Morgunblaðið - 11.03.1990, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.03.1990, Blaðsíða 38
^38 KARLAR „Óska eftir einkaritara" Kæra Helga, Mikið gleður það mig að þú treystir mér, þessari „ókunnu konu", til þcss að meðhöndla skyrturnar og klútana hans Sigmars vinar míns. Eg hef nú rétt lokið við að stífa krag- ana og ermalíning- arnar með sér- stöku stífelsi sem á að duga í nokkra þvotta. Svo reyndi ég að ná rauðvíns- blettunum úr með sérstöku spreyi. Það eyðir rauðvíns- blettunum en að visu ósonlaginu lika. Maður verður nú alltaf að velja og hafna. Merkilegt hvað karlmenn hætta seint að sulla sig út. Klútarnir liggja nú í bleyti í sérstökum legi sem afrafmagnar ef- nið og einnig alla náttúru i kring. Kemur sér vel. Mikið máttu nú ann- ars vera þakklát fyrir hann Sigmar þinn. Það eru fáir sem feta í fótspor ,. hans. Það lá við að manni vöknaði um augu þegar hann. eins og hendi væri veifað, reiddi fram hvern plokk- fiskréttinn af öðrum hér í sjónvarp- inu. Þvilíkur lúxus að hafa náð sér í slíka stoð en alveg er ég viss um að þú áttir það skilið. Þú hefur svo sannarlega lagt þitt af mörkum í „kvennabröltinu". Þegar ég var búin að strauja fyllti ég upp í töskuna með þessum hold- legu blöðum. þú veist. Þau eru, að mér virðist, helstu bókmenntir Svía. Þau má finna í öllum matvöruversl- unum, barnabúðum, brauðbúðum o.s.frv. Þessi opinbera þjónusta við . karlmenn í þessu landi er hreint ótrúleg. Fjölbreytnin er mikil. Ef þér of- býður eitthvað, þá sendu þeim eitt- hvað nýtt á peningakassann, mönn- unum í velðarfæraversluninni sem þú heimsóttir forðum í þættinum þínum. Mér fannst þú alveg drepfyndin i sjónvarpsþættinum um nektar- myndirnar. Það tóku margir þig al- varlega og héldu að þú værir hneyks- luð í alvöru. En auðvitað ertu löngu búin að átta þig. á tilganginum. í fyrsta lagi: Hugsaðu þér hvað þessir skrokkar létta mikið á mönnunum okkar . . . án þess að við þurfum að hreyfa svo mikið sem litlafingur. Og ef til vill láta sumir drullusokkar sér þetta nægja og láta börnin okkar i friði. Hér hinsvegar er fjölbrcytnin svo mikil að drullusokkarnir eru í hverju horni og ekkert virðist koma á óvart. Það vlrðist vanta sálina i suma menn og er því spurning hvort einhverskonar dýrahæli væri of gott fyrir þá. Jæja mér hitnar svo óþægi- lega þegar ég hugsa um þetta við- bjóðslegasta i fari mannanna. Hugs- aðu þér annars hvað þessar konur á myndunum sætta sig við; að vera á salerni einhleypra karla eða undir dýnunni hjá marghleypum körlum, þ.e.a.s. giftum með þörf fyrir auka örvun. Mikið er ég annars sammála þér um að þetta „kvennabrölt" dragi al- deilis ekki úr kvenlegum dyggðum. Það er nú öðru nær. þvi meira sem við bröltum þvi kvenlegri verðum við. Ég var að brölta þetta í nokkur ár og á rúmum fjórum árum eignað- ist ég þrjú börn. Þá fannst mannin- um mínum nóg komið, fór með mig til Sviþjóðar og ég hætti öllu brölti. Strauja oftar og sætti mig við þessa gömlu: konan undir en karlinn of- aná. Það var vinkona mín Elin Torfa sem mælti með þessari aðferð, hún hefur reynst henni og Guðmundi Jaka vel. Svo er spurning hvað gam- all bröltari endist lengi í hinni stöð- unni. Það getur orðið þreytandi að strauja, sérstaklega ef flelri fara að senda mér tauið. Mér líst vel á þetta með Kvenna- bankann, það verður sennilega erfitt að finna etnkarltara bankastjórans. Að vísu þekki ég einn dökkhærðan, brúneygðan, 18 ára, sólbrúnan, í Bermúdabuxum og blelkum tennis- bol, vöðvastæltan með góðan rakspira. Hann gerir ekki miklar launakröfur og situr teinréttur og fallegur á lærl. Það þarf að vera ein- hver sem gleður augað. og gaman verður að sjá hverskonar mynd prýð- ir peningaskápinn i Kvennabankan- um. Og að lokum: Hvort finnst þér betra að baða Slgmar á kvöldin eða morgnana? Stefán t.d. sefur alltaf svo vel þegar hann er baðaður á kvöidin. Benediktsdóttur MOKGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM 6UNNUDA<?UR 11. MARZ 1990 VEIÐISKAPUR Byrjendur þurfa ekki að örvænta Þeir íslendingar sem hafa áhuga á stangaveiði eru fjölmargir og bendir flest til þess að þeim fjölgi jafnt og þétt. Sem alkunna er, er þetta sport þó að mestu bundið við lítinn hluta ársins, júní til miðs september eða svo. Nú er að vísu farið að teygja nokkuð á þessu, þeir hörðustu byrja í apríl og veiða fram í október og lítill en stækkandi sértrúarhópur er þar íyrir utan að bora göt á ís og draga sæsmáar bleikjulontur upp um vakirnar milli þess sem lífi er blásið í deyjandi fingur og tær. Þetta með öfgana á þó einkum við um menn sem komnir eru nokkuð langt í veiðimennskunni. Byijendur og þeir sem eru ekki einu sinni það vita oft ekki hvern- ig þeir eiga að snúa sér. Sumir njóta kunnáttu vanra veiðimanna, en aðrir þurfa að þæfast áfram sjálfir og er leiðin þá frumskógur hinn mesti þótt aukin upplýsing hafi grisjað nokkuð þykknið í seinni tíð. Um kennslu er þó vart ..að ræða utan að nokkur stanga- veiðifélög eru með flugukast- kennslu á sunnudagsmorgnum á vetrum og hægt er að skrá sig í fluguhnýtingarnámskeið. En mönnum er ekki kenndur veiði- skapur, heldur grundvallarhand- tök. Þess vegna er Birgir Sumar- liðason í Ferðabæ búinn að grafa upp fullkomna stangaveiðiskóla suður í Skotlandi og um páskana verður boðið upp á fyrstu ferðina þangað til þekkingarauka. Morg- unblaðið ræddi við Birgi og spurði hann um þessa skóla. Veiðihúsið;Birgir, t.v., ræðir við skoska laxveiðimenn við ána Dee. Þeir höfðu ekkert fengið, en laxar stukku til og frá um breiðuna framundan húsinu.Á efri myndinni sjást gestir gistihússins ræða málin við arineld að degi loknum. Ég kannaði þetta fyrst í fyrra og taldi hugmyndina nokkuð góða. Þegar ég svo las í viðtali við kennara í fluguköstum í Morg- unblaðinu að bæði Ármenn og SVFR þurfi að vísa hundruðum veiðimanna frá námskeiðum sínum sannfærðist ég-um að ekki veitti af svona valkosti, en veiði- skóli eins og hér um ræðir er ekki starfræktur hér á landi. Ég hef sett mig í samband við tvo umboðsmenn slíkra veiðiskóla í Skotlandi og kannað aðstæður hjá báðum. Sá skóli sem ég býð upp á um páskana er í Tweed Valley. Þar er rekinn skóli með tæplega vikulöngum námskeiðum í tengsl- um við afburða gistihús sem er kynleg blanda af lúxus og heimil- islegheitum ef þannig mætti að orði komast,“ segir Birgir. En skólinn sjálfur? „Um hann er það að segja, að hann er skemmtileg blanda af fyrirlestrum og verklegri kennslu. Verklega kennslan fer fram við ána Tweed, sem er ein besta lax- veiðiá Bretlandseyja og góð sil- ungsveiðiá að auki. Einnig er kennt við smávötn sem eru þarna skammt undan. Það er farið í gegn um stangaveiðina frá upp- hafi til enda og kennararnir eru atvinnumenn í stangaveiði. Það sem kom mér mest á óvart fyrir utan hversu nákvæmur og góður skólinn er, er hve hægt er að skella sér á þetta námskeið fyrir lítinn pening,“ svarar Birgir. A „Ástæðulaust að lúra í helli sínum allan veturinn“ Jú, þetla er nýlunda, við viljum reka fólk út úr híbýlum sínum til þess að njóta útiveru. Það er engin ástæða til að lúra I helli sínum allan veturinn og telja dagana þar til vor og sumar renni í hlað,“ sagði Jón G. Baldvinsson formaður Stangaveiðifé- lagsReykjavíkur um dorgveiðikeppni sem SVFR gengst fyrir á Geitabergsvatni í Svínadal laugardaginn 17. mars. 18. mars gætiþó orðið ofan á ef veðurguðunum býður svo við að horfa og myndi S VFR þá tilkynna það um útvarp. HARKANSEX TIL HVERS AÐ EIGA BÍL ? Eins og menn muna gekk mikið óveður yfir Suður- og Vesturland á þriðjudagskvöldið og var mikill ofanbylur og skefrenningur sem hafði það í för með sér að umferð tepptist víðast hvar í Reykjavík, en þó alveg sérstak- lega þar sem borgin liggur hátt og í úthverfun- um. Þessi mynd var tekin í Suðurhlíðinni er allt var orðið kolófært og bílar fastir þvers og kruss. Kom þá ekki úr úr sortanum hörkutól á reiðhjóli sem fór allra ferða sinna hvað sem tautaði og raulaði. Jón sagði enn fremur, að það hefði verið ákveðið fyrir nokkrum misserum að auka ijolbreytni í starfsemi SVFR og í því skyni hefði til dæmis verið efnt til Grænlands- farar síðasta sumar. Dorgveiðikeppni væri liður í þessari nýju stefnu, „svo hefur ár- nefndin fyrir Geitabergsvatn og Þverá verið að stinga upp á þessu hvað eftir annað þannig að við slógum til,“ sagði Jón. Ár- nefndin, Gunnar Bender og Leifur Bene- diktsson, sjá um framkvæmd mótsins ásamt Ólafi H. Olafssyni fulltrúa stjórnar SVFR, en Magnús Jónasson umboðsmaður Orvis á íslandi gefur verðlaun. Veiðihús er við vatn- ið og verður það opið meðan á keppninni stendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.