Morgunblaðið - 20.03.1990, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.03.1990, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1990 39 Minning: Oskar Illugason nöfn ýmissa annarra sem geta sér frægðarorð. Má þar nefna Ólaf Friðriksson, ritstjóra, Vilhjálm S. Vilhjálmsson, blaðamann, Valdimar Þórðarson, Samvinnuskólanema, síðar einn umsvifamesta kaupsýslu- mann Reykjavíkur, félaga Silla (Sigurliða Kristjánssonar). Hendrik er skráður stúdent í félagsmanna- tali þessu. Hann er númer 25. Sein- astur þeirra félagsmanna sem skráðir eru, Ottó N. Þorláksson, telst númer 63. Þannig má segja að þeir feðgar hafi verið meðal meginstoða og útverðir félagsins. Af félagsmönnum Áhugaliðs alþýðu er nú aðeins einn á lífi, Sigurðar Schram, verslunarmaður, skráður númer 53 í félagsmannatalið árið 1921. í fyrstu kröfugöngu verkalýðs- félaganna í Reykjavík, sem farin var 1. maí 1923 var Jafet einn af fánaberum í göngunni. Hann sést þar í hópi göngumanna og_ hefur rauða fánann hátt á loft. í hans augum og annarra frumheija var fáninn frelsismerki. Um rauða fán- ann var kveðið í ljóði: Það svella um þig sigurljóð, það sveima um þig frægðarljóð, þú bjarta merki, mikla spá um mannréttindi og frelsisþrá. (Þýðing Jón Thöroddsen) Vilhjálmur S. Vilhjálmsson blaðamaður, einn af félögum Jafets forðum tíð í Áhugaliði alþýðunnar, segir frá því í grein er hann ritaði á fjórða áratugnum að Karólína Siemsen, móðir Jafets, hafi ásamt séra Ingimar Jónssyni vígt rauðan fána sem frelsis- og baráttumerki alþýðunnar í skemmtiför verkalýðs- félaganna sem farin var í nágrenni bæjarins sumarið 1922. Var fáni sá borinn í fyrstu kröfugöngun'ni. Mér höfðu nýlega borist gamlar og gulnaðar ljósmyndir, sem_ teknar voru í skemmtiför þessari. Ég hugði gott til þess að fá upplýsingar um þennan atburð og heyra af vörum Jafets, sem ég vissi að kynni skil á mörgu frá fyrri tíð. Hafði ég áður notið greinargóðra lýsinga hans og margar gulnaðar myndir úr bar- áttusögu verkalýðs orðið ljósari og lifnað við frásögn hans. í Kolagarðsbardaganum eða Blöndahlsslagnum, en svo voru átök nefnd er urðu sumarið 1923, kom Jafet mjög við sögu, þá aðeins 17 ára gamall. Frægt varð er hann ásamt félögum stökk um borð í togara, sem verkfallsbijótar höfðu mannað. Hugðist skipshöfnin halda til veiða í trássi við sjómenn er ráðn- ir voru í skiprúm. Verkfallsbijótar freistuðu þess að koma vatni um borð í togarann. Var það flutt um slöngu í geyma skipsins. Jafet tókst ásamt ungum og vöskum mönnum að koma í veg fyrir áform verkfalls- bijótanna. Var skorið á vatnsslöng- una og þannig komið J veg fyrir að skipið héldi úr höfn. Töldu sjó- menn sig hafa unnið frægan varn- arsigur fyrir tilverknað Jafets og ungra félaga hans. I átökunum sem urðu 9. nóvem- ber 1932 er bæjarstjórnin hóf kaup- lækkunarherferð sína og verka- menn snerust til varnar, sem frægt varð, kom fram það álit lögreglu- manna að hvað mest hafi borið á Jafet í hópi þeirra verkamanna er létu að sér kveða. Jafet er einn þeirra sem talinn er vera „á mörg- um stöðum í einu“, segir í skýrslu lögreglumanns. Annar segist „sér- staklega hafa tekið eftir Jafet Ott- óssyni“. Hinn þriðji segir: „Þeir sem þarna létu mest á sér bera voru þeir Jafet Ottósson og annar ungur maður.“ Þá á hann við átökin í Templarasundi við Góðtemplara- húsið er reykvískur verkalýður hratt kauplækkunarárás stjórn- valda. Jafet Ottósson sat í fyrstu stjórn Félags ungra kommúnista. Höfund- ur þessara minningarorða hefir aldrei verið félagi í þeim samtökum, en telur sig skilja og virða afstöðu þeirra er gengu til fylgis við mál- stað sameignarmanna. Það er nú mjög í tísku að sveija af sér komm- únisma og gera iðrun og yfirbót. Hafa yfir einskonar Ágsborgaijátn- ingu villutrúarmanna og þiggja að launum aflausn og syndakvittun. Ólíkt var farið Vilhjálmi Stefáns- syni heimskautafaranum fræga. Hann var kallaður fyrir rannsókn- arnefnd McCarthys og spurður um tengsl sín við kommúnista og kynni af þeim. Vilhjálmur kvaðst hafa kynnst mörgum guðfræðingum í Harvard-háskóla. Sagði hann suma þeirra hafa staðhæft að Jesús Krist- ur hafí verið kommúnisti. Ekki féll það í góðan jarðveg hjá nefnd McCarthys. Þeir inntu eftir frekari upplýsingum. Þá greindi Vilhjálmur nefndarmönnum frá því að allir eskimóar er hann hefði kynnst á ferðum sínum um norðurhjara hefðu verið kommúnistar, en nýver- ið hefðu þeir kynnst vestrænum háttum og hefðu nú einhveijir þeirra hneigst til einkaframtaks. Félag ungra kommúnista gaf út málgagn sem hét „Marx“. Á þess- um árum var slík aðdáun á Karli Marx í röðum róttækra að þess voru dæmi að sveinbörn væru skírð nafni hans. Vestur á fjörðum var nafnkunnur maður í róttækri for- ystusveit svo gagntekinn af fræðum Karls Marx að hann bað prestinn að skíra nýfæddan son sinn Karl Marx. Presturinn mun eigi hafa skilið glöggt hvað við var átt og ritaði nafnið Marz. Faðirinn leið- rétti þá misritun í prestþjónustu- bókinni. Um það leyti sem ungir kommún- istar stofna með sér félag og gefa út málgagn sitt, „Marx“, ritar Stephan G. Stephansson Kletta- fjallaskáld í kunningjabréfi: „Ég fagna öllu sem við einhvern ójöfnuð berst, jafnvel stéttastríðinu. Það er vottur um vitkun á því hve fyrir- komulagið er allt ósanngjarnt með okkur mönnum.“ Stephan G. Steph- ansson segir ennfremur: „Ég held, að hornsteinn sanngjarnari hag- fræði sé sú mælistika Marx, að manns-vinnan sé verðmæti hlut- anna. Sá, sem framleiðir lífsþarfir okkar, andlegar og líkamlegar, er eini nýti maðurinn" . . . „En mér finnst ég vilji öllu vel, sem í áttina miðar, jafnvel bóta-tilraunum á stangli, sem ég þykist vita, að ekki séu nema kák, ef til allra er litið. Slík fínnst mér leið okkar manna til að læra að lifa“ ... Hvað sem menn annars kunna að segja um kenningar Marx er eitt víst. Sannast hefír tvennt. Þess hefir nýlega verið getið að sú kenn- ing hans hafí sannast áþreifanlega að auður safnist á fárra hendur og nefnd um það mörg dæmi. Þá má nefna forspá Karls Marx um sam- runa fyrirtækja og stærri og öflugri samsteypur ríkja og umsvif auð- hringa. Áfram skal, áfram skal. Lyftum fána frelsisroða, fánann rauða látum boða, fógnuð, jafnt um fjörð og dal. Múrar falli, hrynji hallir, harðstjórn boðum síðsta kveld. Tendrum nú í hijáðum hjörtum helgan eld. Þannig kvað Guðmundur G. Hag- alín. Það má telja fullvíst að Jafet og flestir þeirra sem hófu rauða fánann á loft og báru sem baráttumerki í fylkingu verkalýðs hafi litið á fán- ann sem frelsismerki. Eigi verða allir kristnir menn sakaðir um mis- gjörðir, né kross þeirra smáður þótt fólskuverk mörg hafi verið framin undir merki hans. Áfram játa menn kristna trú þrátt fyrir galdrabrenn- ur séra Páls í Selárdal. Enginn sak- ar pater Jón Sveinsson (Nonna) um myrkraverk Jesúíta þótt hann hafi tilheyrt reglu sem við þá var kennd. í rauðri baráttusveit hafa einnig verið stigin víxlspor en einnig voru þar drýgðar dáðir. Jafet átti sinn þátt í margri manndáð. Ungir menn og vaskir skipa sér í sveitir og lyfta gunnfána sínum hátt á loft. Jafet Ottósson var einn þeirra er gekk í hópi hinna fremstu er blásið var til orustu og boðað fagnaðarerindi um jöfnuð óg bræðralag. Sé litið yfir farinn veg sjást sigurmerkin víða. Afnám fátækralaga og sveitarflutn- inga. Aukin réttindi. Bættur hús- kostur. Tómstundir og tryggingar. Frumheijarnir þekktu þörfina. Þeir deildu kjörum með alþýðunni. Við útför Jafets Ottóssonar eru bornar fram þakkir til hans fyrir ótrauða baráttu og fánaburð í fylk- ingarbijósti. Pétur Pétursson þulur. Fæddur 8. ágúst 1913 Dáinn 24. febrúar 1990 Okkur systrum langar í fáum orðum að minnast föðurbróður okk- ar, Óskars Illugasonar frá Reykjahlíð. Það er alltaf erfítt að sætta sig við að missa einhvern sem manni þykir vænt um og stundum vill maður ekki trúa því. Þannig varð okkur innanbijósts þegar mamma hringdi og sagði að Óskar væri dáinn. Ekki hvarflaði það að okkur- þegar við kvöddum hann síðast að við ættum ekki eftir að fá að sjá hann aftur, þó að hann hafi átt við vanheilsu að stríða í nokkur ár. Óskar fæddist og ólst upp í Gamla bænum í Reykjahlíð, sonur hjónanna Illuga Arinbjarnar Ein- arssonar bónda og Kristjönu Frið- riku Hallgrímsdóttur. í Gamla bæn- um bjuggu fjórar fjölskyldur samtímis og ólst hann því upp í stórum hópi frændsystkina, en á stuttum tíma hafa þau fjögur kvatt þennan heim. Ekki varð skólaganga bóndason- Fædd 31. desember 1898 Dáin 14. mars 1990 Aðeins nokkur fátækleg orð til að minnast aldraðrar ömmu minnar, Guðrúnar Stefánsdóttur, sem jarð- sett verður frá Glerárkirkju á Akur- eyri í dag. Hún var fædd og uppalin á Grenivík við Eyjafjörð en bjó lengst af með dóttur sinni og fjölskyldu hennar á Akureyri. Það var þó á Grenivík sem hún ól sína drauma, bjó sér heimili með afa mínum, Einari Guðbjartssyni, og ól sjö börn. En þar leið hún einnig sma harma er hún fyrst missti tvö ungaböm, tvíbura, og síðan afa minn og stóð ein eftir liðlega þrítug með fímm börn. Það er ekki að efa að það var henni erfitt að þurfa að flytja aftur úr nýbyggðu húsi, senda frá sér einn son sinn til ættingja í Óíafs- firði og að flytja inn á heimili for- eldra sinna og bróður til að geta séð fyrir sér og börnunum. Þegar slíkt gerist verður lítuð úr draumum og harmurinn oft of þungur til að minnast. Ég finn það nú hversu fátt ég veit um þessi ár og yfirleitt um líf ömmu því það var bæði lítið og sjaldan sem hún minntist þessa eða nokkurs af sjálfri sér svo ég heyrði til. Hún sagði mér hins vegar af og til lítillega frá afa og einu og öðru sem átti sér stað meðan hann enn lifði. En það sem á eftir kom talaði hún ekki um. Það næsta sem ég þekkti til er eft- ir að hún var flutt til Akureyrar og svo er ég fór að muna eftir sjálf- um mér og amma varð hluti af minni eigin tilveru, þá búsett hjá Öldu dóttur sinni á Ránargötunni. Nú þegar ég skrifa þetta kemur mér í hug er sagt er að einhver beri harm sinn í hljóði og mér sárn- 'ar er ég hugsa til þess hversu oft er talað um það sem einhveija dyggð því það er tvíbent og hættu- legt vopn gegn harmi að tjá sig ekki. Amma bar merki þess allan þann tíma sem ég þekkti til. Hún var lokuð, og oft ónóg sjálfri sér, ófær um að tjá það sem hún byrgði innra með sér en kenndi oft líkam- legra kvilla og verkja. Og þegar ég lít til baka finnst mér sem hún hafi verið heilsuveil alla tíð, því þannig þekkti ég hana. En þó líkaminn gæfí eftir og amma visnaði öll og væri nú síðustu árin vart orðin fær um að bera sjálfa sig uppi, jafnvel með hjálp, hélt hún ætíð heilli hugsun. Mér varð oft hugsað til þess er ég heim- arins löng, aðeins fábrotin barna- skólafræðsla og einn vetur í svoköll- uðum Þinghúsaskóla. Annað lærði hann í skóla lífsins. Óskar tók ung- ur við búi föður síns ásamt Val- geiri yngri bróður sínum og bjuggu þeir félagsbúi alla tíð. Þegar þeir bræður fluttu úr Gamla bænum byggðu þeir sér hús í sameiningu og bjúggum við á efri hæðinni en Óskar og kona hans, Sigrún Hall- freðsdóttir, á þeirri neðri. Óskar og Rúna voru jafnfastir punktar í okkar tilveru og foreldr- arnir. Þau voru barnlaus og nutum við systurnar því góðs af. Við eigum margar góðar minnmgar um Óskar, bæði sameiginlega og eins sitt í hvoru lagi, því honum þótti vænt um bróðurdætur sínar fjórar. Samt var sennilega' ein okkar sem náði best til hans, kannski vegna þessa að hún er yngst og frekust en senni- lega þó vegna þess að hún sótti mest eftir að fara með honum í fjár- húsin, en Óskar kenndi okkur það meðal annars, að skepnum þyrfti ekki síður en mannfólkinu að líða vel. sótti hana á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, þar sem hún dvaldist nú síðustu árin, hversu mikið ósam- ræmi það er þegar allt er orðið hrörnuninni að bráð nema hugur- inn. Hún var þreytt þó hugsunin væri enn skörp og hennar eina til- breyting, utan daglegra samskipta við hjúkrunarfólkið, var að einhver liti inn. Það var það eina sem var hægt að gera fyrir hana. Og í huga mínum breyttist bænin sem hafði verið hluti af bænum mínum allt frá barnæsku um að Guð varðveitti ömmu og gæfí henni langt líf. Ég fór að biðja Guð að gefa henni líkn, að leysa hana frá þrautum sínum. Og nú hefur hún fengið hvild, komin á tíræðisaldur og verður nú borin til hinstu hvíldar í kirkjugarð- inum á Akureyri, þangað sem hún Að lokum viljum við þakka elsku frænda fyrir samfylgdina í gegnum árin. Dagur líður, fapr, fríður, — flýgur tíðin í aldaskaut. Daggeislar hníga, stjðrnurnar stíga stillt nú og milt upp á himinbraut. Streymir niður náð og friður, nú er búin öll dagsins þraut. (Höf. Vald. Briem) Kristjana, Matta, Valla og Gunna Mæja. hefur oft litið bæði löngunar- og angistaraugum út um sjúkrahús- gluggann sem vissi beint að garðin- um. Já, hún Ifeit þangað ekki bara löngunaraugum heldur einnig með angist því þar hvíla nú á undan henni þijú af þeim fimm börnum er upp komust sem og tvö tengda- börn. Það er mótsagnakennt að amma, sem svo lengi sem ég man hefur aldrei verið heilsuhraust, skyldi lifa þijú af þeim fimm. börn- um sem upp komust. Nú eru aðeins eftir tveir synir, Matthías á.Akur- eyri og Þorsteinn á Ólafsfirði, en Friðrika, Alda og Einar, sem öll bjuggu á Akureyri, eru fallin frá. Já, amma er dáin og ég sendi mínar bestu kveðjur til ykkar í fjöl- skyldunni heima, þakklátur fyrir að amma hefur nú fengið hvíld. En ég er hryggur yfír að vera fjarver- andi og geta ekki komið til að kveðja hana hinsta sinni og vera með ykkur er við biðjum Guð að umvelja ömmu með miskunn sinni. En bæn mín og Addýjar hljómar með ykkarþó hafið skilji okkur að. Gunnar Rúnar Matthíasson t Faðir minn, SIGURÐUR HARALZ rithöfundur, andaðist á Hrafnistu í Reykjavík sunnudaginn 18. mars. Kormákur Sigurðsson. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SÉRA TRAUSTA PÉTURSSONAR, Þórunnarstræti 115, Akureyri. * I Borghildur Marfa Rögnvaldsdóttir, Trausti Pétur Traustason, Sigríður Traustadóttir, Jón Árnason, Trausti Jónsson, Hólmfríður Jónsdóttir. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR SVEINSDÓTTUR, Þórunnarstræti 115, Akureyri. Borghildur María Rögnvaldsdóttir, Lovísa Rögnvaldsdóttir, Ingólfur Rögnvaldsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Guðrún Stefánsdóttir, Akureyri — Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.