Morgunblaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1990 Aukning heildaraflans byggist á mokloðnuveiði FISKAFLINN það sem af er árinu, er mun meiri en á sama tíma í fyrra. Þar munar öllu miklu meiri loðnuveiði nú. Þorsk- og ufsaafli er minni, en meira hefúr veiðzt af ýsu og karfa. Heildaraflinn um síðustu mánaðamót var orðinn tæp 600.000 tonn, 150.000 tonnum meiri en í fyrra, en það samsvarar aukningunni á loðnuaflanum. Alls bárust 511.520 tonn af loðnu á Iand nú en 361.896 í fyrra. Þorsk- aflinn nú er tæp 50.000 tonn, 6.000 tonnum minni en í fyrra. Ýsuafli jókst um 2.000 tonn, ufsaafli dróst lítillega saman og karfaaflinn jókst um tæp 3.000 tonn. Steinbítsafli hefur einnig VESTUR-þýska tímaritið Fisch Intern greinir lrá því að tollyfir- völd þar í landi mælist til þess við þá sem málið varðar að athugað sé sérstaklega hvort ferskur fisk- ur frá íslandi hafi verið rétt toll- aður. Astæðan sé sú að fersk karf- aflök hafi verið flutt inn sem fros- in tif að fara í kringum tollalög. Fréttin í Fisch Intern hljóðar svo: aukizt. Afli togaranna varð nú 41.324 tonn, þar af 23.500 af þorski, en var í fyrra 45.995 tonn, þar af 30.550 af þorski. Bátamir öfluðu nú 22.971 tonns af þorski en 24.361 í fyrra. Þá hafa smábátar aukið afla sinn „Tollyfirvöld mæla með_ þvi að mn- fluttur ferskfiskur frá íslandi verði kannaður og athugað hvort varan hafi í raun verið rétt tolluð og skatt- lögð. Að sögn samtaka þýskra fisk- heildsala hefur því verið haldið fram að undanfarið hafi fersk karfaflök sem bera 18% toll verið flutt inn sem frosin flök en þau bera mun lægri toll.“ vemlega eða úr 2.113 tonnum í 3.857. Sé aflinn í febrúar athugaður, kemur í ljós, að afli togaranna dregst saman, þorskaflinn um 4.700 tonn tæp. Þorskafli bátanna er nær hinn sami milli áranna, 14.200 tonn, en loðnuaflinn eykst um rúm 100.000 tonn. AIls var þorskaflinn í febrúar 28.293 tonn nú en 31.948 í fyrra. Það sem af er árinu hefur mestum þorski verið landað í Sandgerði, 4.178 tonnum. Hafnarfjörður og Akureyri koma næst með tæp 3.000 tonn en auk þess var landað meiru en 2.000 tonnum af þorski á ísafirði, í Vestmannaeyjum, Reykjavfk og Ólafsvík. Loðnan ræður mestu um heildar- afla á hverjum stað. Seyðisíjörður hefur tekið á móti meiri afla en nokk- ur önnur höfn, 81.647 tonnum, en þar em tvær loðnubræðslur. Tvær bræðslur em líka í Eyjum, en þar hefur alls verið tekið á móti 68.202 tonnum af fiski. 64.543 tonnum var landað í Siglufirði, 56.031 á Eski- firði og 47.864 í Neskaupstað. íslenskur ferskfískur í Vestur-Þýskalandi: Tollyfirvöld á varðbergi VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 15. MARZ YFIRLIT í GÆR: Skammt fyrir norðaustan land er 966 mb lægð á hreyfingu norðaustur en minnkandi lægðardrag yfir landinu þokast austur. 977 mb lægð um 1300 km suðvestur í hafi þokast norður. SPÁ: Fremur hæg norð- og norðaustanátt, smá él á Noröur- og Austurlandi, en úrkomulaust í öðrum landshlutum. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Fremur hæg sunnan og suðaustanátt víða snjókoma eða slydda sunnan og austanlands, en úrkomulítið annarsstaðar. Hiti 0—i-2°C HORFUR Á LAUGARDAG: Sunnan og suðaustanlands verður suð- vestan og vestan kaldi eða stinningskaldi með éljum en norðaust- an stinningskaldi og él á Vesturlandi og vestanverðu Norðurlandi, - annarsstaðar ætti að vera hægviðri og úrlcomulítið. Frost 1 —3 stig. TÁKN: Heiðskirt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y. Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * -JO Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V EI = Þoka = Þokumóða 5, ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 5 skýjað Reykjavík 1 slýdda Bergen 7 alskýjað Helsinki ■fO léttskýjað Kaupmannah. 4 rigning Narssarssuaq 412 léttskýjað Nuuk 414 snjókoma Osló 3 rigning Stokkhólmur 3 skýjað Þórshöfn 9 skýjað Aigarve 21 hálfskýjað Amsterdam 12 léttskýjaö Barcelona 17 mistur Berlín 9 rigning Chicago 17 skýjað Feneyjar 17 hálfskýjað Frankfurt 12 skýjað Glasgow 10 skýjað Hamborg 9 súld Las Palmas 21 léttskýjað London 13 skýjað Los Angeles 8 skýjað Lúxemborg 12 skýjað Madríd vantar Malaga 23 léttskýjað Mallorca 18 skýjað Montreat 1 alskýjað New York 6 skýjað Orlando 16 léttskýjað París 12 léttskýjað Róm 17 þokumóða Vín 11 léttskýjað Washington 14 skýjað Winnipeg 44 alskýjað Morgunblaðið/RAX Flattur fískur féll af bíl Það óhapp varð í höfuðborginni í gær, að fiskkassar runnu aftur af vörubílspalli og skall fiskurinn í götuna. Eftir myndinni að dæma var þetta margumtalaður ferskur, flattur fiskur. Islenskar flörur síst hreinni en erlendar NIÐURSTÖÐUR fjöruskoðunar sem gerð var hér á landi sl. haust í tengslum við samvinnuverkefni 10 Evrópuþjóða, leiða í ljós að rusl í íslenskum fjörum er síst minna en í fjörum erlendis. Skoðaðar voru strendur í 22 sveítarfélögum, alls 104 kílómetrar eða 2% af strand- lengju landsins, að langmestu leyti á Suðvesturlandi. Þátttakendur voru 500 skólanemar og áhugamenn hvaðanæva af landinu. Slíkar Qöru- skoðanir hafa verið gerðir undanfarin þrjú ár í Evrópu en þetta er í fyrsta sinn sem íslendingar taka þátt í verkefninu. í skýrslu sem gerð var að lokinni fjöruskoðuninni birtast niðurstöður sem áhugamenn og skólar gerðu um mánaðamótin september-október 1989. Athugaðir voru 208 reitir, 500 metrar að lengd hver. Allar niður- stöður voru bornar saman við heild- arniðurstöður frá níu Evrópulöndum. í niðurstöðum skýrslunnar kemur í ljós að rusl í íslenskum fjörum er síst minna en í fjörum erlendis. 1 skýrslunni segir að umgengni íslend- inga í fjörum sé mjög slæm, rusl- mengun sé svipuð og hjá mun fjöl- mennari þjóðum. Þá er sérstaklega bent á skólpmengun í íslenskum fyör- um. Útrásir séu margar og þess get- ið að þær opnist ofarlega í fjörunum. Af þessu leiði að skólp er víða sýni- legt. Um 10% íslenskra þátttakenda telja að fjörunni stafi hætta af skólp- mengun en um 13% í öllum hinum löndunum samanlagt. Fram kemur að áberandi er í íslenskum fjörum hvað mannvirki ná langt niður í fjöruna miðað við önnur lönd. Bent er á að þetta eigi sér ef tiivill sögulegar skýringar í verstöðv- um og verslunarstöðum. Þá segir að reynslan ætti að hafa kennt okkur að varast að reisa mannvirki í fjörum þar sem þeim geti stafað hætta af stormflóðum og landbroti. Önnur fjöruskoðun verður gerð næsta haust og hafa náttúruverndar- samtök landsins tekið að sér skipu- lagningu verkefnisins. Borgarráð: Rúmar 50 imlljón- ir til íþróttafélag-a BORGARRÁÐ hefúr samþykkt tillögu íþrótta- og tómstundaráðs, um skiptingu á samtals 50,1 milljón króna til mannvirkjagerða á vegum íþróttafélaga í borginni. Iþróttafélagið Fylkir fær 5 millj- ónir til framkvæmda yegna annars áfanga við grasvöll í Árbæjarhverfi og íþróttafélagið Leiknir fær sömu upphæð vegna byijunarfram- kvæmda á grasvelli við Austur- berg. íþróttafélag Reykjavíkur fær 12 milljónir vegna grasvallar í Suð- ur-Mjódd, Knattspyrnufélagið Fram fær 3,1 milljón'í lokagreiðslu vegna frágangs á bað- og búnings- klefa auk lóðar. Knattspyrnufélag Reykjavíkur fær 3 milljónir vegna byijunar- framkvæmda við stækkun á áhorf- endastúku, Knattspyrnufélagið Víkingur fær 10 milljónir vegna kostnaðar við búningsklefa í Foss- vogi og er þessi upphæð hluti af uppgjöri vegna ársins 1989. Þáfær Knattspyrnufélagið Þróttur 6 millj- ónir vegna grasvallar við Sæviðar- sund, girðingar á svæðinu og stúku auk byrjunarframkvæmda við tennisvöll. Fjölnir fær sömu upp- hæð til hönnunar og byijunarfram- kvæmda við malarvöll í Grafarvogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.