna í höfuðborginni.
Kringlunni 8-12, sími 686062.
oö
Tilboö
Tilboö
Tilboö
Tilboö
Tilboö
Tilb
KULDASKÓR
St.: 36-41
Litur: Svartur
Kr. 2.995,-
Slöð 2;
Dallas
■ram Clayton er í miklum
OA 35 hefndarhug eftir að
“U “ David Shulton, ungi
listmálarinn, segir Elly frá
sambandi Claytons og Lauru.
J.R. brosir eins og feitur kött-
ur sem hefur komist í tjóma
og sleikir útum af ánægju þeg-
ar Elly tilkynnir fjölskyldunni
að hún hafi úthýst Clayton.
Nýja ástarævintýrið hans
Bobby blómstrar. Casey er enn
að leita hefnda á J.R. og fær
byr undir báða vængi þegar
hann kynnist Cliff Barnes.
eftir Elínu Pálmadóttur
Vel sé þeim
sem veitti
Nú er ég glaður á góðri stund
sem á mér sér,
guði sé lof fyrir þennan fund,
og vel sé þeim sem veitti mér.
vo kvað Hallgrímur Pétursson.
Er að þakka fyrir vina mót,
þar sem margir höfðu hýrlegt
hót, þakkir sé þeim sem veitti.
Þessar vísur komu í hugann við
að lesa um það í fréttum að
Áfengisverslunin, sá hæstiréttur
um hvaða vín íslendingar skuli
drekka, ætli nú að hætta að hafa
á boðstólum eina áfengið með
íslensku bragði, Hvannarótar-
brennivínið. Og einhveijar þrúgu-
víntegundir hafi landinn víst ekk-
ert heldur með að gera. En haldið
rauðvín eða hvítvín með einhvetj-
um mat. En vei þeim sem segir
að ákveðin víntegund bragðist
betur en önnur með ákveðnum
rétti. Enda bannað með reglugerð
stjórnvalda að auglýsa einstakar
áfengistegundir.
Góða gamla reglan, að það sé
magnið en ekki bragð og smekkur
sem gildi þegar dreypt er á víni,
virðist líka enn eiga verulega upp
á pallborðið hjá hinum einvalda
áfengisinnflytjanda landsins. Ekki
á að hafa á boðstólum nema þær
tegundir sem flestir skella í sig,
ekkert að vera að elta fólk með
sérsmekk eða sérþarfír. Hvanna-
rótarbrennivín með hákarli eða
skuli samt að honum víni og
áfengi, enda þarf áfengissalinn
ríkissjóður sitt. Er ekki þarna í
hnotskurn gamalt, gott og þjóð-
legt viðhorf landans, að alveg sé
sama hvað menn láta í sig, bara
að veitt sé í staupinu?
Ekki veit ég hvort Agli Skalla-
grímssyni var sama hvaða drukk
hann kneyfaði, en ekki fór sá vel
í maga, að sögn. Gamall útgerðar-
maður í franska þorskveiðibænum
Gravelines sagði mér, að þar í bæ
hefði löngum farið það orð af ís-
lendingum að þeir væru drykkju-
svolar hinir mestu og drykkju
hvað sem væri. Svo æstir voru
þeir í að fá áfengi og vín hjá
frönsku skútukörlunum í vöru-
skiptum og á strandstað. Enda
margar góðar íslenskar sögur af
útsjónarsemi landans. Segir auð-
vitað ekkert um drykkjuskap í
landinu, svo fátíð voru tækifærin.
Frönsku skútukarlarnir voru þá
að láta áfengisskammtinn sinn
eða rauðvínið í skiptum fyrir ullar-
vörur. Fransaramir með sárar
greipar og íslendingarnir sár-
þyrstir. Auk rauðvínsins fengu
þeir versta fáanlega hroðann af
brennivíni, sem skútukarlarnir
nurluðu saman í flöskur af sínum
daglega skammti. íslendingarnir
voru auðvitað sólgnir í svo fágæt-
an drukk og kölluðu það vonda,
ódýra brennivín „koníak“. Hvaðan
átti fátækt bændafólk í áfengis-
lausu landi þess tíma líka að
þekkja muninn?
Eftir flandur í útlöndum er
nútímafólk svo farið að vesenast
í því hvað það drekkur. Getur það
ekki bara drukkið það sem það
getur fengið? Kallað það koníak
eða eitthvað annað? Drottinn
minn dýri, maður er þó ekki far-
inn að nefna koníak! Það má ekki
gera að viðlögðum kárínum. í
opinberri reglugerð er bannað að
nefna einstakar áfengistegundir í
blaði. Það skyldi þó ekki lika gilda
í bók um franska skútukarla?
Opinbert áfengisvarnarráð, sem
fylgist með því að blaðamenn séu
ekki að auglýsa vín, lætur óátalið
þótt sagt sé að gott sé að drekka
þorramat? Nei, svo þjóðlegir eru
ekki nógu margir. Er ekki vodkað
sem streymir úr vélum í mjólkur-
búinu í Borgarnesi nógu gott? Og
þeir geta dreypt með matnum
sínum á víni, einhveiju víni, nóg
er til af því í búðinni. Er ekki líka
verið að sníða sölubúðirnar að
þessu sama magnviðhorfi? Engar
smærri búðir í göngufæri til að
sækja sér sherryflösku eða fá
hjálp afgreiðslumanna til að velja
vínflösku við hæfi. Slíkum versl-
unum í hverfunum er ÁTVR að
loka hverri af annari, en í staðinn
að opna stórbúðir í mörkuðunum, - -
þangað sem fólk þarf að fara
langar leiðir í bfl. Æði kostnaðar-
og fyrirhafnarsamt fyrir allan
Vestur-, Mið- og Austurbæinn að
sækja sér eina vínflösku með
matnum upp í Kringlu eða fyrir-
hugaðar stórmarkaðsbúðir enn
lengra. Borgar sig ekki nema fyr-
ir verulegt magn. Allt miðað við
mikinn vínþorsta. Kannski er það
bara þjóðlegt?
Er samt ekki dulftið skondið
nú, þegar stórir hópar í landinu
eru farnir að aðhyllast hið góða
ráð hans Hallgríms Péturssonar
að gott sé að hætta hveijum leik
þá hæst hann fer, þá skuli opin-
bera stefnan öll beinast að þessu —
gamla góða viðhorfí, að drekka
bara eitthvert áfengi og kaupa
það í magnbúðum. Ekki að vera
með sérvisku og velja ofan í sig
vínið. Rifjast upp erindi úr sálmin-
um eftir hann Vilhjálm frá Skál-
holti, þegar hann ávarpar Krist:
Og manstu kvöldið, er þú bljúgur breytti
í brúðkaupinu regndropum í vín.
Þá varstu góður þeim, sem urðu þreyttir
og þekktu ekki veginn heim til sín.
Og þessi gæði vil ég glaður lofa,
er gáfu hlýju þeim, sem gerðist kalt;
því verði dropans vart í mínum kofa,
vanalega drekk ég sjálfur allt.
r,
P.s.: Ekki má skv. reglugerð
sýna á mynd, nema í Dallas- á
skjánum, neyslu eða meðferð
áfengis, en ætli myndskreyting á
þessum pistli af tvískinnungi hæfi
ekki og sé hættulaus fyrir refsi-
lögum?