Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1990næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    25262728123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 11.03.1990, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.03.1990, Blaðsíða 8
Ofíf ífe MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK' siMÆmmkMa ' 1990 JOHOJí T n Apersunnudagur 11. marz. 2. sd. í föstu. 70. dag- 1 OAuur ársins 1990. Árdegisflóð í Reykjavík kl. 6.29 og síðdegisflóð kl. 18.50. Sólarupprás í Reykjavík kl. 8.01 og sólarlag kl. 19.16. Myrkur kl. 20.03. Sólin er í hádegisstac íReykjavík kl. 13.38ogtungliðerísuðrikl. 1.17. (Alman- ak Háskóla íslands.) Því að hjá þér leitar sál mín hælis, og í skugga vængja þinna vil ég hælis leita. (Sálm. 57, 2.) FRÉTTIR/MANNAMÓT VINNUVIKAN sem hefst á morgun er hin 11. á yfir- standi ári. LÆKNAR. í tilk. frá heil- brigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu í Lögbirtinga- blaðinu segir að það hafi veitt Valgeiri Baldurssyni Iækni leyfi til að starfa sem sér- fræðingur í barna- og ungl- ingageðlækningum hérlendis og Ríkarði Sigfussyni lækni starfsleyfi sem sérfræðingi í bæklunarskurðlækningum. Þá hefur ráðuneytið veitt Bolla Bollasyni cand.med. et chir. leyfi til að stunda almennar lækningar. LANDSSAMTÖKIN Þroskahjálp. Vinningurinn í almanakshappdrætti samtak- anna í janúarmánuði kom á miða nr. 6726 og febrúar- vinningurinn á nr. 2830. BÚSTAÐASÓKN. Bræðra- fél. Bústaðakirkju heldur að- alfundinn annað kvöld í safn- aðarheimili kirkjunnar og hefst hann kl. 20.30. Að fund- arstörfum loknum verður kaffi. FRUMHUGMYNDIR. í Lög- birtingablaðinu .tilkynnir Fél. ísl. hugvitsmanna skráningu frumhugmyndar. Þar segir frá að Hermann J. Ólafsson á Hvammstanga hafi látið skrá hjá félaginu frumhug- mynd um: Skilju fyrir rækju- skel. Skráð hefur verið frum- hugmynd Hólmsteins Brekkan Fálkagötu 30 hér í bænum sem fjallar um: Eld- vamarveggi í einingakerfi. Þá hefur verið skráð frum- hugmynd Guðjóns Ormsson- ar Akurbraut 17 Innri- Njarðvík. Hún fjallar um: Fjölvirkt heyvinnslutæki. Skráð hefur verið frum- hugmynd Jakobs Ólafssonar Túngötu 19 ísafirði. Fjallar sú frumhugmynd um: Tæki til útreiknings á vikudegi. ÁRBÆJARKIRKJA: { kvöld verður æskulýðsfundur kl. 20. FELLA- OG HÓLA- KIRKJA. Annað kvöld kl. 20 er æskulýðsfundur. KVENFÉL. Fríkirkjunnar í Rvík. Næstkomandi þriðju- dagskvöld fara félagsmenn í heimsókn til kvenna í kvenfé- lagi Langholtskirkju kl. 20.30. En annaðkvöld er handavinnukvöld á Laufás- vegi 13 kl. 20. HALLGRÍMSKIRKJA. Kvöldbænir með lestri Passíu- sálma kl. 18 mánudagskvöld. FÉL. eldri borgara. í dag er opið hús í Goðheimum kl. 14, frjálst spil og tafl og dans- að kl. 20. NESKIRKJA. Barnastarf fyrir 12 ára börn kl. 16. Æskulýðsstarf 13 ára og eldri kl. 19.30. Mömmustund á þriðjudag kl. 10-12, opið hús fyrir mæður með börn sín. KVENFÉL. Grensássókn- ar. Fundur í safnaðarheimil- inu mánudagskvöldið kl. 20.30. Gestur fundarins verð- ur Rósa Ingólfsdóttir. SAMTÖK um sorg og sorg- arviðbrögð. Fyrirlestur verð- ur haldinn í safnaðarheimili Laugarneskirkju nk. þriðju- dagskvöld kl. 20.30. Sigríður Dóa Jónsdóttir sálfræðing- ur flytur fyrirlestur um: Sorg fjölskyldna fatlaðra barna. KVENFÉL. Langholtssókn- ar. Afmælisfundur fyrir fé- lagsmenn og gesti þeirra verður haldinn nk. þriðju- dagskvöld í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 20.30. Dag- skráin verður helguð lista- manninum Aðalbjörgu Jóns- dóttur. Tískusýning verður. Ólöf Kolbrún Harðardóttir syngur. Afmæliskaffi verður borið fram. Helgistund verður í kirkjunni. Gestir fundarins verða konur í Kvenfél. Fríkirkjunnar í Rvík. LÁRÉTT: - 1 nabbinn, 5 afstyrmi, 8 húsdýra, 9 léleg- ar, 11 gubbaðir, 14 illmenni, 15 áleit, 16 peningum, 17 kassi, 19 vætlar, 21 sigruðu, 22 versið, 25 bekkur, 26 tóm, 27 deila. LÓÐRÉTT: - 2 hljóma, 3 keyra, 4 nískan mann, 5 erfið- ar viðgans, 6 poka, 7 ferski, 9 blátt áfram, 10 svalast, 12 bjálfanna, 13 mikinn þrjót, 18 kvíslar, 20 slá, 21 ending, 23 tónn, 24 greinir. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: - 1 skuld, 5 fælir, 8 argar, 9 drápa, 11 nagla, 14 sög, 15 lítil, 16 aktar, 17 sýr, 19 tind, 21 garð, 22 draug- ar, 25 les, 26 urg, 27 ilm. LÓÐRÉTT: - 2 kór, 3 lap, 4 drasls, 5 fangar, 6 æra, 7 ill, 9 dulítil, 10 ástands, 12 gutlari, 13 afráðum, 18 ýsur, 20 dr., 21 GA, 23 au, 24 gg. Landsfeðurnir geta verið stoltir af okkur, vinur. Okkur tókst að auka hlandframleiðsluna um 25 prósent á árinu! SELJAKIRKJA. I kvöld verður sýndur söngleikurinn „Líf og friður“. Á morgun er barna- og æskulýðsstarf: Yngri KFUM-stúlkur hittast kl. 17.30 og eldri kl. 18.30. Æskulýðsfél. Seli heldur fund kl. 20. Á vegum Kristniboðs- sambandsins verður sam- koma mánudagskvöld kl. 20.30. Kynningarsamkoma á starfi Samb. ísl. kristniboðs- félaga. KAFFISALA er í dag í Víkingasal Loftleiðahótels á vegum kirkjunefndar kvenna Dómkirkjunnar. Hefst hún að Iokinni messu í kirkjunni kl. 15. Að vanda á þessum kaffisöludögum flytur vagn kirkjugesti frá kirkjunni suð- ur að hótelinu og skilar þeim þangað aftur. I söluhorni í salnum verður selt handunnið páskaskraut. SKIPIN SELTJARNARNES- KIRKJA. Mánudagskvöldið kl. 20 er æskulýðsfundur. RE YK JAVÍKURHÖFN: í fyrrakvöid kom Esja úr strandferð og fór í ferð aftur aðfaranótt laugardagsins. í fyrrinótt kom togarinn Vigri úr söluferð og danska eftir- litsskipið Beskytteren er far- ið út aftur. AFLAGRANDI 40. Á mánu- daginn er opið hús kl. 13-16.30. Frjáls spila- mennska og kaffi. KVENFÉLAG Breiðholts heldur fund nk. þriðjudags- kvöld í kirkjunni kl. 20.30 og verður spilað bingó. Kaffiveit- ingar verða. HAFNARFJARÐAR- HÖFN: f gær kom erl. salt- fiskflutningaskip, Indir Ma- hal, sem er um 5000 tonna skip. Það hafði áður losað hluta farmsins í Keflavík. í fyrradag og í gær fóru út aftur grænlensku togararnir Malina K. og Qassiut tvö. KÓPAVOGSLÖGREGLAN. Bæjarfógetinn í Kópavogi augl. í Lögbirtingi lausa stöðu varðstjóra í lögregluliði bæj- arins. Umsóknarfrestur er settur til 23. þ.m. RÖKRÆÐUKEPPNI. Næstkomandi laugardag fer fram úrslitakeppni mælsku- og rökræðukeppni þriðja ráðs ITC á íslandi. Fer keppnin fram í Kornhlöðunni við Lækjarbrekku og hefst kl. 13.30. Þar keppa til úrslita ITC Þöll í Grundarfirði og ITC Seljur frá Selfossi. Það er nokkuð um liðið siðan þessar stöllur færðu DAS, Hraínistu hér í Laugaásnum i Reykjavík, 1.400 kr. Þetta var það sem komið hafði inn er þær héldu hlutaveltu til ágóða fyrir heimilið. KATTAVINAFÉLAGIÐ hefur upplýsingasíma sem það biður fólk að gera viðvart í, finni það kött, sem týnst hefur að heiman. í þennan sama síma eru kattaeigendur beðnir að gera viðvart týnist heimiliskötturinn. Síminn er 672909. MJÓLKURBÚ Hafnarljarð- ar heitir hlutafélag sem tilk. er um stofnun á í nýlegu Lögbirtingablaði. Stofnendur eru einstaklingar. Tilgangur félagsins er framleiðsla á mjólkurvörum m.m. Hlutafé hlutafélagsins er kr. 5.000.000. Þórður Ásgeirs- son, Sunnufiöt 33, Garðabæ, er stjórnarformaður og fram- kvæmdastjóri félagsins en Örn Vigfússon, Eiðistorgi 5, Seltjarnarnesi, framleiðslu- stjóri mjólkurbúsins. ÞETTA GERÐIST 11. mars ERLENDIS: 1810: Napoleon Bonaparte kvænist Marie Louise af Austurríki. 1861: Stjórnarskrá Suðurríkj- anna samþykkt í Mont- gomery, Alabama. 1915: Hafnbann Breta á Þýskaland tekur gildi. 1920: Feisal verður konungur í Sýrlandi. 1938: Þjóðverjar sækja inn í Austurríki. 1971: Kongressflokkur Indiru Gandhi sigrar í kosningum á Indlandi. HÉRLENDIS: 1860: Valtýr Guðmundsson fæddur. ísólfur Pálsson fæddur. 1904: Fálki kemur í stað fisks í skjaldarmerki íslands. 1941: Þýskur kafbátur gerir árás á línuveiðarann „Fróða“. 1961: Gengið formlega frá samkomulagi við Breta í land- helgismálinu. 1964: Undanþágur Breta inn- an 12 mílna renna út. 1969: Lögregluvörður við fjóra næturklúbba í Reykjavík. ORÐABÓKIN Vítt og breitt Ýmislegt úr dönsku máli, sem orðið hefur innlyksa í tungu okkar frá yfirráðum Dana á íslandi um margar aldir, hefur á stundum feng- ið nokkuð aðra merkingu hjá okkur en virðist hafa tíðkazt með Dönum niður við Eyrarsund. Eitt þeirra er orðasambandið vítt og hreitt. Þar syðra merkir það sama og þegar við segjum á víð og dreif, eða þannig skilgreina dansk-ísl. orðaþækur þetta. Hins veg- ar hefur þetta snemma fengið m.a. merkinguna víða, víðs vegar eða jafnvel merkinguna alls staðar. Eins notum við þetta um það að ræða mál almennt og frá ýmsum hliðum. Er þá gjarnan sagt: Var talað vítt og breitt um málið. Ekki alls fyrir löngu heyrði ég í RÚV talað um það, að farið yrði vítt og breitt um borgina. Eins er oft talað um að ferðast vítt og breitt um landið eða heiminn. Hér mætti vel nota annaðhvort víða eða víðs vegar. Hins vegar eru í íslenzku bæði lo. víður og breiður, og þau styðja auðvitað við notkun þessa orðasambands. í OH eru aðeins tvö dæmi um þetta orðalag frá 16. og 17. öld, en síðan hefur það lifað í orðaforða íslendinga. Margur amast samt við því og reynir að koma sér sem mest hjá því að tala um vítt og breitt. - JAJ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 59. tölublað (11.03.1990)
https://timarit.is/issue/123119

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

59. tölublað (11.03.1990)

Aðgerðir: