Morgunblaðið - 20.03.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.03.1990, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1990 fclk í fréttum MYNDLIST Birgitta sýnir hugamyndir Nýlega opnaði kornung lista- kona, Birgitta Jónsdóttir, sýningu á verkum sínum í Lista- mannahúsinu við Hverfisgötu. Var sitthvað á dagskrá við upphaf þess- arar fyrstu sýningar sem efnt er til í þessu húsi um nokkurt skeið. Meðal annars var kynnt nýtt tíma- rit með menningarlegu efni, tímari- tið Rómur, sem Charles Egill Hirt ritstýrir og gefur út. Sýning Birgittu ber yfirskriftina Hugamyndir þar eð myndmál lista- konunnar er sagt sprottið beint úr djúpum undirmeðvitundarinnar fremur en frá beinni upplifun. Birg- itta hóf dagskrána sjálf á því að flytja ljóð eftir sig sem ber heitið Hugamyndir eins og sýningin og var leikið undir á munnhörpu. Þá lásu ungir höfundar verk sín og Guðrún Helga Ingadóttir söng við gítarundirleik. Rómur var þá kynnt- ur og síðan voru sýndar skyggnur af verkum Birgittu og Gunnar Grímsson lék tölvutónverk undir á Birgitta tekur á móti afa sínum Árna Jónssyni við upphaf sýningar- meðan. innar. TVIFARAR Karlmaður einna líkastur Monu Lísu Úrslitahópurinn. Eigi alls fyrir Jöngu efndi breskt pennaframleiðslufyrirtæki til samkeppni um hver væri líkust Monu Lísu, en auglýsingaherferð fýrirtækisins átti að byggjast á hinu fræga málverki af þeirri konu. Verðlaun voru aðlaðandi og þátt- takendur fjölmargir. Voru allir klæddir samkvæmt Monu Lísu tísku og síðan hóf dómnefndin störf. Hópurinn var á skömmum tíma skorinn niður í sex keppendur og einn þeirra, Julia Preston sem stendur i rammanum, bar sigurorð af öðrum keppendum. í öðru sæti varð sá keppandi sem stendur lengst til hægri, Paul Fordham, já Paul heitir hann, nefnilega karl- maður! ^112. Samtök sveitarfélaga / á höfuðborgarsvæðinu Kostnaður vegna þéttbýlismyndunar Opinn fundur verður haldinn á vegum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu um kostnað vegna þéttbýlismyndunar. Fundurinn verður haldinn f A-sal Hótels Sögu miðvikudaginn 21. mars og hefst hann kl. 20.30. Unglingar til út- landa á vegnm CISV ALÞJÓÐLEG unglingaskipti, CISV, hafa starfað hérlendis í allmörg ár og senda í sumar tuttugu unglinga með fararstjórum til Eng lands og Hollands. Unglingar frá þessum löndum heimsækja íslands í vor og sumar. CISV tengist m.a. Sameinuðu þjóðunum og starfar í mörgum löndum. Héðan halda tíu unglingar með fararstjóra til Hollands í sumar og jafn stór hópur fer til Englands. Unglingarnir, sem eru 12 til 15 ára gamlir, dveljast ytra í hálfan mánuð. Þeir búa hjá fjöiskyldum og fara í útilegur og ferðálög, segir í fréttatilkynningu. Úlfar með Gjölninn Morgunblaðið/Emilía FISKMETI Gjölnir á borðum /^Jjölnir er ekki algengur matur VX á borðum hér á landi frekar en annars staðar, þrátt fyrir að talið sé að töluvert sé af þessum fiski í hafinu við landið. Helsta vandamál við veiðar á honum er hversu djúpt heimkynni hans eru, eða á um 300 faðma dýpi. Gjölnirinn á myndinni var hins vegar svo „heppinn“ að flækjast í trollið hjá skipveijum á togaran- um Sveini Jónssyni um 120 mílur suðvestur af Reykjanesi. Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari á veitingastaðnum Þrem frökkum matreiddi gjölninn, og mun hann hafa líkað vel. Krakkar á vegum CISV unglingaskiptanna. COSPER Efni fundarins 1. Greint frá efni skýrsiunnar „Kostnaður þétt- býlismyndunar" Ársæll Guðmundsson hagfr. og höf. skýrslunnar. 2. Landsbyggðin og þéttbýlið Valtýr Sigurbjarnarson frámkvæmdastj. útib. Byggðast. Akureyrar. 3. Sjónarmið þéttbýlisins Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi og for- maður Skipulagsnefndar Reykjavíkur. 4. Álmennar umræður Fundarstjóri verður Lilja Hallgrímsdóttir, formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.