Morgunblaðið - 11.03.1990, Blaðsíða 11
þykkt og í framhaldi af því óskaði
stjórn Birtingar eftir viðræðum við
borgai-málaráð minnihlutaflokk-
anna í borgarstjórn.
Framsókn vildi flokkskvóta
Að sögn Kjartaris Valgarðssonar,
formanns Birtingar, kom fljótlega
í ljós að Framsóknarflokkurinn
hafði ekki áhuga á að taka þátt í
þessu samstarfi nema það yrði
þannig uppbyggt að allir flokkarnir
myndu fá sinn „kvóta“ á framboðs-
listanum. „Við vildum hins vegar
mynda nýtt framboðsafl og fara út
fyrir flokkaskiptinguna. Margir eru
óánægðir með áherslur meirihlut-
ans en treysta ekki núverandi
minnihlutaflokkum til að gera bet-
ur. Það er sú forsenda sem við
gáfum okkur,“ sagði Kjartan.
Ahersluna átti að leggja á að fá til
liðs við þetta nýja afl „óflokks-
bundið áhugafólk“.
í framhaldi viðræðnanna mynd-
aðist svo óformlegur vinnuhópur
síðastliðið haust sem kallaði sig
„Vinnum saman í vor“. í hópnum
áttu sæti fólk úr Birtingu, Alþýðu-
flokki, Kvennalista og óháðir og
voru þar í fylkingarbijósti þau
Kjartan Valgarðsson, Hrafn Jökuls-
son, Arnór Benónýsson, Birgir Dýr-
ijörð, Bjarni P. Magnússon, Gunnar
H. Gunnarsson, Kristín A. Ólafs-
dóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
Kristfn Astgeirsdóttir, Egill Egils-
son, Ragnheiður Davíðsdóttir og
Hörður Svavarsson. Hópurinn hitt-
ist nokkuð oft, aðallega á Hótel
Borg og Punkti og Pasta, og voru
menn sammála um hvaða leið átt
að fara. Til yrði að koma nýtt atl,
óbundið flokkum, og ætti að velja
framboðslistann í opnu prófkjöri þar
sem hver sá hefði rétt til þátttöku
er lýsti yfir stuðningi við stefnu list-
ans.
Undir lok síðasta árs var farið
að ræða af fullri alvöru þá hug-
mynd að halda opinn fund á Hótel
Borg um þessi mál öll. Það var
ríkjandi skoðun í hópnum að yrði
Kvennalisti ekki þátttakandi í
myndun hins „nýja afls“ væri eng-
inn tilgangur lengur með þessu og
var því hart lagt að kvennalistakon-
um að vera með ræðumenn á fund-
inum. Svar Kvennalistans olli þess-
um aðilum hins vegar nokkrum
vonbrigðum. Á félagsfundi ákvað
Kvennalistinn að bjóða fram eigin
lista með Elínu G. Ólafsdóttur í
fyrsta sæti.
Um þessa ákvörðun var ekki ein-
ing innan Kvennalistans eins og
kom fram síðar. í heilsíðu auglýs-
ingu sem „Vinnum saman í vor“-
hópurinn birti í Morgunblaðinu 31.
janúar þar sem skorað var á stuðn-
ingsfólk stjórnarandstöðunnar að
vinna saman í „einu opnu lýðræðis-
legu framboði í vor“ var m.a. að
flnrta nafn Guðrúnar Jónsdóttur,
félagsráðgjafa og fyrrum borgar-
fulltrúa Kvennalistans. Guðrún seg-
ir í samtali við Þjóðviljann sama
dag, aðspurð um undirskrift sína í
augíýsingunni: „Ef við erum að
hugsa um þetta í því ljósi að skapa
sterkt afl gegn meirihluta Sjálf-
stæðisflokksins er ekki gæfulegt
að halda áfram með þessi marg-
klofnu framboð." Þennan sama dag,
I. febrúar, ritar Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir grein {Pressuna sem bar
heitið „Konur verða ekki barðar til
ásta“. Þar segir Ingibjörg Sólrún
m.a.:„Ég er ekki sammála þessari
niðurstöðu [að taka ekki þátt í sam-
starfi um sameiginlegt framboð] og
það vita stallsystur mínar í Kvenna-
listanum." En Kvennalistinn hafði
tekið sína ákvörðun og eftir stóðu
því einungis Alþýðuflokkurinn og
Birting.
Átökinnan
Alþýðubandalagsins
Þann 11. janúar hélt Birting fé-
lagsfund þar sem sameiginlegt
framboð til borgarstjórnar gegn
Sjálfstæðisflokknum var stutt og
þann 18. janúar báru félagar í Birt-
ingu upp svipað erindi á félags-
fundi Alþýðubandalagsfélags
Reykjavíkur. Mikil átök voru á
fundinum milli Birtingarmanna og
hins svokallaða. „flokkseigendafé-
lags“ en niðurstaða fundarins var
að þessari leið var ekki lokað.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MARZ 1990
JÓI\ MAGWÍJSSOIM, lögmaður og
varaþingmaður Sjálfstæðisflokks-
ins, hefur mikið verið í umræðunni
í sambandi við framboðslista hins
nýja afls. Hann segir að það sé
ánægjulegt til þess að vita að menn
hafi gaman af að fleygja nafni sínu.
„Minn þáttur er aftur á móti eng-
inn," sagði Jón, „enn sem komið
er.“ Hann sagði áhuga sinn hingað
til fremur hafa beinst að landsmál-
unum en borgarmálunum og væri
hann auk þess störfum hlaðinn.
Hann hefði verið félagi í Sjálfstæð-
isflokknum frá 16 ára aldri og
væri það raunar enn. Hins vegar
hefði hann engin afskipti haft af
starfi þess flokks síðan í janúar
1989.
Ákvörðun var frestað til annars
félagsfundar 6. febrúar.
Þann 20. janúar héldu alþýðu-
flokksfélögin í Reykjavík fund á
Hótel Sögu og var þar samþykkt
að veita stjórn fulltrúaráðsins mjög
víðtækt umboð til að freista þess
að ná samstöðu um opið prófkjör.
Var hugmyndin nú samstarf jafn
ólíkra aðila og Alþýðuflokksins,
Alþýðubandalagsins, Birtingar,
Borgaraflokksins og „óháðra kjós-
enda“ undir heitinu „Málefnalist-
inn“. Framboðslistinn myndi sjálfur
ráða sínum málum en ekki þeir
flokkar eða aðilar sem að honum
stæðu. Einungis yrði samin skrá
yfir verkefni sem fulltrúar listans
skuldbindu sig til að vinna að í
borgarstjórn. í málum sem ekki
væri að finna á þessari verkefna-
skrá myndu fulltrúar aftur á móti
hafa fijálsar hendur.
Fulltrúaráð Alþýðuflokksins
skrifaði Birtingu og Álþýðubanda-
lagsfélagi Reykjavíkur bréf (en við
það var nokkur andstaða innan
Alþýðuflokksins) þar sem óskað var
eftir samstarfi um framboð og opið
prófkjör.
Blaðamannafundur
alþýðuflokksmanna og-
síðari fundur ABR
Mánudaginn 5. febrúar kölluðu
þeir Birgir Dýrfjörð og Bjarni P.
Magnússon blaðamenn á sinn fund
þar sem þeir lögðu fram hugmynd-
ir um stefnuskrá Málefnalistans.
Var þetta gert að þeirra sögn til
þess að forðast „mistúlkun“ á fé-
lagsfundi ABR daginn eftir. Birt-
ingarmenn segja nú að sá fundur
hafi í raun verið unninn fyrirfram
ef ekki hefði komið til þessi blaða-
mannafundur. Formaður Alþýðu-
flokksins, Jón Baldvin Hannibals-
son, mun ekki hafa vitað af þessum
fundi. Þegar lesendur Þjóðviljans
opnuðu blaðið sitt á þriðjudags-
morgun þann 6. janúar, blasti þar
við heilsíðu auglýsing undir yfir-
skriftinni „Nýtt afl í vor“. Þar skor-
uðu um 150 alþýðubandalagsmenn
á flokksfélaga sína að „taka hönd-
um saman við aðra flokka, samtök
og áhugafólk í boygarstjórnarkosn-
ingunum í vor“. Á listanum var að
finna, auk þeirra er tengdust „Vinn-
um saman í vor“, nöfn aðila á borð
við Guðrúnu Helgadóttur,_ forseta
sameinaðs þings, Mörð Árnason,
upplýsingafulltrúa fjármálaráð-
herra og Þorbjörn Broddason, vara-
borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins.
Á fundinum, sem var mjög fjöl-
mennur, bar Kristín Á. Ólafsdóttir,
borgarfulltrúi, upp tillögu um að
|
OIÍW ÞORVARDARDÓTTIR
efur ofl verið nefnd í sambandi við
framboð nýs afls félagshyggju-
fólks. Hún skrifaði undir auglýsingu
„Vinnum saman í vor“. Olína segir
við Morgunblaðið að það sé rétt
að leitað hafi verið til hennar. Hún
hafi enn sem komið er hvorki vísað
þessu frá sér né gefið ádrátt um
að til greina komi að hún fari fram.
Þetta væri erfið ákvörðun og yrði
ekki tekin í flýti.
KRI8TÍ A Á. ÓLAFSDÓTTIR,
borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins,
segist ekki munu taka sæti á G-
listanum á ný. Hún muni ekki heldur
taka sæti á Á-lista. Ef aftur á móti
komi upp nýtt framboð með ákveð-
inni breidd og pólitiskum markmið-
um sem væru hennar myndi hún
skoða málið.
gengið yrði til viðræðna um þátt-
töku í opnu prófkjöri. Þegar tillagan
var borin upp til atkvæða var hún
aftur á móti felld með 125 atkvæð-
um gegn 96.
Blaðamannafundur alþýðu-
flokksmannanna er að mati Birting-
ar ástæðan fyrir þessum úrslitum.
Margir þeir sem hefðu fallist á að
undirrita auglýsinguna hefðu dreg-
ið sig til baka eftir hann á þeim
forsendum að ekki væri lengur um
samstarf á jafnréttisgrundvelli að
ræða heldur væri verið að bjóða
Alþýðubandalaginu „að vera með“
í einhvetju bralli hjá krötunum.
Sendu nokkrir forystumenn Birt-
ingar Birgi Dýrljörð blómvönd, átj-
án rauðar rósir, daginn eftir fund-
inn. Með vendinum fylgdi kveðja:
„Til hamingju þú guðfaðir G-list-
ans“. Alþýðuflokksmenn telja aftur
á móti sumir að stærstu mistök
Birtingarmanna hafi verið birting
auglýsingarinnar. Skömmu eftir að
hún hafi borist Þjóðviljanum á
mánudegi hafi verið hafist handa
um að hringja í nöfn á listanum og
fá þá ofan af þessum áformum.
Munu þeir Ásmundur Stefánsson
og Svavar Gestsson hafa komið við
sögu í þessum hringingun. Birting-
armenn hafna hins vegar þessari
skýringu. Alltaf hafi verið ljóst að
allir á listanum myndu ekki mæta
á fundinn.
Eftir að tillagan var felld lýsti
ELLERT B. SCIIRAM, fyrrum
þingmaður Sjálfstæðisflokksins,
segir að alþýðuflokksmenn hafi
rætt við sig um hugsanlegt fram-
boð. Mönnum dytti ýmislegt í hug
en af hans hálfu kæmi framboð
fyrir Alþýðuflokkinn ekki til greina.
Þegar Ellert var spurður hvort sú
afstaða myndi breytast ef til kæmi
eitthvert nýtt afl sagðist hann ekki
standa í neinum viðræðum um fram-
boð. Það væri ekki á dagskrá hjá
sér að taka sæti á slíkum lista.
SIGMUADIJRIRMR RÉWRS-
SOA, fréttamaður á Stöð 2, var
einn þeirra sem leitað var til vegna
hugsanlegrar þátttöku i opnu próf-
kjöri. Var nafn hans á auglýsingu
„Vinnum saman í vor“-hópsins.
Hann gaf neikvætt svar sökum
starfs síns.
Kristín Á Ólafsdóttir því yfir að hún
myndi ekki taka sæti á G-listanum.
Við Morgunblaðið segir Kristín að
hún hafi ekki enn séð neinn lista
sem hún gæti hugsað sér að taka
sæti á. Hún muni ekki taka sæti á
G-lista og ekki heldur á A-lista.
Ef aftur á móti komi upp nýtt fram-
boð með ákveðinni breidd en
pólitískum markmiðum sem væru
hennar þá myndi hún skoða málið.
Að mati Kristínar eru það ekki
málefnin sem hafa verið vandamál
hvað samstarf minnihlutaflokkanna
varðar heldur hvernig eigi að ná til
þess fólks sem ekki hefur viljað
vera innan flokka eri hefði samt hug
á að breyta forgangsröðinni í borg-
inni. „Þvi miður tókst ekki sam-
staða um eitt breitt framboð. Það
reyndist vera meirihluti í Alþýðu-
bandalaginu sem vildi frekar vernda
flokkinn sinn en að leggja áherslu
á þá strategíu sem líklegust er til
að ná pólitísku markmiðunum,"
segir Kristín. Tveir aðrir sem sæti
áttu á lista Alþýðubandalagsins fyr-
ir síðustu kosningar, þeir Össur
Skarphéðinsson og Skúli Thórodds-
en, hafa verið kenndir við sjónar-
mið Birtingar. Össur hefur lýst því
yfir að hann fari ekki aftur í fram-
boð og Skúli er fluttur af landi brott.
Framboðsvandamál innan
Alþýðubandalagsins
Eftir að tillagan um opið prófkjör
11
-----------------------------1—
var felld hóf Alþýðubandalagið í
Reykjavík undirbúning að sk. for-
vali. Fer það þannig fram að fyrst
óskar kjörnefnd eftir tilnefningum.
Geta fimm félagar tilnefnt mann
ef liggur fyrir skriflegt samkomu-
lag viðkomandi. Kjörnefnd bætir
síðan við þátttakendum þannig að
þeir verða að minnsta kosti tólf.
Kosning í forvali er bréfleg og er
kosning í fyrstu fímm sæti bind-
andi. Er frestur til að tilkynna fram-
boð rann út 1. mars sl. höfðu fimm
aðilar verið tilnefndir: Haraldur
Jóhannesson, Gunnar H. Gunnars-
son, Auður Sveinsdóttir, Guðrún
K. Óladóttir og Arnór Pétursson.
Það mun hafa hamlað framboðs-
málum Alþýðubandalagsins að
ágreiningur er milli borgarfulltrú-
anna Siguijóns Péturssonar og
Guðrúnar Ágústsdóttur. Hefur Sig-
uijón verið gagnrýndur fyrir að
hafa verið borgarfulltrúi of lengi.
Hann var fyrst kosinn borgarfull-
trúi 1970 og er því búinn að sitja
í borgarstjórn í tuttugu ár. Líklegt
þykir þó takist ekki að fá nýtt fólk
á lista Alþýðubandalagsins að þá
muni Siguijón og Guðrúri bæði gefa
kost á sér.
Tveimur dögum eftir fund ABR
var haldinn félagsfundur hjá Birt-
ingu sem lýsti yfir vonbrigðum
sínum vegna viðbragða félagsfund-
ar ABR. Var því lýst yfir að Birting
hefði ákveðið að hætta að sinni
afskiptum sínum af framboðsmál-
um fyrir væntanlegar borgarstjórn-
arkosningar í Reykjavík. Formaður
Birtingar segir að Birtingarmenn
hafi á þessari stundu metið stöðuna
þannig að það gæti allt eins gerst
að hinir flokkarnir, Alþýðubanda-
lagið, Kvennalisti og Framsóknar-
flokkur myndu leggja fram „von-
lausa“ lista. Það gæti skapað slíka
stemmningu að upp kæmi „sjálf-
sprottinn hreyfing“ fólks. „Við
sáum það fýrir okkur,“ sagði Kjart-
an. „Þess vegna notuðum við orða-
lagið að sinni.“
Birtingarmönnum boðin
efstu sæti
Þó ekki hafi verið tekin nein
formleg ákvörðun um það hafa Birt-
ingarmenn alfarið neitað að taka
sæti á G-lista Alþýðubandalagsins
þrátt fyrir umleitanir kjömefndar.
Hefur verið farið þess á leit við
ýmsa þá er tengdust Birtingu að
taka sæti á G-listanum og þeim
meðal annars verið boðið að taka
fyrsta eða annað sætið á listanum.
Skömmu eftir félagsfund ABR
setti hins vegar Jón Baldvin
Hannibalsson, formaður Alþýðu-
flokksins, sig í samband við forystu
Birtingar og ræddi hvað væri nú
best að gera í stöðunni. Fékk hann
þau svör af hálfu Birtingar að hún
hygðist bíða átekta og taldi þá
líklegt að Alþýðuflokkurinn myndi
hinkra með sín framboðsmál um
sinn sem varð síðan og raunin.
Töluvert samráð hefur síðan ver-
ið á milli einstakra félaga innan
Birtingar og innan Alþýðuflokksins
um hvernig haga skyldi framboðs-
málunum. Af hálfu Birtingar hafa
þau Hrafn Jökulsson, Kristján Ari
Arason og Margrét Björnsdóttir
verið áberandi í þessum viðræðum.
Virkir þátttakendur af hálfu Al-
þýðuflokksins hafa t.d. verið þeir
Guðmundur Einarsson, Arnór Ben-
ónýsson, Birgir Dýrfjörð og Jón
Sigurðsson. Ragnheiður Davíðs-
dóttir hefur einnig tekið þátt í þess-
um viðræðum sem óháður aðili.
Kvennalistinn er alveg horfmn út
úr myndinni og skipar Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir heiðursæti á
framboðslista flokksins. Borgara-
flokkurinn hefur einnig verið viðloð-
andi viðræðurnar og er það Guð-
mundur Ágústsson, alþingismaður,
sem þar hefur aðallega komið við
sögu. Flestir aðilarnir úr Alþýðu-
flokki og Birtingu eiga það sam-
merkt að þeir tengdust á síðasta
ári hópnum „Vinnum saman í vor“
á einn eða annan hátt. Bendir nú
margt til að árangurs geti verið að
vænta af því starfi og að einhvers
konar nýtt afl hvort sem það sé
„sjálfsprottið“ eða „barið til ásta“
muni verða höfuðandstæðingur
Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn-
arkosningunum í vor.