Morgunblaðið - 20.03.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.03.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1990 21 Jarðskjálftar skóku Reykja- nes og höfuðborgarsvæðið Lítið eignatjón og engin slys á fólki SKJÁLFTAHRINA hófst í Sveiflu- hálsi vestan við Kleifarvatn á fimmta tímanum aðfaranótt laug- ardags og hefur staðið síðan. Sterkasti skjálftinn var klukkan 10.46 í gærmorgun, 4,7 stig á Richterkvarða, og honum fylgdu nokkrir veikari á bilinu 3,2 til 4,0 á Richter. í skjálftahnnunni hafa tíu kippir fundist á höfuðborgar- svæðinu og í sterkasta skjálftanum sem skók höfuðborgina er talið að minniháttar sprungur hafi komið í hús og eitthvað var um að smáhlutir féllu niður úr hillum eða færðust úr stað. Ekkert tjón var þó tilkynnt til lögreglu eða þeirra tryggingafélaga sem haft var samband við í gær og ekki var vitað um slys á fólki. Stærsti kipp- urinn fannst allt vestur í Búðardal og austur í Austur-Landeyjar. Upptök jarðskjálftanna eru í Sveifluhálsi, vestan við Kleifarvatn. Fyrsti skjálftinn varð klukkan 4.18 aðfaranótt laugardags. Alls hafa tíu skjálftar fundist og hundruð smærri hafa orðið. Að sögn Barða Þorkels- sonar, jarðfræðings á Veðurstofu íslands, er ástæða skjálftanna sú að þama núast tvær plötur saman og við það myndast spenna sem losna þarf úr læðingi og er það að gerast nú. Jarðskjálftar eru nokkuð tíðir þarna og verða því fremur veikir. 1968 og 1973 urðu síðast nokkuð stórir skjálftar á þessu svæði. Skjálftinn 1968 átt upptök sín í Brennisteinsfjöllum austan við Kleif- arvatn og var um 6 stig og 1973 varð jarðskjálfti vestan við Kleifar- vatn, nálægt Grindavík, og var hann um 5 stig. Fundust báðir þessir skjálftar á höfuðborgarsvæðinu og skemmdir urðu á fasteignum í ná- grenni við upptök þeirra. Barði sagði að engin ástæða væri til að tengja jarðskjálfta á þessum slóðum Suðurlandsskjálftanum, þetta svæði væri annars eðlis. Þá JARÐSKJÁLFTi ^suekur suðvesturhorni Snarpasti kippurinn í jarð- skjálftahrinunni í Sveifluhálsi í gær var 4,7 stig á Richter. Hans varð mjög vel vart á Höfuð- borgarsvæðinu og á Reykja- nesi. Skjálftans varð einnig vart allt til Búðardals í norðri ogLandeyjaíaustri Talið er að jarðskjáiftarnir hafi átt upptök sín við vatnið suðvestanvert. væri ekki ástæða til að óttast eld- gos, engin eldvirkni hefði verið á Reykjanesskaganum frá því á 12. eða 13. öld. Ragnar Stefánsson jarðskjálfta- fræðingur flaug síðdegis í gær með þyrlu Landhelgisgæslunnar yfir upp- takasvæði jarðskjálftanna. Sagðist hann hafa séð lítið eitt gijóthrun í hlíðum Sveifluháls. Jörðin hefði greinilega hristst hressilega en þó ekki sprungið. Ragnar sagði að búast mætti við að jarðskjálftahrinan stæði í einn til tvo daga til viðbótar og væri ekki ólíklegt að kippir svipaðir þeim sem urðu í gær yrðu á þeim tíma. Al- mannavarnir ríkisins sendu frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem fólk er hvatt til að kynna sér vel leið- beiningar Almannavarna um við- brögð gegn jarðskjálftum, á blaðsíðu 860 í símaskránni, þó ekki væri til- efni til að óttast stóra jarðskjálfta. Ennfremur segir að Almannavarnir muni fylgjast náið með framvindu mála. Stærsti jarðskjálftakippurinn í gærmorgun fannst um allt Suðvest- urland. Hann fannst vestur í Helga- fellssveit á Snæfellsnesi og í Búðar- dal og austur á Hvolsvelli og í Aust- ur-Landeyjum. Kippurinn fannst vel í kaupstöðunum á Reykjanesskagan- um. „Ég sat í stól heima og fannst eins og ekið væri a húsið, hélt að ruslabíllinn hefði keyrt á það og hljóp út að glugga," sagði Hálfdán Ólafs- son, húsvörður Hallgrímskirkju og íbúi við Eskihlíð, um skjálftann sem varð 14 mínútur fyrir 11 í gærmorg- Skoðanakönnun SKÁIS: 56,6% fylgi Sjálfstæðisflokks Sjálfstæðisflokkurinn fengi 56,6% atkvæða yrði gengið til alþingis- kosninga nú, ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar SKÁÍS, sem Stöð 2 greindi frá í gærkvöldi. Fylgistap yrði mikið hjá öllúm stjórnar- flokkunum og þingsætum þeirra fækkaði um helming. Óákveðnir af ríflega 700 manna úrtaki könnunarinnar voru um 28%. Samkvæmt könnuninni fengi Sjálf- stæðisflokkur stuðning 56,6% þeirra, sem afstöðu tóku, en hann fékk 27,2% í þingkosningunum 1987. Al- þýðuflokkurinn fengi 8,2% (15,2%), Alþýðubandalagið 8,2% (13,4%), Framsóknarflokkurinn 13,7% (18,9%), Kvennalistinn 11,6% (10,1%). Framsóknarflokkurinn hef- ur sjaldan staðið lægra í skoðana- könnunum en nú. Borgaraflokkur, Frj álslyndi hægriflokkurinn og Sam- tök um jafnrétti og félagshyggju fengju engan þingmann kjörinn sam- kvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Þessar kosningatölur myndu gefa Sjálfstæðisflokknum 38 þingsæti og þar með meirihluta á þingi, en flokk- urinn hefur nú 18 þingmenn. Al- þýðuflokkur fengi fimm þingmenn en hefur nú tíu, Alþýðubandalagið fengi fimm þingmenn miðað við átta, Framsóknarflokkurinn átta en hefur þrettán og Kvennalistinn myndi bæta við sig einu sæti og fá sjö þingmenn. MORSE CONTROL Stjórntæki fyrir vélar og gíra, spil o.fl. Mikið úrval fyrirliggjandi. Flestar lengdir og sverleikar af börkum. Stýrisvélar og stýri fyrir allar vélategundir og bátagerðir. Hagstætt verð - leitið upplýsinga. LASALAN H.F. ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 91-26122 Morgunblaðið/RAX Skriður féllu í hlíðum Sveifluháls í gærmorgun, eins og sést á þess- ari mynd sem tekin var í austurhlíðum hálsins. un. Starfsmenn ístaks voru uppi í byggingarkrana við ráðhúsbygging- una við Reykjavíkurtjörn. Einn þeirra sagði að kraninn hefði farið að hrist- ast en strákarnir látið lítið yfir þessu, enda oft meiri hristingur á tækjunum þegar kraninn væri að vinna. Ekkert fólk var. í námunda við upptök skjálftanna. Næstu hús eru í Krísuvík en þar var enginn í gær- morgun. Þegar skemmdir voru kann- aðar síðdegis í gær komu í ljós nýjar sprungur á skólahúsnæði Krísuvíkur- samtakanna en ekki stórvægilegar skemmdir, að sögn Snorra Weldings, framkvæmdastjóra samtakanna. Myndir skekktust á veggjum í vinnu- stofu Sveins Björnssonar listmálara í bústjórabústaðnum, stytta féll í gólfið og eyðilagðist og eldavél færð- ist til, að sögn Sveins. Næstu byggðir eru í Grindavík, Selvogi, Vatnsleysuströnd og Hafn- arfirði. ísólfur Guðmundsson, bóndi í ísólfsskála austan við Grindavík, sagði að skjálftinn hefði ekki fundist þar á bæ. I stóra skjálftanum 1973 hristist allt og skalf, gijót kastaðist til í ijallinu eins og jarðýtu hefði verið beitt á það og skarð kom í veginn til Grindavíkur þannig að hann varð ófær, að sögn Isólfs. Þor- steinn Hjaltason, fólkvangsvörður í Bláfjöllum, sagði: „Þetta var sér- kennileg reynsla. Við sátum inni í skíðaskálanum og vorum að spjalla saman þegar við heyrðum hvin og síðan fóru mennirnir sem sátu á móti mér að vagga og jafn skrítinn svipur kom á þá og mig því þeir sáu mig hreyfast á sama hátt. Það heyrð- ust brestir í húsinu.“ ALLT AÐ VERÐA UPPPANTAÐ FYRIR FERMINGARTÖKURNAR VERTU EKKIOF SEINN Myndatökur frá kr. 7.500.- Ljósmyndastofurnar: Barna og Fjölskylduljósmyndir Reykjavík sími: 12644 Mynd Hafnarfirði, sími: 54207 Ljósmyndastofa Kópavogs, sími: 43020 Öllum okkar tökum fylgja tvær prufustækkanir 20x25 cm. Vinningstölur laugardaginn 17. mars ’90 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af5 2 1.158.402 O Z. 4 af 5^0 3 134.253 3. 4af5 101 6.878 4. 3af 5 3.427 473 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.035.212 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.