Morgunblaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1990 Þvottavélar Uppþvottavélar Eldavélar Örbylgjuofnar Gœðatæki fyrir þig og þína! SMFTH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 5® fyrir steinsteypu. fer® Léttir meófærilegir viöhaldslitlir. Avallt (yrirtiggjandl. rff Þ.ÞORGRfMSSON&CO Ármúla 29, Reykjavík, sími 38640 Vatnsendaland: Nauðungaruppboð aft- urkallað og öðru frestað Nauðungaruppboð á allri Vatnsendajörð í Kópavogi hefiir verið aíturkallað, en annað og síðara uppboð átti að fara fram hjá bæjar- fógetanum í Kópavogi í gær. Jaftiframt var frestað um 3 mánuði fyrra uppboði á hluta af landinu sem halda átti að kröfii skatt- heimtu ríkisins í Kópavogi. Uppboðið á öllu landinu var að kröfu bæjarsjóðs Kópavogs og Ingvars Björnssonar hdl. Að sögn Ásgeirs Magnússonar aðalfulltrúa bæjarfógetans í Kópavogi mun bæjarsjóðurinn að öllum líkindum biðja um uppboð á sömu landsspildu og skattheimtan er með lögtak í. Ljóst að ekki verður af kaupum Reykjavíkurborgar á Vatnsenda- landi. í kaupsamkomulagi milli eig- anda Vatnsendalands og Reykjavík- urborgar, sem undirritað var í upp- hafi ársins, voru kaupin háð ýmsum skilyrðum, þar á meðal því að Al- þingi samþykkti lög um eignar- námsheimild til Reykjavíkurborgar. Hjörleifur Kvaran forstöðumaður lögfræðisviðs Reykjavíkurborgar sagði við Morgunblaðið að félags- málaráðherra hefði lýst því yfir, að hann myndi ekki flytja frumvarp um “eignamámsheimild gegn vilja Kópavogs. Því hefði málinu ekki verið haldið áfram og það í raun dagað uppi. Þegar Hjörleifur var spurður hvort borgaryfirvöld hefðu rætt málið við félagsmálaráðherra sagði hann svo ekki vera. Ráðherrann hefði gefíð yfirlýsingu um þetta í íjölmiðlum og það hefði verið látið duga. Að auki væri það venja, þeg- ar um svona skilyrði væri að ræða, að seljandi þyrfti að fá þau uppfyllt. DAGBÓK ÁRIMAO HEILLA GULLBRÚÐKAUP. Á morgun, föstudag, 16. þ.m., eiga gullbrúðkaup hjónin frú Sigríður Rósmundsdóttir og Sigurður Sigurjónsson, Naustahlein 2 í Garðabæ. Þau taka á móti gestum í veitingahúsinu Gafl-inn, Dalshrauni 13 í Hafnarfirði, kl. 17-20 á gullbrúðkaups- daginn. FRÉTTIR ÁSPRESTAKALL. Á sunnudaginn kemur er kirkju- dagur Ásprestakalls og verð- ur þann dag kaffisala í safn- aðarheimili kirkjunnar sem hefst kl. 14. Þeim er vildu leggja lið og gefa kökur er bent á að tekið verður á móti þeim á sunnudagsmorgun eft- ir kl. 11 í safnaðarheimilinu. SKIPIN__________________ RE YKJ AVÍKURHÖFN: í gær kom Stapafell af strönd- inni og fór samdægurs aftur í strandferð. Togarinn Elín Þorbjarnardóttir kom til löndunar, Arnarfell kom af ströndinni. I gærkvöldi voru væntanlegir að utan Bakka- foss og Skógafoss, en um miðnætti fór Brúarfoss til útlanda. Þá kom í gær á leið til Grænlands Grænlandsfarið Magnús Jensen og hafði skamma viðdvöl. Leiguskipið Audtun fór út aftur og af ströndinni kom leiguskipið Skandia. HAFNARFJARÐARHÖFN: í gær kom japanska frysti- skipið Sky Lark, það lestar loðnuafurðir. Súrálsskip var væntanlegt til Straumsvíkur. Þá komu danski rækjutogar- inn Helen Basse og grænl. togarinn Nokasa. Gamlar og ófúllkomnar rafmagnstöflur er víða að fínna og geta þær verið slysagildra._ „ Þríðjungur bruna 1981-88 af völdum rafinagns: Herferð gegn ótraustum raflögnum í eldri húsum Sjónvarpsmyndin „Af litlum neista“ sýnd í sjónvarpi innan skamms ÞRIÐJUNGUR allra bruna á landinu á árunum 1981-1988 kom til af völdum raftnagns. Þetta er niðurstaða nefhdar sem félagsmálaráðuneytið skipaði sl. ár til að meta stöðu brunamála hérlendis, og í framhaldi af því hefur Raftnagnseftirlit ríkisins hafið áróðursherferð gegn ótraustum raflögnum í eldri húsum. Að sögn Guðbjarts Gunnarssonar upplýsingafúli- trúa rafmagnseftirlitsins er mjög víða pottur brotinn í þess- um eftium, bæði hvað varðar íbúðarhúsnæði svo og atvinnu- húsnæði. Annars vegar verður leitast við að vekja athygli eigenda eldra íbúðarhúsnæðis, og þeim bent á að hafa grannt eftirlit með raf- lögnum í húsum sínum. Meðal annars hefur verið gerð um 18 mínútna löng sjónvarpsmynd í þessum tilgangi. Hún hefur hlotið nafnið „Af litlum neista“, og verð- ur sýnd í sjónvarpi innan skamms. Guðbjartur sagði, að svo virtist sem margir húseigendur væru ekki meðvitaðir um að þeir bæru fulla ábyrgð á ástandi raflagna í húsnæði sínu. Hinn þáttur herferðarinnar snýr að þessum máium hjá atvinnufyr- irtækjum landsins, og þá serstak- lega fiskvinnsluhúsum . „Ástandi Alþjóðadagur neytendarétt- ar er í dag í DAG er alþjóðadagur neyt- endaréttar, en frá 1983 hafa Alþjóðasamtök neytendafélaga haldið daginn áhtíðlegan, ásamt neytendafélögum um allan heim. Alþjóðasamtökin hafa sett fram sjö kröfúr um lágmarks- rétt neytenda, og kveða þær á um öryggi, upplýsingar, val, áheyrn, bætur, fræðslu og um- hverfi. I fréttatilkynningu frá Neyten- dasamtökunum segir að samtökin hafi reynt að vekja athygli íslenskra neytenda á sjálfsögðum lágmarksréttum neytenda, og styðji eindregið þær sjö meginkr- öfur sem neytendafélög um allan heim hafa sett fram sameiginlega um árabil. Neytendasamtökin hvetja íslenska neytendur til að spyija sjálfa sig hvort þeim séu tryggð þau lágmarksréttindi sem neytendur um allan heim samein- ast um, en telji þeir á sig hallað í þessum efnum, þá ætti það að verða þeim hvatning til að taka höndum saman og linna ekki bar- áttu sinni fyrr en þeir standa að minnsta kosti jafnfætis flestum öðrum þjóðum í þessum efnum. raflagna í fískvinnsluhúsum er víða ábótavant eins og tíð bruna- tjón af völdum rafmagns í þessum húsum sýna reyndar fram á,“ sagði Guðbjartur að lokum. Loglrædmgur Þorhildw Sandhoit Fasleignasala Suðwlandsbraut 6 Solumenn CQ“7COO Æ Gisli Sigurbjomsson 00/UxJ*J (i Sigurbjom Þorbergsson Einbýlishús HORGATUN - GB. 127 fm einbýlish. timburh. á steyptum kj. Stór stofa og borðst. Mjög stórt eldh. baöherb. og 2 svefnherb. Gott vinnu- pláss í kj. Verð 10,5 millj. AUSTURTÚN - ÁLFTAN. 170 fm steypt einbhús, hæð og ris. Innb. bílsk. Húsið er á byggingarst. en til afh. strax. Verð 6,2 millj. KLYFJASEL Mjög gott og nýl. Siglufjarðareinhús, timburh. á steyptum kj., m. innb. bílsk. 4 svefnh. Parket. Fallegar og góðar nýjar innr. Verð 13,0 millj. Hæðir MIÐBRAUT - SELTJN. Mjög falleg efri sérh. í þríbhúsi um 130 fm. Tvennar svalir. Góður 34 fm bílsk. Verð 10,1 millj. KÁRASTÍGUR Mjög fallega uppgerð hæð og ris með öllum innr., tækjum og öðru nýju í fal- legu timburh. Verð 6,9 millj. KARFAVOGUR Mjög falleg sérh. í timburh. 106,5 fm nettó auk sérþvottah, geymslu og vinnuherb. í kj. Eigninni fylgir 35 fm bflsk. 5 herb. AUSTURBERG Falleg 5 herb. íb. 106,1 fm á 2. hæó. Bílsk. fylgir. Eign f góðu standi. Verð 6,9 millj. 4ra herb. FLUÐASEL Mjög falleg endaíb. á 1. hæð. Vandaðar innr. Aukaherb. í kj. íb. getur losnað mjög fljótt. Verð 6,5 millj. KRUMMAHÓLAR Góð 4ra herb. endaíb. á 1. hæð um 100 fm. Verð án bílsk. 5,6 millj. Með rúmg. bílsk. Verð 6,1 millj. íb. getur losnað fljótl. MOSGERÐI Um 100 fm íb. á neðri hæð í tvíbhúsi. 2 stofur og 2 svefnherb. Allt sér. Verð 5,8 millj. 3ja herb. LYNGMOAR - GB. Falleg 3ja herb. íb. á 2. hæð í fjölb- húsi. Innb. bílsk. fylgir. Áhv. um 1800 þús. Verð 6,6 millj. GRÆNAHLÍÐ Falleg og meira og minna endurn. íb. á jaröh. 78 fm nettó. Þvottaherb. í íb. Sérinng. Verð 6,5 millj. AUSTURBERG Góð 3ja herb. íb. á 1. hæð 73 fm. Sér- garður. Getur losnað fljótl. Verð 4,6 millj. 2ja herb. VINDAS Góö einstaklíb. á 3. hæð m/fallegum innr., flísum og parketi. Laus strax. Áhv. byggsj. 1300 þús. Verð 3,4 millj. AUSTURBRÚN Falleg einstaklingsíb. á 11. hæð í lyftuh. 56,3 fm skv. fasteignamati. Ný eld- hinnr. Nýmáluð íb. Eign í góðu standi. Verö 4,5 millj. ARAHÓLAR Góð 2ja herb. íb. á 4. hæð í lyftuh. 58 fm nettó. Ný yfirbyggðar svalir. Glæsil. útsýni. Áhv. hússtjl. 2,2 millj. Verð 5 millj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.