Morgunblaðið - 11.03.1990, Blaðsíða 37
MORqUNffLAÐIÐ ; MIMNIMGAR SUNNUDAGUR11..MARZ 1990
37
Minning’:
Sigríður Sveinsdóttír
Sr. Traustí Pétursson
Sigríður
Fædd 11. apríl 1890
Dáin 1. mars 1990
Séra Trausti
Fæddur 19. júní 1914
Dáinn 5. marz 1990
Með skömmu millibili bar að
andlát frú Sigríðar Sveinsdóttur og
tengdasonar hennar, séra Trausta
Péturssonar. Þau verða jarðsett á
Akureyri á morgun.
Frá bernskudögum minnist ég
þess að glaður hópur ferðamanna
þeysti í hlað á Völlum og átti við-
dvöl, sem einkenndist af kátínu og
vinsemd. Ein kona dró að sér at-
hygli fyrir sérstakt fas og glæsileg-
an búnað, frú Sigríður, eiginkona
Rögnvaldar Snorrasonar, kaup-
manns á Akureyri. Hann var ættað-
ur úr Svarfaðardal, en hún frá Nesi
í Norðfirði og hafði dvalið langdvöl-
um í Kaupmannahöfn. Orð fór af
höfðinglegu heimili þeirra, góðum
efnum og miklum umsvifum. Brátt
fylgdu börn þeirra með til fundar
við frændfólkið í dalnum. Elstu
börnin, Snorri og Borghildur María,
voru á líkum aldri og ég og reynd-
ust góðir félagar.
Hagur ijölskyldunnar breyttist
mjög er Rögnvaldur féll frá á besta
aldri árið 1923 og börnin fimm þá
enn í bernsku. Flutti frú Sigríður
með þau til bróður síns á Norðfirði
og átti þar heimili alllanga hríð, en
fluttist svo til Reykjavíkur, vafa-
laust til að tryggja börnunum
menntunaraðstöðu. Þar stofnaði
hún matsölu og naut stuðnings
Sigríðar Halldórsdóttur, frænku
sinnar, sem systkinin litu á sem
sína aðra móður.
I Reykjavík lágu aftur saman
leiðir okkar og naut ég lengi vistar
hjá nöfnu minni og vináttu hennar.
Að vísu var hlutverk hennar breytt
en yfirbragð hinnar fáguðu heims-
konu hið sama og ég minntist úr
bernsku.
Þá gerðust þau tíðindi 19. júni
1944, að Bofghildur María giftist
fermingarbróður mínum, séra
Trausta Péturssyni, sem þá var
nýútskrifaður guðfræðingur. Með
þeim hjónum fluttis't frú Sigríður
að Sauðlauksdal og átti síðan heim-
ili hjá þeim til dauðadags.
Enn áttum við eftir að hittast
með nokkuð óvæntum hætti, er
séra Trausti gerðist prestur fj_órum
árum síðar í Hofsprestakalli í Álfta-
firði með aðsetri á Djúpavogi.
í næsta nágrenni Djúpavogs eru
bernskuslóðir mannsins míns og
eftir að vegasamband við Austur-
land gerðist greiðara, skapaðist sú
hefð, að naumast leið svo sumar
að við ættum ekki nokkra dvöl á
prestssetrinu á Djúpavogi. Þar vann
frú Sigríður að því með dóttur sinni
að halda uppi rausn og frábærum
myndarskap heimilisins meðan
kraftar entust.
Séra Trausti Pétursson fæddist
19. júní 1914 á Dalvík, en ólst upp
frammi í dal, fyrst í Brekkukoti og
síðan að Jarðbrú. Síðast bjó móðir
hans að Ingvörum. Trausti var
fjórði í aldursröð af níu systkinum.
Föður sinn missti hann tólf ára
gamall, en móðir hans og systkini
héldu hópinn af frábærum dugnaði.
Fór sérstakt orð af móður hans
fyrir myndarskap. Ég kom aðeins
einu sinni á heimili þeirra að Jarð-
brú, en er heimsóknin harla minnis-
stæð. Það var um hávetur á frost-
kaldri nóttu. Við vorum nokkur
saman á heimleið af söngæfingu í
þinghúsinu á Grund og komumst
ekki yfir ána. Sumir blotnuðu við
tilraunirnar að bijóta feijunni leið
og var þá ekki annarra úrkosta völ
en að leita til bæja. Vissum við að
systkin frá Jarðbrú, sem verið höfðu
á æfingunni, mundu nýlega komin
heim og þangað lögðum við leið
okkar. Man ég enn hvítskúraða
baðstofuna, tandurhrein rúmföt í
hinum mörgu rúmum og að hvergi
sást óreiða á nokkrum hlut. Hituð
var mjólk og þurr plögg lögð fram
handa þeim, er þess þurftu. í huga
mér er enn óvenjuleg birta yfir þess-
um atburði, svipmóti fallegra, ljós-
hærðra barna og glaðlegra ungl-
inga, sem ég þekkti mismikið úr
barnaskóla og öðrum samvistum.
Engar sérstakar spurnir hafði ég
af skólavist séra Trausta, en ræð
af líkum að hann hafi lagt hart að
sér að kosta sinn námsferil, eins
og margir jafnaldrar okkar gerðu.
Okkar aðal kynni urðu á Djúpavogi
og hin síðustu ár þeirra hjóna á
Akureyri.
Hann var einstakt prúðmenni og
vann þau prestsverk, er ég fylgist
með af mikilli smekkvísi og var
góður ræðumaður. Hann var um
langt skeið prófastur í sínu héraði
og gegndi mörgum trúnaðarstörf-
um fyrir sveitarfélagið. Skógræktin
á Búlandsnesi mun lengi halda
minningu hans á lofti.
í veiðiferðum okkar var hann
hinn ágætasti félagi, skemmtilegur
og fróður um menn og land. Dag-
arnir í prestshúsinu á Djúpavogi eru
okkur dýrmætir í minningunni og
átti þar öll fjölskyldan óskilið mál.
Hjónaband þeirra Maríu og Trausta
var ástúðlegt, eins og best verður
á kosið. Þau eignuðust eina dóttur,
Sigríði, og kjörson, Trausta Pétur.
Sigríður er kennari að mennt, gift
Jóni Árnasyni búfræðingi og búsett
á Akureyri. Trausti Pétur er búsett-
ur í Danmörku.
Við hjónin kveðjum þau tvö sem
nú eru lögð til hinstu hvíldar, með
söknuði og innilegri þökk fyrir vin-
áttu og elskusemi á liðnum árum.
Fjölskyldunni vottum við samúð
okkar af alhug.
Sigríður Thorlacius
Að kvöldi mánudagsins 5. marz
lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak-
ureyri séra Trausti Pétursson.
Arið 1949 flutti séra Trausti
ásamt fjölskyldu sinni til Djúpavogs
þar sem hann tók við prestsemb-
ætti og gegndi því í rúma þijá ára-
tugi.
Fljótlega eftir komuna þangað
tókust kynni með ijölskyldu okkar.
Kynni sem urðu að gagnkvæmu
trausti og virðingu og hefur sú vin-
átta haldist allt fram á.þennan dag
og aldrei borið skugga þar á.
Aðeins 4 dögum fyrir lát Trausta
lést tengdamóðir hans, Sigríður
Sveinsdóttir, fædd 11. apríl 1890.
Verða þau jarðsungin samtímis frá
Akureyrarkirkju 12. mars. Allan
hjúskap Maríu og Trausta bjó
Sigríður hjá þeim fyrir utan síðasta
árið. Þá dvaldi liún á Hjúkrunar-
heimilinu Seli á Akureyri.
Elsku María, sendum þér og fjöl-
skyldu þinni samúðarkveðjur og
biðjum þess að góður Guð styrki
ykkur í áföllum undanfarinna mán-
aða.
Hafið þökk fyrir góð og farsæl
kynni.
Þorgerður og fjölskylda.
LEGSTEINAR
GRANÍT - MARMARI
Helluhrauni 14, 220 Hafnafjörður,
pósthólf 93, símar 54034 og 652707.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa,
ÓLAFS JÓNSSONAR
bifreiðastjóra,
Sólvöllum 7,
Akureyri.
Guð blessi ykkur öll.
Ingibjörg Ólafsdóttir,
Jón Óli Ólafsson, Sigurbjörg Óladóttir,
Kristín María Ólafsdóttir, Sigurður Gunnarsson,
og barnabörn.
t
Fyrir hönd ættingja flytjum við bestu þakkir öllum þeim fjölmörgu
sem heiðruðu minningu föður okkar,
JÓHANNS FRÍMANN
skólastjóra frá Akureyri,
við andlát hans hinn 28. febrúar og jarðarför þriðjudaginn 6.
mars 1990.
Guð blessi ykkur öll.
Systkinin
Bergljót Frímann,
Sigyn Frfmann,
Valgarður Frímann.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og vináttu vegna andláts
og útfarar
SKARPHÉÐINS JÓNSSONAR
fyrrverandi bifreiðarstjóra,
Hvassaleiti 28.
Sérstakar þakkir til stjórnenda og starfsfólks Hampiðjunnar.
Ingibjörg Skarphéðinsdóttir, Ingi S. Gúðmundsson,
Sverrir Skarphéðinsson, Hólmfríður Þórhallsdóttir,
Ingólfur Skarphéðinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
LANCOM^
PARIS ^ ^
VOR-OG SUMARLITIR 1990
í
I II
RANDERS Tegl
■ UTANHÚSSHLEÐSLUSTEINN
Til afgreiðslu í maí, júní og júlí
Sprengiefna-
námskeið
Fyrirhugað er að halda námskeið um notkun, með-
ferð og geymslu sprengiefna dagana 4.-7. apríl á
Bíldshöfða 16, Reykjavík, ef næg þátttaka fæst.
Skráning og nánari upplýsingar hjá Vinnueftirliti
ríkisins í síma 672500.
Vinnueftirlit ríkisins.
.. M. Jóhcmnsson & Co
Fax623223
101 Reykjavík
Símar; 622830/31
Laugavegi 55 (VON)
Vinnupallar - siHntilboö
flllt að 30% staögreiðsluafsláttur
á vinnupullum til 16. mars.
Álhjólapallar
Pallar hf.
VINNUPALLAR - STIGAR - VÉLAR - VERKFÆRI
DALVEGI 16, FÍFUHVAMMI, KÓPAVOGI, SÍMI 641020