Morgunblaðið - 20.03.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.03.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1990 Bij óstakrabbamein: Bættar lífslíkur — grunn- rannsóknum að þakka eftir Helgu Ogmundsdóttur í starfi Krabbameinsfélags ís- lands hefur einkum verið lögð áhersla á tvennt. Annars vegar hvaðeina sem lýtur að forvömum gegn illkynja sjúkdómum og hins vegar að fítja upp á nýrri starfsemi sem miðar að vörnum gegn krabba- meini í einhverri mynd þess og ekki hefur verið sinnt af öðrum hér á landi. Þær nýjungar sem hrundið var af stað í kjölfar þjóðarátaks 1986 voru einmitt í þessum anda: Hafín var heimahlynning, sem hefur að markmiði að hlúa að krabba- meinssjúklingum á heimilum sínum og sett var á stofn rannsóknastofa í sameinda- og frumulíffræði sem hér verður sagt frá. Markmiðið með stofnun rannsóknastofunar var að þar yrðu stundaðar grunnrannsóknir á eðli krabbameins. Er þetta fyrsta rannsóknastofan hérlendis sem leggur stund á tilraunavísindi án þess að vera í tengslum við Háskóla Islands eða aðra opinbera stofnun. Þar sem rannsóknir miða að því að auka þekkingu geta krabbameins- rannsóknir eðli sínu samkvæmt tal- ist til forvamarstarfs. Húsnæði rannsóknastofunnar var innréttað á fyrstu mánuðum ársins 1987 í kjallara húss krabbameinsfé- lagsins við Skógarhlíð 8 og varið til þess hluta af því fé sem safnazt hafði í þjóðarátaki 1986. Ýmsir aðilar veittu styrki til kaupa á tækj- um: íslenzkir aðalverktakar, kvenfé- lagið Hringurinn, Eggert V. Briem, Vísindasjóður íslands og Minningar- sjóður Bergþóru Magnúsdóttur og Jakobs Bjamasonar. Rannsókna- stofan var formlega tekin í notkun 4. marz 1988 en tækjavæðingu var 0DEXIQN léttir ykkur störfin APTON-smíðakerfið leysir vandann Svört stálrör Grá stálrör Krómuð stálrör Álrör - falleg áferð Aflargerðirtengja Við sníðum niður eftir máli LANDSSMIÐJAN HF. Verslun: Sölvhólsgötu 13 Sími (91)20680 TIlSÍGURS kJÓÐARÁTAK GEGN KRABBAMEINI 31. mars -1. apríl 1990 lokið síðari hluta árs 1988. Telja má að fyrstu tvö árin hafi verið tími uppbyggingar og þróunar bæði að ytri búnaði og aðstæðum og í starf- semi. Rannsóknastofan telst nú full- mönnuð í bili, en fast starfsfólk er nú sem hér segir: forstöðumaður (sem er læknir með sérmenntun í ónæmisfræði), sameindaerfðafræð- ingur, þrír líffræðingar og tveir meinatæknar. Auk þess hafa nemar unnið að rannsóknarverkefnum til BS- prófs og útlendir skiptinemar dvalizt hér nokkrar vikur í senn. Þegar fyrirhuguð starfsemi rann- sóknastofunnar var kynnt við opnun hennar (sjá Heilbrigðismál, 1. tbl. 1988, bls. 32) var lögð áherzla á að aðstæður til krabbameinsrann- sókna væru að mörgu leyti sérstakar hérlendis, t.d. vegna góðrar heil- brigðisþjónustu, hæfilegs fólksfjölda og þess hve fólk er hér yfírleitt fúst til samvinnu vegna rannsókna. Þessi atriði hafa reynzt rétt og hafa sýna- safnanir gengið mjög vel en söfnun sýna í svonefndan lífsýnabanka er annar meginþátturinn í starfsem- inni. Nú eru til á rannsóknastofunni sýni frá u.þ.b. 1.200 einstaklingum. Þar af eru sýni frá rúmlega 500 vegna rannsókna á brjóstakrabba- meini, u.þ.b. 700 sýnum hefur verið safnað án tillits til ákveðins sjúk- dóms og auk þess var á sl. sumri safnað sýnum frá 200 manns vegna samvinnuverkefnis 10 Evrópulanda um orsakaþætti magakrabbameins. Sú rannsókn var fyrsta erindið sem okkur hefur borizt um þátttöku í slíkum fjölþjóðaverkefnum og búast má við að framhald verði á slíku þegar farið verður að kynna þennan islenzka lífsýnabanka eftir 1-2 ár. Sett hefur verið reglugerð fyrir lífsýnabankann og eru þar ákvæði til að tryggja trúnað og rétta með- höndlun og notkun sýnanna. Haldin er skrá yfír sýnin í tengslum við krabbameinsskrá KI. Gmnnrannsóknirnar, sem eru hinn meginþáttur starfseminnar, beinast aðallega að tveimur við- fangsefnum: Annars vegar bijósta- krabbameini og hins vegar virkni og starfsemi svokallaðra dráps- fruma. Drápsfrumur teljast til hvítra blóðkorna (eru u.þ.b. 2% þeirra) og HLJOÐKUTAR OG PÚSTRÖR frá viðurkenndum fram- leiðendum í Ameríku og Evrópu í flestar gerðir bíla, t.d.: * TOYOTA * FORD SIERRA * MAZDA * FIAT * MITSUBISHI * SUBARU * O.FL.O.FL. GÆÐAVARA - G0TT VERÐ PÓSTSENDUM Opið laugardaga kl. 10-13 Bílavörubúóin FJÖÐRIN Skeifan 2 simi 82944 tilheyra vamarkefí líkamans gegn sjúkdómum. Þær draga nafn af þeim eiginleika sínum að geta drepið aðrar frumur við snertingu og bein- ist virkni þeirra helzt gegn frumum sem eru afbrigðilegar, t.d. smitaðar af veiru eða illkynja. Það er þess vegna skiljanlegt að þessar frumur hafí verið áhugavert viðfangsefni krabbameinsrannsókna. Meðal ann- ars hefur komið í Ijós að virkni þessara fruma er oft skert hjá sjúkl- ingum með hvítblæði og það sama var upp á teningnum í hópi íslenzkra sjúklinga með illkynja sjúkdóm í beinmerg, svokölluð merg- frumuæxli. Ekki er vitað hvort skert virkni drápsfruma í slíkum tilvikum er afleiðing sjúkdómsins eða e.t.v. meðferðarinnar eða hvort léleg starfsemi drápsfruma kunni í ein- hveijum tilvikum að eiga þátt í til- urð illkynja sjúkdóma. Þá er einnig óvíst hvort hlutverk þessara fruma er eingöngu að drepa aðrar frumur þar eð vísbendingar eru um, að þær geti e.t.v. haft áhrif á vöxt og starfsemi annarra fruma. Þessi tvö atriði höfum við verið að athuga og erum með því að komast nær skiln- ingi á starfsemi og virkni þessara fruma í heilbrigðum og sjúkum. Rannsóknirnar á bijóstakrabba- meini hafa verið unnar í samvinnu við Rannsóknastofu háskólans í frumulíffræði. Bijóstakrabbamein hefur löngum verið talið ættlægt í sumum fjölskyldum og víðtækar rannsóknir krabbameinskrárinnar á ættum kvenna sem hafa fengið bijóstakrabbamein hafa staðfest þetta. Með því að velja til rannsókn- ar ættir þar sem er að finna fleiri sjúklinga með bijóstakrabbamein en gengur og gerist er vonast til að fá vísbendingar um einhveija þá þætti sem valda því að bijóstakrabbamein verður til. Verið er að athuga hvort breytingar eða afbrigði í tilteknum erfðavísum sýni tengsl við bijósta- krabbamein. Til þess eru fyrst rann- sakaðar breytingar sem verða á krabbameinsæxlunum. Þessar rann- sóknir eru komnar það áleiðis að m.a. hefur fundizt að í sumum æxlunum hefur tapazt erfðavísir sem vitað er að hamlar á móti Helga Ögmundsdóttir „ Grunnrannsóknir beinast eingöngu að því að leita að nýrri þekkingu. Það liggur í hlutarins eðli að oft er erfitt að segja fyrir um árangur en ef ekkert er gert verður hann örugglega enginn.“ æxlismyndun. Einnig eru gerðar rannsóknir á frumustarfsemi og leit- að að afbrigði í hegðun frumanna sem gæti tengzt tilhneigingu til æxlismyndunar og er hér verið að fylgja eftir niðurstöðum rannsókna sem gerðar hafa verið í Englandi. Þar hafa verið athugaðir ættingjar sjúklinga með bijóstakrabbamein, en einungis hefur náðst til mjög fárra ættingja hvers sjúklings. Hér á landi gefst einstakt tækifæri til að kanna hvort hér er raunverulega ættgengt fyrirbæri á ferðinni og eru rannsóknir komnar vel á veg í einni ætt. Fyrstu niðurstöður þessara rann- sókna á bijóstakrabbameini hafa verið kynntar á ráðstefnum. Mark- miðin með þeim eru m.a. að komast nær því hvort um arfgengan orsaka- þátt eða -þætti er að ræða. Ennfrem- ur væri æskilegt að geta fundið þá einstaklinga í þessum ættum sem eru líklegir til þess að fá sjúkdóm- inn. Þannig gæti forvarnarstarf orðið markvissara, líkt og reynt er að finna þá sem eiga á hættu að fá hjarta- og æðasjúkdóma með mæl- ingum á blóðfítu og beita síðan ráð- leggingum um mataræði eða lyfja- meðferð í samræmi við niðurstöður. Grunnrannsóknir beinast ein- göngu að því að leita að nýrri þekk- ingu. Það liggur í hlutarins eðli að oft er erfítt að segja fyrir um árang- ur en ef ekkert er gert verður hann örugglega enginn. Afraksturinn er aukin þekking, oftast litlir þekking- armolar hveiju sinni, sem komið er á framfæri með erindaflutningi á ráðstefnum og í greinum í fagtíma- ritum. En margt smátt gerir eitt stórt og þegar þekkingarbrotin safn- ast saman úr ýmsum áttum leiðir þessi starfsemi af sér skref til fram- fara. Oft hefur hlotist af grunnrann- sóknum ýmislegt gagn eða árangur sem var með öllu ófyrirséð við upp- haf þeirra. I þessu sambandi er gjarnan tekið dæmi af ýmiss konar tækninýjungum sem sprottið hafa óbeint af geimrannsóknum. í læknis- fræði má nefna að framfarir í með- ferð við of háum blóðþrýstingi eru að verulegu leyti til komnar vegna niðurstaðna grunnrannsókna í lífeðl- isfræði. Allar krabbameinsrann- sóknir fela í sér það lokamarkmið að þær kunni að leiða til framfara í forvörnum, greiningu eða meðferð. Á málþingi um bijóstakrabbamein sem haldið var í Reykjavík í febrúar sl. var einmitt bent á að verulega bættar lífslíkur kvenna með bijósta- krabbamein á síðustu árum eru ekki sízt grunnrannsóknum að þakka. Rannsóknastofa Krabbameins- félags íslands í sameinda- og frumu- líffræði hefur notið fjárhagslegs stuðnings frá mörgum aðilum. Ýms- ir voru þegar nefndir að ofan, en auk þeirra hafa lagt okkur lið: Rannsóknasjóður Háskóla íslands, Sjúkrasjóður Verkalýðsfélagsins Dagsbrúnar, Sjúkrasjóður Verslun- armannafélags Reykjavíkur, Lands- banki íslands, rannsóknir í kvenna- fræðum, og síðast en ekki sízt Sin- fóníuhljómsveit íslands, sem hélt eftirminnilega styrktartónleika í júní sl. ásamt Kristjáni Jóhannssyni, söngvara, en hann átti frumkvæðið og fékk til liðs við sig tvo ágæta listamenn frá Ítalíu. Allir þessir aðilar eiga miklar þakkir skildar. Höfíindur er forstöðumaður rannsóknastofu Krabbameinsfélags íslands í sameinda- og frumulífffæði. Móttökumar sem ungir læknar fá eftir Ólaf Þór Ævarsson I tilefni af grein í Morgunblaðinu 8. marz 1990 vegna hækkunar á gjaldskrá yfír lækningaleyfi vil ég senda hér nokkrar línur frá Svíþjóð. Undirritaður er læknir í sémámi í Gautaborg. íslenskir læknar hafa um árabil sótt nálega alla sérmenntun sína erlendis. Þetta hafa þeir gert á eigin kostnað og án tækifæris til námslána, knúnir áhuga á fræðun- um. Greinilegt er þegar menn velja sérfræðigrein að oft er haft að leiðar- ljósi hvaða þekkingu vanti og hvað komi að mestum notum fyrir íslensku þjóðina. Þannig hafa íslenskir læknar aflað sér þekkingar og þjálfunar á sífellt nýjum sviðum og er nú orðið sjald- gæft að sjúklingar þurfí að takast á hendur kostnaðarsamar ferðir til meðferðar erlendis. Kostnaður ríkis- ins af þessari menntun er enginn á meðan nágrannaþjóðir reka fram- haldsmenntun sinna lækna með ærnum kostnaði. íslenskir læknar hafa í þessu sambandi flust utan og oft hafa tekið við flutningar á 1-2 „I sjálfu sér eru það ekki upphæðirnar sem eru áhyg-gjuefnið held- ur það viðmót og hug- arfar sem felst á bak við þessa margföldu hækkun.“ ára fresti þegar út er komið. Slíkir flutningar eru kostnaðarsamir ekki eingöngu fjárhagslega en einnig fé- lagslega. Allt þetta Olafi Ragnari að kostnaðarlausu. Ekki ætla ég mér að kvarta undan þessum aðstæðum frekar en starfs- félagar mínir því slíkar kvartanir heyrast sjaldan. Menn telja þetta óumflýjanlegan þátt í að afla góðrar starfsþjálfunar. Varla er þetta ein- göngu eiginhagsmunahyggja því ekki er starfsþjálfun og reynsla metin að verðleikum í launakerfi Ólafs Ragnars. Við ákvörðun launa en nýkominn læknir ekki spurður um doktorsgráðu eða önnur próf heldur hvort hann hafi greitt sérfræðinga- leyfíð. Flestir íslenskir læknar í sérnámi erlendis ráðgera að snúa heim að námi loknu. En raunveruleg laun flestra lækna á íslandi í dag eru ekki sérstaklega áhugavérð nema menn geti unnið mjög mikla yfirvinnu. Þetta vita ungir læknar vel þrátt fyrir ranghugmyndir Ólafs Ragnars um laun lækna. Hann ætti að vita betur og geta gefið upp rétt- ari og minna villandi tölur um kjör meginþorra lækna en hann gerir í umræddri grein. Það er jú hann sem greiðir út launin. Margir íslenskir læknar við störf erlendis fá ágæt tilboð um framtíðar- starf á erlendri grund. Oft eru þessi tilboð freistandi og því mikið áhyggjuefni að tekið er á móti ung- um læknum nýkomnum úr námi með órökstuddri skattpíningu í formi sérfræðileyfa. í sjálfu sér eru það ekki upphæðirnar sem eru áhyggju- efnið heldur það viðmót og hugarfar sem felst á bak við þessa margföldu hækkun og kemur einnig fram í umsögnum og svörum fjármálaráð- herra. Uöfundur er læknir í sérnáni í Gautabörg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.