Morgunblaðið - 20.03.1990, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.03.1990, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1990 Draumur eða veruleiki? Ósáttar mæðgur. Guðrún Ásmundsdóttir og Inga Hildur Haraldsd. í hlutverkum sinum _________Leiklist_____________ Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Leikfélag Reykjavíkur Hótel Þingvellir Höfundur: Sigurður Pálsson Leikmynd og búningar: Hlín Gunnarsdóttir Ljósahönnun: Lárus Björnsson Tónlist: Lárus H. Grímsson Leikstjóri: Hallmar Sigurðsson Þingvellir. Nafnið eitt er sveipað einhveijum dularblæ. Helgasti staður þjóðarinnar og andar af sögu. En við höfum engar áþreifan- legar minjar, einungis gömul slitin skinnblöð. Það eru bókmenntirnar sem hafa klætt Þingvelli í sögubún- ing. Skáldin, listamennirnir sem hafa lofað og prísað þennan stað. Stærstu atburðir sögunnar hafa gerst á ÞingvöIIum. Það nægir að nefna kristnitökuna og lýðveldis- hátíðina. En þar á milli hafa ýmsir atburðir gerst og sumir myrkir. Á Þingvöllum var mönnum refsað. Þjófnaður, hórdómur, morð, sifja- spell og menn voru hýddir, hengdir eða hálshöggnir og konum var drekkt. Sársauki og þjáning fyllir því andrúmsloftið ekki síður en glæsilegir sigrar. Það er allt þetta sem við skynjum þegar við göngum eftir Almannagjá, saga þjóðarinnar stundum glæst, stundum ekki. Óleyfilegar ástríður hafa löngum verið mönnum yrkisefni. Árekstur tilfinninga og siðalögmála sem jafnan hefur í för með sér tortím- ingu. Sagan af Ödipus kemur fyrst upp í hugann en Ödipus vissi ekki um sekt sína fyrr en um seinan. En það vissu hálfsystkinin í bók Thors Vilhjálmssonar Grámosinn glóir og hálfsystkinin í leikritinu Sjúk í ást eftir Sam Shepard geta ekki hamið bannaðar ástríður sínar. Samt sem áður ganga þau í berhögg við almenn siðalögmál, lifa einungis samkvæmt lögmáli hvata sinna. Hótel Þingvellir gerist eins og nafnið bendir til á hóteli á Þingvöll- um. Tvo örlagaríka haustdaga. Þar ræður Frú Petrína ríkjum og hefur hún hjá sér son sinn og dóttur, Theódór og Tinnu. Sonurinn fór illa út úr eiturlyfjanotkun og er nú nær blindur og einangraður í sínum hugarheimi. Dóttirin er um tvítugt og full uppreisnar gagnvart móður sinni. Á staðnum er einnig nætur- vörður sem reynir árangurslítið að setja saman leikrit á nóttunni. Það á að fjalla um hálfsystkini sem unnast og persónumar ásækja hann í draumi þegar hann dottar á vaktinni. Það er heldur fátt gesta enda stutt í vetrarlokun; þó er þama s.k. haustlitahópur, jarðvís- indafræðingur og svo Edda Bridges, íslensk kona sem hefur verið búsett í Ameríku frá því 1945. Það er koma hennar sem hrindir öllu af stað. Hún geymir lykilinn að fortíðinni og allt á upphaf sitt á Þingvöllum. Fimmtán ára var hún á Þingvöllum ásamt öðrum íslend- ingum að fagna lýðveldinu en hún átti þar líka sinn fyrsta ástarfund. Sú sæla var skammvinn og þar kom að því að hún fæddi son sem strax var tekinn af henni og gefinn og hún yfirgaf landið. En Edda er komin aftur og sannleikurinn krefst sinna fórna. Það em margir þræðir sem flétt- ast í þessu verki Sigurðar. Fortíð og nútíð, draumur og raunveru- leiki, einstaklingar og þjóð, tilfinn- ingar og skynsemi. Leikritið fer hægt af stað, forspár og fyrirboðar lita atburðarásina fyrir hlé og alls staðar em lausir endar. Flestir em þeir að vísu hnýttir í seinni hluta verksins og myndin skýrist. Samt vantar sterkari undirtón sem bind- 'ur það allt saman. Allir þessir þræðir ná ekki að vefast saman í heildstæða mynd. Höfundur talar um í leikskrá að hann sækist eftir draumkenndu raunsæi í verkum sínum. Hið draumkennda og raun- sæið verða bara því miður einhvern veginn of aðskildir hlutir í þessu verki. Kannski vegna þess að það er verið að fást við of mikið í einu. Saga lýðveldisins sem sífellt kallast á við atburði og líf persóna leiksins verður of ágeng, það er eins og sé verið að neyða áhorfandann til þess að sjá tákn alls staðar. Saga þessa ólánsama fólks speglar þessa þjóð- arvitund á nógu sterkan hátt án þess að við séum stöðugt minnt á þetta samspil. Söguvísunin vill því verða dragbítur á hið draum- kennda. En eftir stendur að kjarni verksins er góður. Við losnum aldr- ei undan fortíðinni og allra síst á stað eins og Þingvöllum. Upprun- inn segir ætíð til sín. Hlín Gunnars- dóttir vinnur stórsigur með leikmynd sinni. Hún er hreint út sagt frábær. Fal- leg, einföld og stílhrein. Hótelið markast- af tveimur steinsúl- um og milli þeirra er gangvegur sem liggur í hálf- hring. Það er efri hæð hótelsins og þar eru herberg- in. Niðri er mót- takan við aðra súluna og eldhús- krókur við hina. Stigi liggur upp á efri hæðina hjá móttökunni. Leikararnir nota súlumar fyrir út- og innkomur sínar. Það er ágæt lausn því allar skiptingar fara fram á Iát- lausan hátt. Það að við sjáum báð- ar hæðirnar kem- ur líka vel út. í upphafsatriðinu sitja t.d. allir grafkyrrir hver í sínu herbergi. Skuggamyndir, sem síðar fá líf, eins og persónur í draumi sem eru þar bara þöglar og kyrrar. Við för- um heldur ekki á mis við iandslag Þingvalla. Stór gjá (Almannagjá?) er á miðju baksviðinu og Þingvalla- vatn og íjallahringurinn blasa við í baksýn. Þessi leikmynd gerir það að verkum að návist staðarins verð- ur enn sterkari, andrúmsloft fortíð- arinnar eins og streymir upp úr gjánni. Tónlist Lárusar Grímssonar styður einnig við dulartóna verks- ins, hún er t.d. mjög sterk og áhrifamikil í upphafsatriðinu. Lýs- ingin er einnig góð, eins og leik- myndin og tónlistin ber hún í sér merkingu. T.d. er lýsingin í lokaatr- iðinu með miklum rauðleitum blæ og dregur okkur þar með inn í veröld drauma og dulúðar. /Og kannski var þetta allt einungis draumur næturvarðarins, nætur- leikrit hugans?) Umgjörðin er sem sagt öll pottþétt og vel að henni staðið. Guðrún Ásmundsdóttir fer með hlutverk frú Petrínu Óskars. Petrína vinnur hörðum höndum til að sjá flölskyldu sinni farborða og vill hafa allt sitt á breinu, tekur t.d. aldrei lán. Hún er hörð á ytra borði en að lokum lætur hún undan tilfinningum sínum. Fas og hreyf- ingar Guðrúnar sýndu vel kulda- lega brynju Petrínu. Mér fannst henni síst takast upp þegar Petrína var að brotna niður í lokin og henni varð ljóst að hún væri búin að glata Tinnu. Eddu Bridges lék Sigríður Hagalín. Sigríður er einn af þeim leikurum sem alltaf hafa fallega sviðsframkomu sama hvernig hlut- verkið er. Hún sýndi vel hina þreyttu og einmana Eddu sem kem- ur þarna á staðinn og er allt í einu eins og Guð sem hefur örlög manna í hendi sér og það er þung byrði að bera. Mér fannst þó stundum að Sigríður mætti gæta sín á að vera ekki of væmin í frásögum sínum af lífinu fyrir vestan. Þær urðu eilítið tilgerðarlegar. Inga Hildur Haraldsdóttir lék Tinnu. Tinna er ráðvillt ung stúlka og veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga en hún dýrkar Leó, jarðvís- indamanninn. Inga Hildur hefur oft hressilega framkomu, einkum átti hún góða spretti í samleik við Guð- rúnu. Það var helst að hún væri stundum of stíf og þá varð radd- beitingin þvinguð. Sigurður Skúla- son var öruggur í hlutverki Leós; hafði yfir sér kæruleysisbrag þess sem allt þykist vita og fullur fyrir- litningar á öllu stóru sem smáu. Tinnu tekst að vísu að bijóta þá brynju. Hinn syfjaða næturvörð leikur Valdimar Orn Flygenring. Næturvörðurinn er fyrst og fremst sá sem hlustar en annars er hann atkvæðalítill og óljós persóna. Það er ágætis tilbreyting að sjá Valdi- mar í einhveiju öðru en töffarahlut- verkinu. Leikur hans er hófsamur og áreynslulaus. Kristján Franklín Magnús leikur Theodór. Sú persóna er að mínu mati óþörf í verkinu og alltof mikið á skjön við allt ann- að. Hefur enga þýðingu aðra en að minna á 68-kynslóðina s.k. með sömu klisjukenndu tuggunum og svo oft áður. En Kristján kemst ágætlega frá sínu. í haustlitahópn- um eru fjórar manneskjur. Flosi, Herdís og hjónin Guðný og Guðjón. Gísli Halldórsson lék Flosa sem kúrir upp á herbergi allan daginn nema í þau skipti sem hann kemur niður til að kvarta. Gísli var eins og svo oft áður frábær í sínu gervi. Göngulagið, röddin, fýlusvipurinn og tuldrið, allt var þetta svo ein- falt og eðlilegt. Valgerður Dan lék Herdísi og Soffía Jakobsdóttir og Karl Guðmundsson fóru með hlut- verk hjónanna. Þetta eru kómískar og svolítið _ýktar persónur, hinir dæmigerðu Islendingar á ferðalagi! Og þau Valgerður, Soffía og Karl voru öll mjög skemmtileg í leik sínum. Elín Jóna Þorsteinsdóttir og Sverrir Örn Árnason léku lítil börn sem eru í upphafs- og lokaat- riði sýningarinnar og tengjast draumi næturvarðarins. Þessi sýning Leikfélags Reykjavíkur er svolítið eins og fal- Iegur jólapakki. Umbúðimar eru stórkostlegar en innihaldið er ekki alveg heilt. En það glitrar á marga staði og það er alltaf ánægja að fá fallegan pakka. Hvar býrð þú, dr. Gunnar? Ekkí í Kópavogi eftir Guðmund Oddsson í Morgunblaðinu hinn 13. mars sl. er að finna grein eftir formann Verktakasambands íslands, vara- formann Vinnuveitendasambands ís- lands og fyrsta mann á D-Iistanum í Kópavogi, dr. Gunnar Birgisson. í þessari grein sendir hann okkur bæjarfulltrúum Alþýðuflokksins í Kópavogi tóninn og sakar okkur um vanþekkingu á fjármálum bæjarins og jafnvel gengur þessi sepkingur íhaldsins svo langt að væna okkur um skilningsleysi á vöxtum og verð- bótum. Vel má vera, að doktorinn telji sig vita betur en aðrir, en ekki verður það séð af þeim greinaskrifum sem hann lætur frá sér fara. Auðvitað verða menn að velja sér sjálfir þá bardagaaðferð sem þeir hyggjast beita í hinum pólitíska slag en þar veldur hver á heldur. Hver er tilg’angxirinn? Mann furðar á þeim fádæma hroka sem kemur fram í skrifum doktors- ins. Hér er maður að ganga sín fyrstu skref í stjómmálunum og hann lætur sem óhemja. Hann talar um að erfitt sé að fá nokkrar upplýsing- ar um stöðu Kópavogsbæjar, en samt þykist hann fær um að setja sig í eitthvert dómarasæti og ausa þaðan stóryrtum fullyrðingum í allt og alla. Lítum á tvö dæmi: „Þeir munu til, sem ekki kunna skil á nafnvöxtum og raunvöxtum eða ávöxtun." „Það er annað tveggja, dæmafár kjarkur eða kunnáttuleysi, sem fær bæjar- fulltrúa Alþýðuflokksins til að halda því fram, að Kópavogskaupstaður þurfi ekki að sæta lakari kjörum á fijálsum markaði en önnur bæjarfé- Iög.“ Hver er tilgangur doktorsins eða er þetta einungis óskhyggja hans til að sverta núverandi stjómendur Kópavogsbæjar? Jólakort Fjárfest- ingarfélagsins Doktorinn lætur fylgja grein sinni jólakort frá Fjárfestingarfélaginu, sem á að sýna að skammtímaskulda- bréf Kópavogsbæjar væm boðin til sölu með 40% ávöxtun. Þetta kallar doktorinn dýr skammtímalán, sann- kallaða kosningavíxla. Nú vill svo til, að hér er um að ræða skammtímavíxil í 60-90 daga þar sem Kópavogsbær er útgefandi. Á þessum tíma voro forvextir víxla 37-40%. Það hefur varla eingöngu gilt um þá víxla sem útgefnir voro af Kópavogskaupstað. Það hjóta að finnast svona dæmi víða, en að draga einhveija algilda ályktun af þessum viðskiptum er í hæsta máta bama- Guðmundur Oddsson „Samkvæmt bráða- birgðauppgjöri 31.12. 1989 eru nettóskuldir Kópavogsbæjar kr. 684,8 milljónir. Það þýðir að nettóskuld sem hlutfall af tekjum er 59,6%.“ legt og hæfir tæpast doktor í verk- fræði. Hitt er ekki síður merkilegt, að doktorinn virðist halda að víxill, sem útgefinn er 18. desember og gjald- fellur eftir 2-3 mánuði, verði greidd- ur eftir 26. maí. Það er augljóslega doktornum mikið áhugaefni að vekja sérstaka athygli lesenda á þessum eina víxli, því sú lína er rækilega dekkt, en 5 línum ofar á þessu jólakorti Fjárfest- ingarfélagsins er þriggja ára skulda- bréf, þar sem Kópavogsbær er útgef- andi en ávöxtunarkrafan er 10,1%. Skuldastaða Þegar doktorinn fjallar um skulda- stöðu bæjarins, þá lítur hann ein- göngu á skuldimar en lætur sig engu varða þær kröfur sem bærinn á úti- standandi á sama tíma. Auðvitað er eðlilegt að vega þetta tvennt saman og finna þannig hina raunverolegu skuldastöðu. Þetta finnst formanni Verktakasambandsins óþarfi, því hjá honum helgar tilgangurinn meðalið. Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri 31.12. 1989 eru nettóskuldir Kópa- vogsbæjar kr. 684,8 milljónir. Það þýðir að nettóskuld sem hlutfall af tekjum er 59,6%. Þetta er sú staða er blasir við. Þetta er sú staða, sem doktorinn í 1. sæti á D-listanum í Kópavogi og uppgjafa sýslumaðurinn frá Seyðis- firði, sem skipar 6. sæti, óskapast yfir og skrifa nú um hvern lang- hundinn í Moggann, auðvitað í þeim eina tilgangi að ófrægja sitt eigið bæjarfélag. Það virðist vera þeirra eina hagsmuna-og kosningamál. Mér sýnist að þau séu ekki mörg sveitarfélögin, sem standa betur en hér hefur verið lýst um Kópavog. Hinu skulu menn heldur ekki gleyma, að Kópavogsbúar muna mæta vel eftir viðskilnaði íhaldsins 1978 en þá var fjárhagur bæjarins í rúst eft- ir 8 ára stjórn þeirra. í fótspor meistarans Við Kópavogsbúar höfum mátt búa við einstaklega fátæklegan áróð- ur frá íhaldinu síðustu 12 árin. Þar hefur farið fremstur í flokki hinn fallni foringi þeirra, Richard Björg- vinsson. Hann hefur nú verið dæmd- ur af félögum sínum fyrir lélegan árangur hér í Kópavogi og væntan- lega hefur sú áróðursaðferð, sem hann beitti verið dæmd um leið. Það vekur því mikla furðu, að hinn nýi frelsari þeirra skuli ætla að feta dyggilega í fótspor hans. Það finnst mér ömurleg bytjun á pólitískum ferli og örugglega ekki vænleg til árangurs. Gestur í bænum Margt í þessari grein doktorsins er skrifað af slíku þekkingarleysi að undrun sætir. Hann heldur því fram að meirihluti af framkvæmdafé bæj- arins fari í að greiða vexti og af lán- um. Maður sem svona skrifar þekkir lítið til fjárhagsáætlana sveitarfé- laga, því hvergi kallast það fram- kvæmdafé sem fer í vaxtagreiðslur. Þá ætti doktorinn að vita það, að Kópavogsbúar greiða lægsta útsvar allra landsmanna, það er vitanlega vegna þess að Kópavogur er fjár- hagslega sterkt sveitarfélag. Þessi gestur Kópavogsbúa, sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.