Morgunblaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1990 25 Austurríki: Reynt er að stemma stigu við innflytj- endastraum Vín. Reuter. ÞÚSUNDIR Rúmena streymdu til Austurríkis í gær og vildu all- ir komast til Iandsins áður en austurríska þingið samþykkti ný lög um vegabréfsáritanir. Er inn- flytjendastraumurinn farinn að valda yfírvöldum áhyggjum og vilja þau gera skýran greinar- mun á eiginlegum flóttamönnum og þeim, sem eru að flýja fátækt- ina i heimahögunum. Frá því á þriðjudag hafa 5.000 Rúmenar komið til Burgenlands- héraðs í Austurríki, helmingi fleiri en frá áramótum og til þess tíma, og þegar Austurlandahraðlestin kom til landsins í gær voru með henni 1.000 Rúmenar, tífalt fleiri en venjulega. Er kominn upp mikill kurr meðal almennings af þessum sökum og segist ríkisstjórnin ákveð- in í að stemma þessa á að ósi. Rúmenarnir, sem koma til Aust- urríkis, halda því flestir fram, að sama kúgunin sé enn í landi þeirra og á valdatíma Ceausescus en á það leggja Austurríkismenn lítinn trún- að. Margir Tékkar, Ungveijar og Pólverjar hafa flúið erfiðleikana í landi sínu og sest að í Austurríki en straumurinn frá Rúmeníu virðist vera kornið, sem fyllti mælinn. Græningjar og ýmsir aðrir reyndu að trufla þingstörfin þegar rætt var um nýju lögin um vega- bréfsáritanir en samkvæmt þeim kemur það í hlut landamæralögregl- unnar að greina á milli raunveru- legra flóttamanna og annarra. Reuter Margaret Thatcher Thatcher tap- ar í þinginu London. Reuter. STJÓRN Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, beið ósigur á þingi í fyrrakvöld er nokkrir flokksmenn studdu til- lögu Verkamannaflokksins um auknar bætur til ellilífeyrisþega sem dveljast á öldrunarheimilum í eigu annarra en hins opinbera. Úrslitin koma á slæmum tíma fyrir Thatcher sem glímt hefur við þverrandi vinsældir í skoðanakönn- unum og aukinn óróa í eigin þing- flokki. Studdu 256 þingmenn tillögu Verkamannaflokksins en 253 voru á móti. Er þetta í fyrsta sinn frá í kosningunum 1987 sem stjórnin verður undir í atkvæðagreiðslu um þingmál. Samkvæmt skoðanakönnunum nýtur íhaldsflokkurinn, flokkur Thatcher, allt að 19% minna fylgis en Verkamannaflokkurinn og hefur útkoma flokksins í könnunum af þessu tagi aldrei verið lakari frá því hann komst til valda eftir kosn- ingar 1979. Reuter Rússarnir fara Brottflutningur sovéska hermanna frá Ungverjalandi hófst sl. mánudag og var myndin tekin við það tækifæri. Stærsti ungverski stjómarandstöðuflokkurinn, Bandalag fijálsra demókrata (AFD), lýsti því yfir í gær að eftir kosningar í þessum og næsta mánuði myndi flokkurinn leggja til að þingið ógilti aðild Ungveija að Var- sjárbandalaginu. Janos Kis, flokksleiðtogi, sagði að úrsögn úr bandalaginu sem sam- þykkt hefði verið af stjórn Imre Nagys í frelsisbyltingunni 1956 væri fullgild. Hyggst hann leggja til að hún öðlist laga- gildi þegar nýtt þing kemur saman. Sovét- menn komu kommúnistum til hjálpar og brutu frelsisbyltinguna I Ungvetjalandi 1956 á bak aftur. 1940 Félag íslenskra tónlistarmanna 1990 50 ára HATIÐ ARTOMEÍK AR í íslensku óperunni laugardaginn 17. mars kl. 16.15 Tónleikarnir eru haldnir til styrktar byggingu Tónlistarhúss Félag íslenskra tónlistarmanna hefur ákveðið að tileinka afmœlisdaginn baráttunni fyrir byggingu Tónlistarhúss ogrennur allur ágóði af tónleikunum tilstyrktarþví málefni. Aðstandendur tónleikanna ogflytjendur gefa vinnu sína. Aðgöngumiðar á kr. 1.000 eru seldir í íslensku óperunni frá kl. 15-19 daglega EFNISSKRÁ: Flytjendur: Kór Öldutúnsskóla Stjórnandi: Egili Friðleifsson Höfundar: A. Sallinen, Z. Kodaly, A. Mellnáss Flytjandi: Helga Ingólfsdóttir, sembal Höfundur: J. S. Bach Flytjandi: Guðni Franzson, klarinett Höfundur: Atli Ingólfsson Flytjendur: Höfundur: Anna Júlíana Sveinsdóttir, söngur Lára Rafnsdóttir, píanó Jónas Tómasson Flytjandi: Pétur Jónasson, gítar Höfundur: M. de Falla Flytjendur: Tríó Reykjavíkur: Guðný Guðmundsdóttir, fiðla, Gunnar Kvaran, selló, Halldór Haraldsson, píanó Höfundur: F. Mendelssohn Flytjendur: Blásarakvintett Reykjavíkur: Bernharður Wilkinson, flauta, Finar Jóhannesson, klarinett, Daði Kolbeinsson, óbó, Hafsteinn Guðmundsson, fagott, Joseph Ognibene, horn Höfundur: L. van Beethoven Flytjendur: Kammersveit Reykjavíkur: Selma Guðmundsdóttir, píanó, Rut Ingólfsdóttir, fiðla, Unnur María Ingólfsdóttir, fiðla, Sarah Buckley, lágfiðla, Inga Rós Ingólfsdóttir, selló Höfundur: C. Franck Flytjendur: Hamrahlíðarkórinn Stjórnandi: Þorgerður Ingólfsdóttir Jónas Ingimundarson, píanó. Höfundur: J. Brahms Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Páll Eyjólfsson gítarleikari leika fyrirtónleikagesti í anddyri. FÉLAG ÍSLENSKRA TÓNLISTARMANNA er félag einleikara, einsöngvara og stjórnenda, stofnað 17. mars 1940. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu þeir ÞÓRARINN GUÐMUNDSSON, fiðluleikari, ÁRNl KRISTJÁNSSON, píanóleikari ogHALLGRÍMUR HELGASON, tónskáld. Eftirtaldir aðilar senda Félagi íslenskra tónlistarmanna hjartanlegar hamingjuóskir í tilefni 50 ára afmtelisins • Ríkisútvarpið #Sinfóníuhljómsveit íslands #Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF) #Sam- band flytjenda og hljómplötuframleiðenda (S.F.H.) #Tónskáldafélag íslands •íslensktónverkamiðstöð • Félag íslenskra hljómlistarmanna ®Félag tónlistarkennara •Tónlistarbandalag íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.