Morgunblaðið - 20.03.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.03.1990, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1990 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1990 25 9H**0ttnÞIafrt Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Glæsilegxir sigur í Austur-Þýskalandi Helstu andstæðingar kommúnista og sósía- lista og jafnframt mestu tals- menn skjótrar sameiningar Austur- og Vestur-Þýska- lands unnu glæsilegan sigur í lýðræðislegum kosningum í Austur-Þýskalandi á sunnu- dag. Hverfa yrði allt aftur til ársins 1932, ef ætlunin væri að bera úrslitin nú saman við síðustu lýðræðiskosningarnar í þessum hluta Þýskalands. Eftir það komust Adolf Hitler og nasistar til valda, eftir heimsstríðið tóku síðan Jósef Stalín og kommúnistamir við stjórnartaumunum. Áður en alræðið ruddi lýð- ræði á brott var Prússland, það er austurhluti Þyska- lands, kjörlendi fyrir jafnaðar- menn og kommúnista. Bæði með tilliti til þess og hvernig jafnaðarmenn stóðu að vígi í upphafi kosningabaráttunnar í A-Þýskalandi var þeim spáð sigri í kosningunum á sunnu- dag. Fyrir fáeinum vikum var haft á orði, að jafnaðarmenn myndu hefla sigurgöngu sína í A-Þýskalandi 18. mars og ljúka henni í sameinuðu Þýskalandi í þingkosningun- um í V-Þýskalandi í desem- ber. Voru uppi vangaveltur um að Willy Brandt, heiðurs- forseti jafnaðarmanna í A- og V-Þýskalandi, yrði kallaður af pólitískum eftirlaunum til forystu í hinu sameinaða ríki. Eftir því sem nær dró kjör- degi var<j ljósara að fylgi kristilegra lýðræðissinna, flokksbræðra Helmuts Kohls, kanslara V-Þýskalands, væri að aukast. Kanslarinn var sjálfur óragur við að láta að sér kveða í kosningabarát- tunni. Hann sótti ijöldafundi í A-Þýskalandi og var ákaft fagnað þegar hann boðaði skýra og einfalda stefnu. Hann hét A-Þjóðveijum að styrkja þá fjárhagslega, hvatti þá til að sameinast V-Þýska- landi og hafnaði hugmyndum um hlutlaust sameinað Þyska- land. Skoðanabræður Kohls unnu mikinn sigur í kosning- unum og fengu hægrisinnuðu, kristilegu samstarfsflokkarnir 48,1% atkvæða; 193 þing- menn af 400. Eins og í öðru ríki, Nic- aragua, þar sem alræði sandinista var nýlega hafnað í almennum kosningum, kom það þægilega á óvart í A- Þýskalandi, hve góðan sigur einörðustu andstæðingar kommúnisma og sósíalisma unnu. Bæði í Nicaragua og A-Þýskalandi höfðu skoðan- ankannanir gefið vísbendingu um annað. Má draga þá álykt- un, að í alræðisríkjum þori fólk ekki að segja spyijendum í könnunum hug sinn af ótta við persónunjósnir? Vestur-Þýskaland reis á sínum tíma úr rústum styrj- aldarinnar undir forystu kristilegra demókrata og fóru þeir Kondrad Adenauer og Ludwig Erhard þar í broddi fylkingar. Flokkur þeirra hef- ur ætíð haft á stefnuskrá sinni, að Þýskaland eigi að sameinast í eitt ríki. Það hefði orðið sögulegt áfall og mikill hnekkir fyrir kristilega demó- krata, ef þeim hefði ekki vegnað vel í fyrstu frjálsu kosningunum í Á-Þyskalandi. Úrslitin voru afdráttarlaus: sigurvegararnir hafna komm- únisma og sósíalisma og vilja skjóta sameiningu Þýska- lands. Atburðarásin hefur verið ákaflega hröð i A-Þýskalandi frá því að Berlínarmúrinn hrundi undan þrýstingi fólks- ins í byrjun nóvember. Kosn- ingunum á sunnudag var flýtt, einnig vegna þrýstings fólks- ins, en að jafnaði flýja rúm- lega 2.000 manns á degi hverjum frá ríki kommúnista vestur í lýðræðið. Helmut Kohl hefur hvatt A-Þjóðverja til að dveljast nú á heimaslóð- um og taka þátt í markvissri uppbyggingu eigin lands í samvinnu við frændurna í vestri. Lýðræðislegir stjórnar- hættir, markaðsbúskapur og haldgóður gjaldmiðill munu enn sýna og sanna, að Berlín- armúrinn var reistur til að neyða fólk til búsetu undir stjórn kommúnista. Kohl eyg- ir tækifæri til að verða fyrsti kanslari sameinaðs Þýska- lands. A-Þjóðveijar hafa tekið sögulega ákvörðun í fijálsum kosningum. Glæsilegur sigur hefur unnist í gömlu baráttu- máli lýðræðissinna. URSLIT AUSTUR-Þ YSKU KOSNINGANNA Kampavínið flóði á sig'ur- hátíð kristílegra demókrata Austur-Berlín. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. Umsjónarmaður kjörstaðar í Potsdam í Austur-Berlín tók starf sitt hátíðlega á sunnudag. Hann sá til þess að ölium reglum væri framfylgt út í ystu æsar. Kjósendur urðu að merkja við sinn flokk í kjörklefa, þar sem enginn sá til, og stinga seðlinum saman brotnum í kjörkassann. Kjörklefinn var reyndar bara trékassi sem stóð upp á rönd á borði en þjónaði tilætluðum til- gangi. Fólk mátti ekki vera með læti og allur áróður var strang- lega bannaður. Maðurinn var einn af 220.000 starfsmönnum á 22.000 kjörstöðum í landinu. Þeir báru ábyrgð á að fyrstu frjálsu og lýðræðislegu kosningarnar í Austur-Þýskalandi færu heiðar- lega fram. Reuter Austur-Þjóöverjar í biöröö við kjörstað á sunnudag. í baksýn er Berlínarmúrinn og enn §ær sést varðturn. Viðbrögð við niðurstöðum kosninganna í A-Þýskalandi: Urslitín skilyrðislaus krafa uni sameiningu London, Bonn, Moskvu. Reuter. HÆGRISINNAÐIR stjórnmálaleiðtogar á Vesturlöndum og mörg dagblöð fognuðu í gær sigri kristilegra demókrata í fyrstu frjálsu þingkosningunum í Austur-Þýskalandi í 57 ár og sögðu úrslitin sýna skilyrðislausa kröfú kjósenda um sameinað Þýskaland og aðild þess að Atlantshafsbandalaginu (NATO). Stuðningsmenn kommúnista og sósíalista í Austur-Þýskalandi hvöttu til að hægt yrði farið í sakirnar við sameininguna. Sumir fréttaskýrendur sögðu að fjárhagssjónarmið ein hefðu ráðið ferðinni hjá austur-þýskum kjós- endum. „Þeir kusu með maganum," sagði franska dagblaðið Liberation, sem er vinstrisinnað. Sovésk stjórnvöld ráðlögðu nýju leiðtogunum í Austur-Þýskalandi að flýta sér hægt í sameiningarmál- unum og ítrekuðu þá skoðun sína að sameinað Þýskaland gæti ekki orðið aðili að NATO. „Við virðum afstöðu austur-þýskra kjósenda,“ sagði Gennadíj Gerasímov, tfilsmað- ur sovéska utanríkisráðuneytisins, „en ætlumst jafnframt til þess að nýir ráðamenn Austur-Þýskalands taki tillit til skuldbindinga þess og hagsmuna okkar.“ Bandarísk stjórnvöld sögðu kosn- ingaúrslitin efla þá sem berðusl fyrir sameinuðu Þýskalandi og aðild þess að NATO. Margaret Thatcher, forsætisráðherra Breta, sagði að úrslitin væru mikill sigur fyrir Aust- ur-Þýskaland og Evrópu. „Við árn- um Austur-Þjóðveijum heilla og óskum þeim velfarnaðar í framtíð- inni,“ sagði hún. Roland Dumas, utanríkisráð- herra Frakka, sagði að kosningaúr- slitin væru persónulegur sigur Helmuts Kohls en gagnrýndi bar- áttu kanslarans fyrir skjótri sam- einingu. Jacques Delors, forseti fram- kvæmdanefndar Evrópubandalags- ins, sagði að Vestur-Þjóðveijaryrðu að ráðgast við vinaþjóðir sínar áður en af sameiningunni yrði. Kínverskir fjölmiðlar hafa ekki minnst einu orði á kosningarnar í Austur-Þýskalandi. Kjörstaðir voru opnir milli klukk- an 7 og 18 en nokkrir fengu að opna klukkan fimm fyrir verkafólk sem þurfti að fara á vakt. Biðraðir mynduðust fyrir utan suma en yfir- leitt dreifðist kjörsóknin vfir dag- inn. 92% kjósenda greiddu atkvæði. Ung hjón í Potsdam komu á kjör- stað skömmu eftir hádegi. Þau sögðust hafa ákveðið að koma þar við á sunnudagsgöngunni í góðviðr- inu. Hingað til höfðu þau orðið að greiða atkvæði til að komast hjá vandræðum, yfirleitt farið á kjör- stað með starfsfélögum sínum og stungið stuðningsseðlinum frá gamla kommúnistaflokknum í kjör- kassann. Þá var óþarfi að merkja við á honum. Þau greiddu Kristilega demókrataflokknum (CDU) at- kvæði í þetta sinn eftir langa um- hugsun. Þau sögðu að það myndi koma landinu best. Þannig myndi ijárhagsstuðningur berast sem fyrst frá Bonn og samruni þýsku ríkjanna ganga hraðast fyrir sig. Mikill mannfjöldi var saman kominn í miðborg Austur-Berlínar. Fólk gekk um, skiptist á skoðunum og beið úrslitanna af mikilli eftir- væntingu. Fyrsta spáin kom um kvöldmat. Hún dró niður í jafnaðar- mönnum en þeir biðu afhroð í kosn- ingunum. Gamla kommúnista- flokknum (PDS) gekk hins vegar mun betur en búist var við, hann hlaut rúm 16% atkyæða. Þeir sem kusu kommúnista sögðu að Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD) hefði ekki hlotið meira fylgi vegna þess að hann talaði ekki máli verka- lýðsins í landinu. Þeir voru ánægðir með fylgi síns flokks og sögðu að hann yrði sterkt stjórnarandstöðu- afl í Þýskalandi í framtíðinni. Hóp- ur unglinga úr flokknum gekk um kvöldið gi-afalvarlegur um borgina með fána alþýðulýðveldisins og minnti helst á Iíkfylgd. Mikill mannfjöldi var á kosninga- hátíð Sambands ’90, sem Nýr vett- vangur á aðild að. Sambandið hlaut tæp þijú prósent atkvæða og má vel við una. En mest var kætin á stjörnulaga skemmtistað þar sem kristilegir demókratar héldu upp á stórsigur sinn. Þar var skálað í kampavíni og fólk hló, söng og klappaði saman lófunum. Það fagn- aði því að rúm 40% Þjóðveija höfðu greitt atkvæði með velferð og frelsi í landinu. Reuter Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands og leiðtogi flokks kristi- legra demókrata (CDU), sést hér brosleitur á blaðamannafundi á sunnudag. Fyrstu kosningatölur í Austur-Þýskalandi gáfu þegar til kynna hvað í vændum væri; stórsigur systurflokks kristilegra í al- þýðulýðveldinu er senn samcinast V-Þýskalandi í eitt ríki. Hátíðarstund í lífi Þjóðverja —segir Helmut Kohl kanslari Bonn. Reuter. URSLITIN í kosningunum í Austur-Þýskalandi eru mikil stuðnings- yfirlýsing við Helmut Kohl, kanslara Vestur-Þýskalands, og hugmynd- ir hans um sameiningu þýsku ríkjanna. „Niðurstaðan er stórkostleg. Þetta er hátíðarstund í lífi Þjóð- veija,“ sagði Kohl þegar úrslit kosn- inganna í Austur-Þýskalandi voru kunn. Hann hafði sætt ámæli heima fyrir og erlendis fyrir ákefð í mál- flutningi fyrir sameiningu þýsku 'ríkjanna. Urslitin eru hins vegar túlkuð sem stuðningsyfirlýsing við tillögur Kohls. í gær hvöttu leiðtogar hægri manna í Vestur-Þýskalandi til þess að sameiningu yrði hraðað sem frokast væri og myntbandalagi komið strax á legg. Talið er að úrslit kosninganna í Austur-Þýska- landi muni stórauka möguleika Kohls til að fara með sigur af hólmi í þingkosningunum í Vestur-Þýska- landi í desember næstkomandi. Jafnaðarmenn eru einnig í kosn- ingahug því í gær tilkynnti Hans- Jochen Vogel, leiðtogi Jafnaðar- mannaflókksins (SPD), að Oskar Lafontaine, forsætisráðherra Saar- lands, yrði kanslaraefni flokksins í þingkosningunum. Eftirlitsnefíid Evrópuráðsins: Ekkert í framkvæmd kosn- inganna sem gæli ógilt þær Austur-Berlín. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunbladsins. „ÞAÐ kom greinilega fram i viðtölum við undirkjörnefndir og starfsmenn kjörstaða að fólk lagði mikinn metnað í að sýna fram á að eftirlit með því að kosningarnar væru frjálsar og leynilegar væri strangt,“ sagði Ragnhildur Helgadóttir, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, í samtali við Morgunblaðið í gær. Hún er fulltrúi í tíu manna eftirlitsnefhd Evrópuráðsins sem fylgdist með kosningunum í Austur-Þýskalandi á sunnudag. Hún fór á 22 kjörstaði í Leipzig og nágrenni ásamt þingmönnum Frjálslynda demókrataflokksins (LDP) í Austur-Þýskalandi á kjördag. „Neftidin varð ekki vör við neitt í framkvæmd kosninganna sem gæti ógilt þær,“ sagði hún. Eftirlitsnefndin fylgdist með kosningunum þar sem Austur- Þýskaland hefur sótt um gestaað- ild að Evrópuráðinu. Aðildarríki þess eru lýðræðisríki og frumskil- yrði er að fjölflokkaþing þeirra séu kjörin í fijálsum, leynilegum kosn- ingum. Nefndin lýsti því yfir að kosningunum loknum að hún teldi að þessum skilyrðum hefði verið fullnægt og ekkert stæði í vegi fyrir gestaaðild Austur-Þýska- lands að ráðinu. Ragnhildi og félögum hennar var ekið á milli kjörstaða í svörtum Volvo, sem er í eigu ríkisins. Frammámönnum gamla kommún- istaflokksins var áður ekið um í slíkum bifreiðum. Farþegum þeirra er enn gefið hornauga og Ragn- hildur sagði að brúnin hefði lyfst á fólki þegar það hefði heyrt að þingmennirnir væru úr evrópsku eftirlitsnefndinni. „Það voru yfir- leitt sjálfboðaliðar úr öllum flokk- um á kjörstöðum. Margir bentu okkur á að þjóðin hefði enga reynslu af að halda leynilegar kosningar og spurðu hvernig þeim væri háttað í heimalöndum okkar,“ sagði Ragnhildur. Ragnhildur var í Höll lýðveldis- ins, þar sem þing Austur-Þýska- lands kemur saman, á sunnudags- kvöld. Þýsku sjónvarpsstöðvarnar og aðrar höfðu aðstöðu þar og Ragnhildur sagði að það hefði ver- ið merkilegt að fylgjast með við- burðunum i þessari byggingu á kosninganótt. Hún sagði að kosn- ingarnar sýndu mjög greinilega að Austur-Þjóðveijar vildu breyta stjórnarfyrirkomulagi landsins, sameinast sambandslýðveldinu, taka upp markaðsbúskap og stuðla að betri afkomu. Algeng skýring á stórsigri Kristilegra demókrata, CDU, er að Austur-Þjóðveijar hafl í raun verið að kjósa Helmut Kohl, kanslara Vestur-Þýskalands, ríkis- stjórn hans og vestur-þýska mark- ið er þeir greiddu flokknum at- kvæði sín. Ragnhildur var á öðru máli. „Stuðningsmenn flokksins Ragnhildur Helgadóttir alþingis- maður. voru að greiða frelsi, mannréttind- um og samstarfi við önnur Evró- puríki atkvæði þegar þeir kusu hann,“ sagði Ragnhildur. Kohl á RÖSE-ráðstefíiu: Itrekar aðild sameinaðs Þýskalands að NATO Bonn. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. HELMUT Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, ítrekaði við upphaf ráð- stefnu um efnahagssamvinnu í Evrópu í Bonn í gær tryggð þýsku þjóðarinnar við vestræna samvinnu og sagði að sameinað Þýskaland yrði aðili að Atlantshafsbandalaginu (NATO). í ávarpinu vék kanslarinn jafn- framt að landamærum Póllands og sagði, að sem fyrst yrði gengið frá formlegum samningi á milli Pól- Iands og þýsku ríkjanna, sem tryggðu Pólveijum óbreytt landa- mæri. Kohl lýsti vilja vestur-þýsku stjórnarinnar og þingsins til tafar- lausra viðræðna við nýkjörin stjórn- völd og þing í Austur-Þýskalandi um allt er varðar sameiningu ríkjanna. Kanslarinn Iagði áherslu á að sameinað Þýskaland yrði innan Evrópubandalagsins og benti á að allar götur frá 1957 hafi verið gert ráð fyrir aðild Austur-Þýskalands án fyrirvara ef til sameiningar ríkjanna kæmi. Lothar de Maiziere: * Abyrgðarfullur og skylduræk- inn en enginn mælskumaður LOTHAR de Maiziere, formaður Kristilega demókrataflokksins í Austur-Þýskalandi og að öllum líkindum síðasti forsætisráðherra ríkisins, er öðrum inönnum fremur talinn hafa gefið flokknum það yfirbragð ábyrgðar og festu, sem einkenndi hann í kosninga- baráttunni. Það var þó ekki fyrir mælskuna því að hann er lítill ræðumaður, hcldur vegna ábyrgðartilfinningar og skyldurækni, sem eins og skein út úr hverjum hans andlitsdrætti. De Maiziere er kominn af Húg- enottum, sem flýðu til Berlínar frá Frakklandi, og hóf starfsferil sinn sem tónlistarmaður. Síðar stundaði hann laganám og tók oft að sér málflutning fyrir andófs- menn. í Kristilega demókrata- flokkinn (CDU), sem í 40 ár var undir hælnum á kommúnistum, gekk hann 16 ára gamall en vegna þess hvernig ástandið var vildi hann aldrei taka að sér neinar trúnaðarstöður fyrir flokkinn. Það kom því flestum á óvart þegar de Maiziere var valinn flokks- formaður en sannleikurinn er sá, að það var ekki um marga að velja, sem ekki höfðu á einhvern hátt tengst kommúnistum í her- leiðingunni. Sigur kristilegra demókrata og samstarfsflokka þeirra var mikill og virtist ekki korna neinum jafn mikið á óvart og de Maiziere sjálf- um. Hann er ekki margmáll yfir- leitt en nú mátti hann vart mæla. „Lothar, Lothar,“ hrópuðu stuðn- ingsmenn flokksins þegar úrslitin voru ljós og de Maiziere gat að- eins stunið þessu upp: „Þetta eru ánægjuleg úrslit, sem við getum verið stoltir af.“ De Maiziere tók við flokks- forystunni 2. nóvember á liðnu hausti og lét það verða sitt fyrsta verk að víkja þeim til hliðar, sem höfðu starfað mest með kommún- istum. Hann var aðstoðarforsæt- isráðherra í bráðabirgðastjórn Hans Modrows forsætisráðherra og vann samtímis að því að koma á bandalagi við tvo aðra hægri- flokka og treysta böndin við kristi- lega demókrata í Vestur-Þýska- landi. De Maiziere þykir mikill mannasættir og líklegt, að þeir eiginleikar hans komi að notum við stjórnarmyndunina og í þeim samningum, sem brátt munu fara í hönd, um sameiningu ríkjanna. Reuter Lothar de Maiziere var að sjálf- sögðu kampakátur þegar hann sá hvert stefndi í talningunni en það kom ekki síður honum en öðrum á óvart hve sigurinn var stór. Lothar de Maiziere er fæddur 2. mars árið 1940 í Nordhausen og voru foreldrar hans mjög trú- aðir mótmælendur eins og líklegt er með afkomendur Ilúgenot- tanna. Hann er kvæntur og á þijár dætur barna. (Heimild: Reuter, The Ec- onomist) Skipting þingsæta Austur-Berlín. Reuter. ALLS fengu þrettán flokkar þingsæti í kosningunum í Austur- Þýskalandi á sunnudag. Bandalag fyrir Þýskaland, þ.e. Kristi- legi demókrataflokkurinn (CDU), Þýska sósíalsambandið (DSU) og Lýðræðisvakning (DU), fékk alls 193 þingsæti af 400. Hér er fylgi flokkanna þrettán í prósentum og síðan kemur fjöldi þingmanna: • Kristilegi demókrataflokkurinn (CDU):....40,91% 164 • Jafnaðarmannaflokkur Þýskalands (SPD):....21,84% 87 • Fl. hinslýðræðislegasósíalisma(PDS):......16,33% 65 • Þýska sósíalsambandið (DSU):..............6,32% 25 • Samband frjálsra demókrata (BFD):.........5,28% 21 • Sambandið ’90:............................2,90% 12 • Lýðræðislegi bændaflokkurinn (DBD):.......2,19% 9 • Græningjar og óháðu kvennasamtökin:.......1,96% 8 • Lýðræðisvakning (DA):................... 0,92% 4 • Þjóðarflokkur demókrata (NDPD):...........0,39% 2 • Lýðræðislega kvennafylkingin (DFD):.......0,33% 1 • Bandalag sameinaðra vinstrimanna (AVL):...0,18% 1 • Valkostur ungmenna (AJL):.................0,13% 1 Kristilegi demókrataflokkurinn fékk mest fylgi í suðurhluta lands- ins. Til að mynda fékk flokkurinn 62% í Erfurt, 60% í Dresden og 50% í Leipzig, sem er mun meira fylgi en hægriflokkar í Vestur-Þýska- landi hafa fengið í síðustu kosningum. Hins vegar fékk hann aðeins rúmlega 18% atkvæða í Austur-Berlín, en þar var fylgi Jafnaðar- mannaflokksins mest, eða um 35%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.