Morgunblaðið - 11.03.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.03.1990, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MARZ 1990 12 NÝ STÓRSENDING Buxnapils, jakkar glæsilegt úrval Dragtin, Klapparstíg 37, sími 12990 Eldurí Bókmenntir Jóhatma Kristjónsdóttir Lifandi steinar — Afmælisrit Sambands íslenskra kristniboðs- félaga. Ritstjóri: Þórarinn Björnsson. Útgáfunefnd: Árni Siguijónsson, Baldvin Steindórsson, Guðmund- ur Oli Olafsson og Jóhannes Tómasson. Útg. Samband íslenskra kristni- boðsfélaga 1989. Langflestir hafa ugglaust tak- markaða þekkingu á starfi íslenskra kristniboða hjá erlendum þjóðum þó svo starf í Kína á árum áður, og Konsó um langa hríð hljómi kunnuglega. Því er fróðlegt að blaða í þessu afmælisriti sem er gefið út vegna afmælis Sambands íslenskra kristniboðsfélaga sem var þann 27.september 1989. Hafi menn verið á því að áhugi á kristniboði íslenskra manna hafi vart verið teljandi fyrr en Ólafur Ólafsson kristniboði hélt til Kína er fýsilegt að lesa grein Þórarins Bjömssonar „Velferðarmál eða húmbúgg" — fáeinir drættir í sögu kristniboðsáþuga og áhugaleysis íslendinga fram til ársins 1930. Þar kemur meðál annars fram að þrír Islendingar fóru sem kristniboðar & Ármúla 29 símar 38640 - 686100 P. Þ0RGRÍMSS0N & C0 Armstrong LOFTAPLETrUR KORKDPLAST GÓLFFLÍSAR '^gflJMPLAST EINANGRUN § VIIMKLARÁTRÉ - J| [ I , . i & 1 I K NAMSMENN OG ADRIR ÆVIN1ÝRAMINN Víð kynnum œvintýraferðir, máiaskóia, námsmannafargjöld um aiian heim 09 margt fleira á „Opnu húsi‘É Háskólans hjarta til Grænlands á vegum konunglegs trúboðsráðs Dana á síðasta hluta átjándu aldar og af þeim telst fyrst- ur Egill Þórhallason sem var prests- sonur frá Borg á Mýrum. Hann hafði lært til prests í Danmörku og sat síðan í trúboðsskóla sem Hans Egede kom á fót. Af heimildum sem Þórarinn gerir grein fyrir skilmerkilega má sjá að áhugi á kristniboði hefur verið hér á landi — kannski í nokkuð þröng- um hópi þó — allar götur síðan þó að sveiflur hafi nokkrar verið. Minnst er á ýmsa sem sýndu málinu áhuga og eftir lesturinn komst ég að þeirri niðurstöðu að málflutning- ur og hvatningar séra Gunnars Gunnarssonar á Halldórsstöðum hafi ef til vill markað nokkur þátta- skil í að kynna og vekja áhuga manna almennt á kristniboðsstarf- inu. Birtir eru kaflar úr ræðum og hugvekjum séra Gunnars sem sýnir mikinn og einlægan áhuga og sann- færingu. . Guðmundur Óli Ólafsson skrifar næstu grein, Samband íslenskra kristniboðsfélaga, og rekur þar þætti úr sextíu ára sögu og er þar einnig að finna margháttaða vitn- eskju, vel fram setta og aðgengi- lega. I ritinu eru ótal margar greinar um starf frumherja og áhugamanna um kristniboð og greinar eftir nokkra sem hafa starfað við boðun orðsins út um víða veröld og þótti mér þær greinar hvað skemmtileg- astar aflestrar. Bókin er myndarlega útgefin eins og er við hæfi og mikið af myndum sem eru að vísu allmisjafnar. Þ.ÞORQRlMSSON&CO [3000000. gólfflísar — kverklistar ÁRMÚLA 29, SÍMI 38640 Veljið Hako þegar tími, árangur og gæði 18, Kópavogi, sími 91-641988 BILLIARD ERÆÐI Ókeypis kennsla fyrir dömur Borgartúni 32, sími 624533. Lauflétt textílverk List og höwnurt Bragi Ásgeirsson í hinu litla en vistlega listhorni klæðaverzlunar Sævars Karls Óla- sonar kynnir textíllistakonan Málfríður Aðalsteinsdóttir nokk- ur verka sinna. Málfríður er skóluð í Hand- og listiðnaðarskóla ríkisins í Ósló (Statens Handverks- og Kunstindustriskole), og útskrifað- ist þaðan með diplómgráðu árið 1987. Málfríður hefur tekið þátt í ýms- um sýningum víða í Noregi og einni í Múnchen í Þýskalandi, „Jugend Gestaltet" (æskan skapar) 1988, en þetta mun hennar frumraun hér á landi. Það eru ijögur klæði á konur, sem Málfríður sýnir ásamt þrem sjölum og er allt unnið í 100% silki. Virkar þetta helst sem óvænt en skemmtilegt framhald herradeiidar verslunarinnar og fer vel á því. Þetta eru laufléttar og töfrandi flíkur og vel hannaðar af höfundi sínum, form einföld og litir mettað- ir og djúpir, nálægir sem flarræn- ir. Fer ekki hjá því, að helst þurfi konur vel hannaðar af guði til að bera þær og mætti því segja, að hér sé á ferð klæðnaður fyrir glæsi- konur. Það er nú einmitt aðal listiðnað- ar að lyfta sálinni upp, hærra upp í geði skoðandans og koma honum í gott- skap. Silkið er lauflétt fyrir augað og áferð þess minnir á regnboga him- insins eða norðuljósin, eitthvað nær áþreifanlegt og sem sýnist í næsta nágrenni, en er þó óhöndlanlegt. Og þó að þessar flíkur virðist hann- aðar fyrir vissa tegund kvenfólks, þá eru þær einmitt með öllu lausar við allt skraut og prjál, og þannig eru þetta ei heldur föt fyrir skart- gjarnar og ofmálaðar konur yfir- borðsins — nei hér er á ferð glæsi- leiki hreinleikans og iátleysisins, sem eins og kallar á samsvörun sína. Það er hverri þjóð ómældur hag- ur af því að lyfta undir allt skaj)- andi á sviði hönnunar, og við Is- lendingar þurfum að eignast gilda og svipsterka innlenda hönnun á sviði klæðagerðar — allrar tegund- ar klæðagerðar og ekki þá einu, sem snýr að hagnýtingu ullarinnar, heldur sem flestra þekkjanlegra efna. Ljóst er að með Málfríði Aðal- steinsdóttur hafa íslendingar eign- ast enn eitt efni í afburða klæða- hönnuð. HITABLÁSARAR á lækkudu verdi Rafmagnshitablásarar Steinolíuhitablásarar Fallar hf. VINNUPALLAR - STIGAR - VÉLAR - VERKFÆRI DALVEGI 16, FÍFUHVAMMI, KÓPAVOGI, SÍMI 641020 / boði eru meðal annars stakir stólar og margt fleira með miklum afslœtti. Komlð og Iftlð Inn hjá okkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.