Morgunblaðið - 20.03.1990, Síða 27

Morgunblaðið - 20.03.1990, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1990 27 Bikarmót Reiðhallarinnar: Fákur með yfirburði ____Hestar Valdimar Kristinsson íþróttadeild Fáks sigraði með miklum yfirburðum í bikarmóti sem Reiðskólinn í Reiðhöllinni gekkst fyrir um helgina. Sigruðu Fáksmenn fimmfalt í bæði tölti og Qórgangi og þrefalt í fimm- gangi fullorðinna. Alls hlaut Fák- ur 1.656 stig eða tæpum 200 stigum meira en Gustur sem kom næst að stigum. Það voru íþróttadeildirnar á suðvesturhorninu, sex að töiu, sem tóku þátt í þessu bikarmóti sem tókst í alla staði vel. Athygli vakti hversu góðu formi margir hestanna voru í og sérstaklega var töltkeppn- in skemmtileg. En eins og áður segir varð íþrótta- deild Gusts, Kópavogi, í öðru sæti með 1.459,55 stig, Máni á Suður- nesjum í þriðja sæti með 1.338,88 stig, Hörður í Kjósarsýslu varð í íjórða sæti með 1.225,61 stig, Sörli í Hafnaifirði fimmti með 1.221,41 stig og Andvari í Garðabæ rak lestina með 827,40 stig. Keppt var í fjórum aldurshópum og sigraði Fákur í þeim öllum. í barnaflokki hlutu þeir 292,84 stig, unglingaflokki 336,74 stig, ung- mennaflokki 454,89 stig og í full- orðinsflokki 571,75 stig. Fimm efstu einstaklingar í hverri grein mætast í úrslitum um næstu helgi en þá verða verðlaun bæði til handa einstaklingum og sveitum. Samskonar bikarmót og þetta var haldið utanhúss fyrir nokkrum árum en framhald varð ekki á, sennilega vegna tímaleysis: Telja verður að þessi tilraun hafi tekist með miklum ágætum. Einu mátti þó að finna en nöfn hesta voru ekki kynnt og voru kynningar því frekar tómlegar ef miðað er við það sem menn eiga að venjast. Um framhald er ekki hægt segja til um meðan óvissa ríkir um það hvort hestamenn hafi áframhaldandi aðgang eða yfirráð yfir Reiðhöll- inni. Segja má að enn einu sinni hafi Reiðhöllin sannað mikilvægt gildi sitt fyrir hestamennskuna. Háskóla- tónleikar á miðvikudag MIÐVIKUDAGINN 21. mars kl. 12.30 munu Sigurður Bragason barítón og Elín Guðmundsdóttir semballeikari flytja verk á Há- skólatónleikum. Á tónleikunum verða fluttar aríur eftir Giulio Caccini (1546-1618), Claudio Monteverdi (1567-1643), Alessandro Scarlatti (1660-1725) og fleiri tónskáld frá þeim tíma er óperan var að stíga sín fyrstu skref. Sigurður Bragason nam píanó- leik hjá Rögnvaldi Siguijónssyni við Tónlistarskólann í Reykjavík. Elín Guðmundsdóttir Að loknu stúdentsprófi stundaði hann nám í tónmenntakennaradeild sama skóla. Söngkennari hans þar var Rut Magnússon. Síðan lauk Sigurður Bragason Sigurður áttundastigsprófi frá Söngskólanum í Reykjavík og voru kennarar hans þar Sigurður Björns- son og Magnús Jónsson. Hann nam síðan söng hjá Pier Miranda Ferr- aro í Mílanó á Ítalíu. Sigurður hefur sótt Masterclass hjá Hanno Blaschke í Munchen og franska söngvaranum Gerard Souzay. Sig- urður var valinn bæjarlistamaður Kópavogs á árinu 1989 og í tengsl- um við þá útnefningu hélt hann tónleika í Ósló og Kaupmannahöfn. Sigurður er formaður Félags islenskra óperusöngvara. Elín Guðmundsdóttir lauk píanó- kennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1970. Eftir það hóf hún nám í semballeik við sama skóla hjá Helgu Ingólfsdóttur og lauk einieikaraprófí vorið 1975. Sem semballeikari hefur Elín tekið þátt í flutningi fjölda tónverka og hún hefur einnig starfað sem píanó- leikari við Söngskólann í Reykjavík frá 1983. Elín Sigurðardóttir Elín sýnir á Mokka SÝNING á inyndum eftir Elínu Sigurðardóttur hefst í Mokka á Skólavörðustíg í dag, þriðjudag, og stendur sýningin til 9. aþríl. Flestar myndanna á sýningunni eru blómamyndir, sem málaðar eru með olíu á striga. FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 19. mars. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 86,00 55,00 * 75,05 47,357 3.554.1 11 Þorskur(óst) 89,00 61,00 72,37 5,907427,- 432 Ýsa 124,00 89,00 113,91 2,685 305.849 Ýsa(ósl.) 109,00 56,00 93,82 0,457 42.830 Karfi 36,00 20,00 26,53 1,471 39.020 Ufsi 33,00 29,00 31,16 2,727 84.984 Steinbítur 41,00 16,00 38,80 16,829 652.997 Steinbítur(ósL) 30,00 16,00 28,97 2,056 59.564 Langa 54,00 44,00 51,70 0,882 45.576 Hrogn 235,00 235,00 235,00 0,385 90.475 Samtals 65,63 83,795 5.499.365 I dag veröur meðal annars selt úr Ljósfara HF og Núpi ÞH. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 81,00 65,00 77,02 112,509 8.666.149 Þorskur(ósL) 71,00 9,00 69,13 66,932 4,627.323 Ýsa 114,00 102,00 110,37 12,719 1.403.806 Ýsa(ósL) 118,00 75,00 110,82 1,480 164.017 Karfi 41,00 37,00 38,94 18,128 705.880 Ufsi 41,00 25,00 39,90 45,028 1.796.421 Hlýri+steinb. 42,00 30,00 32,63 11,475 374.421 Langa 48,00 22,00 46,93 1,847 86.680 Lúða 355,00 280,00 288,31 0,222 64.005 Hrogn 140,00 5,00 77,32 1,213 93.785 Samtals 65,99 273,775 18.065.568 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 103,00 36,00 72,62 199,207 14.466.127 Þorskur(dbL) 58,00 45,00 51,65 34,381 1.775.750 Ýsa 123,00 36,00 106,78 36,919 3.942.041 Karfi 42,00 15,00 41,68 2,081 86.727 Ufsi 36,00 15,00 33,02 33,403 1.102.900 Steinbítur 29,00 11,00 24,61 14,299 351.948 Langa 49,00 15,00 47,00 1,158 54.423 Sólkoli 80,00 80,00 80,00 0,176 14.080 Skarkoli 79,00 32,00 66,72 0,981 65.451 Hrogn 220,00 210,00 219,12 0,891 195.240 Samtals 68,15 327,060 22.289.977 Selt var úr Hauki GK og dagróðrabátum. í dag veröur selt úr dagróðrabátum. FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - YTRA VESTUR- ÞÝSKALAND 19, . mars. Hæstaverð Lægstaverð Meðalvereð Magn Heildar- (kr.) (kr.) (kr. (lestir) verð (kr.) Karfi 118,57 90,37 Ufsi 115,68 79,53 Þorskur 126,52 111,34 BRETLAND 19. mars. Hæstaverð Lægstaverð Meðalverð Magn Heildar- (kr.) (kr.) (kr.) (lestir) verð (kr.) Þorskur 138,60 94,50 Ýsa 133,87 133,87 Ufsi 77,17 66,15 Karfi 70,87 55,12 Jón Júlíus Sigurðsson tekur á móti fyrsta viðskiptavininum. Við- skiptavinurinn er Þórólfur Meyvantsson sem í áraraðir hefiir átt viðskipti við Vesturbæjarútibúið. Landsbankinn: Nýtt húsnæði Vest- urbæjarútibúsins Vesturbæjarútibú Landsbanka ísiands hefur verið flutt um set og var það opnað í gær í austur- hluta nýbyggingar Háskólabiós sem einnig hýsir nýja kvik- mynda- og fyrirlestrasali. Utibús- stjóri er Jón Júlíus Signrðsson. Meðal nýjunga í þjónustu í Vest- urbæjarútibúi má nefna hraðbanka. Einnig verður þarna svokallaður einkaþjónn sem er sérstakt tæki sem gefur viðskiptamönnum út- skrift á reikningum sínum. Þá verða geymsluhólf í kjallara bankans. Um þessar mundir eru tæplega 1900 tékkareikningar í Vesturbæj- arútibúinu, 6.575 almennar spari- sjóðsbækur, tæplega 2.300 kjörbækur og 1.106 eigendur inn- lendra gjaldeyrisreikninga. Alls eru því yfír 10 þúsund reikningar í viðskiptum. Fjöruferð Náttúruverndarfélag Suðvestur- lands kynnir verkefnið Fjöruna mína, sem áhugamannafélög um náttúruvemd standa að frá voijafn- dægri til haustjafndægurs, í fjöru- ferð í Kópavog í dag 20 mars, klukkan 17. Ferðin hefst við Nátt- úrufræðistofu Kópavogs. ÚR DAGBÓK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK: Helgin 16.-18. mars. —Um helgina þurfti lögreglan að hafa afskipti af 70 einstakling- um, sem höfðu látið Bakkus hafa um of áhrif á sig. 34 gistu fanga- geymslur lögreglunnar, 14 á föstu- dagsnótt og 20 á laugardagsnótt. Þær voru mannlausar á sunnudag- snótt og telst það til tíðinda. 6 voru færðir fyrir dómara að morgni eftir að þeir höfðu sýnt lögreglu ókurteislegt athæfi. Mál þeirra voru afgreidd með nokkurra þúsunda króna sáttagreiðslum. Málum annarra var ýmist vísað til áframhaldandi rannsókna hjá embættinu, áfengisvarnarfulltrúa eða Rannsóknarlögreglu ríkisins. — Tilkynnt var um 33 árekstra til lögreglu. Svo virðist sem enn vanti talsvert á að ökumenn séu vakandi við aksturinn og sýni varkárni. — Tilkynnt voru 3 umferðarslys. Á föstudagskvöld slasaðist öku- maður í árekstri tveggja bifreiða á gatnamótum Jaðarsels og Jökla- sels. Á sama klukkutímanum það kvöld slasaðist ökumaður í árekstri fjögurra bifreiða á Vestur- landsvegi í Ártúnsbrekku. Á sunnudag slösuðust ökumaður og farþegi í árekstri tveggja bifreiða á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Stangar. — 36 ökutæki voru fjarlægð með krana vegna sérstaklega var- hugaverðrar stöðu þeirra. 11 til viðbótar voru sektaðir fyrir ólög- lega stöðu ökutækis síns. Full þörf er að benda ökumönnum á að svipast um eftir hugsanlegum stöðubannmerkjum í nágrenni við þann stað, sem þeir ætla að leggja á. — Rúmlega 60 ökumenn voru kærðir fyrir önnur umferðarlaga- brot um helgina, þar af 16 fyrir að aka á móti rauðu ljósi. 15 voru stöðvaðir í akstri og eru grunaðir um ölvun við akstur. Ekki er vitað til þess að ölvaðir ökumenn hafi lent í umferðaróhöppum um helg- ina. Skráningarnúmer voru tekin af nokkrum ökutækjum vegna þess að eigendur þeirra, eða umráða- menn, höfðu trassað að færa þau til skoðunar. Tveir voru teknir rétt- indalausir í akstri. — Tilkynnt voru 12 innbrot og þjófnaðir. Brotist var inn í bíla, j nýbyggingu, vinnuskúra og íbúðir. Ölvaður maður var m.a. handtek- ; inn í Grafarvogi eftir að hafa I brotist þar inn í tvö hús. — 7 líkamsmeiðingar voru tii- kynntar til lögreglu. A föstudags- 1 nótt var maður sleginn í sölubúð j í Lækjargötu. 3 meiðinganna urðu í heimahúsum. í einu þeirra var maður stunginn með hníf, en meiðslin voru minniháttar. 3 urðu á eða við „skemmtistaði“ borgar- innar. Allflestir „árásaraðilar" voru handteknir. Þá var lögreglan kölluð 5 sinnum til vegna heimil- isófriðar. — 7 slys voru tilkynnt. Maður meiddist við björgunaræfingar á Sæbjörgu. Kona, sem féll utan dyra, meiddist. Barn datt fram úr rúmi, peningur stóð í bami, kona datt innan dyra og ölvaður maður datt í baðkeri. — Um 30 einstaklingum var veitt aðstoð við að komast inn í læstar bifreiðir, íbúðir eða á annan hátt. M.a. var veitt aðstoð við að fjarlægja starra úr strompi húss. — Fjaðurhnífur var tekinn af ökumanni, sem hafði verið stöðv- aður í akstri. — Manni var bjargað úr sjónum við Kaffívagninn á laugardags- morgun. — Fjórir menn voru handteknir á skemmtistað í borginni eftir að hafa verið grunaðir um að reyna að selja þar lyf. — Loka varð skemmtistaðnum Tunglinu eftir að dansleikur hafði staðið óslitið um nóttina til kl. tæplega fímm á sunnudagsmorg- un. — Lögreglan varð nokkrum sinnum að hafa afskipti af börnum og ungmennun utan leyfilegs úti- vistartíma.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.