Morgunblaðið - 20.03.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.03.1990, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1990 37 IngileifEyleifs- dóttir - Minning Fædd 26. janúar 1928 Dáin 12. mars 1990 Vina mín er farin yfir móðuna miklu, aftur vorar og sólin skín, þá mun ég ávallt minnast hennar. Já, einhvern tíma munu allir menn deyja, mér fannst eins og eitt- hvað brysti innra með mér, þegar Einar sonur hennar Ingu vinkonu hringdi til mín og sagði, „mamma dó í dag“. Þó að ég hafi vitað um alvarleg veikindi Ingu undanfarin tvö ár, þá er það nú þannig að maður er ekki viðbúinn dauðanum. Við Inga kynntumst fyrst með bréfaskriftum gegnum barnablaðið Æskuna. Þegar Inga var 10 ára kom hún í heimsókn tii mín með Guðmundi bróður sínum, sem nú er látinn. Þau komu á mótorbát til Sandgerðis frá Akranesi og ég man hvað mér fannst hún dugleg að fara svona langt með bát. Eftir þessi kynni rofnuðu ekki þau tryggðar- bönd sem þá mynduðust. Inga átti alla sína ævi heima á Akranesi, og heimsóttum við alltaf hvor aðra, og eftir að við giftum okkur voru makar okkar ávallt með í heimsóknunum. Oft var glatt á hjalla hjá okkur, sérstaklega þegar hún var með synina litla og ekki var Inga að æðrast yfir því þótt stundum blési á móti. Þá hló bara Inga mín og sagði ,já, svona er lífið“. Ég þakka henni fyrir öll þau góðu ár sem við áttum saman. Elsku Einar, synir, tengdadætur og barnabörn, ég votta ykkur öllum samúð mína. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðar hnoss þú hljóta skal. (V. Briem) Dísa Þorgils Hinn 12. mars síðastliðinn lést í sjúkrahúsinu á Akranesi svilkona mín, Ingileif Eyleifsdóttir, eftir langvarandi og þjáningarfull veik- indi, aðeins 63 ára að aldri. Inga, en svo var hún jafnan nefnd, var borinn og barnfæddur Akurnesing- ur, dóttir sæmdarhjónanna Eyleifs ísakssonar skipstjóra og konu hans Sigríðar Sigmundsdóttur. Ung að aldri gekk Inga í hjónaband með Einari Kristjánssyni skipstjóra frá Akureyri, miklum dugnaðar- og at- orkumanni og eignaðist með honum 5 mannvænlega syni sem allir hafa eignast sitt heimili og fjölskyldu. Fyrir hjónabandið eignaðist Inga son sem að mestu leyti ólst upp hjá foreldrum hennar. Barnabörn Ingu eru 12 og voru þau henni mikill gleðigjafi og ævin- lega miklir aufúsugestir á hennar fallega heimili. Kunnu þau vel að meta ástúð og umhyggju ömmu sinnar og hændust því mjög að henni. Snemma á búskaparárum sínum byggðu Einar og Inga sér veglegt hús við Vesturgötu á Akranesi og var heimili þeirra alla tíð rómað fyrir gestrisni og myndarskap. Inga hafði yndi af blómum og öllum gróðri og einnig var hún mikil hann- yrðakona og prýddi heimili sitt með fögrum munum sem hún hafði unn- ið af smekkvísi og vandvirkni í stop- ulum frístundum sínum. Eins og fyrr getur var Inga sjó- mannsdóttir og var gift sjómanni. Sjálf vann hún við fiskvinnslu með heimilisstörfum og barnauppeldi af miklum dugnaði svo að orð fór af hjá samstarfsfólki hennar og hús- bændum. Inga var dul kona og flíkaði ekki tilfinningum sínum en að sama skapi var hún ákaflega tryggur vin- ur vina sinna og gerði sér far um að sýna það í verki. Persónulega langar mig, sem þessar línur rita, að þakka Ingu af alhug elskusemi og einlæga vináttu við mig og fjöl- skyldu mína um áratugaskeið, sem aldrei féll skuggi á. Ég minnist fjöl- margra stunda sem við Inga nutum saman til skiptis á heimilum okkar á Akranesi og í Reykjavík, stunda sem ég geymi þakklátum huga um ókomna tíð. Ég og fjölskylda mín öll sendum með virðingu og söknuði samúðar- Guðrún Óskars- dóttir - Minning Fædd 11. október 1916 Dáin 9. marz 1990 Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna, Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Móðursystir mín, Guðrún Óskarsdóttir, lést að morgni 9. marz sl Ekki er ætlun mín að skrifa langa grein í minningu hennar, einungis langar mig að þakka henni fyrir margra ára umönnun við mig og dætur mínar Ijórar og barnabarn. Ég var ekki há í loftinu þegar mér var ljóst að það besta sem hægt var að fá, var að fara heim með Gunnu frænku og eyða degi eða helgi hjá henni, alltaf var gert eitthvað spennandi. Já, það var alltaf nóg hjá henni að gera. Bömin elskaði hún og öllum vildi hún gott gera og oft var gert meira en hægt var, þótt maður hafi ekki séð það fyrr en á fullorðinsaldri. Ömmuhlutverkið bættist við þegar móðir mín, Þuríð- ur Óskarsdóttir, lést árið 1972, og stóð Gunna frænka með okkur eins og klettur í þeirri sorg. Hjartans þakkir langar mig að færa til Bjargar Elísdóttur mágkonu henn- ar fyrir alla þá hlýju og umhyggju sem hún ávallt sýndi Guðrúnu bæði í orði og verki, veit ég að það var gagnkvæmt. Að leiðarlokum er komið, með þessum fátæklegu orðum kveð ég frænku, þakka fyr- ir allt það sem hún hefur gefið mér og mínum á sinni lífsleið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir ailt og allt. ' Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðar hnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Petra Jónsdóttir „Gott er sjúkum að sofna meðan sólin er aftamjóð og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð." (Davíð Stefánsson) Nú er hún Gunna frænka mín og nafna dáin. Það kemur flestum að óvörum þegar ástvinir deyja, söknuðurinn er sár og tómarúmið mikið. Þetta á líka við þótt viðkom- andi eigi að baki sjúkdóm og þján- ingar og besta lausnin sé að fá að sofna svefninum langa. Ljósið á lífskertinu slokknar en minningin um góða frænku þá allra bestu lif- kveðjur til allra ástvina Ingileifar. Blessuð sé minning mætrar konu. Hjördís Magnúsdóttir Okkur langar í fáeinum orðum að minnast tengdamóður okkar, Ingileifar Eyleifsdóttur, sem lést í Sjúkrahúsi Akraness 12. marz síðastliðinn. Langri og erfiðri baráttu er lokið og langþráð hvíld fengin. Dauðinn er alltaf erfiður og erfitt að sjá á bak þeim sem manni þykir vænt um. En dauðinn getur líka verið lausn, sérstaklega þeim sem Iengi hafa barist við erfiðan sjúkdóm og engin von er um bata. Ingileif fæddist á Akranesi 26. janúar 1928. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Sigmundsdóttir og Eyleifur Isaksson frá Lögbergi. Þau ■ eru nú bæði látin. Sigríður og Eyleif- ur eignuðust 8 börn, 2 dætur og 6 syni. 5 af systkinum Ingileifar kveðja hana í dag, en tveir bræðr- anna eru látnir. Þann 12. apríl 1952 giftist Ingi- leif eftirlifandi eiginmanni sínum, Einari Kristjánssyni. Þau hafa búið sinn búskap hér á Akranesi og lengst af á Vesturgötu 161. Einar og Ingileif eignuðust 5 syni. Þeir eru: Eymar, f. 26. des. 1950. Kona hans er Geirfríður Benediktsdóttir og eiga þau tvo syni. Þau búa á Akranesi. Marteinn Kristján, f. 31. október 1952. Hann býr á Siglu- firði. Kristján, f. 31. maí 1955. Kona hans er Ingibjörg Ingólfs- ir. Systur mínar og sonur minn kveðja og þökkum henni fyrir allt sem hún var okkur. Guð blessi hana og varðveiti minningu henn- ar. Sylvía Guðrún Eggertsdóttir dóttir og eiga þau tvær dætur. Kristján á einnig tvær dætur frá fyrra hjónabandi. Einar Vignir, f. 13. des. 1958. Kona hans er Sigríð- ur Ólafsdóttir og eiga þau tvær dætur. Þau búa á Akranesi. Viggó Jón, f. 12. febrúar 1965. Kona hans er Hafdís Óskarsdóttir og eiga þau eina dóttur. Þau búa á Siglufirði. Áður hafði Ingileif eignast son, Eyleif, f. 31. maí 1947. Faðir hans var Hafsteinn Hannesson sem nú er látinn. Eyleifur ólst upp hjá móð- urforeldrum sínum, þeim Sigríði og Eyleifi. Kona Eyleifs er Sigrún Gísladóttir og eiga þau þtjú börn. Þau búa á Akranesi. Ingileif bjó manni sínum og son- um failegt heimili, sem hún annað- ist af kostgæfni auk þess að vinna jafnan utan heimilisins, en í mörg ár vann hún við fiskvinnslu. Báðum þessum þátturn reyndi hún að skila eins vel og hún gat þó oft yrði vinnu- dagurinn langur. Fyrir allmörgum árum fór svo að bera á þeim sjúkdómi sem nú hefur lagt hana að velli langt um aldur fram. Fyrir 5 árum varð hún svo að hætta að vinna og starfsgeta hennar innan heimilis skertist líka verulega og síðan má segja að hafi hallað undan fæti jafnt og þétt. í október 1988 lagðist hún svo- inn á Vífilsstaðaspítala og dvaldist þar samfellt í 10 mánuði. En hún gafst ekki upp. Hún ætlaði sér að komast aftur heim. Þangað leitaði hugurinn alltaf og fram á síðustu stundu var hún að gera áætlanir varðandi framtíðina, áætlanir sem allar stefndu að því að hag manns hennar væri sem best borgið. í júlí 1989 var hún svo flutt á Sjúkrahús Akranes's. Þar var hún komin nær sínum nánustu og gat betur fylgst með sínu fólki. Og heim náði hún að komast, að vísu aðeins í skamm- an tíma, en takmarkinu hafði' hún náð. Síðustu tvo mánuðina dvaldi hún svo samfellt á sjúkrahúsi. En þrátt fyrir mörg áföll bar hún höfuð- ið hátt og sjúkdómi sínum og örlög- um tók hún með reisn. Læknum og starfsfólki á Vífils- staðaspítala og Sjúkrahúsi Akra- ness eru færðar þakkir fyrir ein- stæða hlýju og umönnun, en allt var gert til að henni mætti líða sem best. Einari og öðrum aðstandendum vottum við samúð okkar og kveðjum Ingileif að lokum með þessum orð- um: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Sigrún Gísladóttir, Sigríður Ólafsdóttir. Blómastofa Friöfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími '31099 Opið öli kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. LAUSBLAÐA- MÖPPUR Múlalundur SlMI: 62 84 50 frá Múlalundi... ... þær duga sem besta bók. | I I TÖKUM UPP DÓSIR ^gjjs - að sjálfsögðu!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.