Morgunblaðið - 11.03.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.03.1990, Blaðsíða 2
2 FRETTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MARZ 1990 EFNI Hugsanleg þensluáhrif verðhækkana á sjávarafiirðum: Skynsamlegasta leiðin að styrkja Verðjöfiiunarsjóð - segir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra „RÍKISSTJÓRNIN hefur fyrst og fremst áhuga á að styrkja Verð- jöfnunarsjóð sjávarútvegsins og ég held að það sé langskynsamleg- asta leiðin,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið um frétt blaðsins í gær um að 8% verð- hækkun hafi orðið á sjávarafurðum okkar erlendis. „Það liggja fyrir tillögur um breytingar á sjóðnum í nefiid sem hefúr starfað að því máli, og við leggjum afar mikla áherslu á að sú neftid skili af sér sem fyrst. Ég held að það sé mjög mikið mál að draga úr þensluáhrifum svona hækkunar. Hún kemur fyrst og fremst fram í saltfiskinum, og að minnsta kosti nú nýtur útflutningsiðnaður okkar einskis bata, svo að hækkun á gengi er nokkuð hættuleg leið. Morgunblaðið/Júlíus íslensku landsliðsmennirnir ganga niðurlútir af velli í gærmorgun. Bogdan hættur BOGDAN Kowalczyk lýsti því yfir eftir tapleikinn gegn Frökkum á heimsmeistara- mótinu í Tékkóslóvakíu i gær, að hann myndi nú hætta sem landsliðsþjálfari, þrátt fyrir að hann sé með samning við Handknattleikssamband- ið til 1993. Eftir tapið í gær, 23:29, er ljóst að landsliðið verður ekki meðal þátttakenda á Ólympíuleikunum á Spáni 1992. Liðið tekur þátt í B- keppninni í Austurríki sama ár, en þar verður barist um fjögur sæti í næstu A-heimsmeistara- keppni, sem fram fer í Svíþjóð 1993. Fjórir leikmenn sem voru í Tékkóslóvakíu segjast örugg- lega hætta með landsliðinu nú. Það eru Alfreð Gíslason, Þorg- ils Óttar Mathiesen fyrirliði, Einar Þorvarðarson og Sigurð- ur Sveinsson. Þrír aðrir, Kristj- án Arason, Guðmundur Guð- mundsson og Sigurður Gunn- arsson, segjast einnig hugleiða að hætta nú, en ákvörðun þeirra liggi ekki fyrir. Nánar um HM á bls. 34 Saltfiskframleiðendur greiða ekki í verðjöfnunarsjóð sem stendur, en ég geri ráð fyrir að stjóm verðjöfnunarsjóðs hljóti fljótlega að taka málið til með- ferðar á ný. Hins vegar hefur ver- ið mikill vilji hjá ýmsum til að breyta sjóðnum, þannig að inni- stæður verði á nafni viðkomandi fyrirtækja, og ég er persónulega hlynntur því. Um það hefur því miður ekki náðst samstaða í nefndinni. Sjáv- arútvegurinn verður að gera sér grein fyrir því að svona hækkanir mega ekki leiða til þenslu. Þannig gæti markmiðum kjarasamninga verið stefnt í hættu. Ég vona að viðbrögðin verði skynsamleg, ef ekki, getur vel verið að stjómvöld verði að grípa í taumana," sagði Steingrímur Hermannsson. Ari Skúlason, _ hagfræðingur Alþýðusambands íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið að þama væri í senn um afar ánægjulega og varasama þróun að ræða. „Við emm á ákveðinni braut til bættrar afkomu, og þessar fréttir em vissulega mikilvægur áfangi á þeirri braut. Hins vegar verðum við að forð- ast það sem gerðist á árunum 1986 og 1987, þegar afkomubat- anum var hleypt af fullu afli út í hagkerfíð." Hann nefndi sem dæmi að greiða mætti tekju- aukann í einhvers konar verðjöfn- unarsjóði. „Þrátt fýrir að hér sé um hæggengari þróun að ræða en á sínum tíma ber að hafa í huga að þensluþol þjóðfélagsins er að sama skapi minna nú en þá,“ sagði Ari Skúlason. „Þessi þróun er afar ánægjuleg, og í raun langþráð. Hins vegar Upphaflega hafði verið óskað eftir að þyrla Landhelgis- gæslunnar sækti manninn en hún varð frá að hverfa vegna skafrenn- ings og snjóblindu. Um klukkan sex um morguninn fór lögreglan á Hvolsvelli af stað á fjórhjóla- er hér um hægfara breytingar að ræða, og því held ég allar vanga- veltur um skyndileg þensluáhrif óþarfar. Hins vegar vona ég að þetta verði varanlegt," sagði Hannes G. Sigurðsson, hagfræð- ingur Vinnuveitendasambands ís- lands, í samtali við Morgunblaðið. „Þungamiðjan í þessari hækkun liggur í saltfiskverðinu, og nú er helst að óttast að tollar á innflutn- ing saltfisks til EB-ríkjanna komi til með að rýra þennan árangur,“ sagði Hannes. Hann lagði áherslu á að ekki væri um stökkbreytingar að ræða, líkt og á árunum 1986 og 1987. „A þeim árum varð einnig mjög mikil aflaaukning, sem ekki er fyrirsjáanleg á þessu ári. Þá hefur verðhækkun á frystum fiski verið hæg og jöfn, og ekki mikið meiri en sem nemur verðbólgu erlendis. Þannig eru aðstæður nú um margt ólíkar því sem var á þessum árum.“ drifnum sjúkrabíl. Farið var um Ámessýslu inn að Hrauneyjarfossi og þangað var komið með mann- inn, sem óttast var að hefði lær- brotnað, til móts við sjúkrabílinn. Komið var að sjúkrahúsinu á Sel- fossi um hádegið. Slasaður maður var sóttur í Hrauneyjar LOGREGLAN á Hvolsvelli sótti í gærmorgun mann, sem klemmst hafði milli tveggja bíla og slasast á fæti inn við Landmannalaug- ar, og flutti hann i sjúkrahúsið á Selfossi. Freðfískútflutningur: Ekki hróflað við veldi SH og SIS á Bandaríkjamarkaði DEILUR risu í nóvember 1987, þegar Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra ákvað að veita sex fyrirtækjum leyfi til útflutnings á fryst- um fiski á Bandaríkjamarkað og var jafnvel talað um að ákvörð- un hans steftidi stjórnarsamstarfinu í voða. Áður höfðu þtjú fyrir- tæki, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Sjávarafurðadeild Sam- bandsins og íslenska umboðssalan, setið ein að útflutningnum og þau tvö fyrrnefhdu voru með langstærsta hluta markaðarins. I dagblöðum var haft eftir forsvarsmönnum SH og SÍS, að leyfi- sveiting þessi gæti dregið dilk á eftir sér, því minni útflytjendur gætu ekki tryggt stöðluð gæði og framboð. En hver er svo reynsf- an af þessu aukna ftjálsræði í freðfiskútflutningi? Svo virðist sem breyting hafi í raun engin orðið á högum SH og SÍS. Þau fyrir- tæki, sem sejja á Bandaríkjamarkað, eru fa og smá og útflutning- ur þeirra lítill, sé miðað við „risana“, SjH og SÍS. Samkvæmt upplýsingum Hag- stofu íslands voru á síðasta ári seld tæp 42.500 tonn af fryst- um botnfiskafurðum til Banda- ríkjanna. Þar af seldi SH 27.300 tonn og SÍS rúmlega 14 þúsund tonn. Afganginn, um eitt þúsund tonn, seldu á annan tug fyr- irtækja, sem léyfi hafa til freðfísk- útflutnings til Banda- ríkjanna, en þau selja mismikið. Þegar eitt fyrirtæki hættir tekur annað við og jafnvægi virðist náð. í raun er útflutningurinn frjáls, því það er auðsótt mál að fá leyfi. Til þess þarf aðeins að' uppfylla almenn skilyrði, s.s. að hafa leyfí til að stunda kaupsýslu og vera með vöru framleiðanda, sem hefur vinnsluleyfí. Þá gefa útflytjendur upp magn og verð vörunnar, þeg- ar sótt er um leyfi hjá viðskipta- skrifstofu utanríkisráðuneytisins, en það ráðu- neyti tók við utanríkisvið- skiptum skömmu eftir að viðskipta- ráðherra veitti fyrstu leyfin umdeildu. Smærri útflytjendur halda því fram að ótti SH og SÍS vegna leyfísveitinganna hafi verið ástæðulaus. Þessi fyrirtæki hafi nær öll fiskvinnslufyrirtæki lands- BAKSVIÐ eftir Ragnhildi Sverrisdóttur ins innan sinnan vébanda, svo sá fiskur, sem til falli þar fyrir utan, geti aldrei orðið mikill. Þá geti svo stór sölusamtök aldrei „sleikt upp öll horn í markaðsmálum", eins og einn útflytjendanna orðaði það, svo minni fyrirtækin geti allt- af fundið kaupendur. Útflutning- ur minni fyrirtækjanna sé því hrein viðbót við útflutning þeirra stóru. SH og SÍS halda fast við þá gagnrýni sína, að fijáls útflutn- ingur skapi hættu á að óorð kom- ist á (slenskan fisk. Stóru fyrir- tækin hafi skilvirkt gæðaeftirlit- skerfí, en minni fyrirtækin geti ekki tryggt slíkt. Lélegur fiskur frá einum seljanda komi óorði á alla, því neytandinn l(ti aðeins á að um íslenskan físk sé að ræða, en geri ekki greinarmun á vöru- merkjum. Seifur hf. í Reykjavík flytur freðfisk á Bandaríkjamarkað og er .eitt stærsta fyrirtækið af þeim sem hófu útflutning eftir ákvörð- un viðskiptaráðherra. Ægir Guð- mundsson, forstjóri, sagði að við- brögð stóru fyrirtækjanna við leyfisveitingunum hafi verið und- arleg- „Það var talað eins og smærri útflytjendur væru svo vit- lausir að þeir færu að selja á lægra verði eða létu gæðin sitja á hakan- um,“ sagði hann. „Við höfum getað fengið hátt verð við skyndi- lega eftirspurn og njótum þess að vera ekki með dýrkeypta milli- liði. Ég held að SH og SÍS hafi alls ekki tapað á þessu. Við höfum fundið nýja markaði, sem þeir hafa ekki sinnt." Árni Benediktsson, fram- kvæmdastjóri sjávarafurðadeildar SÍS, sagði það rétt að óttast hefði verið að frjáls útflutningur gæti á margan hátt haft slæm áhrif. „Það er þó misskilningur að halda að SH og SÍS hafi á einhvem hátt óttast um markaðshlutdeild sína,“ sagði hann. „Við töldum hins vegar að þetta skapaði hættu á því að margir yrðu til að bjóða auðseljanlegustu vöruna og það gæti leitt til verðlækkunar. Áður en stóru sölusamtökin komu til sögunnar varð aukin eftirspum oft til þess að framboð varð svo mikið að verðið hrundi. Sölusam- tökin geta hins vegar stjórnað framboðinu.“ Ámi kvaðst ekki geta sagt að hann hefði orðið var við lélega vöru frá smærri útflytjendum á Bandaríkjamarkaði; það væri fremur vandamál á öðmm mörk- uðum. Hættan væri hins vegar fyrir hendi, því minni fyrirtæki ættu erfiðara með að koma upp ströngu gæðaeftirliti. Ást á rauðu Ijósi í Reykjavík? ►Jafnaðarmenn og óháðir þreifa fyrir sér um framboð nýs afls í næstu borgarstjómar- kosningum/10 Leiðin til sameiningar ►Hver verða næstu skrefin til sameiningar Vestur- og Austur- Þýskalands?/14 Eggin gefa hænunni elnkunn ►í Háskóla íslands hafa orðið endaskipti á hefðinni: Nemendur hafa nú gefið kennurum sínum einkunnir fyrir frammistöðu við kennsluna og geta niðurstöður haft áhrif á stöðuhækkanir innan skólans/18 Mannsmynd ►Hjörtur Torfason, nýskipaður hæstaréttardómari/20 íþróttir ► Umsagnir um leik íslendinga og Frakka í Heimsmeistarakeppninni í handknattleik í gær/34 Bheimili/ FASTEIGNIR ► 1-24 Stálgrindarhús ►Góður valkostur í samkeppni við hefðbundin hús/10 Vild’ég væri ekki hér ►Þóttmenn skipuleggi langþráð- ar sumarleyfisferðir sínar langt fram í tímann getur það hent að ekki gangi allt eins og ætlað var. Hér segja nokkrir ferðalangar frá VERSTU sumarfríum sínum á er- lendri grund/1 Viðtal ►Brynja Benediktsdóttir vann íeiklistarsigur með uppfærslu sinni á Endurbyggingu eftir Vaclav Havel í Þjóðleikhúsinu. Hún ræðir um líf sitt! leiklistinni í samtali við Morgunblaðið/6 Erlend hringsjá ► Þíðan í Sovétríkjunum teygir sig til Mongólíu/12 í trúnaðí ►SéraAuðurEir Vilhjálmsdóttir/14 Fjölmiðlar ► Fjölmiðlafárið á leiðtogafundin- um í Reykjavík að tjaldabaki/18 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Fjötiniðlar 18c Dagbók 8 Myndasögur 20c Hugvekja 9 Brids 20c Leiðari 22 Stjömuspá 20c Helgiapjall 22 Skák 20c Reylgavfkurbréf 22 Menningarstr. 21c Veröld 24 Dægurtónlist 22c Minningar 36 Kvikmyndir 23c Fólk í fréttum 38 Minningar 24 c Konur 38 Bló/dans 26c Útvarp/sjónvarp 40 Velvakandi 28c Gárur 43 Samsafnið 80c Mannlífsstr. 8c Bakþankar 32c INNLENDAR FRÉTTIR: 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.