Morgunblaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1990 Setið við símann eftir Þorstein Alfreðsson I síðasta hefti Mannlífs ritar fyrr- verandi lögregluþjónn viðamikla grein er ber yfirskriftina „Löggæsl- an í lamasessi“. Ekki er dregin í efa þekking höfundar og áhugi fyr- ir bættri löggæslu og minni slysat- íðni, en strax í upphafi örlar á þekk- ingarskorti á því efni sem höfundur tekur fyrir. Er getið um 12 lög- reglumenn í boðunardeild. Síðan segir: „Samkvæmt heimildum Mannlifs er stór hluti starfs lög- reglumanna í boðunardeild fólginn í því að sitja við símann og hringja i fólk.“ Ennfremur: „En spyija má hvort nauðsyn sé á fullgildum menntuðum lögreglumönnum til þess eins að sitja við símann?" (Til- vitnun lýkur.) Síðan er bent á að láta skrifstofufólk annast þessi störf. Er farið inn á sömu brautir og kemur fram í svörtu skýrslu lög- reglufélagsins. Nú starfar einn af höfundum hennar í boðunardeild. Skýrslan, sem hann stóð að, mun vera meginheimild Mannlífs en ótrúlegt tel ég að hann vísi verkefn- um sínum til annarra. Hann er raunsær maður og sér nú þetta í öðru Ijósi. Tel ég að greinarhöfund- ur fari fijálslega með staðreyndir. Hann átti fyrst og fremst að koma í boðunardeild til að fá raunsæja mynd af öllum þáttum áður en far- ið er að geysast um blaðsíður tíma- ritsins. Eg upplýsi að í raun starfar helmingur af lögreglumönnum deildarinnar fyrir borgarfógeta, fangelsismálastofnun og dómstól í ávana- og fíkniefnum. Þessi verk- efni hafa verið hjá embættinu í lengri tíma. Eftir standa 6 lögreglu- menn að undirrituðum meðtöldum. Ekki er þetta há prósentutala af 240 manna liði. Að miklum hluta koma skýrslur sem gerðar eru í upphafi til baka, í formi dóma, sátta og sekta, því heimsendum kvaðn- ingum er illa sinnt. Öll þessi verk- efni fara í boðunardeild. Skiljanlega mikill fjöldi einstaklinga en, segi og skrifa, ætlað sex mönnum að fást við. Þeir mega ekki vera í lama- sessi. Frammistaða þeirra verður ekki tíunduð hér en hinsvegar hefði greinarhöfundur mátt glugga stundarkorn í ársyfirlit deildarinnar áður en hann fór að biýna pennann. Gagnvart þessum verkefnum standa lögreglumenn frammi fyrir nýjum fleti á starfinu. Sektarupp- hæðir eru misháar og hver er greiðslugeta hins seka? Hjá sumum góð, öðrum erfið. Enn aðrir virðast bláfátækir og aðstæður bágar. Hjá mörgum gildir, orð skulu standa, öðrum ekki. Sumir í kallfæri en aðrir láta sem minnst á sér bera og enn aðrir fara í felur. Lífs- munstrið er fjölbreytt í henni Reykjavík. Eitt er um að tala en í Jp FYRSTA SUMARTILBOÐ ÁRSINS SUNBEAM GRILL F MEÐ FJÖLMÖRGUM FYLGIHLUTUM í HÆSTA GÆÐAFLOKKI b* * m I "Þetta er ROLLSINN í gasgrillum !” segir Hilmar B.Jónsson matreiöslu- meistari. Hann valdi sér SUNBEAM gasgrill aö vel athuguðu máli. Þaö eru ótvíræö meömæli. Vandaöu valiö - veldu SUNBEAM ✓ Handhægt ✓ Einfalt ✓ Vandaö ✓ Öruggt ✓ Þrifalegt ✓ Góö varahluta- þjónusta TAKMARKAÐ MAGN TIL AFGREIÐSLU STRAX ROLLSINN 7 GRILLUM Hringift og fáiö sendan islenskan myndalista í pósti E Rrbtján»on hf GREIDSLUKJÓB FAXAFENI 9 S. 91 - 67 88 00 GREIÐSLUKJÓR að komast. Ef greinarhöfundur hefði unnið að þessum málum.um tíma væru skrif Mannlífs á annan veg. Lögreglumenn eru ósammála hve vel eigi að sinna þessum þætti löggæslunnar. Margir telja hann léttvægan og auðleystan. Auðheyri- lega fýllir greinarhöfundur þennan flokk en má ég biðja hann að lesa litla grein sem ég ritaði í síðasta Lögreglublað. . Að auka deildar- skiptinguna, með því að láta aðra tala fyrst við viðkomandi og síðan gengju þessi mál til deildarinnar, ýrði aðeins til að bæta við starfs- mannafjöldá og stækka báknið. Þá væri hægt að kasta pappírum á milli með auknum þunga og kostn- aði.enda hef ég neikvæða reynslu af þessháttar vinnutilhögun. En að vera hneykslast á því að þessi lögreglumenn noti síma, er blátt áfram hlægileg athugasemd. Við erum nú uppi í árinu 1990 en ekki 1904 þegar menn stormuðu niður á Austurvöll til að mótmæla símanum. Auðvitað nota menn í þessari deild síma svo sem aðrir lögreglumenn ef það kemur að not- um og greiðir fyrir. Hver er munur á að nota síma eða t.d. radar. Ver- um ekki með aldamótahugsunar- hátt. Sími er góð lausn í mörgum tilfellum. Þrátt fyrir það fara 50-70% af starfstíma deildarmanna fram utan lögreglustöðvarinnar. Að draga í efa að í þessi störf þurfi menn með menntun og reynslu, er algjörlega út í hött og ekki viðeig- andi skrif. Þau endurspegla viðhorf greinarhöfundar til þeirra starfa sem eru unnin í boðunardeild. Samt er unnið þama að verkefnum sem eru forsenda þess að stór hluti lög- gæslunnar sé marktækur. Til hvers að vera með sektar- og skýrslugerð ef enginn þarf að taka mark á þeim? Miklu betra að sleppa þessu. Ef til vill líður löggæslan fyrir það í dag hve þessi seinni hluti hefur verið vanmetinn. Ekki skoðuð nauðsyn þess að koma þessum málum í ein- faldari búning, því krókaleiðirnar hér á höfuðborgarsvæðinu til að ná Þorsteinn Allreðsson „Samt er unnið þarna að verkeftium sem eru forsenda þess að stór hluti löggæslunnar sé marktækur. Til hvers að vera með sektar- og skýrslugerð ef enginn þarf að taka mark á þeim?“ til einstaklinga, geta verið svo ótrú- lega miklar og langsóttar. Boðunardeildina sem slíka er ég ekki að veija og ekki á neinn hátt ástæða til að halda henni á lífi ef hægt er að sýna fram á annan kost betri. Deildaskipting er óhagkvæm að mörgu leyti. T.d. mætti varpa fram þeirrj hugmynd hvort ekki væri hægt að leysa hana upp og fara inn á þá braut að hver lögreglumaður fylgdi sínum málum eftir frá upp- hafi til enda. Fengist betri nýting á starfsliðinu í heild og lögreglu- menn fengju betri innsýn í verkefn- in. Um þessa grejn í Mannlífi ætla ég ekki í sjálfu sér að fjölyrða mik- ið. Sumt hefur við rök að styðjast og annarsstaðar er skotið langt yfir markið. Vissulega mættu yfir- menn vera færri en að eldri starfs- menn séu settir út í kuldann er fullyrðing sem Mannlíf ætti að skoða betur. Róttækar breytingar snerta margan starfsmanninn illa. Þetta skipulag sem er við lýði var ekki að fæðast í gær. „Norska til- lagan“ var skynsamleg hvað varðar sameiningu löggæslunnar á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Hvers vegna var hún ekki framkvæmd, þegar auðséð var að löggæslan þyrfti og þarf á góðri nýtingu að halda við aðstæður sem oft eru erfiðar? Þeg- ar á átti að herða varð þetta mikið viðkvæmnismál og þar með látið niður falla. Allt í lamasessi og kaldakoli hjá lögreglunni er mál- flutningur sem ég tek ekki undir. Mér er til efs hve sterkur leikur það er að vera mikið að klifa í fjölmiðl- um um vanbúnað og veikleika lög- gæslunnar. Sennilega eykur það fremur á afbrotatíðni. Ég get ekki betur séð en að lögreglan hafi góð tök á sínum verkefnum. Hinsvegar koma upp mjög erfiðir kaflar s.s. um helgar, þegar borgarbúar halda út í skemmtanalífið. Það vill oft snúast upp í andhverfu sína og upp koma mörg verkefni og mál erfið til úrlausnar. Þá þarf löggæslan að vera sérlega vel í stakk búin og mætti spyija hvort ekki væri skyn- samlegt að koma upp traustu vara- liði meðan þetta ástand varir. Þegar svona úttekt er gerð eins og Mannlífsgreinin ber með sér er brýnt að greinarhöfundur geri það á hlutlausan hátt og fordómalaust. Það fer ekki vel á því að lesandinn fái það á tilfinninguna að sumir starfsmenn lögreglustjóraembætt- isins séu að vinna að þáttum sem eru lögreglunni ekkert viðkomandi. Allt eru þetta hlekkir í keðju sem mynduð er til að halda uppi lögum og reglu. Höfundur er stjórnandi í boðunardeild í Reykja vík. Hagstofur Norðurlanda: Veggspjald um stöðu kynjanna ÁRIÐ 1984 hófú hagstofúrnar á Norðurlöndum samvinnu um söfnun hagtalna um stöðu kynja. Fyrsti árangurinn af því starfi var bækling- urinn „Konur og karlar á Norðurlöndum 1985“ sem gefinn var út í tilefni af Kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Nairobi 1985. í framhaldi af því ákváðu hagstofúrnar að unnið skyldi að gerð ítar- legs rits með tölulegum upplýsingum um stöðu kynjanna á Norður- löndum. Því verki lauk sumarið 1988 er ritið „Konur og karlar á Norðurlöndum. Staðreyndir um stöðu kynja 1988“ („Kvinnor och man i Norden. Fakta om Jamstalldheten 1988“) kom út og lagt var fram á Kvennaráðsteftiunni í Osló í ágúst sama ár. Norðurlanda í samvinnu við Nor- rænu hagstofuna í Kaupmanna- höfn. Bókin „Konur og karlar á Norðurlöndum" er gefin út af Nor- rænu ráðherranefndinni og er rituð á norsku og sænsku en aftast eru ágrip á öllum Norðurlandamálun- um, auk ensku. Fæst hún á Hag- stofu Islands, Hverfisgötu 8—10, Reykjavík. Á grundvelli þessa rits h'efur nú verið unnið veggspjald, sem sýnir hluta af þeim upplýsingum sem þar er að finna um stöðu kynja á Norð- urlöndum. Tilgangur þess er að koma þessum upplýsingum á fram- færi sem víðast í þjóðfélaginu til fróðleiks og til að vekja áhuga og umræður hjá yngri sem eldri um þessi mál. Verður veggspjaldinu dreift til skóla, ýmissa annarra stofnana og hagsmunasamtaka. Er þess vænst að því verði komið fyrir þar sem flestir geti haft aðgang að því, til dæmis á bókasafni, í anddyri, matsal o.s.frv. Veggspjaldið er gefið út á fimm Norðurlandamálum, af hagstofum Um virðisauka- skattskylda vöru Athygli framleiðenda, heildsala og annarra, sem selja virðisaukaskattskylda vöru til endurseljenda, er vakin á því, að á sölunótu skal ávallt koma fram einingarverð vöru án virðisaukaskatts. Virðisauka- skattur af andvirði sölu skal koma fram sem að- greind upphæð á sölunótu. Reykjavík, 13. mars 1990. VERÐLAGSSTOFNUN. Leiðrétting í FRÉTT í Morgunblaðinu um vænt- anlega tónleika bresku hljómsveit- arinnar Happy Mondays hér á landi var missagt að tónleika hljómsveit- arinnar væru á fimmtudegi. Hið rétta er að tónleikarnir verða á nk. laugardag. Einnig mátti ráða af fréttinni að hingaðkoma 100 Breta væri eingöngu vegna tónleika hljómsveitarinnar en hið rétta er að koma þeirra er einnig í tengslum við uppfærslu breska næturklúbbs- ins The Brain Club í Tunglinu sömu helgi. Leiðrétting Það var kór íslensku óperunnar sem söng á hátíðartónleikum Sin- fóníuhljómsveitarinnar, en ekki kór Söngskólans, eins og missagt var í tónlistargagnrýni í blaðinu á þriðju- daginn. Beðist er velvirðingar á þeim mistökum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.