Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1990næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    25262728123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 11.03.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.03.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MARZ 1990 19 fylla verður út viðeigandi reiti með tveggja tommu blýanti. Aðeins tveir skólar í könnuninni notuðust við Ijósleiðnitækni við innlestur. Hugmyndir eru um það að nota blýleiðniskanna hérlendis, enda slík tæki til við Háskólann. Spurningarnar sjálfar eru tiltölu- lega samræmdar og áherslupunktar þeir sömu. Öll voru þau byggð upp á krossaspurningum á ýmsum kvörðum, en umfang og fjöldi spurninga mismunandi. Algengast er að kannanir þessar séu framkvæmdar af stúdentum sjálfum. í sumum tilvikum er það gert um mitt misseri, en langal- gengast er að þær séu framkvæmd- ar í lok misseris. Nemendur sjá um að safna gögnum og skila til þess aðila er vinnur úr þeim. Misjafnt er hver framkvæmir úrvinnsluna sjálfa. Eru það ýmist félög stúdenta eða eins konar kennslumiðstöðvar innan sjálfra skólanna, en oft er þetta sameigin- legt verkefni stúdenta og skólayfir- valda. Niðurstöður þessara kannanna eru notaðar á ýmsa vegu í erlendum háskólum. Sums staðar eru þær gefnar út í bókaformi og þannig mikilsvert hjálpargagn við val á námskeiðum. Einnig eru þær víða notaðar við stöðuveitingar eða stöðuhækkanir. í sumum skólum er valinn „besti kennarinn“ sam- kvæmt þessum könnunum og þykir það mikil upphefð. Að lokinni þessari úttekt unnu þróunarnefnd stúdenta og kennslu- málanefnd Háskóla íslands að til- lögugerð fyrir Háskólaráð. Voru lögð fram drög að samþykkt Há- skólaráðs á fundi þess 17. nóvem- ber 1989 og þau samþykkt. í samþykkt Háskólaráðs er kveð- ið á um það að könnun á kennslu og námskeiðum skuli fara fram á hveiju misseri í öllum námskeiðum Háskólans. Skuli könnunin beinast að skipulagi einstakra námskeiða eða námskeiðshluta og kennslu- háttum einstakra kennara. Mikið framfaramál í samtali við Morgunblaðið sagði Siguijón Þorvaldur Árnason, full- trúi stúdenta í Háskólaráði að stúd- entar hefðu haft frumkvæði að því að innleiða gæðamatið, auk þess sem framkvæmd þess væri að miklu leyti á þeirra herðum. „Mikil umræða hefur verið um þetta meðal stúdenta og þótti okkur ekki nóg að gert með þeim könnunum sem fyrir voru. „Það var því drifið í því að kanna framkvæmdina í erlendum Háskólum. Niðurstaðan liggur fýrir og ef þessu verður fylgt vel eftir, er um mikið framfaramál að ræða.“ Vara vii ofnotkun „Ég er hlynntur þessu að vissu leyti; gæðamatið gæti orðið kennur- um aðhald og leiðbeining," sagði Tómas Hansson hagfræðinemi. Tómas varaði þó við ofnotkun á könnuninni. „Það mætti ætla að kennarar sem væru hálfgerðir trúð- ar myndu gera í því að gera sig vinsæla. Könnunin má ekki verða vinsældakönnun heldur mat á hæfí- leikum kennara til að koma efni til skila og undirbúningi.“ DR. SIGMUNDUR GUÐBJARNASON, HÁSKÓLAREKTOR Nanðsynlegt aðhald „ÞAÐ SEM ég hef séð af þessari könnun stað- festir að kennsla við Háskóla íslands er al- mennt góð,“ sagði dr. Sigmundur Guðbjarna- son háskólarektor um hið nýja gæðamat. „Ef °g þegar í ljós kemur að kennarar eiga í ein- hverjum vanda með kennsluna, verða þeir aðilar sem ráða kennara að taka á því máli.“ Dr. Sigmundur sagði að hann hefði um langt skeið framkvæmt slíkar kannanir í sinni kennslu. „Ég hef oft verið með nýjungar á ferðinni í kennslu og því verið mikilvægt að fá álit nemendanna á þeim. Nemendur eru tregir til opinskárrar gagnrýni þannig að kennarar vita oft ekki hvort þeir standa sig vel eður ei.“ Dr. Sigmundur Guðbjarnason Sigmundur benti á að þessi aðferð væri ekki eina leiðin til slíks mats; jafnframt þyrfti að fara aðrar leiðir eins og gert væri með heildarúttekt á einstök- um deildum. Stúdentar hafa að sögn rektors komið mjög við undirbúning þessa víðtæka gæðamats.„Ég fagna þeim áhuga sem stúdentar hafa sýnt þessu verkefni og er þetta gott dæmi um hveiju má koma áleiðis með góðri samvinnu stúdenta og háskólayfirvalda." Sagði hann að góðar undirtektir hefðu verið við fyrstu fram- kvæmdina og þegar væri farið að nota niðurstöður slíkra kann- anna við ákvarðanir um stöðu- hækkanir. „Fyrsta tilraun tókst vel og verður unnið að því að þróa áfram þetta kerfi.“ 27% fall kennara í verkfræðideild [ NÝJASTA tölublaði Vökublaðs- ins gefur að fínna samantekt á helstu niðurstöðum gæðamats- ins. Verkfræðideild kemur verst út úr þessari könnun; 27% kenn- ara fá einkunn undir 5.0 og 16,2% námskeiða eru undir lágmarks- einkunn. Iúttektinni koma fram meðalein- kunnir einstakra deilda og þær bornar saman við meðaleinkunn ir sem nemendur í viðkomandi deild fá. (Sjá töflu I). Er í blaðinu talið að niðurstöður þess samanburðar renni ekki stoðum undir kenning- una um að þetta haldist í hendur. Tekin er saman meðaleinkunn kennara í einstökum deildum og borin saman við meðaleinkunnir nemenda (tafla II) og meðaleinkunn námskeiða. Tafla 1 Meðaleinkunn kennara eftir deildum samanborið við meðaleinkunn nem- enda f maí úr sömu deild Deild Kenn. Nem. Guðfræðideild 7,7 5,53 Logadeild 7,1 6,54 Læknadeild 7,1 6,85 hjúkrunarfræðí 6,9 lyfjofræði 7,0 Félagsv.deild 7,5 6,83 Heimspekideiid 8,0 7,53 Raunvísindadeild 7,0 6,38 sfærðfræðiskor 7,2 tölv.skor 6,5 eðlisfræðiskor 6,3 efnafræðiskor 6,9 líffræðiskor 7,5 jarð- og landafr.skor 6,9 Verkfræðideild 6,2 7,19 vélaverkfræði 5,9 . rafm.verkfræói 6,4 byggingoverkfræói 6,4 Vió- og hag.deild 7,5 6,89 Tafla 2 Hlutfall kennara undir 5,0 og fallprósenta nemenda í maí eftir deildum Deild Kenn. Nem. Guðfræðideild 0,0% 2,9% Lagadeild 0,0% 15,8% Læknodeild 11,0% 5,5% Félagsv.deild 4,2% 6,9 % Heimspekideild 2,2% 1,8% Raunvisindadeild 16,4% 5,9% Verkfræðideild 27,0% 2,4% Vió- og hag.deild 22,2% 11,1% Tafla 3 Hlutfall námskeiða sem fá einkunn undir 5,0 Deild Guðfræðideild Lagadeild læknodeild Félagsv.deild Heimspekideild Rounvísindadeild Verkfræðideild Víð- og hagdeild Hlutfall 0,0% 0,0% 3,1% 4,2% 3,3% 11,5% 16,2% 11,1%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 59. tölublað (11.03.1990)
https://timarit.is/issue/123119

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

59. tölublað (11.03.1990)

Aðgerðir: