Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1990næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    25262728123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 11.03.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.03.1990, Blaðsíða 20
20 i MORGUNBLAÐIÐ SUNNUUAGUIi l.UMARZ; 1990 HJÖRTIIR TORFASOA IVTSKIPADFR DÓÍHARIVID HÆSTARÉTTISLANDS >»____________^ 8IMJALI FAGMADUt ÁA TÍMASKVAIS HANN ER kallaður til þegar gera þarf stóra samninga, ekki síst í samskiptum við erlenda aðila. Hann er almennt álitinn mjög hæfiir lögmaður. Hann er mikill málamaður og þykir standast erlendum jafiit sem innlendum lögfræðingum snúning í ensku laga- og samn- ingamáli. Aftur á móti hefúr gjörsamlega gleymst að setja í hann innbyggðan tímaskynjara og ber lögfræðingum, vinum, kunningjum og eiginkonu hans saman um að ekki þýði að ergja sig yfir því. Alltaf skal hann skila sér á elleftu stundu. Hann er sagður óreiðu- pési, en mikill nákvæmnismaður og lætur aldrei neitt frá sér fara nema það sé pottþétt. „Óstundvísi er ekkert nema vani. Hann er jafh stundvís í sinni óstundvísi og aðrir í sinni stundvísi,“ segir Jó- hannes Nordal, Seðlabankastjóri og formaður stóriðjunefndar, um nýskipaðan hæstaréttardómara, Hjört Torfason. Saman hafa þeir Jóhannes og Hjörtur gengið í gegnum stóriðjumál Islendinga. „Það getur verið svolítið taugastríð að ætla með honum í flugvél. Ég mæti yfirleitt með góðum fyrirvara á flugvelli. Nákvæmlega á því andartaki þegar manni finnst útséð um að hann komi, birtist hann allt í einu sallarólegur, eins og hann hafi allan tíma í heiminum fyr- ir sér. Þá er kannski verið að taka landganginn í burtu,“ segir Jó- hannes. Teikning/Böðvar Leós „Ég hef í raun alltaf verið að bíða eftir honum. Það hefur örugglega einhver sagt þér að hann kann ekki á klukku, er það ekki?“ Nanna Þorláksdóttir, eiginkona nýja hæstaréttar- dómarans. Hjörtur er á 55. aldurs- ári. Hann fæddist á ísafirði 19. septem- ber árið 1935, sonur hjónanna Torfa Hjartarsonar, fyrrum tollstjóra í Reykjavík og um árabil sáttasemj- ara, og Önnu Jónsdóttur húsmóð- ur. Átta ára gamall fluttist hann til Reykjavíkur, nánar tiltekið á Flókagötunaj og hóf nám í Austur- bæjarskóla. í æsku kom hann ná- lægt skátastarfi og einnig hóf hann að læra á selló í Barnamúsíkskólan- um, sem nú er Tónmenntaskólinn. Sagan segir að hann hafi guggnað vegna þess hversu feiminn hann var að ganga með sellóið í gegnum bæinn — hann þá aðeins barn með þetta stóra hljóðfæri undir hendinni. Hinn frægi Gaggó Vest var næsti viðkomustaður Hjartar, en hann lauk stúdents- prófi frá málabraut MR vorið 1954, þá 18 ára gamall, og embættis- mannaprófi í lögfræði frá Háskóla íslands árið 1960. Hann varð hér- aðsdómslögmaður sama ár og hæstaréttarlögmaður sex árum síðar. Eiginkonu sinni, Nönnu Þor- láksdóttur, kynntist hann á menntaskólaárunum, en hún var þá ári á eftir honum. Þau giftu sig árið 1958 og eiga nú þijú uppkom- in böm, Torfa námsefnishöfund hjá Námsgagnastofnun, _ Loga stjóm- málafræðinema í HÍ og Margréti Helgu, sem er nú í frönskunámi úti í Frakklandi. „Hann var helvíti góður í ensku. Hann var harður, einbeittur, greindur og vei gefinn,“ segir Guðni Guðmundsson rektor MR um Hjört Torfason. „Annars vora þess- ir naggar ailir andskoti harðir. Þetta var, skal ég segja þér, allt kynjaskipt í þá daga, stelpu- og strákabekkir," segir Guðni. Sam- ferða honum í menntaskóia voru meðal annarra Árni Kristinsson hjartalæknir, Þorlákur Sævar Hall- dórsson barnalæknir, Ólafur Gunn- laugsson sérfræðingur, Sveinn Ein- arsson dagskrárstjóri hjá Sjón- varpinu, Höskuldur Baldursson beinasérfræðingur, Jón Sigurðsson framkvæmdastjóri íslenska járn- blendifélagsins, Jón Thor Haralds- son kennari, Sigmundur Frey- steinsson verkfræðingur, Kristinn Sigurjónsson, Gaukur Jörundsson og Amljótur Björnsson sem allir eru lögfræðingar. Þá var Magnús Thoroddsen, fyrram forseti Hæsta- réttar, einnig á meðal bekkjarfélag- anna og Benedikt Blöndal, sem nýlega er sestur í stól hæstaréttar- dómara.„Við höfum alla tíð haldið mjög vei hópinn," segir Sveinn Ein- arsson. „Satt best að segja höfum við alltaf haft þá skoðun að við værum voðalega merkilegir — já, og skemmtilegir og gáfaðir og okk- ur bæri að gegna forystu- hlutverki í landinu, hver á sínu sviði. Við hittumst ár- lega, höfum meira að segja farið í ferðalag sam- an og syngjum ákaflega mikið. Ég held að það sé leitun á árgangi, sem haidið hefur svona miklu fé- lagslífi innan síns hóps og haft jafn- mikla ánægju af og við. Hjörtur er ákaflega músíkalskur og list- elskur og kann vel að meta andleg- ar afurðir mannskepnunnar. Hann les mikið og kann að meta góðan mat.“ Góð vinkona Hjartar úr stelpu- bekknum, Guðrún Theódóra Sig- urðardóttir sálfræðingur, segir að Hirti hafi margt verið til lista lagt. Hann hafi verið músíkalskur, fé- lagslyndur og tryggur þrátt fyrir hlédrægnina í byijun. Heimili hans á Flókagötunni hafi verið afskap- Iega vingjarnlegt og opið upp á gátt fyrir vinum hans. „Við vinkon- urnar hrósuðum okkur lengi af því að hafa orðið fyrstar til að draga Hjört út á dansgólfið og í dag er hann hörkudansari. Hann var óneitanlega svolítið feiminn í byij- un, en við uppgötvuðum þennan rauðhærða í bekknum mjög fljót- lega sem skemmtilegan félaga fyrst og fremst. Hjörtur varð stöku sinnum fyrir því á menntaskóla- áram að mæta of seint í skólann og aðallega átti það við í vondum veðrum þegar nauðsynlegt var að klæðast skóhlífum áður en lagt var í’ann. Pálmi rektor Hannesson hafði nefnilega þann „slæma“ sið að læsa skólanum þegar allir áttu að vera mættir til að góma þá sem komu of seint.“ Hjörtur var við framhaldsnám í Toronto í Kanada frá 1961-63 og lagði þá stund á félagarétt, sam- keppnisrétt, skaðabótarétt og af- brotafræði. Síðan hefur hann stundað lögmannsstörf í Reykjavík og hefur frá 1964 rekið lögmanns- skrifstofu ásamt Eyjólfi Konráð Jónssyni. „Hann er snillingur núm- er eitt og kann alla hluti betur en flestir aðrir,“ segir Eyjólfur um vin sinn og félaga Hjört Torfason. Hjörtur var ráðunautur stóriðju- nefndar og ráðgjafi iðnaðarráð- herra við undirbúning stóriðjufyrir- tækja eins og Álversins í Straúmsvík og Kísilgúrverksmiðj- unnar við Mývatn á árunum 1964 til 1971. Hann var í stjórn íslenska álfélagsins fyrir hönd ríkisstjómar- innar 1966 til 1971. Þá vann Hjört- ur að samningsgerð á vegum iðnað- arráðuneytisins vegna íslenska járnblendifélagsins og var stjómar- formaður þar frá 1977 til 1984. Einnig hefur hann starfað mikið í tengslum við Islenska álfélagið á síðustu áram og hefur unnið að undirbúningi nýs álvers á íslandi sem nú er verið að semja um. Hjört- ur hefur unnið lögfræðistörf í sam- bandi við stofnun íslenska stálfé- lagsins 1988 og verið þar stjórnar- formaður. Auk þessa hefur hann verið lögfræðingur Landsvirkjunar frá stofnun 1965. Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að Hjörtur hafi verið traustur liðsmaður um árin sem lögfræðilegur ráðunaut- -ur.„Hann hefur tekið þátt í inn- lendri jafnt sem erlendri samninga- gerð á vegum Landsvirkjunar og reynst í alla staði mjög hæfur á því sviði. Djúpstæð lagaþekking hans hefur notið sín þar vel og hefur ýtarleg könnun á málavöxt- um, réttindum og skyldum aðila, ásamt vönduðum vinnubrögðum, verið aðalsmerki allra hans álits- gerða og sáttmála. Ritsmíðar Hjartar bera vott um einstaklega gott vald á íslensku lagamáli og enskt lagamál er honum leikur einn endjt hefur hann í því efni vakið aðdáun og virðingu erlendra starfs- bræðra sinna. Hjörtur er sáttfús að eðlisfari og mikill drengskapar- maður með djúpa réttlætiskennd. Réttvísinni ætti því að vera vel borgið í höndum Hjartar. Eins og viðskiptavinir hans þekkja, er tíma- skyn hans óneitanlega ekki upp á það besta. Sé það galli í hans fari, þá er sá galli hverfandi saman- borið við kostina.“ „Hjörtur er með ákveðna þekk- ingu og reynslu sem ég hygg að nýtast muni Hæstárétti vel,“ segir Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttar- lögmaður. „Hinsvegar gildir það um Hjört eins og alla aðra að lífsskoðanir manna hljóta að hafa áhrif á dóma þeirra í þeim tilvikum þar sem ekki er við skýrar og ótví- ræðar lagareglur að styðjast. Það er staðreynd, sem þýðir ekkert að víkjast undan. Sá, sem gerir það, neitar að horfast í augu við sjálfan sig. I fjölmörgum tilvikum er það svo að dómarar verða að byggja niðurstöður sínar á mati og eitt af því sem hefur áhrif á niðurstöður í slíkum tilvikum er heimspekileg afstaða manna og lífsskoðanir þeirra almennt. Lagareglur eru hér á landi oft mjög opnar og ætlast „Hann erjafn stundvís í sinni óstundvísi og aðrir I sinni stundvísi.“ Jóhannes Nordal, Seðla- bankastjóri og formaður stóriðjunefndar. til þess að dómstólarnir framkvæmi þó nokkuð mikið mat. Það er aftur á móti engin ástæða til að ætla að Hjörtur sitji í Hæstarétti sem fulltrúi einhverra fyrirfram ákveð- inna sjónanniða úr samfélaginu." Hjörtur þarf að gera verulegar breytingar á starfsvenjum sínum nú með nýju starfi, og ekki síst að taka tillit til klukkunnar, en í Hæstarétti era mál flutt á degi hveijum klukkan hálftíu. Hinsveg- ar er varla hægt að alhæfa að starfsvenjur manns í einu umhverfi þurfi endilega að fylgja manni í annað starf. „Hjörtur er óumdeilanlega fær- astur á sínu sviði og mjög vel lát- inn lögfræðingur. Hann klárar hlutina alltaf á síðustu stundu, en þá eru verkin yfirleitt svo fullkom- in að ekki er hægt að finna neitt að,“ segir Hreinn Loftsson lögfræð- ingur. „Hjörtur kemst upp með ýmislegt vegna þess að menn viður- kenna hæfileika hans. Flokks- pólitík á örugglega ekki eftir að setja svip sinn á störf Hjartar í Hæstarétti, þótt telja megi hann íhaldsmann. Hann er fyrst og fremst fagmaður. Aftur á móti má ætla að ýmsar grundvallarskoðanir manna birtist í gegnum dóma, t.d. skoðanir varðandi rétt einstakl- „Hjörtur er ákaf- lega músíkalskur og listelskur og kann vel að meta andlegar afurðir mannskepnunn- ar.“ Sveinn Einarsson, dag- skrárstjóri á Sjónvarpinu. ingsins, mannréttindi og mismun- andi viðhorf til meginsjónarmiða," segir einn úr lögfræðistéttinni. En hvernig skyldi nýi hæstarétt- ardómarinn vera heima fyrir, Nanna? „Þú veist nú hvernig starfandi lögmenn eru. Þeir era aldrei heima hjá sér. Geysilega mikill erill hefur fylgt honum alla tíð þannig að einkalíf Hjartar hefur bæði verið lítið og óreglulegt. Aftur á móti hefur hann unun af óperum. Tíð ferðalög hafa fylgt honum, sérstak- lega þegar álsamningarnir stóðu sem hæst. Mér er það minnisstætt þegar dóttir okkar var á fyrsta ári, þá fór hann tólf sinnum til útlanda á sama árinu. Já, hann hefur verið ansi mikið flæktur í vinnuna. Því verður ekki neitað. Ég hef í raun og veru alltaf ver- ið að bíða eftir honum. Það hefur öragglega einhver sagt þér að hann kann ekki á klukku, er það ekki? Hann mætir aldrei á réttum tíma og ég hef meiri áhyggjur af því heldur en hann. Hann er svolítið utan við sig — dálítill prófessor í sér. Hann lifir sig svo sterkt inn í það sem hann er að gera hverju sinni, hvort sem hann er í lögfræð- inni eða á óperutónleikum, að hann gleymir öllu öðru.“ MflNNSMYND eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 59. tölublað (11.03.1990)
https://timarit.is/issue/123119

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

59. tölublað (11.03.1990)

Aðgerðir: