Morgunblaðið - 20.03.1990, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 20.03.1990, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1990 UMBROTIN I SOVETRIKJUNUM Miklar heræfingar í Litháen valda ótta Stjómin biður um viðurkenningu annarra þjóða á sjálfstæðinu ast að verða við þessari ósk,“ sagði í yfirlýsingu stjórnarinnar sem send var erlendum fréttastofum í Moskvu. Áður hafði forseti Lithá- ens, Vytautas Landsbergis, gefið í skyn að ekki yrði látið undan áðurnefndum kröfum Gorbatsjovs sem einnig hefur lagt til að þjóðar- atkvæði verði haldið um sjálfstæð- ið. Landsbergis sagði að Litháar hefðu margt annað að gera en efna til þjóðaratkvæðis og benti á að þjóðin hefði þegar sýnt ótvíræð- an vilja sinn i frjálsum kosningum. Kommúnistar, sem biðu ósigur í kosningunum nýverið fyrir þjóð- arheyfingunni Sajudis, hafa tekið sæti í stjórn landsins. Þingið kaus Kazimii'u Prunskene, sem er hátt- sett í kommúnistaflokknum og í fararbroddi umbóta- og sjálfstæð- issinna í flokknum, í embætti for- sætisráðherra og hlaut hún þorra atkvæða. Um 30.000 manns af rússneskum ættum efndu til mót- mæla í Vilnius á sunnudag til að mótmæla sjálfstæðisyfirlýsing- unni en mun fleiri söfnuðust sam- an á laugardag til að fagna sjálf- stæðinu. Reuter Þúsundir Letta veifa fána landsins á útifundi í höfúðborginni Riga á sunnudag. Sjálfstæðissinnar unnu mikinn sigur í kosningum til þinga Lettlands og Eistlands og fengu meirihluta þegar í fyrri um- ferð kosninganna. Síðar verður kosið milli tveggja efstu manna þar sem enginn hlaut hreinan meirihluta, einnig í þeim kjördæmum þar sem þátttaka var of lítil. Moskvu. Reuter og Daily Telegraph. RAUÐI herinn hélt umfangsmiklar heræfingar í Litháen á sunnu- dag, daginn áður en þriggja daga firestur er Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti hafði sett landsmönnum til að draga til baka sjálfstæð- isyfirlýsinguna rann út. Forsetinn sagði á sunnudag að ekki væri um neina úrslitakosti að ræða en útskýrði mál sitt ekki frekar. Liháenskir embættismenn sögðu að herflugvélar hefðu flogið yfir allar helstu borgir landsins, þ. á m. höfúðborgina Vilnius, og víða voru skriðdrekar notaðir við æfingarnar. Fregnir bárust af liðs- flutningum Rauða hersins til Litháens frá Sovétríkjunum m.a. til þorpa í grennd við Vilnius. Á laugardag bað ný ríkisstjóm Litháens lýðræðisríki um allan heim að viðurkenna sjálfstæði landsins frá Sovétríkjunum sem lýst var yfir einhliða 11. mars með því að staðfesta sjálfstæðisyfírlýs- inguna frá 1918. „Það yrði mikilvægt tákn um stjórnmálalegan og siðferðislegan stuðning ef viðurkennd yrðu lög og aðrar ákvarðanir sem gerðar voru 11. mars 1990 ogjafnframt viðurkennd ný ríkisstjórn Lithá- ens. Við biðjum ykkur vinsamleg- Lög sett um markaðskerfi og hlutafélög fyrir mitt sumar Verðmyndunarkerfið stokkað upp og kverkatak ríkiseinokunar afiiumið Moskvu. Reuter. MIKHAÍL Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, ætlar að setja lög um róttækar umbætur í efina- hagslífinu fyrir 1. júlí næstkom- andi með það fyrir augum að koma á markaðskerfi í landinu. Var þetta haft eftir sovéskum hagfræðingum í gær, sem sögðu, að meðal annars yrði verðmynd- unarkerfið stokkað upp og búið í haginn fyrir stofnun hlutafé- laga. „Teningunum er kastað. Mark- miðið er að losa kverkatak ríkisein- okunarinnar á efnahagslífinu,“ sagði einn hagfræðinganna. „Ástandið er slæmt og versnar stöð- ugt og því megum við engan tíma missa.“ Interfax, fréttabréf Moskvuút- varpsins, sem oft hefur flutt fyrstu fréttir um fyrirætlanir stjórnvalda, sagði fyrir nokkrum dögum, að Leoníd Abalkín aðstoðarforsætis- ráðherra væri aðalhöfundur efna- hagstillagnanna og ennfremur, að hann og samstarfsmenn hans hefðu verið sammála um, að efnahagsum- bæturnar í Póllandi væru fyrir- myndin fyrir Sovétmenn. í reynd hafa Finnar hins vegar viðurkennt tilvist sovétlýðveldanna Eistlands, Lettlands og Litháens. Urho Kekkonen fyrrum forseti veitti þessa viðurkenningu á sjö- unda áratugnum þegar hann heim- sótti Tallinn, höfuðborg Eistlands. Þessi stefna finnsku ríkisstjóm- arinnar er ekki frábrugðin stefnu margra annarra ríkja, en sjálfstæð- isyfirlýsing Litháa hefur samt vakið í ræðu, sem Gorbatsjov flutti í síðustu viku eftir að hann hafði verið kjör- inn í hið nýja forsetaembætti, boðaði hann rót- tækar breyting- ar á efnahagslíf- inu og Níkolaj Petrakov, einn helsti efnahags- ráðgjafi hans, staðfesti það um helgina þegar hann sagði í viðtali við Interfax, að erlend fyrirtæki ættu að geta eignast hlut í sovésk- um fyrirtækjum. Sagði hann, að opna yrði sovéska hagkerfið til að það gæti lagað sig að og orðið þátt- takandi í hinni alþjóðlegu verka- skiptingu. Þá vildi Petrakov ekki útiloka, að Sovétmenn þægju er- lenda aðstoð í líkingu við Marshall- aðstoðina eftir stríð. Interfax sagði, að hópur 60 sér- fræðinga með Abalkín í broddi fylk- ingar hefði komist að þeirri niður- stöðu, að hálfkákið hingað til hefði gert illt verra og Petrakov sakaði stjórnina um að fylgja „brjálaðri fjárfestingarstefnu" með því að ausa fé í risavaxin iðnaðarævintýri, umræðu um þau skilyrði sem Finnar telja nægileg fyrir því að veita við- urkenningu. Fyrir skömmu ákvað stjórnin að viðurkenna sjálfstæði Namibíu um leið og landið gerist sjálfstætt ríki 21. mars nk. Að þvf best er vitað höfðu Namibíumenn ekki leitað til finnsku ríkisstjórnar- innar í þessum efnum og var staða þeirra þess vegna sú sama og staða Litháa. sem ekki væri unnt að ljúka, og með því að missa stjórn á launamál- unum. Erlendir stjórnarerindrekar í Moskvu telja, að þessum skeytum sé aðallega beint að Níkolaj Ryzh- kov forsætisráðherra og muni stutt í að hann fari frá. í ræðu sinni í síðustu viku sagði Gorbatsjov, að það væri „efnahags- legá, stjórnmálalega og sálfræði- lega“ flókið mál að koma á mark- aðskerfi í Sovétríkjunum og átti þá augljóslega við ótta margra við „afturhvarfið til kapítalismans". Um þetta og áhrif kommúnismans JEGOR Lígatsjov, einn helsti frammámaður afturhaldsmanna í sovéska kommúnistaflokknum, gerði á föstudag harða hríð að Míkhaíl Gorbatsjov forseta. Lígatsjov sagði að umbótastefha leiðtogans væri að koma Sov- étríkjunum á kné og splundra sósíalísku samfélagi í landinu. Þessi ummæli komu fram í ræðu Lígatsjovs á miðstjórnarfúndi kommúnista sem birt var í flokksmálgagninu Prövdu á sunnudag ásamt öðrum ræðum á fundinum. „Helsta ástæða þess að ástand- ið er svo alvarlegt í landinu er að flokknum hefur hnignað hvað snertir hugmyndafræði og skipu- lag,“ sagði Lígatsjov. Hann taldi nýtt forsetaembætti með stór- auknum völdum, sem Gorbatsjov hefur tekið við, ekki geta leyst vandann, það gætu aðeins flokkur- inn og sovétin í sameiningu. Sovét- in, héraðsráðin, áttu upphaflega að vera þær stofnanir sem mótuðu stefnuna eftir að bolsévikar rændu völdum í landinu 1917. „Það er sagt að breytingarnar í Austur- Evrópu geri kleift að skapa eitt menningarsamfélag,“ sagði Lígatsjov. „Það getur verið. En á hina rússnesku þjóðarsál hefur nokkuð verið fjallað í sovéskum fjöl- miðlum að undanförnu, meðal ann- ars í Moskvusjónvarpinu, sem hafði viðtal við gamla konu, sem bjó við sárustu fátækt í þorpi á lands- byggðinni. „Byltingin gaf okkur nýtt líf,“ sagði gamla konan um leið og hún öslaði forina inn í húskofa, sem virt- ist að hruni kominn, og nældi sér í matarbita úr niðursuðudós. „Ef kapitalistamir koma aftur taka þeir allt þetta frá mér.“ nú er allt annað að gerast. Ég styð að sjálf- sögðu samvinnu ólíkra landa en hún má ekki verða á kostnað sósíalismans, ekki verða til að styrkja kapítal- ismann. Allt stefnir í þessa átt. Atlantshafsbandalagið (NATO) styrkir stöðu sína og samfélag sósíalistaríkja er að hrynja.“ Lígatsjov sagði að Gorbatsjov hefði átt sinn þátt í hruni kommún- istastjórna í Á-Evrópu með því að styðja ekki við bakið á þeim. Einn- ig áform Þjóðveija, einkum mögu- lega aðild alls landsins að NATO, og taldi ljóst að baráttan á al- þjóðavettvangi stæði enn milli só- síalisma og kapítalisma. Lígatsjov, sem á sæti í valda- mestu stofnun landsins, stjórn- málaráðinu, sagði breytingarnar í A-Evrópu fela í sér afturhvarf til kapítalismans og rétt væri að við- urkenna opinskátt að þetta væri ósigur fyrir sosíalismann. Hins vegar væri hann sjálfur bjartsýnis- maður og teldi að í sögulegu tilliti væri þetta aðeins tímabundið áfall. Litháum leikur forvitni á að vita hver viðbrögð ríkja á Vesturlönd- um við sjálfstæðisyfírlýsingunni hafa orðið. Svo virðist sem litlar fréttir hafi borist til Litháens um viðbrögð við sjálfstæðisyfirlýsing- unni.„Hefur Margaret Thatcher [forsætisráðherra Bretlands] veitt okkur viðurkenningu,“ spurðu vegfarendur í Vilnu, höfuðborg Litháens, blaðamann breska blaðs- ins Daily Télegraph, sem fór til Litháens til að kynna sér ástandið þar. „Styður Bush Bandaríkjafor- seti okkur?“ spurðu aðrir. Hann sagðist andvígur þeim sem vildu innleiða einkaeign í Sov- étríkjunum og breyta flokknum í jafnaðarmannaflokk. Ráðist á Lígatsjov Umbótasinnar á miðstjómar- fundinum deildu mjög á Lígatsjov sem er 69 ára gamall og hefur yfirumsjón landbúnaðarmála á sinni könnu. Talsmaður umbóta- sinna, Viktor Míshín, sagði Lígastjov hafa gegnt mikilvægu hlutverki er horfið var frá stöðnun Brezhnev-tímans en nú væri hann orðinn holdtekja afturhaldssem- innar. „Getur stjórnmálamaðurinn Lígatsjov tekið róttækum breyt- ingum héðan af? Ég hygg að það geti hann aðeins með því að losa sig við sjálfan persónuleikann.“ Míshín kvaðst ekki heimta afsögn en bað Lígatsjov um að draga sig í hlé af fúsum og fijálsum vilja til að treysta framtíð flokksins. Lígatsjov vísaði kröfunum á bug. „Þegar kommúnisti hverfur úr hárri stöðu vegna hrópa lýð- skrumara eða hópa jafngildir það úrsögn úr flokknum. Þeir vilja bara bijóta okkur niður, siðferðis- lega jafnt sem sálfræðilega,“ sagði hann. Finnar viðurkenna ekki sjálfstætt ríki Litháa Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaösins. FINNSKA ríkisstjórnin ætlar ekki að viðurkenna sjálfstæði Lithá- ens. Að minnsta kosti ekki fyrr en Litháar hafa fengið viðurkenn- ingu frá Moskvu. Ríkisstjórnin gefúr þá skýringu í þessu máli að stefna Finnlands hafi verið að viðurkenna sjálfstæði ríkis þegar nýtt ríki biður formlega um viðurkenningu; Litháar hafi ekki gert þetta. Hins vegar bendir stjórnin einnig á það að Finnar hafi aldrei formlega viðurkennt innlimun Eystrasaltsríkjanna þriggja í Sovétrík- in. Gorbatsjov . Lígatsjov segir umbóta- steftiuna knésetja landið Moskvu. Reuter.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.