Morgunblaðið - 11.03.1990, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.03.1990, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR/INNLENT oeei x’ff/iM ,n auoAmrnviuB aiQAviavíuoHOM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR ll. MARZ 1990 Fólk er undrandi og* sárt yfir því aðallthækkar - segir Leifiir Guðjónsson hjá Verð- lagseftirliti verkalýðsfélaganna „FÓLK er ákaflega undrandi og sárt yfir því að allt skuli vera að hækka,“ segir Leiftir Guðjónsson hjá Verðlagseftirliti verka- lýðsfélaganna. Hann segir mjög mikið vera hringt og tilkynnt um verðhækkanir og kvartað undan þeim, fólk sé vonsvikið, þar sem það telji að við samningsgerðina 1. febrúar síðastliðinn hafi verið samið um að halda verðlagi í skefjum. Hann segir þó jaftifi*amt, að mörg dæmi séu þess, að verðhækkanir hafi verið teknar til baka. „Sem betur fer eru margir sem virða samninginn og vilja að hann haldi, þó ennþá séu til menn sem eru að hugsa sig um,“ segir hann. Leifúr Guðjónsson á skrifstofú sinni. Leifur segir tvennt einkenna viðbrögð fólks, annars vegar mikil ánægja og hlýja í garð verkalýðsfélaganna fyrir að hafa sett verðlagseftirlitið í gang, hins vegar mikil reiði og sárindi með hvemig verðlag hefur þróast í framhaldi af samningnum. „Fólk er ákaflega undrandi og sárt yfir því, að allt skuli vera að hækka og vitnar í samninginn sem gerður var 1. febrúar, að því hafi skilist að verðlaginu skuli haldið í skefjum. En síðan hefur hækkunum rignt yfír það úr öllu kerfinu, frá versluninni, frá opinbera geiranum, á þjón- ustu sem það hefur fengið á vinnustöðum sínum, matar- hækkanir og slíkt, þetta dynur allt á fólki. Það er mikið atriði að yfirvöld, stjómmálamennimir sem stjórna nú þessu ágæta landi, átti sig á því að ekki er síður verið að gera þennan samn- ing fyrir hið opinbera heldur en aðra,“ segir Leifur. Ekki er þó allt á einn veg, því sumir hafa dregið til baka verð- hækkanir og nefnir Leifur þar á meðal að Mjólkursamsalan hafi tekið aftur hækkun á fæði til starfsfólks og að Stöð 2 hafi hætt við hækkun áskriftargjalds- ins 1. mars. Hann segir einnig oft koma í ljós þegar að er gáð, að hækkanir stafi af eðlilegum óviðráðanlegum orsökum, til dæmis verðbólgu erlendis eða innlendri verðbólgu frá síðasta ári. Meðal þess sem fólk hefur kvartað undan nú síðustu daga era .hækkanir á verði banana, barnamats i krukkum, tilkynnt var um að ein krakka af sojas- ósu hafi hækkað í einni verslun úr 96 krónum í 169 krónur. Einn- ig hefur verið kvartað undan hækkunum á kaffi og Sólblóma smjöriíki. Þá hefur verið mikið kvartað undan verðlagi hjá Bifreiðaskoð- un Islands hf. og iðgjaldahækk- unum bifreiðatrygginga og frá Akranesi hafa borist margar kvart anir vegna hækkana á hita- veitureikningum. Leifur segir mikið vera hringt í sambandi við vaxta- og lána- mál, einkum hvemig farið er með afborgunarskilmála. „Við erum núna búin að fá til þess hæfa menn í það fyrir okkur að skoða þau mál,“ segir hann. Tvö dæmi nefndi Leifur um mismunandi verðlag sömu hluta, sem honum hefur verið greint frá. Annað dæmið segir hann vera um jákvæða þróun. „Maður hringdi og sagðist hafa verið að spara fyrir gervihnattadiski sem hafði kostað 99.980 krónur hjá Radíóbúðinni. Þegar hann ætlaði að kaupa diskinn var honum sagt að vegna hagkvæmari inn- kaupa yrði næsta sending 23% ódýrari. Hann hefur nú keypt diskinn og fékk staðgreiðsluaf- slátt þannig að hann greiddi 69.950 krónur, það er heilum 30 þúsundum lægra. Hefði hann greitt með greiðslukorti hefði diskurinn kostað 76.980 krónur. Maðurinn nýtur þess að þarna var verið að kaupa skynsamlega inn,“ segir Leifur. Hitt dæmið er um varahluti í bíl. Maður hringdi og sagði frá því að hann hafði vantað gúmm- íhosu á framöxul í bíl sínum. A verkstæði einu var honum boðin hosan á 2.200 krónur. Hann hafði samband við umboðið fyrir bílinn og þar fékkst sama hosa á 666 krónur. „Og þegar hann óskaði skýringa á verkstæðinu var honum sögð ótrúleg saga. Þeir sögðu að hjá þeim væra gamlar birgðir og umboðið hlyti að hafa verið að fá nýja send- ingu, það skýrði verðmuninn.“ Verðlagseftirlit verkalýðsfé- laganna hefur nú verið starfrækt í liðlega tvær vikur, „og það er ekkert lát á hringingunum,“ seg- ir Leifur Guðjónsson. Olafur Jóhann Olafsson: Ráðinn aðstoðar- forsljóri hjá Sony ÓLAFUR Jóhann Ólafsson hefúr verið ráðinn aðstoðarforstjóri hjá Sony í Bandaríkjunum. Hann hóf störf hjá Sony árið 1986, þá 24 ára gamall. Hann hefúr gegnt framkvæmdastjórastarfi og var sérstakur ráðgjafi aðalsamninga- manns Sony, Michael Schulhof við kaupin á Columbia kvikmyndafyr- irtækinu. A Olafur sagði í samtali við Morg- unblaðið að eignir Sony í Bandaríkjunum væru nú orðnar meiri en eignir þess í Japan eftir kaupin á CBS og Columbia fyrir- tækjunum. „Ég verð einn af fimm aðstoðarforstjórum Sony USA og þar mun ég aðallega sjá um fram- tíðarfjárfestingar og annað slíkt. Síðan mun ég sjá um tölvudeildir Sony,“ sagði hann. Ólafur mun hafa skrifstofu í New York en verður með margar deildir í Kaliforníu. „ Við erum í einni alls- heijar skipulagningu og þess vegna er ég í Kaliforníu þessa dagana. Starfsemin sem heyrir undir mig er í Los Angeles, San Francisco, Bolder í Colorado, New Jersey og New York ásamt sölu- og markaðsskrif- stofum." Ólafur sagðist hafa haft hug á því að setja upp deildir á íslandi með hátækniframleiðslu þar sem mikið væri lagt upp úr tæknimennt- un t.d. í framleiðslu á kísílflögum og diskum í tölvu. Lítið sé hins veg- ar hægt að hreyfa við því máli þar til línur skýrist í viðræðum íslend- inga við Evrópubandalagið fyrir 1992. Ólafur Jóhann Ólafsson er einnig þekktur fyrir ritstörf sín og hefur hann sent frá sér eitt smásagnasafn Dómkirkjan Messað veður í Dómkirjunni í dag kl. 11, en þá messar sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Messað verður kl. 14, en þá prédikar Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dags- brúnar. Ólafiir Jóhann Ólafsson og eina skáldsögu, Sjö lykla og Markaðstorg guðanna. Hann kvaðst vera kominn í gang með skáldsögu sem kæmi út 1991. Háskóli íslands: Opið hús í verkfræði- og raunvís- indadeild HIÐ ÁRLEGA opna hús Háskóla íslands verður í dag, milli klukkan 13 og 18. í þetta sinn munu verk- fræði- og raunvísindadeildir há- skólans opna dyr sínar fyrir al- menningi. á munu aðrar deildir og stofnan- ir háskólans ásamt nokkrum sérskólum sameinast um sýnináar- svæði í Þjóðarbókhlöðunni. Góð byijun á stórveldaslag Sovétríkin og England unnu Norðurlönd og Bandaríkin með minnsta mun __________Skák______________ Bragi Kristjánsson Stórveldaslagur í skák milli fjögurra tíu manna liða, frá Sov- étríkjunum, Englandi, Banda- ríkjunum og Norðurlöndum hófst á föstudagskvöld í nýjum húsa- kynnum Skáksambandsins við Faxafen. Taflmennskan var skemmtileg í fyrstu umferð og spennan mikil og lauk báðum viðureignum með minnsta mun. Aðstaða á keppnisstað er skemmtileg, en byijunarörðug- leikar ollu því, að ekki var auð- velt fyrir áhorfendur að fylgjast með skákunum í 1. umferð. Áhorfendur geta treyst því, að bætt verður úr þessu, og eru skákáhugamenn hvattir til að láta þessa keppni ekki fram hjá sér fara. Fyrirkomulag keppninnar er þannig að tefld verður tvöföld umferð, og hefur hver keppandi tvær klukkustundir til að leika 40 leiki, en síðan 1 klst. til að ljúka skákinni. Þetta fyrirkomu- lag útrýmir biðskákum og gerir keppnina mjög spennandi. Sovétríkin (meðalstig 2594) 5‘/z — Norðurlönd (2523) 4 'A Agdestein— Júsúpov ‘A - !A, Helgi Ólafsson — Eingom 'h - 'h, Margeir Pétursson — Vaganj- an 'h - 'h, Hellers — Sokolov 0-1, Jóhann Hjartarson — M. Gurevitsj 1-0, Jón L. Árnason — Dolmatov 0-1, Sehussler — Azmajparashvili 0-1, Yijöla — Makarítév 'A 'h, Mortensen— Túkmakov 1-0, Wessman — Dreev 'h - 'h. Sovétmenn leyfðu sér að hvíla ívantsjúk og Pólúgajevskí, og unnu með minnsta mun. Tíma- hrak sett svip sinn á þessa keppni. Jóhann vann á tíma í óljósri stöðu, en Jón L. féll á tíma, þegar hann var að komast í jafnteflishöfn eftir erfiða vörn. Skák Wessmans og Dreev sló þó öllum öðrum skákum við. Sovétmaðurinn byggði hægt og öragglega upp vinningsstöðu, aðeins til að gefa allt til baka á síðustu sekúndunum, áður en klukka hans féll. England (2554) 5 'h — Bandaríkin (2552) 4'/z Short — Gulko, 0-1; Seirawan — Speelman, 'A; Nunn — Fed- erowicz, 1-0; Hodgson — deF- irmian, ‘A; Adams — Christians- en, 1-0; King-Browne, 0-1; Suba — Benjamin, 0-1; Mestel — Dzindzichashvili, 1-0; Norwood — D. Gurevich, 1-0; Kosten — Ivanov, 'h. Keppnin var geysihörð, en mesta athygli vakti öraggur sig- ur Gulko á Short, en sá fyrr- nefndi er í miklum ham um þess- ar mundir, hefur m.a. nýlega unnið sjálfan Kasparov. Að lokum skulum við sjá eina skák úr fyrstu umferð. 1. borð: Hvítt: Boris Gulko. Svart: Nigel Short. Hollensk-vörn (Gijótgarður). 1. d4 - e6, 2. c4 - f5, 3. g3 - Rffi, 4. Bg2 - d5, Önnur uppbygging er 4. - Be7, 5. Rf3 - 0-0, 6. 0-0 - d7-d6, 7. Rc3 - De8, o.s.frv. 5. Rh3!? - Algengari leið er 5. Rf3 —. c6, 6. 0-0 - Bd6, 7. b3 - De7, 8. Bb2 (eða 9. a4 ásamt 10. Ba3) 0-0, 9. Rc3 - Bd7, 10. Re5 - Be8, 11. e3 o.s.frv. 5. - c6, 6. Dc2 - Bd6, 7. Bf4 - Be7 Svartur lætur „góða“ biskup- inn sinn ekki bardagalaust í skiptum fyrir „slæma“ biskup hvíts. í framhaldi skákarinnar hyggst svartur notfæra sér stöðu biskupsins á f4 til að flýta peða- sókn á kóngsarmi með - h6 og - g5 o.s.frv. 8. 0-0 - 0-0, 9. Rc3 - h6, 10. Hadl - g5, 11. Bcl - Bd7, 12. f3 - dxc4? Eftir þénnan slæma leik miss- ir Short tökin á miðborðinu. Til greina kom 12. - b5!?, 13. cxb5 - cxb5, 14. e4 - b4, 15. Ra4 - Ra6 með flókinni söðu. 13. e4 - Ra6, 14. a3 - b5, 15. Rf2 - Rc7 Til greina kom að fórna peði með 15. - f4!?, 16. gxf4 - Rh5 til að skapa mótspil fyrir svart og koma í veg fyrir næsta leik hvíts. 16. f4! - Hvítur opnar línur fyrir bisk- upinn á g2, hótar að vinna peð á g5 og að sprengja svörtu stöð- una upp með b2-b3 og d4-d5. 16. - g4, 17. b3 - cxb3, 18. Dxb3 - fxe4,19. Rcxe4 - Rxe4 Eða 19. - Rcd5, 20. Rxf6+ - Rxf6 (annars 21. Rxg4) 21. f5 o.s.frv. 20. Bxe4 - h5, 21. Rd3 - Rd5, 22. Re5 - Bf6, 23. f5! - Bxe5, 24. dxe5 - Db6+, 25. Hf2 - exfli 26. Hxd5 - Be6 Eftir 26. - cxd5, 27. Bxd5+ ásamt 28. e6 er svartur varnar- laus. 27. Be3 - Da6,28. Bh6 - cxd5 Svartur er einnig glataður eft- ir 28. - fxe4, 29. Bxf8 - Bxd5, 30. De3 - Hxf8, 31. Dg5+ - Kh7, 32. Hxf8 o.s.frv. 29. Bxd5 - Bxd5, 30. Dxd5+ - Kh7, 31. Bxf8 - Hxfö, 32. e6 - Dc8, 33. e7 - Hffi Engu betra er 33. - He8, 34. Df7+ o.s.frv. 34. De5 og svartur gafst upp, því hann er varnarlaus: 34. - He6 (34. - De6, 35. e8D) 35. Dxf5+ - Kh6,36. Df8+ o.s.frv.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.