Morgunblaðið - 20.03.1990, Side 44

Morgunblaðið - 20.03.1990, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1990 mrnrn þennon bíl átti (Jömul tzona. ag ■fngndi hennar." ... ráðgáta. TM Reg. U.S. Pat Off. — all rights reserved c 1990 Los Angeles Times Syndicate Farðu út, settu í gang. Ég kem þegar ég hef lokið við leirinn . . . Með morgnnkaffínu Ég læt vinnukonurnar ganga, þá verður erfiðara fyrir stöðumælaverðina að koma sektarseðlinum fyr- ir... ALFRTÐTjM rjupuna Til Velvakanda. Ég las grein í Velvakanda 16. nóvember 1989 með yfirskriftinni Rjúpan ekki friðhelg. Höfundur veiðimaður. Hann segir meðal ann- ars að þegar rjúpnaveiðitíminn fer í hönd, þá fari að birtast í blöðunum greinar eftir hina og þessa þar sem mótmælt sé ijúpnaveiðum en þeir sem þær skrifa geti engin rök fært fyrir máli sínu. Þá spyr greinar- höfundur hvers vegna íjúpan ætti að vera friðhelg frekar en aðrir fuglar. Hann ber saman ijúpur og kjúklinga og segir að enginn ijarg- viðrist yfir því að þeim skuli slátrað. Þá vitnar hann í Biblíuna, að þar segi að maðurinn sé herra dýranna og honum sé gefið vald á þeim. Þá segir hann að það sé vitleysa að ijúpan þjáist þegar hún verður fyr- ir skoti, hún steindrepist og finni ekkert til. Að endingu segir greinar- höfundur að veiðimenn ættu ekki að láta einhveija nöidrara eyði- leggja fyrir sér ánægjuna. Eg vil gera nokkrar athugasemd- ir við þessa grein. í fyrsta lagi þá er ijúpnadráp gjörólíkt því að slátra kjúklingum. Kjúklingar eru ekki eltir upp um heiðar og fjöll og skotn- ir niður með haglabyssum og sleppa því ekki helsærðir eins og ijúpan. Þeim er vona ég slátrað á heiðarleg- an og hreinlegan hátt. Þó að veiði- maðurinn sé herra dýranna þá á hann ekki að hafa vald til að fara illa með þau og kvelja þau. Það á eklfi að líðast hver sem í hlut á. Og hvað ijúpuna varðar þá er það staðreynd sem verður ekki á móti mælt að fjöldi ijúpna helsærist og deyr síðan kvaldauða. Þá las ég grein í Velvakanda 25. febrúar með yfirskriftinni: Veiðar ekki ókristilegar. Undirskrift: Sportveiðimaður. Hann talar um að hneykslast hafi verið á ijúpnaveiði- mönnum frá Húsavík sem farið hefðu til veiða samtímis því að messað hefði verið í kirkjum lands- ins og spyr hvort veiðar séu á ein- hvern hátt ókristilegar og vitnar í Biblíuna um vald mannsins yfir dýrunum. Þessi greinarhöfundur viðurkennir að ijúpur sleppi særðar en drepist fljótlega. Hann segir en fremur að rjúpnaveiði sé heilsusam- legt sport og segist ekki skilja hvers vegna alltaf sé verið að amast við þessum veiðum. Greinin endar mað orðunum. Er hér ekki um dálítið tvöfalt siðgæði að ræða. Þessari grein vil ég svara með nokkrum orðum. Þeir eru víst ærið margir sem fara á ijúpnavéiðar á sunnudögum og þá um messutí- mann. Ég tel það hiklaust ókristi- legt að stunda ijúpnadráp á sunnu- dögum og það ætti að vera bannað. Greinarhöfundur talar um ijúpna- veiði sem heilsusamlegt sport. Fólk hefur ótal möguleika til að sporta sig sér til heilsubótar á annan hátt en að drepa tjúpur. Ég vil meina að allt of lítið sé gert til að amast við þessum veiðum. Þriðja og síðasta greinin sem ég las í Velvakanda bar yfirskriftina: Takmarka ætti ijúpnaveiðar. Und- irskrift: Veiðimaður. Greinin birtist í Morgunblaðinu 1. mars 1990. Þessi greinarhöfundur lýsir ijúpnaveiðinni eins og hún kemur honum fyrir sjónir og er það ófögur lýsing. Ég hélt að svona vernaður gæti ekki átt sér stað því þetta er ekki réttlætanlegt. Þá segir greinarhöfundur að banna eigi ijúpnaveiðar inni á há- lendi og einnig eigi að banna not- kunn ökutækja með öllu við veið- arnar. Að síðustu segist hann telja rétt að takmarka rjúpnaveiði við 20 íjúpur fyrii' hvern veiðimann. Ég er alveg sammála greinarhöf- undi en vil þó ganga lengra að því leyti að ég vil friða rjúpuna alveg. Ég held að ekki væri hægt að passa að hver veiðimaður dræpi ekki nema 20 ijúpur. Ég vil færa hér nokkur rök fyrir því að friða ijúp- una alveg. í okkar landi er offramleiðsla á kjöti og fleiri matvælum og fjöl- breytni mikil. Það er því engin ástæða til þess að vera að drepa rjúpuna sér til matar, það bara dregur úr sölu á öðru kjöti. Þá eru það rjúpnaskytturnar. Veiðimenn hafa ekki alltaf sýnt fyrirhyggju í veiðiferðum upp um fjöll og heiðar. Þá hefur það margoft gerst að leita hefur þurft að ijúpnaskyttum upp um fjöll og mörg leitin hefur orðið erfið og kostnaðarsöm og stundum ekki borið árangur. Það er hörmu- legast að margir hafa látið lífið við ijúpnaveiðar. Rjúpnadrápið hefur oft verið keypt dýru verði. Ég tel engann skaða skeðan þó að ánægjan, sem einn greinarhöfundur talar um, væri eyðilögð fyrir veiðimönnum. Ég held að nægir möguleikar séu á því að skemmta sér við annað en drepa og særa ijúpur. Ég tel það glæpamennsku að elta íjúpuna á vélknúnum farartækjum upp um fjöll og firnindi eins og greinar- höfundur lýsir því. Þetta verður að banna tafarlaust. Það er staðreynd að ijúpnaveiðar eru mest stundaðar á helgum og sjálfsagt mest á sunnudögum. Eins og ég hef áður sagt þá tel ég ekki kristilegt að stunda íjúpnadráp á sunnudögum. Það á ekki að koma til mála að leyfa slíkt. Það hafa margir árekstrar og vandræði hlot- ist út af ijúpnaveiði. Rjúpan er spakur og fallegur fugl og ætti að vera öllum til yndis- auka. Við íslendingar höfum nóg að borða sem betur fer og höfum því enga þörf fyrir að drepa rjúpuna okkur til matar. Ég tel víst að meiri hluti þjóðarinnar sé því fylgj- andi að alfriða ijúpuna. Ég beini vinsamlega þeim tilmælum til Dýra- verndunarfélags íslands að það beiti sér fyrir því að rjúpan verði alfriðuð sem allra fyrst og ég heiti á alla dýravini að vinna að því. Dýravinur HÖGNI HREKKVÍSI Víkverji skrifar Björgun þýzka flugmannsins af væng vélar hans núna fyrir helgina er náttúrlega sérs- takt afrek. Maðurinn var kominn um borð í þyrlu Landhelgisgæzl- unnar 3-4 mínútum eftir að flug- vél hans skall í sjóinn! Þessi björgun sýnir hvílíkir afburða- menn eru starfahdi hjá Land- helgisgæzlunni og eiga rétt á því að hafa undir höndum beztu tæki, sem völ er á. Sú var tíðin, að starfsmenn Landhelgisgæzlunnar urðu þjóð- kunnir vegna framgöngu sinnar í landhelgisdeilunum við Breta. Nú vekja þeir þjóðarathygli fyrir björgunarafrek - hvað eftir ann- að. XXX I' slenzk hjón, sem lengi hafa búið erlendis eiga erfitt með að skilja verðtryggingakerfið hérlendis. Þau telja, að það hljóti einhver misskilningur að vera fólgin í því, að lán, sem borgað er af hækki! Þegar þeim var bent á, að raunvextir væru sízt hærri hér en í nálægum löndum, héldu þau fast við það, að verðtrygg- ingakerfið kæmi ver út fyrir lán- takanda en hærri nafnvextir. Þegar nafnvextir hækkuðu mjög á árinu 1978 vartekinn upp svonefndur verðbótaþáttur vaxta til þess að greiðslubyrði lántak- enda yrði jafnari. Síðan kom verð- tryggingin til sögunnar, sem hafði sömu áhrif - en lánin hækk- uðu við hverja afborgun a.m.k. framan af. Nú lækkar verðbólgan ört og þá má búast við auknum umræðum um afnám verðtrygg- ingar. I fasteignablaði Morgun- blaðsins í fyrradag var skýrt frá því, hvaða áhrif það mundi hafa fyrir lántakanda, ef verðtrygg- ingin væri afnumin, en nafn- vextir hækkaðir. Niðurstaðan yrði mun þyngri greiðslubyrði í upphafi. Það skyldi þó aldrei fara svo, að lántakendur sakni verð- tryggingar, verði hún afnumin! xxx Víkverjir er þeirrar skoðunar, að báðar sjónvarpsstöðvarn- ar verði að taka sig á. Efni þeirra beggja hefur verið svo lélegt um nokkurt skeið, að þær geta varla búizt við því, að áhorfendur verði reiðubúnir til að borga þau gjöld, sem greiða ber, ef ekki verður breyting til batnaðar. Þar er að vísu sá munur á, að fólk verður að borga ríkissjónvarpið, hvort sem því líkar betur eða ver, sem er í sjálfu sér óeðlilegt. Útsendingartími Stöðvar 2 er mjög langur. Er ekki betra að stytta hann eitthvað en bjóða upp á betra efni?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.