Morgunblaðið - 11.03.1990, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.03.1990, Blaðsíða 44
Litli drengur- inn á batavegi Bíllinn fiindinn LITLI dreng'urinn sem 'varð fyrir ' I>íi í Suðurfelli síðdegis á föstu- dag var enn á gjörgæslu í gær- morgun en var þá talinn á bata- vegi. Lögreglan fann í fyrrinótt bíl þann sem talinn er hafa vald- ið slysinu. Okumaður hans kann- aðist við að hafa ekið um Suður- fell á þeim tíma sem slysið varð en kvaðst ekki hafa orðið var við er drengurinn lenti á hlið bílsins. Lögreglumenn á eftirlitsferð um Seljahverfi í Breiðiholti sáu Mazda 626-bíl með brotinn hliðar- spegil fyrir utan hús þar í hverfinu, um klukkan hálfþrjú aðfaranótt laugardagsins. Spegilbrotið sem fannst á slysstaðnum passaði við H^brotinn spegil bílsins. Rætt var við eigandann og kvaðst hann hafa ekið um Suðurfell á þeim tíma sem slysið varð en kvaðst ekki hafa orð- ið var við að drengurinn hefði hlaup- ið fyrir bflinn. 64,5% telja óhagkvæmt -að flytja út óunninn físk í NÝRRI skoðanakönnun félags- vísindadeildar Háskóla íslands telja 64,5% þeirra sem tóku af- stöðu ekki þjóðhagslega hag- kvæmt að flytja út óunninn fisk í gámum og með fiskiskipum, 19,6% telja hins vegar að þessi útflutn- ingur sé hagkvæmur en 16% að hagkvæmnin sé háð verði, mark- aðsaðstæðum og fleiru. 7,3% svör- uðu ekki spurningunni. í könnuninni töldu 812, eða 81% þeirra sem tóku afstöðu, að æskilegt sé að takmarka útflutning á ísfiski í gámum til að tryggja meiri atvinnu í fiskvinnsiu hérlendis, 9,6% töldu það hins vegar óæskilegt og 9,5% töldu það ýmsu háð. 4,2% svöruðu ekki spuming- unni. Úrtakið í könnuninní var 1.047 manns. Egilsstaðir: Einbýlishús eyðileggst í eldsvoða Egilsstöðum. NÝLEGT timbureiningahús brann til kaldra kola í eldsvoða á Egils- stöðum aðfaranótt laugardags. í húsinu bjó þriggja manna flöl- skylda, og slapp hún naumlega út. Engu innbúi var bjargað, og húsið er gjörónytt. aust fyrir klukkan fjögur á laug- ardagsnótt kom upp eldur í ein- býlishúsi að Koltröð 1 á Egilsstöðum. Húsið varð alelda á svipstundu, og tókst íbúunum, hjónum með ungt bam, naumlega að forða sér út, og gerðu viðvart í næsta húsi. Þegar slökkviliðið kom á vettvang hafði eldnr læst sig um allt húsið, og varð engu bjargað af innbúi. Greiðlega gekk að slökkva í húsinu, en logn var á Egilsstöðum þessa nótt og 15 stiga frost. Húsið brann allt að inn- y an, og hangir uppi að hluta á burðar- grind. Rannsókn stendur yfír á eids- unptökum. - Rinrn Morgunblaðið/J6n Stefánsson Logar stóðu út um glugga íbúðarinnar. Á minni myndinni sést hvar krani slökkviliðsins hefúr bjargað manninum af svöl- um hússins. Manni bjargað úr elds- voða af svölum á 5. hæð Móðir o g barn óðu reykjarkóf upp á þak og yfir í næsta stigagang um lyftuhús ÞRENNT var flutt á slysadeild til rannsóknar eftir að íbúð á 5. hæð í átta hæða húsi, Kleppsvegi 134, skemmdist mikið i eldsvoða í fyrri- nótt. Manni, sem var einn í íbúðinni, var bjargað af svölum með kranabíl slökkviliðsins og kona og barn sem bjuggu á 6. hæð komust í gegnum mikið reykjarkóf upp á þak og í gegnum lyftuhús yfir í stigagang næsta húss. Eldsupptök eru óljós. Laust eftir klukkan fjögur var fímmtu hæð. íbúinn hafði vaknað slökkviliði tilkynnt um eldsvoð- og var kominn út á svalir. Vegna ann. Þegar það kom á staðinn stóðu hitans frá logunum sprungu rúður logar út um glugga íbúðar á í íbúðinni fyrir ofan þá sem brann, þar sem býr kona með barn. Mann- inum var bjargað niður af svölum með krana slökkviliðsins en reyk- kafarar fóru inn í íbúðina og gekk þeim greiðlega að slökkva eldinn. Ibúð og innbú brunnu til kaldra kola og pússning hrundi af veggj- um og úr lofti. Nokkrar reyk- skemmdir urðu í stigahúsi en hag- stæð vindátt bjargaði þó miklu, að sögn slökkviliðs. Maðurinn sem bjó í íbúðinni og kona og barn sem bjuggu í íbúð- inni fyrir ofan og hafði tekist að bijótast úr reykjarkófinu upp á þak og þaðan inn um dyr lyftuhúss inn í næsta stigagang, voru flutt á slysadeild til rannsóknar en voru ekki talin hætt komin. Unnið var að rannsókn á eldsupptökum í gær. Krafla: Boruð tilraunahola á Efra-Leirbotnasvæði LANDSVIRKJUN lætur bora tilraunaholu á svokölluðu Efra-Leirbotna- svæði við Kröflu í sumar. Þegar Kröfluvirkjun var byggð var ætlunin að afla gufú til hennar þar. Borholurnar gáfú mikla orku en ekki var hægt að virkja þær, m.a. vegna áhrifa frá eldsumbrotum á Leirhnúks- svæðinu sem er skammt frá. Ef hægt verður að virkja holuna sem boruð verður í sumar má búast við að með nokkrum holum i viðbót verði hægt að afla nægrar gufu fyrir seinni vélasamstæðu Kröfluvirkjun- ar að sögn Knúts Otterstedts svæðisstjóra Landsvirkjunar á Akureyri. Efra-Leirbotnasvæð- ið er á leiðinni að Víti, á hásléttunni mitt á milli fjallsins Kröflu og Leirhnúks. Á sínum tíma voru tvær rúmiega 2.000 metra holur boraðar á svæðinu. Sú fyrri, hola númer 4, var borgð 1974. Ekki tókst að hemja hana og var með naumind- um hægt að ná bornum upp áður en hún sprakk. Myndaðist þar gígur sem kallaður er Sjálfskaparvíti. Hola 10 var boruð 1976 en ekki var hægt að nota hana vegna kvikugass sem streymdi inn á jarðhitakerfið frá eld- stöðvunum en eldsumbrot höfðu haf- ist þama árið áður. Holan var hreins- uð árið 1977 en vegna útfellingar af völdum gassins fór allt á sömu leið. Báðar holurnar voru mjög öflug- ar, eða hátt í 10 megavött, en til samanburðar má geta þess að fyrri vélasamstæða Kröfluvirkjunar fram- leiðir 30 megavött. Ásgrímur Guðmundsson, jarð- fræðingur hjá Orkustofnun, segir að lengi hafí verið fylgst með þróuninni á þessu svæði. Gasmengunin hefði stöðugt minnkað og núna virtist hún í lágmarki. Sagði Asgrímur áð með tilraunaholunni í sumar yrði athugað hvort þetta svæði væri orðið vinnslu- hæft á ný. Knútur sagði að ef borun- in gengi vel gæti orðið afgangur af fjárveltingunni þannig að hægt yrði að bora aðra giynnri holu f sumar. Hann sagði að búast mætti við að bora þyrfti sex holur til að afla nægi- legrar gufu fyrir seinni vélasam- stæðu virkjunarinnar sem er óupp- sett á staðnum. Siðast var borað við Kröflu 1988. Þá var boruð grunn hola á öðru gufu- öflunarsvæði en nú á að reyna við. Þá hafði orðið fimm ára hlé á borun- um fyrir Kröfluvirkjun. Jarðboranir hf. annast borunina í sumar, Kröflu- virkjun er keyrð með fullum afköst- um í vetur eins og í fyrravetur og framleiðir 30 megavött, en er stöðv- uð á sumrin til viðhalds,.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.