Morgunblaðið - 20.03.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.03.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1990 31 Egill Jónsson (S-Al) Þingsályktun: Urniið verði að stöðvun sandfoks „Alþingi ályktar að fela land- búnaðarráðherra að hlutast til um að gerð verði markviss áætl- un um aðgerðir til að stöðva eyðingu jarðvegs og gróðurs á íslandi þar sem þess er kostur. — Sérstök áherzla verði lögð á að aftnarka þau Iandsvæði þar sem sandfok á sér enn stað svo að unnt sé að hefla þar skipulegt ræktunarstarf." Þannig hefst þingsályktun, sem Alþingi samþykkti í gær. Tillagan felur einnig í sér að kannað verður, hvort Aburðarverksmiðju ríkisins muni fært að lækka verð á áburði til landgræðslustarfa sem einkum væri ráðstafað til brýnustu verk- efna. „Miðað verði við,“ segir í lokaorðum tillögunnar, „að um næstu aldamót verði uppblástur þessara svæða stöðvaður“. Flutningsmenn þingsályktunar- tillögunnar vóru: Egill Jónsson (S-Al), Jón Helgason (F-Sl), Geir Gunnarsson (Abl-Rn), Árni Gunn- arsson (A-Ne), Ingi Björn Alberts- son (FH-Vl), Málmfríður Sigurðar- dóttir (SK-Ne), Guðmundur Agústsson (B-Rv) og Halldór Blöndal (S-Ne). Alþingi: 142 kvart- anir til um- boðsmanns Aríð 1989 yóru 154 mál skráð hjá umboðsmanni Al- þingis. Þar af vóru 150 form- legar kvartanir en 4 mál vóru upp tekin að eigin frumkvæði umboðsmannsins. Að þessum 150 kvörtunum stóðu 160 aðilar, 142 einstaklingar og 18 lögaðilar. Skýrsla umboðsmanns Al- þingis fyrir árið 1989 var lögð fram á þingi í gær. Samkvæmt henni vóru 154 mál skráð hjá umboðsmanni á árinu. 142 ein- staklingar sendu inn kvörtun, þar af 112 karlar og 30 konur. Yngsti kvörtunaraðili var 23 ára, sá elzti 89 ára. Flestir þeirra, er sendu inn kvartanir, vóru á aldrinum 51-60 ára, 36 talsins. Rúmlega 80 kvartanir bárust úr Reykjavík, 27 af Reykjanesi, 11 af Norðurlandi eystra, 9 frá Vestfjörðum, 8 af Suðurlandi en færri úr öðrum kjördæmum. Tvær kvartanir bárust frá ís- lendingum búsettum erlendis. Á árinu hlutu 122 mál lokaaf- greiðslu. 67 mál vóru enn til meðferðar í árslok. Viðauki við bókun 6: Ágreinmgur sljóinarílokkanna hættulegur hagsmunum okkar gagnkvæm tollafríðindi, við bókun 6. viðauka — sögðu þingmenn Sjálfstæðisflokksins Fríverzlunarsamningur íslands og Evrópubandalagsins var undir- ritaður í júlí 1972. Hluti hans, bókun 6, öðlaðist gildi í júlí 1976. Hún íjallar um tollfríðindi sjávarvöru. Saltfiskur féll ekki undir þessi lríðindi. Við inngöngu Grikkja, Portúgala og Spánveija í EB fer mestallur saltfiskútflutningur okkar á EB-markaði og er háður tollmúrum. Eyjólfur Konráð Jónsson (S-Rv) mælti í gær fyrir tillögu til þings- ályktunar, sem hann flytur ásamt Kristínu Einarsdóttur (SK-Rv) og Ragnhildi Helgadóttur (S-Rv), þess efnis, að Alþingi „feli forsætisráð- herra og utanríkisráðherra að und- irbúa nú þegar í samráði við ut- anríkismálanefnd beinar samninga- viðræður við Evrópubandalagið um viðauka við bókun 6 frá 1972“. Eyjólfúr Konráð Jónsson sagði fjóra mánuði liðna síðan þessi mikilvæga tillaga var lögð fram. Það væri því ekki vonum fyrr sem hún komi til umfjöllunar á þingi. Hann sagði að EB hefði gert marga tugi samninga við ríki utan banda- lagsins um gagnkvæm tollfríðindi, án þess að nokkurs konar veiði- heimildir kæmu þar við sögu. Við höfum engar veiðiheimildir að láta. Við viljum hinsvegar semja um Hjörleifúr Guttormsson (Abl- Al) sagði sig og flokk sinn sam- þykka tvíhliða viðræðum við EB. Landsfundur Alþýðubandalagsins hafi lagt áherzlu á beinar viðræður við EB til að fá fram lagfæringu á bókun 6. Hjörleifur gagnrýndi hinsvegar Sjálfstæðisflokkinn sem og bæði viðskipta- og utanríkisráðherra fyrir það að vilja ganga of langt í EB-viðræðum og samningum. Af- staða þeirra samræmdist ekki fyrir- vörum Alþýðubandalagsins. Kristín Einarsdóttir (SK-Rv) sagði að á okkur hafi hallað síðan bókun 6 gekk í gildi. Skylt væri að leita leiðréttinga til að tryggja mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hún var á hinn bóginn gagnrýnin á Geir Haarde og fímm aðrir þingmenn: Afturvirkni skatta aftiumin Siðleysi stjómvalda við setningu skattalaga Sex þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Frjálslynda hægri flokksins flytja frumvarp, þess efnis, að afturvirkni hverfi úr skaitalögum. Lög sem kveða á um skattlagningu „gildi einungis fram í tímann en ekki einnig aftur fyrir sig“. í greinargerð segir að það sé grundvallaratriði í skattarétti með siðuðum þjóðum að skattar séu ekki hækkaðir eða skattþegnum íþyngt með afturvirkum hætti. A síðasta ári hafi skattalögum þó verið breytt í tvígang með afturvirkum hætti. Þessi atriði varða ákvarðanir manna um kaup og sölu íbúðarhúsnæðis á árunum 1988 og 1989. Annars vegar er um að ræða afturvirka íþyngingu gagnvart þeim sem gerðu ráðstafanir til húsnæði- söflunar á árinu 1988 og fyrri hluta árs 1989 í trausti þess að þeir nytu húsnæðisbóta í sex ár eins og gild- andi lög gerðu ráð fyrir. Hins vegar er um að ræða aftur- virka íþyngingu gagnvart aðilum í húsnæðisviðskiptum sem reikna máttu með því að áfallnar verðbætur af yfirteknum lánum reiknuðust sem vaxtagjöld eins og tíðkast hafði lengi. „Báðar þessar breytingar", segir í greinargerð, „stangast á við grund- vallaratriði í réttarfari og lýsa sið- leysi stjórnvalda og virðingarleysi í garð skattþegna“. I frumvarpinu er gert ráð fyrir því að hin afturvirku ákvæði verið felld brott úr lögunum þannig að þeir einstaklingar, sem hér eiga hlut að máli, nái rétti sínum. Lögin verði óbreytt að öðru leyti. Eyjólfiir Konráð Jónsson (S-Rv) þær EFTA-EB-viðræður sem yfir standa. Þorsteinn Pálsson (S-Sl) sagði rétt að sinna íslenzkri hagsmuna- gæzlu bæði í beinum tvíhliða við- ræðum við EB, éins og þessi tillaga mælir fyrir um, og í samfloti með öðrum EFTA-ríkjum. Ríkisstjórnin hafi til þessa hafnað formlegum tvíhliða viðræðum, því miður. Hins vegar sýndu ummæli Hjörléifs Guttormssonar hversu ósamstæð ríkisstjórnin væri í þessu mikla hagsmunamáli okkar. Sundurlyndið í ríkisstjórninn væri hagsmunum okkar í þessu máli og öðrum hættu- legt. Steingrímur J. Sigfússon, sam- gönguráðherra, sagði að Alþýðu- bandalagið hafi fallizt á sérstaka ríkisstjómarbókun, vegna Evrópu- mála, með tilvísan til fyrirvara í samþykkt þingflokksins um málið. Ekki færri en fimm nefndir væru starfandi við að móta fyrirvara og afstöðu íslands til málsins. Akvarð- anir biðu frekari framvindu þess. Jón Sigurðsson, viðskiptaráð- herra, sagði að réttur smáríkja væri jafnan bezt tryggður með fjöl- MMflCI Þingsályktunartillaga: „Þegar norræn og kristin menning mættust á Islandi“ Ritverk um kristni á Islandi í þúsund ár „Alþingi samþykkir, með tilvísun til þingsályktunar frá 17. apríl 1986 um þúsund ára afinæli kristnitökunnar, að fela forsetum þingsins í samráði við þjóðkirkju Islands og guðfræðideild Háskóla íslands að standa fyrir samningu ritverks um kristni á íslandi og áhrif hennar á þjóðlíf og menningu í þúsund ár.“ Þannig hefst tillaga til þingsálykt- að verkinu standa með samþykki unar sem forsetar þingsins og for- menn allra þingflokka lögðu fram á Alþingi I gær. Seinni hluti tillögunn- ar hljóðar svo: „Forsetar þingsins skipi að höfðu samráði við biskup íslands þriggja manna ritstjórn og ráði ritstjóra verksins frá ársbyijun 1991. Rit- stjóri ráði síðar aðra þá höfunda er ritstjórnar. — Kostnaður við verkið greiðist með öðrum útgjöldum Al- þingis. — Ljúka skal samningu verksins á fimm árum.“ í greinargerð kemur fram að ritið er hugsað í tveimur til þremur bind- um og fimm efnisköflum: 1) Kristni- tökutíminn (þegar norræn menning og kristin mættust á íslandi); 2) þjóðasamningum: alþjóðarétti. Ráð- herrann sagði að fram færu tvíhliða viðræður, samhliða EFTA-EB við- ræðum. Nauðsynlegt væri að móta, af okkar hálfu, ákveðna stefnu um umþóttun að og undanþágur frá þeim meginreglum sem væru að hazla sér völl á hinu evrópska efna- hagssvæði. < Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, sagði ísland fara leið tvíhliða viðræðna, samhliða samfloti með EFTA-ríkjum. Spurn- ing væri hvort og þá hvenær taka ætti upp formlega, tvíhliða samn- inga við EB. Það væri mat ríkis- stjórnarinnar að það væri ekki tíma- bært að svo stöddu. Þorsteinn Pálsson (S-Sl) minnti á að allt hafi ætlað af göfium að ganga í stjórnarliðinu þegar sjálf- stæðismenn settu fram kröfur um tvíhliða viðræður. Nú væri allt annað hljóð í þeim herbúðum. Þeir segðu nú að tvíhliða viðræður færu þegar fram og spurning væri hve- nær formlegir tvíhliða samingar um tollahagsmuni okkar yrðu teknir upp. Þorsteinn sagði að málflutn- ingur ráðherra Alþýðubandalags annars vegar og ráðherra Alþýðu- flokks hins vegar gengi út og suð- ur. Agreiningurinn í ríkisstjórninni og jafnvel innan einstakra stjórnar- flokka til þessa mikilvæga hags- munamáls, leiðréttingar á bókun 6 í samningum okkar við EB, væri hættulegur mikilvægum hagsmun- um þjóðarbúsins. Ríkisstjórnin og flokkar hennar yrðu að gera hreint fyrir sínum dyrum í þessu máli og skýra stefnu sína og markmið, undanbragðalaust, fyrir þjóðinni. Fleiri tóku til máls. Kristni þjóðveldistímans (sérstæð þjóðfélags- og kirkjugerð áður en ríkisvald í eiginlegum skilningi náði að festa rætur); 3) Katólskar miðald- ir; 4) Siðbreyting, einveldi og ríkis- kirkja og 5) Sjálfstæði, lýðræðisþró- un, þjóðkirkja, trúfrelsi og fjöl- hyggjá. Flutningsmenn tillögunnar: Guð- rún Helgadóttir, Jón Helgason, Arni Gunnarsson, Ólafur G: Einarsson, Páll Pétursson, Eiður Guðnason, Margrét Frímanns'dóttir, Kristín Einarsdóttir, Guðmundur Agústs- son, Ingi Björn Albertsson og Stefán Valgeirsson. Stuttar þingfréttir ■ HLUTAFÉLAG UM SEM- ENTSVERKSMIÐJU RÍKIS- INS: Fram hefur verið lagt stjómarfumvarp, þess efnis, að Sementsverksmiðju ríkisins verði breytt í hlutafélag. Ríkið verði eigandi allra hlutabréf- anna. Sala hlutabréfanna kemur því aðeins til að Alþingi sam- þykki lagabreytingu þar um. ■ STJ ÓRN ARFUM V ARP UM JAFNSTÖÐU KYNJ- ANNA: Fram hefur verið lagt stjórnarfrumvarp um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla: „Konum og körlum skulu með stjórnvaldsaðgerðum tryggðir jafnir möguleikar til atvinnu, launa og menntunar“. Frum- varpið kveður á um breytt hlut- verk Jafnréttisráðs, úrbætur í réttarfarskafla, framkvæmdaá- ætlanir, stöðuveitingar, tilnefn- ingar í nefndir og ráð, jafnréttis- ráðgjafa, jafnréttisnefndir sveit- arfélaga o.fl. ■ RÁÐIN OG SVEITARFÉ- LÖGIN: Fram hefur verið lagt stjórnarfrumvarp til breytinga á sveitarstjórnarlögum: „I bæjum og kaupstöðum nefnist byggða- ráðin bæjarráð, í hreppum hreppsráð og í Reykjavík borgarráð." Byggðaráðin skulu vera framkvæmdaráð sveitarfé- laganna. ■ FULLNÝTING ÚR- GANGSEFNA: Kristín Einars- dóttir og fleii# þingmenn Sam- taka um kvennalista flytja þingsályktunartillögu, þessefnis, að ríkisstjórninni skuli falið „að stuðla að endurvinnsluiðnaði sem nýti meiri hluta þess sem til fellur af endurvinnanlegum og fullnýtanlegum úrgangsefn- um. Samhliða því verði leitað leiða til að styrkja endurvinnslu- iðnað sem fyrir er í landinu".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.