Morgunblaðið - 20.03.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.03.1990, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1990 Viðurkenning Dana á Litháen látin nægja Samráð við NATO-ríki og lithásk stjórnvöld vegna frekari yfirlýsinga VIÐURKENNING danskra sljórnvalda á sjálfstæði Litháens frá 1921 gildir einnig fyrir Islendinga út frá þjóðréttarlegu sjónarmiði, að sögn Jóns Baldvins Hannibalssonar, utanríkisráðherra, og þarf samkvæmt þjóðarétti ekki að ítreka hana sérstaklega. Ekki hefur hins vegar verið ákveðið, hvort íslenzka ríkisstjórnin ítrekar þessa afstöðu með einum eða öðrum hætti, sem myndi þá fyrst og fremst þjóna pólitisk- um tilgangi. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins munu stjórn- völd ætla að hafa samráð við aðrar aðildarþjóðir Atlantshafsbandalags- ins og einnig við stjómvöld í Litháen eftir óopinberum leiðum. „Á þeim tíma sem Eystrasaltsrík- in fengu sjálfstæði upp úr fyrra stríði fóru Danir með utanríkismál okkar íslendinga samkvæmt sam- bandslagasáttmála. Þeirra afstaða í þessum málum var sú að þeir viður- kenndu þessi þrjú lönd með formleg- um hætti og breyttu því ekki í upp- hafí heimsstyijaldar er þau voru inn- limuð í Sovétrikin," sagði utanríkis- ráðherra í samtali við Morgunblaðið. „Innlimunin í Sovétríkin var aldrei viðurkennd, og þar gegnir öðru Fimmtán ára stúlka lést í um- ferðarslysi UNG stúlka, Rakel Bára Dav- íðsdóttir, lést þegar bifreið, sem hún var farþegi í, valt við Stokkseyri á sunnudag. Vegfarandi, sem kom á slys- stað, tilkynnti lögreglunni á Selfossi um slysið klukkan 13 á sunnudag. Bifreiðin hafði olt- ið á veginum milli Hraunsár og Stokkseyrar, á leið til Eyrar- bakka. Að sögn lögreglunnar eru tildrög slyssins ekki ljós. Ökumaðurinn, ung stúlka, hlaut lítils háttar meiðsli og var flutt í sjúkrahúsið á Selfossi. Rakel Bára Davíðsdóttir var fimmtán ára, fædd 2. septem- ber 1974. Hún var til heimilis í Eyjaseli 6 á Stokkseyri. Rakel Bára Davíðsdóttir máli en til dæmis um Svía, sem við- urkenndu innlimunina.“ Jón Baldvin sagði að hins vegar væru menn að velta því fyrir sér hvort íslenzka lýðveldið, sem hefði verið stofnað eftir þessa atburði, ætti að árétta viðurkenninguna sér- staklega. „Það er í athugun og ger- ist ekki án vandlegrar athugunar og samráðs, meðal annars við full- trúa Eystrasaltsríkjanna,“‘ sagði hann. Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, sagðist telja viður- kenningu Dana fyrir okkar hönd nægja, en eftir væri að ræða þetta mál nánar í ríkisstjórninni. Steingrímur sagði að með yfirlýs- ingu Alþingis hefðu íslendingar orð- ið á undan öðrum þjóðum að óska Litháum til hamingju. Forsætisráð- herra sagði að fylgzt yrði með því, sem aðrar þjóðir gerðu í málinu. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist telja eðlilegt að ísland viðurkenndi sjálf- stæði Litháens formlega. „Það má vera að hægt sé að skjóta sér á bak við það að ákvörðun Dana á sínum tíma gildi, en mér fyndist vera miklu meiri reisn yfir því ef sú ákvörðun yrði formlega staðfest af okkur sem sjálfstæðu og fullvalda ríki, og ég vona að ríkisstjómin sjái sóma sinn í að taka þá afstöðu," sagði Þor- steinn. Ólafur Ragnar Grímsson, formað- ur Alþýðubandalagsins, sagði í gær að hann væri nýkominn til landsins og hefði ekki kynnt sér málið. Því vildi hann ekki tjá sig um það að svo stöddu. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hafa aðildarþjóðir Atlants- hafsbandalagsins samráð sín á rnilli um viðbrögð við sjálfstæðisyfirlýs- ingu Litháens. A leiðtogafundi bandalagsins síðastliðið vor var ákveðið að taka jákvæða afstöðu til umbótastefnu Gorbatsjovs í Sov- étríkjunum og leggja umbótum lið, ásamt því að nota þíðuna milli aust- urs og vesturs til að reyna að ná árangri í afvopnunarmálum. Þar var jafnframt ákveðið að forðast það að nota veika stöðu Sovétríkjanna til íhlutunar í innanríkismál, til þess að gefa íhaldsöflum innan þeirra ekki ástæðu til að bregðast hart við. Þetta mun meðal annars vera ástæð- an fyrir varfæmum viðbrögðum NATO-ríkja við sjálfstæðisyfirlýs- ingu Litháa, til dæmis hafa Banda- ríkjaménn ekki gefíð út formlega yfirlýsingu um að sjálfstæði ríkisins sé viðurkennt. Morgunblaðinu er kunnugt um að íslendingar hafi skýrt Atlantshafs- bandalaginu frá afstöðu sinni til Lit- háens og að fylgzt verði með því hvort önnur NATO-ríki samræmi afstöðu sína. Samkvæmt heimildum blaðsins er stjómvöldum á Vesturl- öndum, að íslandi meðtöldu, um- hugað að hugsanlegar yfirlýsingar þjóni hagsmunum Litháa en ekki verði litið á þær sem ógnun við Sov- étríkin, sem haft gæti slæmar afleið- ingar. Samráð er því haft við hin nýju stjórnvöld í Litháen, en það er nokkrum vandkvæðum bundið þar sem vestræn ríki hafa engin stjórn- málatengsl eða sendiráð í ríkinu. Því mun verða farin sú leið að notast við óformleg sambönd, sem tekur nokkum tíma. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Diana Bjarnadóttir og sonurinn Árni Heimir Ingvarsson með bílstólinn. Slapp ómeiddur á ótró- legan hátt úr árekstri Selfossi. „ÞAÐ er búið að skemma mömmubíl“ var það fyrsta sem Árni Heimir Ingvarsson, rúmlega tveggja ára, sagði eftir að hafa slopp- ið á ótrúlegan hátt ómeiddur úr árekstri. Hann kastaðist upp úr bílstól, afltur úr bíl móður sinnar og lenti i snjóruðningi uppi á gangstétt. Sjónarvottur sá drenginn þeytast aftur úr bílnum og fara kollhnís í ruðningnum á gangstéttinni. Áreksturinn varð síðastliðinn föstudag á mótum Eyrarvegar og Kirkjuvegar á Sel- fossi er Subarubifreið var ekið á Fiat Uno sem Árni Heimir var í. „Ég leit aftur í bílinn eftir viðstöðu í stað þess að fara kannski áreksturinn af því að ég heyrði barnsgrát en þá var enginn í stóln- um og bíllinn opinn að aftan. Þeg- ar ég leit út um hliðarrúðuna þá lá hann þar í snjónum á gangstétt- inni, skammt frá bílnum," sagði Díana Bjarnadóttir, móðir Árna Heimis. „Ég þakka auðvitað Guði fyrir að hlerinn opnaðist að aftan og að hann fór þar út án gegnum rúðuna," sagði Díana. „Eg stökk út úr bílnum og greip hann þar sem hann lá. Hann vældi svolítið en sagði svo að það væri búið að skemma bílinn minn. Ég er auðvitað yfir mig ánægð núna en það var ofsalegt áfall að sjá hann ekki í stólnum í aftursætinu." — Sig. Jóns. Tæpast samstarí við Kristmu það sem eftir er kjörtímabils - segir Signrjón Pétursson oddviti Alþýðubandalags í borgar- stjórn um framboð Kristínar Ólafsdóttur fyrir Nýjan vettvang búast við að henni verði settir form- KRISTlN Á. Ólafsdóttir, borgarfúlltrúi Alþýðubandalagsins Reykjavík, segist ekki hafa í hyggju að segja sig úr flokknum og seg- ist munu starfa áfram sem borgarfúlltrúi flokksins fram að kosningum í vor, þrátt fyrir að hún hafi lýst því yfír að hún muni taka þátt í prófkjöri „Samtaka um nýjan vettvang", sem hyggst, í samvinnu við Alþýðuflokkinn, efíia til próflqörs fyrir kosningarnar þann 7. og 8. apríl næstkomandi. Auk Kristínar lýstu Ólína Þorðvarðardóttir og Hrafn Jökulsson yfír á stofíifúndi Nýs vettvangs á laugardag að þau gæfú kost á sér í prófkjörinu en framboðsfrestur hefúr verið ákveðinn til 31. mars. Siguijón Pétursson, oddviti Al- þýðubandalagsins í borgarstjóm, segist ekki sjá fyrir sér að aðrir borgarfulltrúar Alþýðubandalagsins muni eiga mikið samstarf við Kristínu, verðandi andstæðing floliksins í kosningum, það sem eftir lifi kjörtímabilsins en segist ekki Vatnsútflutningur Smjörlíkis/Sólar hf: Fyrirtæki með um 230 millj- óna króna hlutafé stofinað Smjörlíki/Sól hf. hefúr stofíiað fyrirtæki með tæplega 230 milljóna króna hlutafé og er tilgangur fyrirtækisins að flytja út íslenskt vatn, tappað á plastdósir, og framleiða gosdrykkinn Selzer fyrir Bretlands- markað. Kanadískt fyrirtæki mun væntanlega kaupa um 45,5% hlut í fyrirtækinu. Fyrirtækið heitir Islenskt berg- vatn hf. Davíð Scheving Thorsteins- son, stjómarformaður fyrirtækis- ins, sagðist undanfarið hafa unnið að því að flytja íslenskt vatn á Bandaríkjamarkað. Ýmsir aðilar hefðu sýnt málinu mikinn áhuga, þar á meðal kanadískt fyrirtæki sem nefnist „Great Icelandic Water Holdings“ og stæðu yfir viðræður um að það keypti stóran hlut í ís- lensku bergvatni hf. Hugmyndin er að tappa íslensku vatni á plastdósir sem Sól hf. fram- leiðir og bæta í það kolsýru. Sól hf. framleiðir nú ávaxtadrykkinn Selzer og tappar á þessar dósir fyr- ir breska fyrirtækið Selzer Drinks co. Davíð Scheving sagði að á þessu ári yrðu framleiddar um 5 milljónir dósa af Selzer, sem væri tæplega helmingur framleiðslugetu verk- ' smiðjunnar. legir úrslitakostir. „En það er óhjá- kvæmilegt að við, þessir borgarfull- trúar sem eram enn í Alþýðubanda- laginu og ætlum að styðja það áfram, ræðum með hvaða hætti við störfum við þessar aðstæður og býst við að samstarf verði heldur lítið,“ sagði Siguijón. Stefanía Traustadóttir, formaður Alþýðubandalagsfélags Reykjavík- ur, sagði, spurð álits á því að félag- ar í ABR stæðu að öðra framboði en G-listanum, að hveijum sem er væri heimilt að ganga í pólitísk sam- tök og hveijum sem er væri heimilt að skipta um skoðun og ganga úr þeim samtökum aftur ef þeim fynd- ist þau ekki þjóna þeim tilgangi sem ætlast væri til. Það ætti raunar að vera fyrsta skrefíð að segja sig úr stjómmálasamtökum geti félags- menn ekki hugsað sér að styðja þau. Stefanía sagði rangt að fram- boðsmál Alþýðubandalagsins stefndu í vandræði enda þótt í gær hefðu borist fréttir af því Gunnar H. Gunnarsson og Amór Pétursson, sem gefið höfðu kost á sér í forvali því sem Alþýðubandalagið hyggst efna til fyrir borgarstjórnarkosning- arnar, hafi dregið framboð sitt til baka. Stefanía sagði að kjömefnd félagsins hefði aðeins tekið til starfa um síðustu mánaðamót og ljóst væri að listi Alþýðubandalagsins mundi verða tilbúinn fyrir lok tilskilins frests samkvæmt lögum flokksins og landsins. Samkvæmt samþykkt flokksins munu tólf manns verða í kjöri í forvali sem haldið verður og ætlunin er að verði bindandi fyrir fímm efstu sæti en kjörnefnd mun að öðra leyti stilla upp lista. Aðspurð hvort með þessu væri Alþýðubandalagsfélag Reykjavíkur formlega klofnað sagðist Stefanía ekki sjá annað en að yfirlýsing henn- ar í kjölfar síðasta landsfundar flokksins í þá vera, að staðfest væra merki djúpstæðs klofnings innan félagsins væri jafnsönn í dag og þá, en hvorki meira né minna. Karl Þorsteins með fiillt hús KARL Þorsteisns, Polugajevsky og Azmajparasvílíj eru efstir og jafnir með þijá vinninga hver að loknum þremur umferðum á Reykjavikurskákmótinu. Helgi Ólafsson og Jón L. Árnason hafa hlotið tvo og hálfan vinning. í þriðju umferð, sem tefld 'var í gærkvöldi, vann Karl Margeir, Helgi gerði jafntefli við Wedberg, Jón L. gerði jafntefli við Túkmakof, Pól- ugajevskíj vann Ivanof og Azmaj- prasvílíj vann Hellers. Þröstur Þór- hallsson tapaði fyrir Dreev en Þröst- ur Ámason gerði jafntefli við Mort- ensen. Halloúi' Gréti.r Einarsson gerði iafntefli við Geiler og síðast þegar "fréttist hafði Hannes Hlífar góða jafnteflismöguleika í heldur verri stöðu gegn Vaganjan. Sjá skákþátt á bls. 46 og 47.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.