Morgunblaðið - 11.03.1990, Blaðsíða 29
____MORGUNBLAÐIÐ ATVIMMA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 11. MARZ 1990_ _29
ATVINNUA UGL ÝSINGAR
Kristnesspítali
Hvernig væri að breyta svolítið til og koma
til starfa með áhugasömu fólki, sem er önn-
um kafið við að byggja upp nýja endurhæf-
ingadeild og endurbæta eldra húsnæði?
Kristnesspítali er 10 km suður frá Akureyri
í afar heillandi umhverfi. Starfsmönnum, sem
búsettir eru á Akureyri, er séð fyrir akstri í
og úr vinnu.
Hjúkrunarfræðingar - sjúkraliðar.
Nokkrar stöður eru lausar nú þegar eða síðar
eftir samkomulagi. Einnig vantar hjúkrunar-
fræðinga og sjúkraliða til sumarafleysinga.
Barnaheimili og íbúðarhúsnæði til staðar.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma
96-31100.
Aðstoð við sjúkraþjálfun.
Staða aðstoðarmanns við sjúkraþjálfun er
laus frá og með 1. apríl nk.
Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri í síma
96-31100.
Kristnesspítali.
Heimilishjálp í
sérverkefni
Félagsmálastofnun Kópavogs leitar að
starfsmanni með reynslu af umönnun barna.
Um er að ræða 50% starf, sem fram fer í
heimahúsum og felst í aðhlynningu og gæslu
barna. Vinnutími er óreglulegur.
Umsóknarfrestur er til 19. mars nk.
Upplýsingar veita félagsráðgjafar í fjölskyldu-
deild í síma 45700.
Félagsmálastofnun Kópavogs.
Símavarsla
Starfskraftur óskast við símavörslu. Tölvu-
kunnátta nauðsynleg. Vaktavinna.
Upplýsingar um aldur og fyrri störf leggist
inn á auglýsingadeild Mbl., merktar: „Síma-
varsla - 7654“, fyrir miðvikud. 14. mars.
Sjúkraþjálfarar
Sjúkraþjálfari óskast til starfa til Bolungarvík-
ur frá 1. maí eða síðar. Húsnæði á staðnum.
Upplýsingar gefur sjúkraþjálfari í símum
94-7147 og 94-7470.
„Au pair“
- Kaupmannahöfn
„Au pair“ óskast frá 1. júní til dansk-íslenskr-
ar fjölskyldu í Kaupmannahöfn til að gæta
tveggja barna. Eldra barnið er í leikskóla.
Falleg séríbúð, reglulegur vinnutími og góð
laun í boði. Umsækjendur verða að hafa náð
tvítugsaldri, hafa bílpróf og mega ekki reykja.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. eigi
síðar en 19. mars merktar: „K - 8942“.
Sjúkraþjálfarar
- 4. árs nemar
Sjúkrahús Akraness vantar sjúkraþjálfara til
starfa sem fyrst. Gott húsnæði í boði. Barna-
heimili á staðnum.
Allar nánari upplýsingar veitir Ingibjörg
Óskarsdóttir, yfirsjúkraþjálfari, í síma
93-12311 á vinnutíma og 93-13356 heima.
Sjúkrahús Akraness.
Blikksmíðameistari
Lítil blikksmiðja á Vesturlandi vill ráða blikk-
smíðameistara til að sjá um verkstæði.
Aðstoð veitt við útvegun húsnæðis.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
fást á skrifstofu okkar til 17. mars nk.
Gijðni Tónsson
RÁÐCJÖF fr RÁÐN I NCARNÓN LISTA
T|ARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI 62 13 22
Skrifstofustarf
Traust fyrirtæki óskar eftir að ráða starfs-
rnann í um 70% starf.
Starfið er fólgið í færslu á fjárhagsbókhaldi,
launaútreikningi og útskrift reikninga og öðr-
um almennum skrifstofustörfum.
Umsækjandi þarf að hafa góða bókhalds-
þekkingu og reynslu og geta hafið störf strax.
Góð vinnuaðstaða. Laun samkomulagsatriði.
Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl.
fyrir 14. mars merktar: „Strax - 1234“.
Gjaldkeri/ritari
Þjónustufyrirtæki vill ráða í tvö störf, gjald-
kera og ritara. Framtíðarstörf. Stúdents- eða
verslunarmenntun nauðsynleg, auk tölvu-
kunnáttu.
Umsóknir, merktar: „G - 7655“, sendist
auglýsingadeild Mbl. fyrir hádegi þriðjudag.
Starfskraftur óskast
Fyrirtækið er heildsala í Reykjavík, sem óskar
eftir starfskrafti, samviskusömum og léttum
í lund til að sjá um: Bókhald, halda utan um
ávísunarhefti, tollskýrslugerð, launaútreikn-
inga, vinna með M.P. og ýmislegt fleira.
Upplýsingar sendist auglýsingadeild Mbl.
merktar: H - 12070“ fyrir 16. mars 1990.
Vöruframleiðsla
Laginn og ábyggilegur starfskraftur óskast
til starfa við þrifalega vöruframleiðslu.
Reynsla tengd prentiðnaði æskileg. Eldri en
25 ára og reyklaus. Meðmæli óskast.
Skrifleg umsókn með uppl. aldur og fyrri störf
leggist .inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir 16.
mars merkt: „Björt framtið - 6264“.
Brosandi andlit
og hraðar hendur
Ungt fólk á aldrinum 20-40 ára (sem reykir
ekki) vantar til starfa. Vaktavinna.
Umsóknir leggist inn hjá Jarlinum, Kringl-
unni, eða hjá Jarlinum, Sprengisandi, eigi
síðar en miðvikudaginn 14. mars nk.
Sölumaður
Óskum eftir að ráða samviskusaman og dug-
legan sölumann. Æskilegt er að viðkomandi
hafi þekkingu á málningarvörum. Ráðning-
artími er frá 1. apríl nk. eða eftir nánara
samkomulagi.
Umsóknir sendist Hörpu hf., pósthólf 1011,
130 Reykjavík.
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar
Síðumúla 39, 108 Reykjavík, sími 678500
Droplaugarstaðir,
Snorrabraut 58, Reykjavík
Sjúkraliðar
Þetta er orðsending frá félögum ykkar á
Droplaugarstöðum.
Okkur langar til að benda ykkur á að hingað
vantar sjúkraliða til starfa. Samkomulag um
vinnutilhögun.
Hér er mjög góð vinnuaðstaða, skemmtilegt
umhverfi, góður starfsandi og miðsvæðis í
borginni.
Einnig vantar okkur ófaglært fólk á hjúkrunar-
deildir í 80-100% starf,
Hvernig væri að koma og skoða og kynna
ykkur stofnunina.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma
25811 milli kl. 9.00-12.00 f.h. alla virka daga.
/HIKLIG4RÐUR
MARKAOUR VIO SUND
Starfsfólk á kassa
Óskum eftir góðu starfsfólki á kassa og í
áfyllingar í Miklagarði Miðvangi. Um heils-
og hálfsdagsstörf er að ræða.
Vinsamlegast hafið samband við starfs-
mannastjóra í Kaupstað í Mjódd, þriðju-hæð,
sími 675000.
Bifreiðaumboð
- varahlutir
Stórt bifreiðaumboð óskar eftir að ráða van-
an afgreiðslumann í varahlutaverslun. Þarf
að geta unnið sjálfstætt við pöntun vara-
hluta. Viljum einnig ráða vanan afgreiðslu-
mann í sumarafleysingar.
Tilboð merkt: „J - 12012“ sendist auglýs-
ingadeild Mbl. fyrir 19. mars nk.
Öllum umsóknum verður svarað og farið með
þær sem trúnaðarmál.
Staða
gjaldheimtustjóra
Gjaldheimta Suðurnesja óskar eftir að ráða
gjaldheimtustjóra. Æskilegt er að umsækj-
andi hafi embættispróf í lögfræði. Laun sam-
kvæmt launakerfi opinberra starfsmanna.
Skriflegar umsóknir um starfið sendist til
Gjaldheimtu Suðurnesja, Grundarvegi 23,
260 Njarðvík, fyrir 16. mars 1990.
Stjórn Gjaldheimtu Suðurnesja.
Lakkrísframleiðsla
Óskum eftir að ráða vant fólk til starfa við
lakkrískonfektframleiðslu. Eingöngu kemur
til greina að ráða vant fólk til starfa og í
boði eru mjög góð laun fyrir fólk vant þess-
ari framleiðslu.
Upplýsingar á staðnum, ekki í síma.
Stangarhyl 6, 110 Reykjavík.