Morgunblaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1990 Prufu-hitamælar - 50 til + 1000 C jfc. í einu tæki meö elektrón- ísku verki og Digital sýn- ingu. Sfiuirllaiuiiiyií' Jém®s@ira & ©@ M- Vesturgótu 16 - Simar 14680-132» « AUÐSTILLT MORATEMP blöndunar- tækin eru með auðveldri einnar handar stillingu á hitastigi og vatnsmagni. MORA sænsk gæðavara fyrir íslenskar aðstæður. Fást í byggingavöruverslunum. ^ meiri ánægja^ Honda 90 Civic Shuttle 4WD 116 hestöfl Verð fró 1180 þúsund. GREIÐSLUSKILMÁLAR FYRIRALLA. ••■H) HONDA VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900 NEYTENDAMAL N eytendavitund og neytendaréttur Neytendur hafa lítið ráðið við þá iðnþróun sem viðurkennd hefur verið um nokkurra áratuga skeið. Fram- leiðsla margskonar iðnvarnings hef- ur verið í þá átt að skapa nýjar þarfir hjá neytendum, hvort sem þeim líkaði betur eða verr. Ekki eru nema nokkrir áratugir síðan gæði iðnvarnings átti að tryggja með tryggingaskírteini sem á stóð „Lifet- ime guarantee“ og átti að vera trygging fyrir gæðum. Ef fram kæmi galli á varningnum á ending- artíma hans átti skírteinið að tryggja kaupandanum bætur. Merking þess- ara tryggingaskrírteina breyttist svo lítið bar á. Fyrir um 20 árum þýddi „Lifetime guarantee“ aðeins 5 ár. Síðar var boðið upp á 3 ára trygg- ingu og síðan 1 árs, ef hún er þá einhvers virði þegar á reynir. Gengið á auðlindir Nú þegar einnota framleiðsla ryð- ur sér til rúms hefur neytendum orðið ljóst að þá þróun verður að stöðva. Enda hefur hún leitt til hrað- ari eyðingar auðlinda en hægt er að endurnýja. Gengið hefur mjög á skóglendi heimsins m.a. vegna pappírsiðnaðar. Við eyðum pappírs- vörum hraðar en sem svarar ræktun skóga. Bandaríkjamenn hafa reikn- að út að það þarf heilan skóg, eða hálfa milljón tijáa, fyrir þeirra viku- legu sunnudagsblöð. Athyglisvert er að í upphafi pappírsiðnaðar þar í landi, sem hófst þegar fyrsta pappírsverksmiðjan var byggð í Philadelphiu árið 1690, byggðist framleiðslan öll á endur- vinnslu úr trefjum, bómullar- og hörtuskum. Það var ekki fyrr en upp úr 1860 þegar vaxandi eftirpurn varð eftir pappírsvörum, að þróuð var tækni til að vinna pappír úr tijákvoðu. Um 1904 voru 60% pappírs unnin úr trjákvoðu og 40% úr endurunnum tuskum og úrgangs- pappír. En um 1930 var pappír allur unninn úr tijákvoðu. Hlutfall endur- unnins pappírs varð hæst á árum seinni heimsstyijaldarinnar, um 35%, en er nú aðeins um 29%. Stefnt er að betri nýtingu pappírs og annarra umbúða þar vestra. Fólk er hvatt til að kaupa pappír og pakkavörur úr endurunnum pappír. Bent er á að umbúðir um morgun- korn, kex, og þurrmeti séu úr endur- unnum pappír. Það megi auðveld- lega sjá á gráa litnum innan á um- búðunum. Pappír i innkaupapokum, sem notaðir eru i matvöruverslunum þar í landi, er aftur á móti ekki úr endurunnum pappír, treíjarnar eru of stuttar til að þola mikinn þunga. Poka þessa má þó endurvinna. Vörur úr endurunnum pappír Komin eru á markað hér blöð og stílabækur úr endurunnum pappír. Kjartan Kjartansson hjá ritfanga- deild Pennans sagði að endurunninn pappír í vinnu- eða stílabókum hefði komið á markað hér í haust og selst illa. Krakkarnir hefðu kallað þetta „græningjabækur" og þótt lítið til þeirra koma. Sennilega hefði þurft að kynna þessar vörur betur en gert var. En eftir kynningu á endurunn- um pappír í sjónvarpi fyrir stuttu hefði áhugi fólks verið vakinn. Hann sagði að þessi pappír væri dekkri, en í honum væru ekki klórsambönd eins og í hvíta pappírnum og hann ylli ekki skaða í náttúrunni. Kjartan sagði að pappírsvörurnar kæmu aðallega frá Þýskalandi en þar er mikil áhersla lögð á fram- leiðslu á vörum úr endurunnum pappír. Gjafapappír úr endurunnum pappír er einnig kominn á markað svo og möppur úr plasti sem eyðist eða brotnar niður í umhverfinu. í Þýskalandi hafa neytendur rekið mikinn áróður fyrir nýtingu og end- urvinnslu og eru endurunnar vörur sérstaklega merktar svo kaupendur geti tekið þær fram yfir aðrar. Hér væri kjörið verkefni fyrir kennara að vekja athygli barna og unglinga á pappírsvinnslu og ávinn- ingi þess að nota t.d. stílabækur og rissblöð úr endurunnum pappír. Endurunninn tölvu- pappír ódýrari Tölvupappír er talsvert notaður hér á landi en hann er dýr. Jón Sig- fússon hjá prentsmiðjunni Odda sagði að nýlega væri kominn á mark- að endurunninn tölvupappír. Þar væri um að ræða tvær gerðir; endur- unninn óbleiktan pappír og svokall- aðan blaðapappír sem væri svipaður dagblaðapappír. Pappír þessi væri skaðlaus umhverfinu og hann væri 15% ódýrari en hvítur pappír. Einnig væri hægt að fá endurunninn ljósrit- únarpappír. Jón vildi að fram kæmi, að neytendur þyrftu að átta sig á þeim mun sem er á þessum pappír og öðrum með tilliti til þess í hvað nota eigi hann. Hann sagði að fyrir alla venjulega ritvinnslu væri þetta prýðisgóður pappír og að hann ætti að halda sér í áratug eða lengur. Endurunninn pappír ætti ekki að nota í skjöl og gögn sem hafa sögu- legt gildi og eiga að varðveitast lengi. En fyrir alla daglega notkun er hann hentugur og hann er ódýrari. Alþjóðlegur neyt- endaréttardagur í dag, 15. mars, er alþjóðlegur neytendaréttardagur. Neytendavit- und eflist nú mjög í hinum vestræna heimi. Neytendur eru sér mjög með- vitaðir um rétt sinn til heilnæmara umhverfis, skaðlausra matvæla og annars viðurværis og ekki síst til varðveislu og viðhalds auðlinda. Á síðustu árum hefur komið í ljós hversu ótæpilega hefur verið gengið á auðlindir jarðar. Oft hefur iðnaðar- uppbygging verið framkvæmd meira af kappi en forsjá og hafa afleiðing- ar þess komið víða fram, einnig hér á landi. Ungt fólk í hinum storu iðn- ríkjum hefur risið upp og barist fyr- ir endurmati á lífsstíl, viðhaldi auð- linda og lagt fram bjargráð til að forða „móður jörð“ frá eyðingu. Hér á landi er mönnum Ijóst að málin eru okkur ekki óviðkomandi. Við erum hluti jarðarbúa og jafn ábyrg fyrir framtíð jarðar og aðrar þjóðir. Allt fram til síðustu ára hefur verið einblínt á aukinn hagvöxt sem forsendu grósku og uppbyggingar í efnahagslífi þjóða. Nú er rætt um nýjar áherslur og nýjar leiðir við uppbygingu efnahagslífs þjóða heims, þar sem tekið verður mið af tengslum heilbrigðs umhverfis og efnahagslífsins. I framtíðinni verður stefnt að því að fullt tillit verði tek- ið til líffræðilegs og jarðeðlisfræði- legs umhverfis og náttúrulegra auð- linda. Þessar áherslur munu kalla á betri tæki og tækni til að mæla og meta tækniuppbygginu smáa sem stóra á umhverfið. Við megum gjarnan taka mið af þessum nýju áherslum nú þegar teknar verða ákvarðanir um nýjar stórfram- kvæmdir í iðnaði á viðkvæmum land- svæðum. M. Þorv.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.