Morgunblaðið - 11.03.1990, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.03.1990, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 11. MARZ 1990 33 FERÐAFÉLAG @ ÍSLANDS Kinnsla Vélritunarkennsla Ný námskeið eru að hefjast. Vélritunarskólinn, s. 28040. ¥ ÉLAGSLÍF I.O.O.F. 10 = 1713128'/2 = S.P. □ GIMLI 599012037 = 1 I.O.O.F. 3 = 1713128 = 0 = □ MÍMIR 59903127 - 1 Fjallaskíðanámskeið verður haldið á vegum íslenska Alpaklúbbsins í Botnssúlum helgina 17. og 18. mars. Skrán- ing er hjá Arnóri Guðbjartssyni i síma 36594 eða 82922. Einnig er hægt að skrá sig í félagsheimilinu, Grensásvegi 5, 14. mars kl. 20.30. Islenski alpaklúbburinn. Krossinn Auðbrekku 2,200 Kópavogur Almenn samkoma í dag kl. 14.00. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Safnaðarsamkoma kl. 11.00. Ræðumaður Sam Daniel Glad. Sunnudagaskóli kl. 11.00. Almenn samkoma kl. 20.00. Ræðumaöur Hafliði Kristinsson. Allir hjartanlega velkomnir. ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Dagsferðir sunnudaginn 11. mars Kl. 10.30. Skíðaganga um Kjós- arskarð. Þarna er nægur snjór og gott gönguskíðaland. Verð 1.000,- kr. Kl. 13.00: Stórstraumsfjöru- ferð: Hvalfjörður - Hvammsvík- urhólmi. Létt rölt um fjölbreytta strönd. I fjöruferðum ber alltaf eitthvað nýtt fyrir augu. Tilvalin fjölskylduferð. í Hvammsvíkur- hólma er best að komast á stór- straumsfjöru. Verð 1.000,- kr., frítt f. börn m. fullorðnum. Kl. 13.00: Skíðagöngunámskeið og skíðaganga. Missið ekki af þriðja síðasta skíðagöngunám- skeiðinu í vetur. Leiðbeinandi Halldór Matthíasson. Tilvalið fyr- ir byrjendur og þá sem vilja hressa upp á gönguskíðatækn- ina. Verð kr. 1.000,-. Kl. 13.00: Skíðaganga á Mos- fellsheiði. Verð 1.000,- kr. Gönguferðir og skíðagöngur Ferðafélagsins eru fyrir alla. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin. Mánud. 12. mars kl. 20. Kvöldganga og blysför í Viðey. Létt ganga á fullu tungli. Litið inn í Viðeyjarkirkju og síðan haldið austur á Sundbakka (minjar um þorp) og víðar. Verð kr. 500,-, blys kr. 100.,-. Tilvalin fjölskyldu- ferð. Brottförfrá Viðeyjarbryggju í Sundahöfn. Missið ekki af vetrarfagnaðin- um í Risinu, Klúbbnum, Borg- artúni 32, laugardaginn 17. mars. Pantið tímanlega. Munið páskaferðirnar: 1. Snæ- fellsnes-Snæfellsjökul! 3 og 5 dagar. 2. Þórsmörk 3 og 5 dag- ar. 3. Landmannalaugar, gönguskíðaferð. Hagstæð sértilboð á Árbókum F.Í.: A. 50% staðgreiðsluafslátt- ur. B. Með raðgreiðslum í allt að 12 mánuði og 25% afslætti. C. Tilboð til nýrra félaga á þrem- ur Árbókum um Snæfellsnes og Breiðafjarðareyjar á kr. 3.000,-. Árbækurnar ættu að vera til á hverju heimili! Ferðafélag íslands. Útivist Sunnudagur 11. mars Þórsmerkurgangan 5. ferð Nú erum við komin til byggða. Gengin gamla þjóðleiðin frá Reykjum í Ölfusi að hinni fornu lögferju hjá Laugardælum. Ferj- að yfir ána á gamla vaðinu með aðstoð slysavarnard. Tryggva. Staðfróðir Árnesingar fylgdar- menn. Brottför kl. 10.30 frá BSÍ, bensínsölu. Eftirmiðdagsferð sameinast morgungöngunni við Kögunar- hól. Brottför kl. 13 frá BSÍ, bensínsölu. Verð kr. 800,- í báð- ar ferðirnar. Stansað við Árbæj- arsafn. Gönguskíðaferð Genginn léttur hringur i nágrenni Jósefsdals. Farið kl. 13 frá BSÍ, bensínsölu. Stansað við Ábæjar- safn. Verð kr. 800,-. Um næstu helgi Húsafell - Þingvellir Gönguskíðaferð. Fyrstu nóttina verður gist í húsi, síðari nóttina í tjaldi. Spennandi ferð fyrir frískt fólk. Undirbúningsfundur miðvikud. 14. mars á skrifstofu Útivistar, Grófinni 1, kl. 20. Helgarferð að Húsafelli Gist í góðu húsi, sundlaug á staðnum. Tilvalið að taka cjönguskíðin með. í Útivistarferð eru allir velkomnir. Árshátíð Útivistar verður laugard. 24. mars að Efstalandi, Ölfusi. Fordrykkur ( hlöðunni. Ljúffengur matur. Óvæntar uppákomur. Stöðin mætir á staðinn. Hrókarnir leika fyrir dansi. Miðar á skrifstofu, Grófinni 1, sími/simsvari 14606. Sjáumst! Útivist. fítmhjólp í dag kl. 16.00 er almenn sam- koma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42. Mikill almennur söngur. Barnagæsla. Vitnisburður. Ræðumaður verður Óli Ágústs- son. Allir velkomnir. Samhjálp. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. FREEPORTKLÚBBURINN Freeportklúbburinn Fundur verður haldinn í félags- heimili Bústaðakirkju fimmtu- daginn 15. mars kl. 20.00. Kvöldverður (hlaðborð). Skemmtiatriði. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Baldurs Ágústssonar, sími 686915 fyrir miðvikudag. Stjórnin. FERÐAFÉLAG ÍSIANDS ÖLDUGÖTU 3 S. 11798 19533 Aðalfundur Ferðafélagsins Aðalfundur Ferðafélags íslands verður haldinn í Sóknarsalnum, Skipholti 50a, miðvikudaginn 14. mars og hefst hann stundvíslega kl. 20.30. Venjuleg aðalfundar- störf. Ath. Félagsmenn sýni ársskírteini frá árinu 1989 við innganginn. Stjórn Ferðafélags (slands. Hjálpræóis- herinn Kirkjustræti 'í í dag kl. 14.00: Sunnudagaskóli. Öll börn eru velkomin. Kl. 20.00: Hjálpræðissamkoma. Flokksstjórahjónin á Akureyri, Janice og Norman H. Dennis, stjórna og tala. Mánudag kl. 16.00 verður Heim- ilasamband fyrir konur og kl. 20.00 unglingafundur. Miðvikudag kl. 20.30: Hjálpar- flokkur (hjá Pálínu í Víkurbakka 12). Verið velkomin á Her. FERÐAFÉLAG ÍSIANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Vetrarfagnaður F.í. Vetrarfagnaður F.í. verður hald- inn í góðum salarkynnum í Ris- inu, Klúbbnum, Borgartúni 32, laugardaginn 17. mars. Dag- skráin hefst með fordrykk kl. 19.30 og borðhald hefst kl. 20.00. Það verða sannarlega „söguleg" skemmtiatriði í um- sjón skemmtinefndar F.j. Enginn ætti að missa af yetrarfagnaðin- um. Hljómsveit leikur fyrir dansi fram á nótt. Frábær skemmtun fyrir alla aldurshópa. Miðar á skrifstofunni. Pantið tímanlega. Ferðafélag íslands.. J/ VEGURINN v Krístið samfélag Þarabakka3 Samkoma og barnakirkja kl. 11.00. Einar Gautur talar. Kvöld- samkoma kl. 20.30. Björn Ingi talar. Verið hjartanlega velkomin. Vegurinn. /ffl\ SAMBAND (SLENZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Kristniboðsvika í Reykjavík Samkomuvikan hefst í kvöld á Amtmannsstíg 2b kl. 20.30. Jesús og lærisveinarnir. Upp- hafsorð: Lilja S. Kristjánsdóttir. Ræðumaður: Skúli Svavarsson. Efni: Heimastarf kristniboðs- sambandsins. Mánudaginn 12. mars verður kristniboðssamkóma í Selja- kirkju og hefst hún kl. 20.30. Jesús og Barabas. Upphafsorð: Gísli Friðgeirsson. Ræðumaðúr: Jónas Gíslason. Efni: Samúel Ólafsson. Allir velkomnir. m Útivist Tunglskinsganga í Engey mánudag 12. mars Fjörubál. Brottför kl. 20 frá Gróf- arbryggju (þar sem Akraborgin leggur að). Verð kr. 500. Sjáumst. Útivist. Hvítasunnukirkjan Völvufelli Sunnudagaskóli kl. 16.00. Allir krakkar velkomnir. Almenn samkoma kl. 16.30. Barnagæsla. Allir hjartanlega velkomnir. Skipholti 50B, 2. hæð Samkoma í dag kl. 11.00. Sunnudagaskóli á sama tíma. Allir velkomnir. Uppbygging stofhlínukerfis á Snæfellsnesi. ------Byggöalíno ------- 66 kV lína ------- Áformuö lina I-----J Aöveitustöö Ásgeir Olafsson. Miklar endurbætur á raf- orkukerfinu á Snæfellsnesi Stykkishólmi. Á UNDANFORNUM mánuðum hafa Rafmagnsveitur ríkisins haft mik- il umsvif í framkvæmdum hér á Snæfellsnesi til styrkingar og bóta á kerfinu og eins kaup á nýjum tækjum o.fl. Fréttaritari Morgunblaðsins heim- sótti aðalstöðvarnar á svæðinu, en þær eru í Stykkishólmi, og ræddi þar við Ásgeir Ólafsson, svæðisraf- veitustjóra á Vesturlandi, en svæðið er frá Hvalfirði í Gilsfjarðarbotn, og spurði frétta af framkvæmdum. „Nú er að ljúka framkvæmdum sem hófust síðastliðið sumar þ.e. uppsetningu díselvéla í Ólafsvík og aukningu varaafls í Grundarfirði og Stykkishólmi, ásamt, styrkingu há- spennukerfis á Rifi og Grundarfirði," sagði Ásgeir. „Það helsta sem gerst hefur er að á Rifi var aukin flutnings- geta frá spennistöð í Hraðfrystihús- -Jnu og upp á Háarif þar sem sett var upp smáspennistöð og loftlínur felldar niður. En í ár er fyrirhugað að leggja háspennustreng frá spenni- stöð við Ennisbraut í Olafsvík og í spennistöðina í Hraðfrystihúsinu við höfnina. Munu þessar framkvæmdir auka mjög rekstraröryggi notenda utan Ennis, en eins og þeir best vita hafa orðið tíðar útleysingar vegna seltu og þess að háspennulínan yfir Ennið hefur laskast, þá helst vegna ísingar. í Ólafsvík er verið að leggja síðustu hönd á verulega aukningu varaafls í Rafstöðinni úr 2270 kw í 3490 kw eða um 53%. Þetta leiðir til þess að ef til keyrslu kemur á díselvélum vegna bilunar í línukerf- inu, þá er hægt að skipta Olafsvík í tvö svæði og Hellissandi og Rifi sem þriðja svæði til skömmtunar. En til að svo megi verða, er nauðsyn á góðu samkomulagi við notendur um að draga sem mest úr notkun. í Grundarfirði hefir varaafl verið aukið úr 800 kw í 1100 kw eða um 37% sem auðveldar mjög díselkeyrslu í tvö svæði og keyra inn á þau til skiptis. Auk þess hefir verið sett upp ný spennistöð á opið svæði við Borg- arbraut, en þar var áður bráða- birgðaspennistöð. I Stykkishólmi hefir verið sett upp við Rafstöðina, færanleg díselvél í gám 800 kw, tengd kerfinu og þar með er varaafl alls 2300 kw og hef- ir aukist um 53%.“ Ásgeir sagði ennfremur: „Auðvit- að er það vonin að ekki þurfi að grípa til díselvéla til raforkufram- leiðslu, en eins og kunnugt er þá er raforkuflutningur fyrir Snæfellsnes eftir einni 66 kw háspennulínu frá Vatnshömrum í Borgarfirði, að Vegamótum og þaðan til Ólafsvíkur og frá Vegamótum yfir fjallið að Vogaskeiði við Stykkishólm og þaðan til Grundarfjarðar, Undirbúningur er hafinn á bygg- ingu háspennulínu frá Glerárskógum í Dölum að Vogaskeiði til Stykkis- hólms og hefjast mælingar í sumar. Eftir 5-6 ár hefjast framkvæmdir og fer það talvert eftir aukinni notkun og ástandi eldri lína.“ Þannig sagðist Ásgeiri frá og framþróun þessara mála hér eins og annars staðar hefir verið mjög hröð á seinustu árum. Tækninni fleygir fram og þjónustan betri með hveiju árinu sem líður. - Árni Útflutningsnefiid FÍS: Mikilvægt að afiiema nú þegar einokun á saltfiskútflutningi Útflutningsnefnd Félags íslenskra stórkaupmanna telur mikilvægt að aftiema nú þegar einokun á saltfískútflutningi frá íslandi, segir í fréttatilkynningu frá Félagi íslenskra stórkaupmanna. Nefiidin tel- ur að skýrt sé af lögum um Ríkismat sjávarafurða að þau heimili ekki setningu reglugerðar, sem ætlað sé að stýra útflutningi íslend- inga á fiskafurðum, svo og að reglugerðin mismuni flutningsaðilum. Ifréttatilkynningunni segir einn- ig: „Mjög fáir íslendingar vilja styðja valdboðsstefnu í viðskiptum. Markaðsstefna hefur verið tekin upp á flestum sviðum utanríkis- verslunar. Hún leiðir til æskilegrar og hagkvæmrar þróunar og bættra lífskjara. Þá er því mótmælt að stjórnvöld banni þjóðhagslega hag- kvæma útflutningsverslun og þvingi þannig niður hráefnisverð. Útflutningsbann á ferskum fiski vegna meintrar gæðaiýrnunar, sem sett var með reglugerð, sem tekur gildi 8. mars, er hrein viðskipta- þvingun. Á meðan lítið liggur fyrir um gæðarýrnun á ferskum fiski við flutning verður ekki séð að grund- völlur sé fyrir reglugerð um útflutn- ingsbann. Reglugerðin og greinargerðin með henni byggir eingöngu á því að hætt sé við því að fiskurinn skemmist. Engin gögn liggja fyrir um að svo hafi verið þann tíma sem útflutningur hefur staðið yfir. Þvert á móti liggur fyrir fjöldi yfirlýsinga frá erlendum kaupendum um mikil gæði fisksins. Fyrirliggjandi niður- stöður Rannsóknastofnunar fisk- iðnaðarins staðfesta geymsluþol ísaðra fiskflaka í 11-12 daga við núll gráður á Celsíus.“ Álver rísi við Reyðar- fiörð vegna stöðnunar ALMENNUR fúndur um atvinnumál, sem haldinn var á Reyðarfirði fyrir skömmu, samþykkti að beina því til iðnaðarráðherra að vegna mikils atvinnuleysis og slöðnunar á Austurlandi verði næsta álver skil- yrðislaust reist við lteyðarfjörð. undurinn bendir á fjögur atriði, máli sínu til stuðnings, svo sem orkuöflun, hafnarskilyrði, nálægð við Evrópumarkaði og fyrri fyrirheit um uppbyggingu stóriðju við Reyðar- Qörð. Þá samþykkti fundurinn einnig ályktun, þar sem vakin er athygli hreppsnefndar Reyðarfjarðarhrepps á atvinnuleysi, sem þar sé töluvert og bendi margt til að rnuni aukast þegar líði á árið. Á þessu verði að taka sem fyrst. Loks samþykkti fundurinn að beina því til atvinnumálanefndar Reyðarfjarðarhrepps að nefndin komi saman sem fyrst til að ræða um atvinnuleysið þar, vaxandi at- vinnuleysi eftir að loðnubræðslu ljúki og möguleika á atvinnu fyrir skóla- börn í vor.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.