Morgunblaðið - 11.03.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.03.1990, Blaðsíða 36
36 MOJiGÚK'BLABÍÐ IVIINNINQAR:MmuÖMUjiU.ÍAKZi990 Krislján Th. Árnason Gimli - Kveðjuorð - ‘ Kristján Theodór Árnason, eða Ted Árnason eins og hann var oft- ast nefndur meðal kunningja, and- aðist á annan dag jóla á sjúkrahús- inu í heimabæ sínum, rösklega 71 árs að aldri. Með honum er fallinn í valinn mikill athafnamaður og mannkostadrengur. Kristján Theodór fæddist að Espihóli, skammt frá landnáms- bænum Gimli, 25. júní 1918. Faðir hans var Guðjón Valdimar Ámason, sonur Jóhanns Péturs Árnasonar, bónda í Syðri-Villingadal í Eyjafirði fram og konu hans, Dórótheu Soffíu Abrahamsdóttur frá Hlíðarhaga. Móðir hans hét Petrína Þórunn Soffía Baldvinsdóttir, Andersons, kapteins, en hans ætt er af Látra- strönd og víðar. Eru ættmenn Kristjáns Theodórs fjölmennir í byggðum Eyjafjarðar. Foreldrar hans ráku stórbú að Espihóli vestra og eignuðust 10 böm, 7 drengi og 3 stúlkur, mesta dugnaðarfólk, sem markað hefir djúp spor í framfara- og menningar- sögu Gimli-bæjar og víðar, enda flest búsett þar eða í nágrenni. Þau hafa ýmist öll saman, eða nokkrir bræðranna, stofnað fjölda atvinnu- fyrirtækja, bæði í Gimli og vítt og breitt um byggðir Vestur-Kanada. Miðstöð flestra eða allra þeirra framkvæmda hefir verið í Gimli og bærinn því notið góðs af framtaki þeirra á margvíslegan hátt. Einnig hafa systkinin tekið ríkan þátt í félags- og íþróttalífi bæjarins svo að varla mun það félag til í heimabæ þeirra, sem þessar fjölskyldur hafa ekki veitt stuðning sinn eða starfað Kristján Theodór naut venjulegr- ar skólagöngu í barnaskóla sveitar- innar og í Gimli. Þá var hann fjög- ur ár við nám í rafmagnsverkfræði og vann sér meistaratitil í faginu. Frá barnæsku hafði hann vanist hinum fjölbreyttu störfum á stórbúi foreldranna og kunni því góð skil á flestu, er landbúnaðinn snerti. Hinn lagði gjörva hönd á margt á athafnasamri lífsleið. Með bræðrum sínum stofnaði hann félag um físk- veiðar á Winnipeg-vatni, fiskverkun og sölu afurðanna til Banda- ríkjanna. Einnig kom hann á fót rafmagnsfyrirtæki, er bar nafn þeirra bræðra, Arnason Electric, og tók að sér rafvæðingu í sveitum og bæjum Mamtoba-fylkis. Og nokkru síðar stofnuðu þeir verktakafyrir- tækið Arnason Construction, sem Kveðjuorð: Sigrún Jóhannes- dóttiríHöfða Fædd 18. júlí 1892 Dáin 7. desember 1989 Amma, Sigrún Jóhannesdóttir í Höfða, er dáin. Þetta var erindi móður minnar er hún hringdi til mín 7. desember sl. Auðvitað eru svona fréttir ekki sársaukalausar en þetta er yfirleitt það sem gamalt fólk þráir þegar það er orðið þreytt og lasburða. Annars var amma vel ern og minn- inu hafði lítið hrakað enda gleymd- ist tíminn oftast við að riíja upp ýmislegt gamalt og gott þegar ég kom heim í Höfða eins og ég segi oftast. Ég ætla ekki að rekja ævisögu ömmu hér því það hefur Þórdís tengdadóttir hennar gert svo vel nú þegar. Þær eru margar góðu minningarnar sem við afkomend- umir getum yljað okkur við nú þeg- ar hún er horfin okkur yfir móðuna miklu. Þegar ég var barn fór amma með okkur fjögur systkinin sem þá voru fædd norður í Höfða til ömmu og vann þar fyrir okkur sem einskonar matvinnungur, en pabbi var þá oft- ast á vertíð suður á landi. Mikil var eftirvæntingin þegar nær dró sumri og kom að því að pakka niður og fara alla leið norður í land til að finna ömmu og alla frænduma og frænkurnar sem við sáum ekki í annan tíma. Alltaf tók amma okkur jafn vel, það var eins og hún væri að heimta okkur úr helju, enda var langt milli Eskifjarðar og Grenivíkur þegar aðeins stærstu árnar vom brúaðar. Hjá ömmu var gaman að vera, frjálsræðið var nánast ótakmarkað og nógir krakkar til að leika sér við að maður tali nú ekki um öll dýrin. Ekki man ég eftir því að amma byrsti sig við okkur krakkana en hafi hún gert það hefur örugglega verið ærin ástæða til. Þegar ég var fjögurra ára fékk mamma berkla og varð að fara suður á Vífilsstaði frá þremur ung- um börnum sem hefur ekki verið auðvelt né sársaukalaust. Ég fór með mömmu suður og var um tíma hjá Ragnheiði systur minni sem mér hefur fundist vera mín önnur móðir síðan. Þá fór María systir þeirra með mig norður til ömmu og var ég hjá þeim afa í hálft annað ár. Margt gott kenndi amma mér þá sem ég kann enn. Allar skemmtilegu þul- urnar og fallegu bænirnar, en amma var mjög trúuð. Hun var ekki að troða trúnni né öðru upp á fólk en var aftur á móti ævinlega fús að segja frá og kenna þeim sem áhuga höfðu, en hún hafði frá mörgu að segja og sagði svo skemmtilega frá. Frá dvölinni hjá ömmu man ég vel eftir því er ég fékk kveðju frá mömmu í óskalögum sjúkiinga og söknuðurinn fékk yfirhöndina, þá settist amma með litlu nöfnu sína og huggaði og þerraði tárin. Það sagði hún mér fyrir nokkrum árum að hún hafi aldrei ætlað mér að fara aftur til Eskifjarðar, og var það ekki hvað síst vegna þess að hún var hrædd um að nafna litla fengi ekki næga mjólk að drekka, en þá var erfitt að fá mjólk þar. Svona var hún, alltaf að hugsa um þá sem henni fannst að eitthvað myndi skorta. Þær voru ábyggilega ófáar bæn- irnar sem hún bað fyrir þeim sem áttu eitthvað bágt eða þeim sem reyndust henni eða hennar fólki vel, því alltaf var hún jafn þakkiát hvað lítið sem henni var vel gert. unnið hefir að margskonar mann- virkjagerð, vatnsmiðlun, holræsa- lögnum, pípulögnum, vegagerð og byggingum víðsvegar um byggðir Kanada, svo að fátt eitt af mörgu sé nefnt. Kristján var í 4 'Aár í kanadíska flughernum. í 10 ár vann hann á flugvellinum í Gimli, síðustu ár sín þar _sem yfirmaður rafmagnsdeild- ar. Árið 1976 stofnaði hann, ásamt konu sinni og Stefáni J. Stefáns- syni ferðaskrifstofuna Viking Tra- vel Ltd., sem rekin hefur verið af miklum myndarskap til þessa dags, síðustu árin sem einkafyrirtæki Kristjáns og konu hans. Á vegum Allt það sem Þórdís gerði fyrir ömmu verður seint fullþakkað, það var óeigingjarnt starf í alla staði. Ekki sýndu börnin henni minni ræktarsemi, enda þótti henni stund- um nóg um. Já, margar eru góðu minningarn- ar sem ekki verður komið fyrir í svo lítilfjörlegum minningabrotum sem þessum. En ekki get ég hætt án þess að minnast á Gest gamla frænda sem nú er einn orðinn eftir af tíu systkinum ömmu. Svo mikla hlýju sýndi hann syst- ur sinni að varla leið svo dagur að hann kæmi ekki gangandi til henn- ar niður á Sel þar sem hún dvaldi síðustu vikurnar. Langar mig að nota tækifærið til að þakka Gesti frænda mínum og biðja Guð að styrkja hann, en hann missti kon- una sína í haust litlu áður en amma Iést. Amma var jarðsungin frá Grenivíkurkirkju 17. desember. Mikið fjölmenni var viðstatt útför- ina þrátt fyrir slæma færð. Hún hefði einhvern tíma sagt að hulin hönd væri að verki þegar við vorum öll komin til okkar heima daginn eftir. Eiginmaður minn og börnin okk- ar þakka ömmu og langömmu allar góðu stundirnar með henni. Við vitum að amma átti góða heimkomu og afi og drengirnir þeirra sem farn- ir voru á undan hafa tekið vel á móti henni. Vil ég að lokum gera orð Valdi- mars Briem að mínum er hann seg- ir: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Sigrún Ragna Ragnarsdóttir hennar hafa árlega verið farnar ein til tvær flugferðir á milli Winnipeg og Islands fyrir lágt verð og hafa þær stuðlað mjög að gagnkvæmum kynnum milli þjóðarbrotanna íslensku beggja megin hafsins. Kristján lagði þjóðræknismálum íslendinga vestra umtalsvert lið, var m.a. um árabii framkvæmdastjóri útgáfufélags Lögbergs-Heims- kringlu og vann þar ómetanlegt starf, sérstaklega við að koma fjár- málum blaðsins í betra horf. Þá starfaði hann vel og lengi í Þjóð- ræknisdeildinni í Gimli og var þar forystumaður um öll þau mál, _er snertu samstarfið við Island og Is- lendinga. Hann sá til dæmis um útgáfu landnámsblaðs Vestur- íslendinga, „Framfara", sem þýtt var á enska tungu og gefið út þar vestra fyrir nokkrum árum. Er hér aðeins fátt eitt rakið af fjölbreyttum störfum hans á þessum vettvangi. Kristján var kvæntur Maijorie Doll af skosk-enskum og íslenskum ættum, hinni mestu dugnaðar- og myndarkonu, sem staðið hefur við hlið manns síns með miklum ágæt- um. Þau hjón eignuðust þrjár dæt- . ur, sem allar eru giftar og búa í Gimli og í Winnipeg. Kristján Theodór var fyrst kjör- inn bæjarstjóri Gimli-kaupstaðar 26. október 1977 með miklum at- kvæðamun og endurkjörinn tvisvar sinnum, síðast sjálfkjörinn. Hann lét af störfum vegna veikinda 30. sept. sl. eftir 12 ára samfellt starf sem bæjarstjóri. Öll sín störf rækti hann með miklum ágætum, sakir mannkosta sinna og dugnaðar, svo að athygli vakti langt út fyrir byggðir Gimli-sveitar. Er hann lét af störfum bæjarstjóra var þeim hjónum haldið veglegt kveðjuhóf, þar sem fjölmenni var saman kom- ið til að votta þeim þakkir fyrir frá- bær störf í þágu bæjar og fylkis. Barst þangað mikill íjöldi heilla- skeyta, þar á meðal frá forseta Is- lands, Vigdísi Finnbogadóttur, fyrr- verandi landstjóra Kanada, Edward Schreyer, og fylkisstjóra Manitoba, George Johnson. Ég kynntist Kristáni Theodór Árnasyni fyrst verulega vestur í Kanada sumarið 1975 í sambandi við hin miklu og veglegu hátíðahöld á Gimli á 100 ára landnámsafmæli Vestur-íslendinga. Hann var fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar og hafði að auki það vandasama starf á hendi að útvega öllum gestum frá íslandi, á annað þúsund manns, gistingu á nálægum stöðum. En það vafðist ekki fyrir Kristjáni og að- stoðarmönnum hans að framkvæma það lítilræði, svo allir máttu vel við una. Á sama tíma tóku þau hjón á móti fjölmennum hópi tiginna gesta, íslenskra og erlendra, þar á meðal forsetahjónunum, Kristjáni Eldjárn og frú Halldóru, sem dvöldu á þeirra nýbyggða og glæsilega heimili hátíðardagana. Til hátíðar- innar komu um fimmtíu þúsund gestir, íslenskir og erlendir, svo að í mörg horn hefir þurft að líta. En allt fór hið besta fram og hátíðin varð Vestur-íslendingum til mikillar sæmdar undir stjórn Kristjáns Theodórs. í þakklætis- og virðing- arskyni við þá menn, sem höfðu mestan veg og vanda af hátíðinni, var þeim hjónum og nokkrum öðr- um boðið til íslands haustið 1975. Kristján og Maijorie komu oftar til íslands en nokkrir aðrir Vestur- íslendingar, svo mér sé kunnugt um, eða fjörutíu sinnum. Ferðuðust þá vítt og breitt um landið og höfðu heimsótt flestar sveitir og kaup- staði og kynnst hundruðum manna. Þau voru alls staðar velkomnir gest- ir vegna alúðlegrar og heillandi framkomu. Mikill fjöldi íslendinga hafði líka hitt þau á Gimli í Kanada og notið gestrisni og fyrirgreiðslu á þeirra fagra heimili. Þau ferðuðust einnig mikið til fjarlægra landa og höfðu komið í allar heimsálfurnar, enda mjög fróð orðin um sögu ýmissa staða. Marga aðstoðaði Kristján Theodór við að komast vestur um haf til lengri dvalar og útvegaði þá atvinnu eða dvöl í skóla. Eiga því margir honum skuld að gjalda. Kynni mín af Kristjáni Theodór voru öll á eina lund, ánægjuleg og eftirminnileg. Ég kom nokkrum sinnum á heimili hans vestra og kynntist þá hinni rómuðu gestrisni þeirra hjóna. Þau komu einnig til mín og fluttu alltaf með sér sólskin og gleði. Man ég nokkrar ógleyman- legar kvöldstundir með þessum landskunnu vestur-íslensku heið- urshjónum. Kristján var hafsjór af fróðleik og sagði vel frá. Hann hafði mjög gott vald á íslenskunni, þó fæddur væri í fjarlægu landi. Hann bar fölskvaiausan vinarhug til lands okkar og þjóðar, og ekki síst til byggða Eyjafjarðar og Akureyrar. Kallaði hann það stundum „að koma heim“, þegar leiðir hans lágu hingað. Kristján Theodór veiktist fyrir nokkrum árum af þeim sjúkdómi, sem nú hefir dregið hann til dauða. Hann tók veikindum sínum með hugarró og karlmennsku. Síðasta ferð hans og þeirra hjóna til íslands var um miðjan nóvember sl. Þá var hann orðinn fjársjúkur og hafði ekki þrek til að' heimsækja norð- lenskar byggðir, eins og hann hafði þó fastlega ráðgert. I þeirri ferð sæmdi forseti íslands hann Ridd- arakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir mikil og farsæl störf á liðnum áratugum í tengslum við íslensk málefni. Ég kveð þennan góða dreng með söknuði, og við hjónin flytjum frú Maijorie og fjölskyldum þeirra okk- ar dýpstu samúðarkveðjur. Árni Bjarnarson Minning: Valdimar Sigurðarson frá Svanavatni Valdimar Sigurðarson frá Svana- vatni andaðist í Sjúkrahúsi Suður- lands 10. janúar sl. eftir stutta legu. Ég sá Valdimar, eða Valla eins og hann var nefndur af vinnufélög- um hans, fyrst þegar ég vor eitt fyrir mörgum árum kom til starfa sem matráðskona í vinnuflokki hjá vegagerðinni í Árnessýslu. En Vegagerðin naut krafta Valdimars og trúmennsku um langt árabil. Ekki kynntist ég Valla neitt náið frekar en öðrum í hópnum. En mér virtist hann vera dulur og fáskipt- inn, hógvær og prúður. Og aldrei sá ég hann skipta skapi. Barngóður var hann. Það vitum við Elsa. Ekki mun tónlistargyðjan hafa látið Valdimar ósnortinn. Áð kunn- ugra sögn var hann alla tíð unn- andi söngs og tóna, og sjálfur var hann gæddur söngrödd og söng með kirkjukór í sinni heimabyggð, þegar hann gat því við komið. Einn- ig mun hann hafa fengist við hljóð- færaleik. Við Elsa biðjum Valda allrar blessunar með kærri þökk fyrir samveruna. Marta Jónasdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.