Morgunblaðið - 20.03.1990, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.03.1990, Blaðsíða 48
ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Lítt miðar í kjarasamningum hjá ISAL: Kjaradeilan rædd á fiindum í vikunni FUNDI samninganeíhda starfsmanna í álverinu í Straumsvík og við- semjenda þeirra í gær lauk án þess að til nýs fundar væri boðað. Ekki hefur miðað í samkomulagsátt og hefur verið ákveðið að kynna starfsmönnum stöðu mála á fundum á fimmtudaginn kemur. Tíu verka- lýðsfélög eiga aðild að kjarasamningunum í Straumsvík, en þeir runnu úr gildi um síðastliðin mánaðamót. Fundað verður í liveijum starfs- hópi fyrir sig. Deilan stendur um ákvæði um eingreiðslur í síðasta kjarasamningi, annars vegar að upphæð 20 þúsund krónur og hins vegar 1,8% af árs- launum, en þó ekki minna en 20 þúsund. Gylfi Ingvarsson, aðaltrún- ^Kiðarmaður í álverinu, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að það hefði strax verið ákveðið af samninga- nefndinni að fara þá leið í kjaramál- um sem mörkuð hefði verið í al- mennu samningunum og framlengja gildandi kjarasamning með þeim breytingum sem þar væri að finna. Það hefði ekki tekist, svo furðulegt sem það mætti teljast, en vinnuveit- endur hefðu sýnilega aðrar meining- Xaxveiðar í Atlantshafi: Panama- stjórn fus til samvinnu STJÓRNVÖLD í Panama eru fús til samvinnu við íslensk stjórnvöld um mál laxveiðibátanna frá Borg- undarhólmi sem skráðir hafa ver- ið í Panama. Utanríkisráðuneytið hefúr fengið þetta staðfest firá bandarískum yfirvöldum. íslenska utanríkisráðuneytið bað '‘"bandarísk stjórnvöld að hafa miili- göngu um þá málaleitan að Panama gerðist aðili að sáttamála um friðun lax í Norður-Atlantshafi, NASCO. Eigendur laxveiðibáta frá Borgund- arhólmi í Danmörku hafa selt báta sína panamískum skúffufyrirtækj- um og skráð bátana þar í landi, til að reyna að sneiða hjá laxveiðibanni í Atlantshafi. Kaupin á laxakvóta Færeyinga eru nú hjá sáttasemjara í Færeyjum, en ekki hefur nást samkomulag um verðið. Orri Vigfússon sagðist eiga von á að sáttatillaga verði lögð fram á næstu dögum. ar um hvað felist í því að fram- lengja gildandi samning. Starfsmenn ÍSAL ættu ekki að lækka í launum frá síðustu kjarasamningum. í samninganefnd ISAL væru formenn verkalýðsfélaga og landssambanda, sem hefðu staðið mjög framarlega i viðræðum um kjarasamninga ASI og VSÍ og hefðu skuldbundið sig til að semja ekki um meira fyrir aðra og vinnuveitendum hefði verið full- kunnugt um stöðu samningamála ÍSAL. „Það er mitt mat að það sé mjög alvarlegt stopp í deilunni nú,“ sagði Gylfi ennfremur. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands. íslands, sagði að vegna óvenjulegs árangurs í rekstri ÍSAL á síðasta ári, sem þá hefði skilað hagnaði vel á annan milljarð, hefði verið fallist á að greiða starfsmönn- um tvær eingreiðslur samtals að upphæð um 45 þúsund krónur. „Þetta voru eingreiðslur og byggð- ust á þessum sérstöku og óvenjulegu skilyrðum. Við vorum þá þeirrar skoðunar að það væri eðlilegt þegar svo sérstaklega áraði að starfsmenn nytu þess umfram það sem þeirra föstu kjör segðu til um, en þessi skilyrði eru ekki fyrir hendi í dag. Menn g§ta ekki í kjarasamningi framlengt óvenju hagstæð rekstrar- skilyrði,“ sagði Þórarinn. Morgunblaöið/Árni Sæberg Sveinn Björnsson í vinnustofú sinni í Krísuvík í gær. Þar varð lítið tjón í skjálftunum, sem og annars staðar, en málverk á veggj- um skekktust og féllu niður á gólf. Mestu skjálftar frá 1973 TÍU jarðskjálftar höfðu í gær ftindist i hrinu þeirri sem geng- ur yfir Suðvesturland og hundr- uð smærri skjálfta. Skjálftarnir eiga upptök skammt frá Krísuvík, í Sveifluhálsi vestan við Kleifarvatn, og hefur hrinan staðið frá því aðfaranótt laugar- dags. Síðdegis í gær dró úr hrin- unni, en jarðskjálftafræðingar búast við að skjálfitarnir hætti í dag eða á morgun. Jarðvísinda- menn tengja þá ekki upphafi Suðurlandsskjálfta eða eldgosi. Síðast urðu 5-6 stiga skjálftar á þessu svæði 1968 og 1973. í Krísuvík standa þau hús sem næst eru upptökum skjálftanna. Enginn var þar í gærmorgun þeg- ar stærsti skjálftinn varð, en hann mældist 4,7 stig á Richterkvarða. Skjálftinn fannst um allt Reykja- nes, meðal annars skalf allt höfuð- borgarsvæðið, en ekki er vitað um neinar alvarlegar skemmdir eða slys á fólki. Jarðskjálftinn fannst vestur í Búðardal og austur á Hvolsvelli og í Austur-Landeyjum. Málverk skekktust og féllu niður á gólf, stytta brotnaði og eldavél færðist úr stað í vinnustofu Sveins Björnssonar listmálara í bústjóra- húsinu í Krísuvík í skálftahrinunni í gær. „Það hræðir mig enginn hvorki þeir sem eru neðanjarðar né ofan og ég kem hingað að mála um næstu helgi,“ ságði Svéinn þegar hann hafði lokið við að skoða verksummerki í vinnu- stofunni. Sjá frétt bls. 21. Um 2.000 umsóknir um lán til félagslegra íbúða í húsnæðismálastjórn: Lagt til að lánað verði til um 800 félagslegra íbúða Árleg þörf fyrir nýjar íbúðir um 1.400 samkvæmt áliti Verktakasambandsins HUSNÆÐISSTOFNUN ríkisins hefur fengið umsóknir uni alls 1.734 lánveitingar til félagslega íbúðarkerfisins á þessu ári, auk V estmannaeyjar: Sigurbára mokfiskar 1 trollið Vestmannaeyjum. SIGURBÁRA VE kom til hafn- ar í Eyjum í gær eftir stutta veiðiferð. Sigurbára var á veiðum á Frímerkinu vestur við Selvogsbanka og fyllti í fimm hölum. Báturinn sem ber 50 tonn var drekkhlaðinn er hann kom til hafnar í gær. Þeir höfðu verið á Frímerkinu vestur við Selvogs- banka og lent þar í ufsamoki. Sigurbáran tók fimm höl og fyllti í þeim. I seinasta halinu voru 25 tonn. Frímerkinu var lokað um miðnætti í gær þannig að mokinu er sjálflokið þar. — Grímur Morgunblaöið/Sigurgeir Með aliar lestar fullar og fískur á dekkinu rétt eins og þegar vertíð var og hét. um 250 umsókna um lánveitingar til að byggja ibúðir fyrir aldraða, eða alls um 2.000 umsóknir. Sam- kvæmt heimilduni Morgunblaðs- ins hefúr verið lagt til í húsnæðis- málastjórn að lánað verði til um 800 félagslegra íbúða, sem er tæplega 60% af árlegri þörf fyrir nýjar ibúðir á landinu öllu, sam- kvæmt upplýsingum sem fram koma í ársskýrslu Verktakasam- bands íslands frá aðalfundi sam- bandsins um síðustu helgi. Umsóknirnar skiptast þannig, að 579 eru um almennar kaupleigu íbúðir, 393 um félagslegar kaup- leiguíbúðir, 570 um verkamannabú- staði og 192 um leiguíbúðir í verka- mannabústaðakerfi. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur verið lagt til í hús- næðismálastjórn að lánað verði til byggingar um 800 af þessum 1.734 íbúðum, en afgreiðslu hefur verið frestað vegna óeiningar innan stjórnarinnar. í ársskýrslu Verktakasambands- ins kemur fram, að árið 1988, þeg- ar lög um kaupleiguíbúðir tóku gildi, var lánað til byggingar 240 kaup- leiguíbúða. Þar segir: „Eftirspurn eftir lánum til byggingar kaupleigu- íbúða og annarra félagslegra íbúða hefur á síðustu 2-3 árum verið langt umfram útlánagetu Húsnæðisstofn- unar. Þannig bárust samtals 1.200- 1.300 umsóknir um lán vegna bygg- ingar félagslegra íbúða á árinu 1989, en stofnunin úthlutaði lánum til tæplega 600 íbúða." Þá segir ennfremur í skýrslunni: „Hinn gífuripgi fjöldi lánsumsókna til bygginga 'félagslegra íbúða er ekki síst umhugsunarverður í ljósi þess, að talið er að árleg þörf nýrra íbúða á landinu öllu sé um 1.400- 1.500. Skýringuna er fyrst og fremst að finna í verulegri um- frameftirspurn umsókna um bygg- ingu slíkra íbúða utan höfuðborgar- svæðisins, en lauslega má áætla að þær séu 2-3 sinnum fleiri en heildar-. þörf nýrra íbúða á landsbyggðinni.11 Miðað við að þörf fyrir nýjar íbúð- ir á landinu öllu sé 1.400 til 1.500, er fjöldi umsókna um lánveitingar til félagslegra íbúða og til íbúða fyrir aldraða því 33% til 42% um- fram þarfir landsmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.