Morgunblaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1990 TM Reg. U.S. Pat Off. — all rights reserved ° 1990 Los Angeles Times Syndicate Ég er farinn að sjá ofsjón- ir. í gær sýndist mér Gvendur vera orðinn Rúm- eníu-kjötskrokkur... Hvenær á að gera við kranann, mér er spurn ... HÖGNI HREKKVÍSI ,.ée> ELSKA KB.TTI... A St'alBUR SEX ! " Algjörleg’a óþarft orð í málinu Til Velvakanda. Það er í hámælum haft, að nú á tímum eigi íslensk tunga í vök að Góð þjónusta Til Velvakanda. Þegar gesti ber að garði getur það verið mikið farg að undirbúa gest- komuna, t.d. fyrir baslara eins og mig er þessar línur skrifa. Nokkrum sinnum hef ég leitað þjónustu á smurbrauðstofunni „Gleym mér ei“ í Nóatúni i Reykjavík, þegar ég hef ekki talið mig færan að gera gestamóttökunni skil. Og ég veit, að góðviljaðir lesend- ur Velvakanda skilja það og virða það til betri vegar, þó ég vilji benda kröfuhörðum sælkerum á þennan stað. Eigandinn, Sigríður Þorvalds- dóttir, er höfðinglynd rausnarkona af Bólstaðarhlíðar og Prest-Högna- ættum. TI . . ... „ Helgi Vigfusson veijast, þar sem enskan þrengir sér æ meir inn í orðum og hugsun. En svo hefur mú fyrr verið hér á landi t.d. í byijun síðustu aldar þegar danskan gerði harða hríð að tung- unni a.m.k. við sjávarsíðu. En inn til landsins vann hún síður á, þar sem alia fjölmiðla og samgöngúr skorti. En þá kom hingað til lands danski málfræðingurinn Rasmus Kristján Rask, sem kunnugt er, og hóf bar- áttu fyrir viðreisn hennar. í kjölfar hans komu svo Fjölnismenn og hófu markvissa baráttu gegn dönskum áhrifum sem vafasamt er að enn hafi verið metin að verðleikum sem skyldi. En eitt orð, áberandi, sem hér verður um f|'allað, hefur þó orðið fast í málinu og rekja má til danskr- ar tungu og hugsunar. Það er orðið „man“ og hefur verið þýtt á íslensku með orðinu maður. Umtalað orð hef- ur illu heilli fest rætur í íslensku máli en átti þangað ekkert erindi. Þess gerist engin þörf að nota það. Undirritaður notar það t.d. aldrei, án undantekningar. Það gerir stílinn flatan og spilljr áhrifum og hrynj- andi málsins. Ástæða er til að brýna fyrir skólamönnum og málfræðing- um að hefja sókn gegn notkun þess í skólum og fjölmiðlum. Dæmi: (setningar úr bók) „Það sem grípur mann og maður byijar á. Það er eins og maður geti ekki hætt - það er eins og maður geti ekki þó maður vilji. Manni var líka svo mikið kennt þetta og maður yrði að trúa því. Og manni fannst þetta vera rétt.“ En því ekki að breyta þessu svo: Það sem grípur og byijað er á. Það er eins og ekki verði hætt - það er eins og ekki takist þótt vilji sé fyrir. Þetta var líka mikið kennt og þessu varð að trúa. Og þetta virtist vera rétt. Sigurður Sigmundsson, Hvítárholti. Þessir hringdu . . . Góður þáttur G.H. hringdi: Ég vil þakka Stöð 2 fyrir góðan þátt sem heitir Besta bókin. Ég á þijú börn og er þessi þáttu í miklu uppáhaldi hjá þeim. Þetta er mjög vel unninn þáttur og leikraddir mjög góðar.“ Aðgangsfrekir hestamenn Ingun hringdi: „Ég vil finna að framkomu hestamanna sem voru í Fossvogi um síðustu heldi. Þarna voru margir á skíðum þegar þeir komu með tvo til reiðar eftir skíðabraut- inni og fólkið hraktist út af braut- inni fyrir þeim. Þá vil ég beina því til borgaryfirvalda að settir verði upp nokkrir bekkir sunnan við Fossvogsskóla svo fólk geti tyllt sér niður þar þegar gott er veður.“ Allt unnið í sjálfboðavinnu Anna hringdi: Það hringdi kona í Þjóðarsálina í gær og var að kvarta um að fólkið sem hringir útaf Yrkju, af- mælisriti forsetans, tæki kaup fyrir. Þetta er misskilningur. Ég og maðurinn minn höfum tekið þátt í þessu fyrir Skógræktarfé- lags Kópavogs og fjöldi annarra. Það er unnið frá kl. 18 til 22 á hveiju kvöldi í viku og tvær helg- ar, allt í sjálfboðavinnu. Sama er að segja um öll félög um allt land sem taka þátt í þessu." Góðir þættir V.E. hringdi: „Ég vil þakka Bryndísi Schram fyrir góðan og skemmtilegan þátt sl. laugardag. Þá vil ég einnig þakka Helga Péturssyni fyrir sér- Íega skemmtilega þætti.“ Meðal þeirra 10 bestu Lesandi hringdi: „Ég er kona í Kópavogi sem dáist alltaf jafn mikið að hand- boltastrákunum okkar. Er það ekki stórkostlegt að vara meðal þeirra 10 bestu í heiminum? Þeir hafa fágaða framkomu og við ættum að vera þakklát fyrir þeirra framlag." Endursýningar Kona hringdi: „Ég vil gagnrýna endursýning- arnar á miðvikudagskvöldum hjá Sjónvarpinu. Með þessu móti fáum við ekki mikið fyrir afnota- gjaldið, dagskráin er nógu fátæk- leg hjá Sjónvarpinu þó þessar endursýningar komi ekki til.“ Úr Svart kvenúr með gyltu arm- bandi tapaðist fyrir siðustu helgi. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 671966. Fundar- laun. Högni Svartur ómerktur högni tapað- ist frá Njörvasundi sl. föstudag. Hann er með nokkur hvít hár á bringu og heitir Júdas. Vinsam- legast hringið í síma 36397 hafi hann einhvers staðar komið fram. Úr Armbandsúr af gerðinni Rotary tapaðist fimmtudaginn 1. mars, ef til vill nálægt Hagabúð við Hagamel eða við verslunina Sval- barða á Framnesveg. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 15910. Fundarlaun. Víkverji skrifar Handboltalandsliðið hefur verið mikið í sviðsljósinu eftír Heimsmeistarakeppnina í Tékkó- slóvakíu. Sumt af því sem sagt hefur verið á opinberum vettvangi hefði betur verið látið ósagt. Það nær t.d. ekki nokkuri átt að stjórn-1 armaður í Handknattleikssam- bandinu skuli gefa sögusögnum byr undir báða vængi í útvarpsvið- tali. Stjórn HSÍ þarf að setjast á rök- stóla og finna ástæðurnar fyrir því að ekki tókst betur til í Tékkósló- vakíu. Ekki til þess að finna ein- hverja sökudólga heldur til þess að læra megi af mistökunum þegar horft er til framtíðarinnar. Mörg mikilvæg verkefni bíða landsliðsins á næstu árum og undirbúningurinn þarf að hefjast strax. Engin ástæða er til að örvænta. Margir efnilegir leikmenn eru tilbúnir til að taka við af eldri leikmönnum, sem nú ætla að leggja skóna á hilluna. x* x x Mikilvægast er í þessu sam- bandi að velja réttan mann til þess að taka við þjálfun lands- liðsins. Formaður HSÍ hefur sagt opinberlega að sambandið hafi átt viðræður við marga erlenda þjálf- ara. Víkverja þykir ekki sjálfgefið að útlendur maður taki við liðinu. Nærtækara er að hefja leitina í röðum íslenzkra þjálfara. Svíar urðu heimsmeistarar öllum á óvart. Úti í Svíþjóð leikur íslendingur, sem stundað hefur nám í sænska handboltaskólanum og hefur tals- verða reynslu sem þjálfari bæði á íslandi og í Svíþjóð. Þettá er Þor- bergur Aðalsteinsson, margreynd- ur landsliðsmaður. Víkverji gerir það að tillögu sinni að HSÍ ráði Þorberg sem landsliðsþjálfara. Enginn vafi leikur á því að ráðning Þorbergs myndi hleypa nýju blóði í íslenzkan handknattleik. XXX 1* slendingar hafa tekið að sér að halda Heimsmeistarakeppnina í handknattleik árið 1995. Eitt helsta rifrildismálið undanfarnar vikur hefur verið hvar byggja eigi íþróttahöll fyrir keppnina. Víkverji hefur hvergi séð skrifað um hvern- ig veðurfarið á Islandi getur haft áhrif á keppnina. Ef keppnin hefði verið haldin á íslandi sömu daga og mótið stóð yfir í Tékkóslóvakíu hefðu ómældir erfiðleikar orðið á vegi mótshaldara. Ófært var dög- um saman til Akureyrar og suma daga var illfært eða ófært frá Reykjavík til Keflavíkur og Sel- foss. Á laugardaginn, þegar úr- slitaleikirnir fóru fram, var meira að segja illfært innan höfuðborgar- innar. Þetta er vandamál, sem gæti sett strik í reikninginn 1995. xxx Borgaryfirvöld gerðu mikil mis- tök þegar þau ákváðu að setja upp umferðarljós á tvennum gatna- mótum Hverfisgötu. Nú eru fern umferðarljós og ein gangbrautar- ljós á kaflanum frá Klapparstíg upp á Hlemmtorg. Þessi ljós eru þar að auki ekki samstillt svo það tek- ur óeðlilega langan tíma að aka þennan spotta. Bílaumferð af Klapparstíg og Vitastíg inn á Hverfisgötu er ekki svo mikil að nauðsyn sé að hafa þar umferðar- Ijós. Víkverji gerir það að tillögu sinni að þessi ljós verði tekin niður og þau sett upp þar sem meiri þörf er á ljósum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.