Morgunblaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐTÐ FIMMTUDAGUR' 1U. GLARZ/1990 41 Miiming': Ólafiir Jónsson bifreiðasljóri Fæddur 21. janúar 1920 Dáinn 22. febrúar 1990 Hann Óli frændi minn er látinn, búinn að fá hvíld eftir langan og erfiðan sjúkdóm. Ég trúi því að hann sé með dóttur sinni, foreldrum og öðrum skyldmennum sem flust hafa áður yfir móðuna miklu sem skilur á mijli lífs og dauða. Stefán Ólafur Jónsson eins og hann hét fullu nafni, fæddist í Ytri- Skjaldarvík í Glæsibæjarhreppi. Foreldrar hans voru: Faðir Jón Jónsson Jóhannessonar bónda í Ytri-Skjaldarvík, en kona Jóns Jó- hannessonar var Sóirún Oddsdóttir Benediktssonar í Flöguseli. Móðir Kristín Stefánsdóttir Oddssonar frá Dagverðareyri og kona Stefáns var Ólöf Árnadóttir Árnasonar á Björg- um í Arnarneshreppi. Forfeður Ólafs hafa því verið bændafólk dug- legt og vel gert. Ólafur ólst upp í Ytri-Skjaldarvík til fullorðinsára. Eftir barnaskóla var hann á nám- skeiði í Syðri-Skjaldarvík sem Stef- án klæðskeri föðurbróðir hans kost- aði og hugsað var sem undirbúning- ur að skólanámi. Þetta námskeið stóð í þijá mánuði seinnipart vetrar 1936. Kennari var Eiríkur Stefáns- son í Skógum á Þelamörk. Að loknu þessu námskeiði fór Ólafur í Laugarvatnsskóla sem þá var tveggja vetra skóli. Þar vakti hann meðal annars athygli fyrir ágætan árangur í sundi. Éftir nám- ið á Laugarvatni stundaði hann sjó- mennsku um tíma ásamt fleiri störf- um. Snemma bar á góðri söngrödd hjá Ólafi. Hann gerðist félagi í Karlakórnum Geysi og sótti æfingar utan frá Skjaldarvík tvo fyrstu vet- urna og fararskjótinn var oftast reiðhjól, þar til fjölskyldan flutti til Akureyrar árið 1945 í Glerárgötu 9 þar sem búið var í 9 ár. Árið 1954 flutti fjölskyldan að Sólvöllum 7 í tveggja hæða hús sem Fædd 22. apríl 1912 Dáin 7. marz 1990 Símhringing rauf þögn nætur- innar. Svili minn tilkynnti mér lát tengdamóður okkar. Þetta kom ekki á óvart, en þó var ég óviðbúin og fann til nístandi trega. Erfiðu stríði var lokið og sálin frjáls úr fjötrum veikburða líkama. Margs er að minnast frá nær fjörutíu ára kynnum. Feimnum menntaskólapilti, sem var að skjóta sig í elsu dótturinni, tók hún vel frá fyrstu heimsókn. Sem tengdasyni seinna meir var mér tekið sem syni. Tengdaforeldrum mínum var fjöl- skyldan allt. Alltaf voru þau boðin og búin til hjálpar, ef á þurfti að halda, okkur og seinna börnum okkar. Slíkt gleymist ekki. Gleði og söngur á hraðfleygri stund á hinum ýmsu tímamótum lífsins ljóma í endurminningunni. Það er svo margs að minnast frá liðnum árum, sem liðu alltof fljótt. Og skyndilega eru þau ekki lengur meðal okkar, sem voru svo stór hluti tilverunnar, Ingeborg og Ilall- ur Kristjánsson. Ingborg fæddist í Melbu í Vest- erálen í Norður-Noregi, dóttir hjón- anna Rögnu og Antons Nilsens, skipstjóra og útgerðarmanns. Faðir hennar var um árabil fyrir heims- styrjöldina síðari verkstjóri í síldar- verksmiðjum á íslandi, á Siglufirði, í Krossnesi og Djúpuvík. Fjölskylda hans var þó aðeins búsett á íslandi 1929 til 1932. Ingólfur bróðir hans byggði, en hann var þá orðinn byggingameist- ari, nú forstjóri Trésmiðjunnar Reynis sf. á Akureyri. Ólafur kvæntist Ingibjörgu Ólafsdóttur 1. ágúst 1951, og hafa þau búið á Sólvöllum 7 síðan. Þau eignuðust þrjú börn: Ernu Guð- laugu, sem lést í bílslysi fyrir rúm- um tveimur árum, Jón Óla, sem er leigubílstjóri á Akureyri, og Kristínu Maríu, sem sér um heimili látinnar systur sinnar. Eins og fyrr segir byijaði Ólafur ungur að syngja í Geysi og söng þar fyrsta tenór í um hálfan fjórða áratug. Hann hafði þróttmikla og blæfagra tenórrödd og var mjög tónviss og öruggur söngmaður og hafði glöggt eyra fyrir öllu því er betur mátti fara í söng. Ólafur hóf leigubílaakstur árið 1974, fyrst með annarri vinnu en síðar sem aðalatvinnu. Hann vann sér traust í því starfi og hafði jafn- an nóg að gera. Hann þótti mjög góður bílstjóri og alveg sérstaklega áreiðanlegur í öllum viðskiptum og var þess vegna mjög eftirsóttur ökumaður. Mörg ár hafði Ólafur fastar ferðir milli Akureyrar og Elliheimilisins í Skjaldarvík, sem Stefán klæðskeri stofnaði og rak af miklum myndarskap. Segja má að Ólafur hafi verið Stefáni sem hægri hönd í mörg ár. Hann annað- ist alls konar innkaup og útrétting- ar fyrir Stefán, auk þess sem hann ók honum hvert sem hann þurfti að fara. Kynni mín af Ólafi frænda mínum voru mikil og góð allt frá barnsaldri og fram á síðustu ár. Til hans var leitað ef eitthvað bar útaf og mig vantaði bíl og alltaf var sömu góðu fyrirgreiðslunni að mæta hjá hönum. Ég er honum sérstaklega þakklátur fyrir öll góðu samskiptin á liðnum árum og alla hans miklu greiðasemi. Þegar fjölskyldan flutti aftur til Npregs, varð Ingeborg eftir og bjó á íslandi alla tíð síðan. Hún var ljóð- elsk og bókhneigð og náði mjög góðu valdi á íslensku máli. Eftir því sem árin liðu varð hún meiri Islendingur. Hún leit þó alltaf á sig sem Norðmann og bar sterkar til- finningar til Noregs. Alla tíð hafði hún náið samband við fjölskyldu sína í Noregi og naut þess að fara í heimsóknir þangað. Ingeborg giftist Halli Kristjáns- syni póstmanni árið 1935. Hjóna- band þeirra var einstaklega far- sælt. Til er vinsælt lag og texti, „Little things mean a lot“. Mér datt þetta oft í hug í sambandi við tengdaforeldra mína. Gagnkvæm væntumþykja leyndi sér aldrei. Það sást á litlu hlutunum, augnatilliti, snertingu og orðum. Þau þóttu glæsilegt par á unga aldri. Mér fannst þau alltaf glæsileg. Þeim varð þriggja barna auðið. Elst er Inger, kennari á Akureyri, gift undirrituðum. Næstur í röðinni er Rúnar Þór, vélsmíðameistari á Fáskrúðsfirði, giftur Sigfríð Guð- laugsdóttur. Yngst er Heba, tal- kennari í Reykjavík, gift Eyjólfi Eðvaldssyni, framkvæmdastjóra. Barnabörnin eru ellefu og barna- barnabörnin fimm. Hallur fékk hjartaáfall árið 1984 og varð eftir það að dvelja á sjúkra- húsi þar til hann lést, 24. apríl 1988. Ingeborg annaðist hann ailan þennan tíma með kærleika og tryggð, sem aldrei brást. Hvernig Blessuð sé minning hans. Eftirlifandi eiginkonu, börnum, bróður og öðru skyldfólki votta ég innilega samúð mína. En minningin um góðan dreng lifir. Árni J. Haraldsson Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljós- ara í fjarveru hans, eing og fjallgöngu- maður sér fjallið best af sléttunni. (Úr spámanninum eftir Kahtil Gibran). Okkur langar í fáum orðum að minnast frænda okkar Óla eða Lalla eins og við kölluðum hann í daglegu tali. Lalli og Inga áttu 3 börn, Ernu Guðlaugu, sem nú er látin langt um aldur fram, en hún var hjúkrun- arfræðingur. Jón Óla (Bróa), bif- reiðastjóra og húsasmið á Akur- eyri, ogKristínu Maríu (Dídí), kenn- ara í Reykjavík. Lalli var okkur meira en venju- legur frændi þar sem þeir bræður, hann og Ingi, ásamt fjölskyldum hafa alla tíð búið í sama húsinu að Sólvöllum á Akureyri þar sem við ólumst upp ásamt börnum þeirra Ingu. Þegar hugurinn leitar til baka minnumst við sértaklega hans ljúfa og hlýlega viðmóts gagnvart okkur börnunum, og ekki munum við eft- ir því að hafa séð hann skipta skapi. Með þessum fátæklegu orðum sem viðraði, hvernig sem heilsa hennar sjálfrar var, fór hún til hans. Eftir lát Halls varð Ingeborg aldrei söm. Sjálf fékk hún heila- blæðingu í júní 1989 og varð eftir það sjúklingur, fyrst á deild 2A á Landakotsspítala en síðan í Hafnar- búðum. Á báðum stöðum naut hún hinnar bestu umönnunar, sem hér skal þakkað fyrir. Ég kveð með virðingu og sökn- uði mikla konu, sem fyrst og síðast var móðir, eiginkona og húsmóðir. Ilún var nú horfin til þeirra endur- funda sem hún þráði. Ég er þess fullviss, að „Þar bíða vinir í varpa, sem von er á gesti.“ Kristján Baldvinsson kveðjum við frænda okkar og vott- um Ingu, Bróa, Dídí og fjölskyldum okkar innilegustu samúð. Þó sökn- uðurinn sé sár er hann blandinn þakklæti þar sem nú eru á enda þær þrautir sem hann þurfti að líða vegna þess sjúkdóms sem hann þjáðist af síðustu árin og hafði að lokum betur. Minningin um Lalla og alla hans ástúð og hlýju mun ylja okkur um ókomin ár. Já, þannig endar lífsins sólskinssaga! Vort sumar stendur aðeins fáa daga. En kannski á upprisunnar mikla morgni við mætumst öll á nýju götuhorni. (Tómas Guðmundsson.) Gréta Berg, Eva Þórunn, Hrefna Laufey, Eggert Þór, Edda Ásrún. Mágur minn og góður vinur, Óli frá Skjaldarvík, andaðist fimmtu- daginn 22. þ.m. eftir langa og stranga sjúkdómsbaráttu. Stefán Ólafur eins og hann hét fullu nafni var sonur hjónanna Jóns B. Jónssonar bónda í Ytri-Skjald- arvík og konu hans Kristínar M. Stefánsdóttur. Þau hjón eignuðust 3 syni, elstur var Ingólfur, sem dó í æsku, næstur Ólafur og nokkuð lang yngstur annar Ingólfur. Fjöl- skyldan bjó í Skjaldarvík meðan þeir bræður slitu barnsskónum, en flutti til Akureyrar árið 1945. Ýmis störf stundaði Óli á sínum yngri árum, bæði til sjós og lands, en hann hóf leigubifreiðaakstur fyr- ir 40 árum og hélt því áfram meðan heilsa og kraftay leyfðu. Ég kynntist Óla fyrst árið 1953 er ég trúlofaðist Ingólfi bróður hans. Þegar við síðan giftum okkur haustið 1954 fluttum við í hús sem þeir feðgar voru búnir að byggja yfir fjölskyldurnar að Sólvöllum 7 Akureyri og þar höfum við öll búið síðan. Óli kvæntist árið 1951 Ingibjörgu Ólafsdóttur ættaðri úr Skagafirði, og eignuðust þau 3 börn, Ernu, sem fórst af slysförum fyrir 2 árum, Jón Óla, sem búsettur er á Akureyri, og Kristínu Maríu, búsetta í Reykjavík. Barnabörn þeirra eru 5. Á okkar heimili urðu börnin 5, svo oft var fjör og mikið um að vera í kring um allt þetta ungviði. En í Óla augum var sjálfsagður hlutur að líta til með unga fólkinu — hann var sérstaklega barngóður og heimakær. Ekki leitaði hann hamingjunnar langt yfir skammt, því hana fann hann á heimilinu með sínu fólki. Fjölskyldurnar héldu áfram að stækka í allar áttir. Tengdabörn, barnabörn, ættingjar og vinir söfn- uðust gjarnan saman á Sólvöllum, og var þá oft leitað til Óla frænda, sem öllum vildi gott gera, ekki síst þeim yngstu í fjölskyldunum. Ætíð var hann ljúfur og í góðu skapi, ég man aldrei eftir að hafa séð hann reiðan eða argan. Að leiðarlokum er gjarnan litið um öxl og riíjaðar upp minningar um samverustundir liðinna ára, þær eru margar hjá þessum 2 fjölskyld- um sem búið hafa „undir sama þaki“ síðastliðin 36 ár. Það er margs að minnast, ekki síst í sam- bandi við starf þeirra bræðra í Karlakórnum Geysi. Þar sungu þeir báðir í tugi ára. Margar góðar minningar eru frá söngferðum með Geysi bæði innanlands og utan. Oft var safnast saman við störf og leiki í þágu kórsins, þá lét Óli falla ýms- ar smellnar athugasemdir sem komu öllum í gott skap. Hans per- sónueinkenni var þessi notalega glettni, en aldrei sagt neitt öðrum til hnjóðs. Sagt er að þeir sem eru góðir við börn og gamalt fólk séu góð- menni. Þetta á vel við Óla, því eins og áður segir var hann einstaklega barngóður, og einnig reyndist hann öldruðu fólki mjög vel og í áraraðir var hann Stefáni Jónssyni föður- bróður sínum, sem stofnaði Dvalar- heimili aldraðra í Skjaldarvík, ómet- anleg stoð og var þar á bæ litið á hann sem nokkurs konar bjargvætt. Ég kveð Óla vin minn í hinsta sinn með hlýhug og þakklæti frá mér og fjölskyldunni, við vonum að hann megi öðlast frið og vellíðan í nýjum heimkynnum. Fjölskyldu og vinum sendum við samúðarkveðjur. Hulda Kveðja frá Karlakórnum Geysi Ólafur fæddist í Ytri-Skjaldarvík í Glæsibæjarhreppi og ólst þar upp hjá foreldrum sínum Kristínu Stef- ánsdóttur og Jóni Jónssyni sem þar bjuggu frá árinu 1917 til 1945. Snemma bar á sönghneigð og tónlistargáfu hjá Ólafi. Hann gerð- ist félagi í Karlakórnum Geysi haustið 1942 og sótti æfingar utan frá Skjaldarvík þangað til hann fluttist til Akureyrar með foreldrum _ sínum árið 1945. Ólafur hafði ~~ þróttmikla og blæfagra tenórrödd og var sérstaklega tónviss, enda á hann treyst sem einn af bestu tenór- um kórsins, að öðrum ólöstuðum. Ólafur tók þátt í uppfærslu kórsins á Alt-Heildelberg 1943-1944, þá nýbyijaður að syngja í kórnum. Ilann mun hafa tekið þátt í öllum samsöngvum kórsins á 35 ára tíma- bili og var með í öllum söngferðum bæði innanlands og einnig utan- landsferðum kórsins, 1952 til Nor- egs, 1971 til Skotlands og 1974 til Ítalíu. Árið 1977 hætti Olafur að mestu að starfa með kórnum en tók þó þátt í söng með eldri félögum, t.d. á 60 ára afmæli Geysis 1982. Geysir þakkar Ólafi ágætt starf í kórnum um langt árabil. Með innilegri samúðarkveðju til eftirlifandi eiginkonu, Ingbjargar Ólafsdóttur, og fjölskyldu hans. Ingvi Rafii Jóhannsson + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, DR. MATTHÍAS JÓNASSON fyrrverandi prófessor við Héskóla íslands, Þinghólsbraut 3, Kópavogi, lést á heimili sínu þriðjudaginn 13. mars. Gabriele Jónasson, Sigrún Matthíasdóttir, Björn Matthíasson, Erna Bryndís Halldórsdóttir, Margrét Matthiasdóttir, Guðmundur Bjarnason, Dagbjört Matthiasdóttir, Jón Þorleifur Jónsson og barnabörn. Bróðir okkar, faðir minn, tengdafaðir og afi, JÓN H.BJÖRNSSON rafvirki, Austurbrun 2, Reykjavík, lést á Borgarspítalanum 27. febrúar sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Við þökkum auðsýnda samúð. Kittý M. Jónsdóttir, Elías S. Skúlason, og börn. Þorvaldur Björnsson, Gunnlaugur Björnsson, Ingibjörg Björnsdóttir, Ingeborg Kristjáns- son - Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.