Morgunblaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.03.1990, Blaðsíða 18
18 MÖRGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1990 Tímabundið leyfi til útflutn- ings léttsaltaðs, flatts fisks Utanrikisviðskiptaráðuneytið hefur ákveðið að veita takmörkuð, tímabundin leyfi til útflutnings á léttsöltuðum fiski. Leyfin verða veitt þeim útflytjendum, sem flutt hafa út ferskan, flattan fisk í janúar og febrúar á þessu ári. Verða þau veitt til 6. apríl næstkomandi og verða ekki framlengd. Jón Ásbjörnsson, fiskútflytjandi, segir að þessi ákvörð- un hjálpi til við að undirbúa stöðvun starfseminnar. Dagbjartur Einars- son, stjórnarformaður SÍF, segist óttast það ef ákvörðunin sé fyrirboði þess að sölusamtök saltfiskframleiðenda verði brotin upp. I frétt frá ráðuneytinu segir, að við ákvörðun á magni verði tekið mið af raunverulegum útflutningi hvers einstaks útflytjenda tvo fyrstu mánuði ársins. Síðan segir svo. „Þessi tímabundnu leyfi eru ein- göngu veitt til að draga úr fyrirsjáan- legu, verulegu fjáhagstjóni þeirra aðila, sem vegna nýsettrar reglu- gerðar um gæðamál ferskfiskút- flutnings verða fyrir fyrirvaralausri stöðvun atvinnurekstrar." Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra segir að þeir menn sem orðið hafi fyrir barðinu á fyrirvara- lausri ákvörðun Halldórs Asgríms- sonar, sjávarútvegsráðherra, um að banna útflutning á flöttum ferskum fiski í gámum, hefðu sumir getað staðið frammi fyrir gjaldþroti, ef hann hefði ekki ákveðið að veita þeim til bráðabirgða leyfi til þess að flytja út flattan léttsaltaðan fisk í gámum. „Ég veiti þeim þetta leyfi fram undir páska, og eftir það verð- ur athugað með hvaða hætti verður hægt að leysa vanda þessara manna,“ sagði utanríkisráðherra. Jón Baldvin sagði að þessi ráðstöf- un kæmi einnig í veg fyrir að þeir sem fletja fiskinn hér misstu atvinnu sína og því hafi hann séð sig knúinn til þess að taka þessa ákvörðun. Ékki hafa fengizt um það upplýs- ingar hjá utanríkisviðskiptaráðu- neytinu hvað „léttsöltun" þýði í raun. I gildandi reglugerð þar að lútandi er talað um að sé saltmagn minna en 1% í fiski, teljist hann ekki saltað- ur. Rannsóknarstofnun fískiðnaðar- ins telur eðlilegra að miða við 2% og metur því léttsaltaðan físk með 2 til 10% saltinnihaldi, millisaltaðan 10 til 18% og fullsaltaðan yfír 18%. Hjálpar til að undirbúa stöðvun „Þessi tímabundna undanþága hjálpar okkur til að undirbúa stöðvun starfseminnar og standa við áður gerða samninga. Hún hjálpar hins vegar ekki nóg til að firra okkur fy'ár- hagslegu tjóni og er auk þess óhag- kvæm fyrir þjóðarbúið," sagði Jón Ásbjörnsson, fískútflytjandi, í sam- tali við Morgunblaðið. Jón sagði, að það, sem merkileg- ast væri að gerast í þessum málum, væri yfirlýsing utanríkisráðherra um, að athuguð yrði nánar einokunar- staða SIF í útflutningi á saltfiski. „Við vonumst til þess að sú athugun leiðí til þess, að við fáum eins og SÍF að verka og flytja saltfiskinn út og getum þá keppt á jafnréttis- grundvelli. Nú er aðeins um að ræða bráðabirgðalausn, sem er í raun óhagkvæm fyrir alla. Það verður að flytja fiskinn út saltaðan, sem þýðir að á hann koma tollar og allt er þetta til komið vegna þess að reglu- gerð Halldórs Ásgrímssonar vinnur gegn fjárhagslegum og lýðræðisleg- um hagsmunum," sagði Jón Ás- björnsson. Geri ekki veður út af tímabundinni undanþágu „Það er engin ástæða til að gera veður út af því, þó menn fái undan- þágu til að flytja út nokkrar vikur. Hitt þykir mér verra, ef ætlunin er að bijóta sölusamtök okkar upp. Það er hreinlega skelfilegt til þess að hugsa að yfir saltfisksöluna ríði sama öngþveitið og verið hefur í sölu skreiðar og í frystum fiski. Þar eru á ferðinni alls konar fuglar, sem sjaldnast standa við gefin loforð. Nóg er um fagurgalann, en minna um efndirnar," sagði Dagbjartur Einars- son, fórmaður stjórnar SÍF og salt- andi í Grindavík. Dagbjartur sagðist óttast að stjórnvöld íhuguðu þann möguleika að gefa útflutning á saltfiski meira og minna fijálsan. Menn þekktu vel hvernig vitleysisgangurinn hefði ver- ið í skreiðarsölunni á sínum tíma. Menn hefðu tapað stórfé á alls konar spámönnum og væri ekki séð fyrir endann á því enn. Nú væri frelsi í freðfiskinum og ekki vantaði þar að alls konar fuglar væru á ferðinni með loforð um hátt verð; en skiluðu litiu eða engu til baka. „Ég byði ekki í það, færu alls konar hrafnar að krunka í útflutning á saltsíldinni. Það er líka með ólíkindum, ef ekki verður hlustað á yfir 90% framleiðenda, sem allir vilja hafa fyrirkomulagið óbreytt. Mér þykir það einkennilegt lýðræði," sagði Dagbjartur Einars- son. AF INNLENDUM VETTVANGI ÞORSTEINN BRIEM Þrýstingnr frá þeim sem sáu efltir fiski til vinnslu í Reykjavík - segir formaður VMSÍ vera ástæðu banns á útflutning á ferskum, flöttum fiski „BYGGÐARLÖG, sem sáu eftir fiski frá sér til vinnslu í Reykjavík og á Suðurnesjum, voru ákaflega tortryggin. Ég var undir mikilli pressu frá til dæmis Snæfellsnesi og Grindavík og því er ekki að neita að ég tók þátt í því með Samtökum fiskvinnslustöðva, þó aðal- lega saltfiskframleiðendum, að þrýsta á sjávarútvegsráðherra að setja einhver takmörk á þetta,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands Islands, um ástæðuna fyrir banni við útflutningi á ferskum, flöttum fiski með skipum. Fiskurinn hefúr verið saltaður í Bretlandi, Danmörku og Hollandi og seldur þaðan til Spánar. Guðmundur J. Guðmundsson sagði að um þetta mál væru mjög skiptar skoðanir innan Verka- mannasambandsins. „Menn virðast hafa fengið býsna gott verð fyrir þennan fisk og þorrinn af framleið- endunum hefur staðið sig ákaflega vel, bæði hvað varðar launagreiðsl- ur og launatengd gjöld.“ Guðmund- ur sagði að mismunurinn á því verði, sem fengist fyrir ferska físk- inn annars vegar og saltfískinn hins vegar, virtist vera mun meiri en mismunurinn á tollum, sem greiddir væru af ferskum físki og saltfíski til Evrópubandalagsins. Jón Ásbjömsson sagði að greiða þyrfti 3,7% toll af ferskum, flöttum fiski, sem fluttur væri tii Evrópu- bandalagsríkja. SÍF þyrfti hins vegar ekki að greiða toll af salt- fískinnflutningi til Evrópubandæ lagsríkja í byijun hvers árs. „SÍF er með sterkt og gott kerfi þegar offramboð er á markaðinum en þegar eftirspumin er meiri en framboðið situr þetta allt fast hjá þeim. SIF selur 4-5 stómm aðilum á Spáni saltfískinn fyrir fast verð en þeir selja hann síðan aftur á markaðsverði. SIF ætti að selja dreifíngaraðilum fiskinn miliiiiða- Iaust til að fá hærra verð.“ Jón sagðist hafa byijað að flytja út ferskan, flattan físk til söltunar á Spáni í maí 1988 en kaupandinn hefði áður verið stærsti umboðs- maður SÍF á Spáni. Hann sagðist hafa flutt út 350 tonn af flöttum fiski til Spánar árið 1988. „í fyrra flutti ég út 2.800 tonn af ferskum flökum og flöttum físki, þar af 870 tonn af flökum, og þá var ég með yfir 90% af þessum útflutningi." Hann sagði að spænski kaupand- inn hefði af heilsufarsástæðum hætt að kaupa af honum saltfísk í september síðastliðnum. „Síðan hefur fiskurinn verið saltaður hjá Scanfish í Hanstholm í Danmörku og ísback í Grimsby í Bretlandi og seldur þaðan til Spánar en ég keypti ísback einn í desember síðastliðnum," sagði Jón. „Algjör sprenging í þess- um útflutningi í janúar“ „Það varð algjör sprenging í þessum útfiutningi í janúar síðstliðnum vegna mikillar eftir- spumar og trúlega hef ég einungis verið með lítinn hluta af honum frá áramótum. Það eru engar birgðir til af saltfiski á Spáni en vegna páskaföstunnar er sala á saltfiski fímmfalt meiri en venjulega síðasta mánuðinn fyrir páska,“ sagði Jón. Hann sagðist hafa keypt um 90% af fiskinum á innlendu fískmörkuð- unum. „Fyrstu tvo mánuðina í ár keypti ég 550 tonn á mörkuðunum hér fyrir um 45 milljónir króna, eða 83,26 króna meðalverð. Því hljóta laun margra sjómanna og verðið á mörkuðunum hér að lækka ef við fáum ekki leyfi til að flytja út salt- fisk.“ Á innlendu mörkuðunum voru seld samtals 4.354 tonn af þorski í j^núar og desember síðast- liðnum fyrir 77,52 kr. meðalvérð. Jón sagði að undanfarið hefði hann flutt fiskinn út í þurrgámum og einangruðum körum. „Á Spáni fæ ég 25% hærra verð fyrir saltfisk en SIF og því getur ekki verið að ég sé með Iélegan físk, því verðið ræðst af gæðunum að miklu leyti.“ Dagbjartur Einarsson, stjórnar- formaður Sölusambands íslenskra fískframleiðenda, sagðist gera ráð fyrir að flestir framleiðendur á flöttum físki, sem fluttur hefði ver- ið út ferskur, væru aðilar að SÍF. Þó megi fullyrða að 90% saltfisk- framleiðenda vilji að SÍF hafi áfram einkaleyfi á saltfiskútflutningi. Hann sagði að SÍF hefði alltaf selt heildsölum saltfiskinn. „Við höfum ijölgað kaupendum okkar á Spáni að undanförnu og þeir eru nú 15 talsins en voru einungis þrír árið 1988. Það er voðalega erfitt að fara að elta nánast búðirnar þegar við seljum um 60 þúsund tonn af saltfíski á ári. Kaupendum- ir þurfa að hafa ákveðna vernd og fá það magn, sem um var samið.“ Dagbjartur sagði að SÍF hefði þurft að lækka verðið á saltfiski og lengja greiðslufrestinn til fram- leiðenda í fyrra vegna samkeppni við Norðmenn, sem þá hefðu til dæmis ruðst inn á Portúgalsmark- að. Verðið hefði hins vegarhækkað um 15-20% frá því í fyrra. „Vegna minni aflakvóta í Norður-Atlants- hafí hefur eftirspurnin eftir íslensk- um físki hins vegar aukist, þannig að greiðslufresturinn hefur styst og hann er nú í mesta lagi tvær vikur eftir að fískinum er skipað út. Við höfum einnig tekið erlend lán til að stytta greiðslufrestinn. Menn em einnig með lán hér heima, þannig að kostnaðurinn við þessar erlendu lántökur jafnast út.“ „Til að halda uppi verðinu verður að vera einokun“ Dagbjartur sagði að ferski, flatti fískurinn, sem Jón Ásbjörnsson seldi til Spánar og var saltaður þar, hefði komið illa út. „Fiskurinn, sem Jón saltar í Bretlandi, getur hins vegar verið fyrsta flokks en til að halda uppi verðinu, og tryggja sölu á allri framleiðslunni, verðum við að vera með einokun, innan gæsalappa, þegar framboðið er meira en eftirspurnin,“ sagði Dag- bjartur. Hann sagði að frelsi í út- flutningi á frystúm fiski og salt- físki væri ekki sambærilegt. „Það eru seldar fleiri hundruð tegundir af frystum fiski um allan heim en við seljum um 90% af saltfiskinum á Spáni, Ítalíu, í Grikklandi, Port- úgal^ og Frakklandi.“ SÍF telur að flutt hafi verið út um 2 þúsund tonn af ferskum, flött- um fiski í janúar og febrúar síðast- liðnum og úr þessu magni fáist um 1.500 tonn af saltfiski. SÍF flutti út 56 þúsund tonn af saltfiski í fyrra, þar af 47 þúsund tonn af blautverkuðum þorski. Sigurður Haraldsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri SÍF, sagði að það væri misskiiningur að SÍF hefði beðið sjávarútvegsráðherra að banna útflutning á ferskum, flött- um fiski. SÍF hefði einungis beðið um að fá að sitja við sama borð og útflytjendur á ferskum, flöttum fiski varðandi tolla. Sigurður sagði að greiða þyrfti 2,5% toll af söltuð- um þorskflökum og söltuðum flött- um þorski, sem seldur væri til Spánar frá öðrum Evrópubanda- lagslöndum, til dæmis Bretlandi, Hollandi og Danmörku. Tollfijálsi kvótinn búinn Sigurður sagði að í ársbyijun 1989 hefðu verið til miklar birgðir af saltfiski og þá hefði tollfijáls 25 þúsund tonna innflutningskvóti Evrópubandalagsins á saltfíski klárast strax í janúar. Nú væru hins vegar engar saltfískbirgðir til en samt sern áður væri kvótinn uppurinn. Ástæðan væri meðal annars sú að flutt hefðu verið um 10 þúsund tonn af saltfíski til Evr- ópubandalagslanda í lok síðastlið- ins árs en þau hefðu ekki verið tollafgreidd fyrr en eftir áramótin. Hann sagði að 13% tollur væri á saltfiski, sem við seldum Evrópu- bandalagsríkjum til 1. apríl næst- komandi en þá tæki þar við 7% tollur á 53.000 tonnum,_sem þjóðir utan bandalagsins, t.d. íslendingar og Kanadamenn, seldu þeim. „Saltfískframleiðendur vilja að SÍF hafi áfram einkaleyfi á salt- fiskútflutningi, því þeir hafa bitra reynslu af fijálsræðinu í skreiðar- útflutningi. SÍF er fyrirtæki fram- Ieiðendanna sjálfra. Það er enginn neyddur til að vera í SÍF og það er í rauninni ekki einokunarfyrirtæki, því við erum í hörkusamkeppni við aðrar þjóðir um sölu á saltfiski, til dæmis Norðmenn og Kanadamenn. Við getum ekki leyft okkur að gera tilraunir með fijálsræði í saltfiskút- flutningi og fijálsræðið myndi ekki leiða til hæn-a verðs, því það er takmarkað magn, sem Islendingar geta framleitt af saltfiski." Sigurður sagði að éf SÍF væri ekki til stæðu framleiðendurnir misvel að vígi við að koma salt- fiskinum á markað. „Hver myndi vilja þjóna Grímseyingum, sem framleiða eingöngu saltfisk?“ Hann sagði að léttsaltaður fískur hefði verið fluttur héðan til Evrópu- bandalagsríkja sem ferskur fískur en með því móti væri verið að bijóta reglur Evrópubandalagsins. Samkvæmt þeim væri um saltfisk að ræða ef saltstyrkurinn í fiskin- um færi yfír 1%. Óskar Þórðarson hjá ísbliki hf. á Akranesi sagði að fyrirtækið hefði byijað að flytja út flattan físk í fyrra. „Við erum búnir að selja Dancod í Danmörku yfir 300 tonn af ferskum, flöttum fiski eftir ára- mótin og kaupendurnir hafa verið mjög ánægðir með hann. Við höf- um eingöngu verið í þessum út- flutningi og verið með 15-20 manns í vinnu,“ sagði Óskar. Hann sagði að ísblik hefði verið í föstum viðskiptum við um 15 báta frá Akranesi og Ólafsvík. „Saltfiskframleiðendur segja að við greiðum allt að 20% hærra verð fyrir fiskinn en þeir og telja sig ekki geta greitt hærra verð fyrir hann. Við fáum greitt vikulega fyrir fiskinn og þurfum ekki að vera með lánsfé í hráefniskaup- um.“ Hann sagði að aflakvóti bát- anna skertist ekki þegar fiskurinn væri fluttur út flattur, þar sem hann teldist þá vera unninn. Óskar sagði að Ríkismat sjávar- afurða hefði byijað að mæla salt- styrkinn í flatta fískinum í síðast- liðnum mánuði og úr 7 sýnum, sem tekin hefðu verið í febrúar, hefði meðaltalið verið 0,9%. „Við viljum hins vegar fá að setja meira salt í fiskinn. Það er því kaldhæðnislegt þegar þessi útflutningur er bannað- ur á þeirri forsendu að fiskurínn sé ekki nógu vel varinn." - Hann sagði að tollar, sem greiða þyrfti af ferskum, flöttum fiski og saltfíski, væru svipaðir að meðal- tali, því saltfiskframleiðendur þyrftu enga tolla að greiða í upp- hafí hvers árs og ferski, flatti físk- urinn hefði aðallega verið fluttur út frá janúar fram í maí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.