Morgunblaðið - 20.03.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.03.1990, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1990 Hjónaminning: Jón Guðmundsson Helga G. Jósefsdóttír Jón Guðmundsson Fæddur 3. september 1900 Dáinn 30. janúar 1988 Helga Guðrún Fædd 12. júlí 1901 Dáin 22. maí 1971 Að Móskógum í Vestur-Fljótum, næsta bæ við æskuheimili mitt, Wsta-Mó, bjuggu hjónin Jón Guð- mundsson og Helga Guðrún Jósefs- dóttir árin 1929-1940. Þá flytjast þau að Molastöðum í Austur-Fljót- um. Jón er fæddur Fljótamaður, son- ur hjónanna Aðalbjargar Péturs- dóttur og Guðmnndar Halldórsson- ar, er bjuggu lengi í Neðra-Haga- nesi í Fljótum. Jón elst upp með foreldrum sínum. Snemma fær hann áhuga á sjósókn. Fer 14 ára gamall til sjós, fyrst á hákarlaskip og síðar til síldveiða. Það var raunar viðtekin venja á tímum hákarlaveiðanna, að þá foru Fljótamenn seinnipart vetr- ,%ar á hákarlaskip, jafnt bændur sem unglingar, fyrirvinnur heimilanna. Þeir sóttu björg í bú út á hið úfna haf á opnum seglskipum, upp á von og óvon. Fæddur 21. ágúst 1952 Dáinn 8. desember 1989 Kær vinur okkar og félagi, Stein- þór Ó. Sigurjónsson, lést af völdum vinnuslyss þann 8. desember síðast- liðinn. Steinþór var hrifinn í burtu frá okkur úr önn hversdagsins. í burtu frá yndislegri fjölskyldu, traustum ættingjum og stórum vinahópi. Við fráfall hans varð myrkrið í desember enn svartara og köld golan varð að nöprum næð- ingi. Undirritaðir urðu svo lánsamir ð kynnast Steinþóri fyrir um það il þrettán árum. Sameiginlegur áhugi okkar fyrir varðveislu og endursmíði gamalla bfla, sem var eitt af aðaláhugamálum Steinþórs, tengdi okkur vináttuböndum. Þetta byijaði reyndar allt með því að félagar í Bflaklúbbi Akur- eyrar fóru að veita athygli óvenju vel hirtum bílum sem ungur maður ók um götur Akureyrar. Að sjálf- sögðu lögðu bflaklúbbsmenn snörur sínar fyrir eiganda farartækjanna, og að skömmum tíma liðnum var Steinþór orðinn einn aðalmaðurinn í félagsskapnum. Meðal okkar var borin virðing fyrir ákveðni skoðana hans og staðfestu, jafnframt því -asfcm við nutum gagns og gamans af þekkingu hans og léttu yfir- bragði. Æskustöðvar Steinþórs voru Ólafsfjörður, og endurspeglaði hug- ur hans og háttemi þá eiginleika Minningar- og afmælis- greinar Það eru eindregin tilmæli ritstjóra Morgunblaðsins til þeirra, sem rita minningar- og afmælisgreinar í blaðið, að reynt verði að forðast endur- tekningar eins og kostur er, þegar tvær eða fleiri greinar em skrifaðar um sama ein- stakling. Ég heyrði Jón tala um það, er hann var skipverji á Voninni frá Akureyri vorið 1922. Eitt af þeim skipum, sem voru þarna var Marí- anna frá Akureyri. Hún hvarf þeim sjónum út í sortann. Það var það síðasta, sem til hennar sást. Þeir félagar á Voninni komust við illan leik inn á Homvík. í þessum veður- ham fómst 4 skip, þar á meðal Maríanna, með unga og vaska menn úr Fljótum. Þannig var h'fsbaráttan í Fljótum og víðar í þá daga. Móskógar er frekar lítið býli, en það bætti úr að Móskógar eiga land að sjó. Jón var sjómaður góður og átti jafnan bát í nausti, sem tiltæk- ur var, þá af á sjó. Enda taldi Jón sig hafa fengið jafn góðan feng úr sjó, sem gaf búi sínu. Þannig gátu þau Jón og Helga komið sínum mannvænlega bamahóp vel ti! manns. Hermann Jónsson, hreppstjóri, var jafnframt því að vera bóndi, kaupfélagsstjóri í Haganesvík, en þar var tekið á móti framleiðsluvöru Fljótamanna og seldar neysluvörur. Hann réð Jón í Móskógum slátur- hússtjóra og jafnframt aðstoðar- mann sinn við reikningshald og sem eru í háum metum á slíkum stað. í stöðugri baráttu við einangr- un og óblíð náttúruöfl hafa Olafs- firðingar löngum ræktað með sér úrræðasemi, staðfestu og atorku- semi. Þessir eiginleikar nutu sín vel á þeim starfsvettvangi sem Steinþór kaus sér, og gilti þá einu hvort starfið féll undir ketil- og plötu- smíði eða bifvélavirkjun. Hver bif- reiðin á eftir annarri varð endingar- betri og fallegri eftir að Steinþór hafði farið höndum um hana, því að verklagni hans orskaði það að höktandi og dældaðir bílskijóðar urðu að gangvissum og fallegum eðalvögnum, svo að eftir var tekið og orð var á haft. Sömu sögu mátti segja um sam- skipti Steinþórs við samferðamenn sína. Ef að gangurinn í þeim var þungur, krafturinn til að takast á við vandamálin í minna lagi, eða sálartetrið dældað, þá gátu sam- ræður við Steinþór sveigt viðmæl- endur hans af tofærum refílstigum bölsýninnar og yfír á hina beinu og breiðu tveggja akreina braut bjartsýninnar. A þennan máta ávann hann sér vináttu fólks; með þéttu handtaki, ljúfu viðmóti og rætkarsemi við vini sína, án alls asa og yfírlýsingagleði. A ferðum sínum um landið gerði Steinþór sér far um að leita uppi gamla bfla sem lágu í reiðileysi bak við útihús eða niðri í skurðum, upp til sveita. Hann fræddist þá gjaman af umráðamönnum um aldur og sögu bílanna, sem oft var samofin sögu viðkomandi sveitar. A þennan hátt kynntist Steinþór fjölda fólks. Hlýlegt og glaðlegt viðmót hans, varð oft til þess að upp úr þessu fólki ultu hinar ævintýralegustu sögur af ferðum þeirra á viðkom- andi bíl, sögur sem ekki voru sagð- ar nema á sérstökum stundum, og sögur sem höfðu lengi verið ósagð- ar. Stundum endursagði Steinþór okkur þessar sögur. Frásagnargleði hans var mikil og hann kunni vel þá sagnalist að leiða okkur fyrir hugskotssjónir fjarlæg atvik í tíma og rúmi. Eftir fráfall hans höfum við oft hugsað til samverustunda okkar með honum. í söknuðinum upplifír maður þessar ánægjulegu stundir aftur og aftur. Þegar mál sem staðgengil sinn í fjarvistum. Jón var glöggur og gegn hæfileikamaður og samstarf milli þeirra var einstak- lega gott. Svo var einnig milli nábúabæj- anna Ysta-Mós og Móskóga, sam- gangur mikill og hjálparhönd rétt, þegar á þurfti að halda. Ég minnist þess sérstaklega, að eitt sinn fór móðir mín, Elín Lárusdóttir, með okkur yngri krakkana í heimsókn að Móskógum. Það mun hafa verið á sumardaginn fyrsta. Snjór var yfir allt, aðeins sást í auða jörð á hærri hólum. Gangfæri var gott, hjarnfenni og auðvelt að fara bæja á milli. Sólin skartaði sínu fegursta á jökulbreiðuna. Okkur var fagnað vel af húsmóð- urinni, Helgu Jósefsdóttur, og hers- ingin leidd til baðstofu. Þar mætt- um við leikfélögum okkar uppá- klæddum. Strákarnir í stuttum bux- um, svo sem þá var siður, og stelp- umar í kjólum með svuntu, öll þveg- in og strokin. Baðstofan var sand- skúruð og yfírbreidd rúm meðfram veggjum. Þannig mætti okkur allt með ljúfmannlegu og huggulegu viðmóti. Einhver ærsl urðu, þegar krakkahópurinn var samankominn af bæjunum. Þegar húsbóndinn kom inn frá gegningum var borið fram heitt súkkulaði með pönnu- kökum og fleira góðgæti. Allt vitn- ar þetta í minni minningu um mik- inn myndarskap og frábæra rausn, þó húsakynni væru ekki reisuleg. Það er alltaf mesta hamingjan þarfnast skjótra úrlausna hafa komið upp á yfírborðið þá spyr maður sjáífan sig gjarnan, hvernig Steinþór Siguijónsson hefði reynt að Ieysa málin. Þessar hugrenning- ar gera söknuðinn bærilegri, því að ráðin sem hann gaf okkur og gott viðmótið sem hann sýndi okkur munu létta okkur sporin í framtíð- inni. Hluti af Steinþóri er í vissum skilningi enn þá meðal okkar. Smíðisgripirnir hans munu halda áfram að gleðja augu okkar þar sem þeir renna um göturnar. Síðast en ekki síst munum Jið sjá Steinþór í bömunum hans þremur; Unni, 01- geiri og Andra, sem hann átti með eiginkonu sinni, Sigríði Olgeirs- dóttur, sem er einstaklega vönduð manneskjá.' Þetta fólk hefur nú gengið í gegnum mikla raun, en á þessu tímabili hafa jafnframt eftir- sóknarverðir mannkostir þeirra orð- ið okkur ljósari. Fyrrverandi og núverandi félagar í Bílaklúbbi Akureyrar færa Siggu, Unni, Olgeiri og Andra sínar inni- legustu samúðarkveðjur, sem og foreldrum Steinþórs, systkinum og öðrum ættingjum. í Gestaþætti Hávamála segir: Deyr fé, dejja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Orðstír Steinþórs Siguijónssonar er sprottinn úr jarðvegi hversdags- ins. Athafnir hans og orð í þessu lífí eru til eftirbreytni og verða okk- ur hvatning til betri verka. Fyrir hönd félaga í Bííaklúbbi Akureyrar, Kristján Þ. Kristinsson, Ragnar S. Ragnarsson. að lifa glaður við sitt, en þannig kom Helga Jósefsdóttir mér fyrir sjónir. Helga var myndarleg kona, greind og bjó vel að sínu. Helga Jósefsdóttir er fædd hjón- unum Jósef Björnssyni og Svanfríði Sigurðardóttur (Sigurður söngur) að Stóru-Reykjum í Flókadal. Sem að líkindum lætur var Jón kjörinn til áhrifastarfa fyrir sveit- unga sína. Hann var 13 ár í hrepps- nefnd Haganeshrepps, þar af 3 ár oddviti. Hreppstjóri í Holtshreppi, eftir að hann flyst að Molastöðum, í 12 ár og fleira óupptalið hér, auk starfa hans við Samvinnufélag Fljótamanna. Hreppsnefndarfundir voru lengi haldnir á heimili föður míns, Her- manns Jónssonar að Ysta-Mói. Ég, sem unglingur, var oft að læðast inn á fundi til að hlýða á mál hreppsnefndarmanna. Mér er sérlega minnisstæður einn fundur, en á honum var tekið fyrir á hvern hátt mætti auka framfarir og vel- megun í sveitinni. Það var eftir að fyrsta stjórn Hermanns Jónassonar tók við árið 1934. Nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar, er í daglegu tali var nefnd Rauðka, hafði skrifað sveitarstjórnum til að fá hugmyndir þeirra um atvinnuhætti í heima- byggð. Þá voru í hreppsnefnd Haganes- hrepps Hermann Jónsson, oddviti, Ysta-Mói, Guðmundur Benedikts- son, prestur, Barði, Jón Guðmunds- son, bóndi, Móskógum, Jón Stefáns- son, bóndi, Nesi, og Sæmundur Dúason, bóndi og kennari, Kraka- völlum. Þeir tóku til við að svara Fæddur 10. febrúar 1964 Dáinn 14. desember 1989 Mig langar til að minnast unn- usta míns í örfáum orðum. Dúi, eins og hann var alltaf kall- aður meðal vina og kunningja, fæddist í Reykjavík 10. febrúar 1964 en fluttist fljótlega til Skaga- strandar með foreldrum sínum, þeim Jónu Guðjónsdóttur og Páli Þorfinnssyni, og átti þar heima alla sína tíð. Tvö yngri systkini átti hann, þau Hafstein og Hugrúnu Lind, einnig átti hann 4 eldri hálf- systkini. Ég varð þeirrar gæfu að- njótandi að kynnast Dúa sumarið 1986 og hófst þá mikill hamingju- tími í lífi mínu. Einn son átti hann fyrir okkar kynni, Hermann Frey f. 22.2. 1984, og ég dóttur, Birgittu Maggý f. 20.10. 1983. Rúmlega tvítugur hafði Dúi keypt sér einbýlishús og fluttum við mæðgur til hans og gekk hann dóttur minni í föður stað. Framtíðin virtist blasa björt við okkur og áttum við von á okkar fyrsta barni saman og tilhlökkunin var mikil en slysin gera ekki boð á undan sér. Þann 14. desember 1989 fæddist dóttir okkar, Freydís Jóna. Elsku Dúa vil ég þakka allar þær yndislegu stundir er við áttum sam- an og allar minningarnar um hann bréfinu frá Rauðku-nefndinni og bentu á marga möguleika, sem mættu verða til framfara. Svo sem að bæta hafnarskilyrði í Haga- nesvík til bættrar aðstöðu til sjó- sókna og samgangna. Að átak yrði gert í bættum samgöngum á landi. Einnig var bent á þann möguleika að rækta upp vatnasvæði Fljóta- manna. Að setja á stofn heimavist- arskóla og bæta menntun æskunn- ar, nýta jarðhita og gera átak í að auka jarðabætur hjá bændum. Margt fleira bar þar og á góma. Það var mjkill hugur í þeim vösku mönnum, er voru þar á fundi í hreppsnefnd Haganeshrepps. Jón Guðmundsson var maður hár vexti, þrekinn og burðarmikill. Hann var greindur vel, las mikið og sagði skemmtilega frá viðburð- um, ívafið kímni og gamansamur. Vinur vina sinna. Börn þeirra Jóns og Helgu voru, talin í aldursröð: Alfreð f. 5. ágúst ’21, Guðmundur f. 1. ágúst ’23, Aðalbjörg f. 8. ágúst ’26, Ásmund- ur f. 20. janúar ’28, nú látinn, Sigríður f. 9. mars ’30, Svavar f. 11. september ’31, Kristinn f. 12. desember ’32, Baldvin f. 21. apríl ’34, Halldóra f. 30. júlí ’35, Pálmi f. 1. maí ’37, Hermann f. 13. nóv- ember ’38, Lúðvík f. 29. október ’40, Svala f. 22. febrúar ’45. Þetta eru síðbúin eftirmæli um Helgu og Jón. Ég var búinn að ákveða að skrifa þessar línur um þau mætu hjón að þeim gengnum. Það hefur dregist lengur en til stóð. Blessuð sé minning þeirra. Sæmundur Á. Hermannsson verða ávallt í huga mér. Hans er sárt saknað en góður guð styrkir okkur öll í þessari miklu sorg. Blessuð sé minning hans. Margs er að minnast, margs er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Erna Steinþór Ö. Sigur- jónsson, ketíl- og plötu- - smiður — Minning Guðjón Páls- son - Kveðjuorð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.