Morgunblaðið - 20.03.1990, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.03.1990, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1990 47 Þýski flugmaðurinn um björgunina: Skólabókardæmi um hvem- ig standa á að björgun úr sjó „ÞAÐ var frábærlega staðið að björguninni. Þetta var skólabókar- dæmi,“ sagði Jolian Krauss, þýski flugmaðurinn, sem bjargað var af þyrlu Landhelgisgæslunnar á fóstudagskvöld eftir að flugvél hans skall vélarvana á sjóinn norðvestur af Reykjavík. Flugmaðurinn hentist á mælarborð vélarinnar og nefbrotnaði er vélin skall á hafið og hefur dvalist á Borgarspítala síðan. Meiðslin telur hann hins veg- ar smávægileg miðað við hvað hefði getað orðið. Johann Krauss er frá Munchen í Bæjaralandi og var að ferja vélina, sem var af gerð- inni Cessna 404, frá Bandaríkjunum til Þýskalands. Hann segir elds- neytisskort ekki vera orsök óhappsins heldur hefðu hreyflar vélarinn- ar bilað, fyrst sá vinstri og síðan sá hægri. „Ég átti eftir um 150 mílur til Reykjavíkur þegar drapst á vinstri hreyfli vélarinnar. Þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir tókst mér ekki að koma honum í gang á ný og þurfti ég að fljúga töluvert lengi á einum hreyfli. Loftmótstaðan var því mun meiri en ella og ég þurfti að auka aflið á hægra hreyfli og lækka flug- ið. Þegar ég átti eftir um 25 mílur til Reykjavíkur, eða um fjögurra mínútna flug, þá gaf hægri hreyfill- inn sig líka.“ Þegar Krauss var «purður af hverju hann hefði ekki lent á Rifi á Snæfellsnesi eins og honum stóð til boða sagði hann að það hefði verið mjög óæskilegt vegna þess hve völlurinn væri lítill. Hann hefði af öryggisástæðum helst þurft á stærri braut að halda og þar sem ekkert virtist bjáta á með hægri hreyfilinn og eldsneytið átti að nægja til að minnsta kosti 45 mínútria flugs til viðbótar hefði hann tekið ákvörðun um að halda áfram til Reykjavíkur. „Þetta gerðist allt ótrúlega hratt. Hreyfillinn gekk vel en svo gaf hann sig allt í einu. Það eina sem ég hugsaði um var að reyna að lenda eins mjúkt og kostur væri á á sjónum. Eg var einungis með mittisól, enga axlaról, og kastaðist því á mælarborðið þegar vélin skall á vatninu." Krauss sagðist ekki muna glöggt eftir þessum sekúndum. Hann hefði Nær eldsneytislausri vél lent í Keflavík: Vél Flugmálastj órnar fór 8 sinnum á móti vélum í fyrra fengið mjög þungt högg á andlitið en samt haldið meðvitund. Hann hefði losað ólina hlaupið aftur í vél, opnað hurðina og þá hefði þyrl- an þegar verið fyrir ofan. „Björgun- in gekk vægast sagt frábærlega. AÍlt var fullkomlega skipulagt. Þetta var skólabækardæmi um hvernig standa á að svona björgun. Ég ber mjög mikla virðingu fyrir áhöfn þyrlunnar og iækni sem stóðu fullkomlega að þessu. Það sama á við um fólkið á Borgarspítalanum. Ég vil koma innilegum þökkum á framfæri til alls þessa fólks.“ Johan Krauss var að ferja flug- vélina frá Oklahoma í Bandaríkjun- um til Bremen í Þýskalandi og seg- ist hafa töluverða reynslu af feiju- flugi af þessu tagi. Þegar slysið átti sér stað var hann á leið frá Syðra-Straumsfirði á Grænlandi til Reykjavíkur en það væri undir venjulegum kringustæðum um fjög- ur og hálfs tíma flug. Eldsneyti hefði verið á vélinni fyrir mun lengra flug. Hann sagði veður hafa verið slæmt á leiðinni og hefði hann oftar en einu sinni þurft að fljúga Morgunblaðið/Þorkell Johann Krauss á Borgarspítalan- um í gær. Hann skall á mæla- borði vélarinnar og nefbrotnaði er hún brotlenti á sjónum en tel- ur sig samt hafa sloppið vel. framhjá óveðursskýjum. „Ef ein- hver ísing hefði komið upp því til viðbótar hefði ég ekki átt neina möguleika." Hann sagði ísingu hins vegar ekki hafa verið orsök óhapps- ins en vildi á þessu stigi ekki vera með vangaveltur um orsakirnar. Vélin hefyli verið um tíu ára gömul en vinstri hreyfillinn frekar nýleg^ ur. Hann hefði hins vegar fengið það staðfest að þessi hreyfilstegund væri mjög viðkvæm. FLUGMAÐUR Cessna 340 vélar, á leið frá Bandaríkjunum, til- kynnti að hann ætti i vanda skammt út af landinu á sunnu- dagskvöld og óttaðist að verða eldsneytislaus. Hann lenti vél sinni í Keflavík heilu og höldnu. Þetta er í þriðja skiptið á íjórum dögum sem flugmenn lítilla véla lenda í erfiðleikum við ísland. Á síðasta ári fór flugvél Flugmála- stjórnar átta sinnum til móts við vélar í erfiðleikum. Flugmaðurinn, sem var við annan mann í vélinni, tilkynnti að erfiðlega gengi að skipta af aðaleldsneytis- tanki vélarinnar yfir á varatank og hann óttaðist því að verða eldsneyt- islaus. Flugvél Flugmálastjórnar fór Fjórða umferð verður tefld í kvöld í sölum Taflfélags Reykjavíkur og Skáksambandsins í Faxafeni 12; og eru skákáhuga- menn hvattir til að missa ekki af þessu skemmtilega móti. Úrslit í 1. umferð: 1. Sergei Dolmatov — Harines Hlífar Stefánsson 'A— 'A, 2. Þröst- ur Þórhallsson — Lev Polugaevsky 0-1, 3. Azmajparashvili — Rikard Winsnes 1-0, 4. Sigurður Daði Sig- fússon — Alexey Dreev 0-1, 5. Rafael Vaganjan — Eric Tangbom 1-0, 6. Oliver Brendel — Yasser Seirawan í bið, 7. Andrei Sokolov — Karl Burger 1-0; 8. Oliver Bew- ersdorff — Helgi Olafsson 0-1, 9. Vladimir Tuykmamov — Cesar Becx 1-0, 10. Demis Hassapis — Nick deFirmian 0-1, 11. Walter Browne — Tómas Björnsson 1-0, 12. Jón G. Viðarsson — Margeir Pétursson 0-1, 13. Aleksander Wojkiewicz — Steffen Lamm 1-0, 14. Halldór G. Einarsson — Yuri Rasúvaév 1-0, 15. Joel Benjamin — Susan Arkell 1-0, 16. Dan Han- son — Ferdinand Hellers 0-1, 17. Alexander Ivanov — Ásgeir Þór Ámason 1-0, 18. Davíð Olafsson — Efim Geller 1-0, 19. Sergei Makarichev — Áskell Örn Kárason 1-0, 20. Arnar Þorsteinsson — Gata Kamsky 'A-'/z, 21. Richard Wessman — Þröstur Árnason 1-0, 22. Snorri G. Bergsson — Jón L. Ámason 0-1, 23. Tomas Wedberg — Guðmundur Gíslason 1-0, 24. Rúnar Sigurpálsson *- Friso Nij- boer 0-1, 25. Jonatan Tisdall — Ólafur Kristjánsson '/z- '/2, 26. Stef- án Briem — Erling Mortensen 0-1, 27. Jonathan Levitt — Bragi Hall- dórsson 1-0, 288. Kristján Guð- mundsson — Keith Arkell 1-0, 29. James C. Howell - Jes Winter 1-0, 30. Héðinn Steingrímsson — David Bronstein 'A-'A, 31. Karl Þorsteins — Árni Á. Árnason 1-0, 32. Lárus Jóhannesson - Carstein Höi Vi-'A, 33. Benjamin Finegold — Bogi Pálsson 1-0, 34. Arnbjörn Gunnarsson — Tomas Ernst 'A- ’A, 35. Einar Gausel — Ólafur B. Þórs- son 1-0, 36. Helgi Áss Grétarsson — Richard Polaczek í bið. Úrslit í 2. umferð: 1. Lev Polugaevsky — Sergei Makarichev 1-0, 2. Richard Wess- man — Azmajparashvili 0-1, 3. Alexey Dreev — Tomas Wedberg 1-0, 4. Jón L. Árnason — Rafael Vaganjan 1-0, 5. Friso Nijboer — Anadrei Sokolov V2-V2, 6. Helgi Ólafsson — Jonathan Levitt 1-0, 7. Erling Mortensen — Vladimir Tukmamov 0-1, 8. Nick deFirmian — James C. Howell V2-V2, 9. Karl Þorsteins — Walter Browne 1-0, 10. Benjamin Finegold — Aleksand- er Wojkiewicz 'U-'U, 11. Einar Gausel — Joel Benjamin í bið, 12. Ferdinand Hellers — Halldór G. Einarsson 1-0, 13. Davíð Ólafsson — Alexander Ivanov 0-1, 14. Yass- er Seirawan — Kristján Guðmunds- son 1-0, 15. Ólafur Kristjánsson — Sergei Dolmatov 0-1, 16. Margeir Pétursson — Oliver Brendel 1-0, 17. Gata Kamsky — Jón G. Viðars- son 1-0,18. Hannes Hlífar Stefáns- son — Jonatan Tisdall 1-0, 19. David Bronstein — Arnar Þorsteins- son 1-0, 20. Carstein Höi — Héðinn Steingrímsson 1-0, 21. Tomas Ernst — Lárus Jóhannesson 'h- 'k, 22. Richard Polaczek — Arinbjörn Gunnarsson 1-0, 23. Yuri Rasúvaév — Helgi Áss Grétarsson 1-0, 24. Efím Geller — Dan Hanson 1-0, 25. Keith Arkelþ — Ásgeir Þór Árnason 1-0, 26. Áskell Örn Kára- son — Þröstur Þórhallson 0-1, 27. Rikard Winsnes — Þröstur Árnason 0-1, 28. Guðmundur Gíslason — Sigurður Daði Sigfússon 1-0, 29. Eric Tangborn — Snorri G. Bergs- , son 1-0, 30. Karl Burger — Rúnar sigurpálsson 0-1, 31. Bragi Hall- dórsson — Oliver Bewersdorff 0-1, 32. Cesar Becx — Stefán Briem 0-1, 33. Jes Winter — Demis Hassapis ’/z-'A, 34. Tómas Björns- son — Árni Á. Árnason 1-0, 35. Steffen Lamm — Bogi Pálsson 'A-'/z, 36. Susan Arkell — Ólafur B. Þórsson 1-0. á móti vélinni og fylgdi henni inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Þá fór þyrla Landhelgisgæslurinar, TF-SIF, í loftið klukkan 22.24. Fimm mínútum síðar lenti flugvélin á Keflavíkurflugvelli, en þá var eldsneyti á aðaltanki nær þrotið og ekki hafði tekist að skipta yfir á varatankinn. Haukur Hauksson, varaflug- málastjóri, sagði að á síðasta ári hefði flugvél Flugmálastjórnar farið átta sinnum til móts við litlar flug- vélar í vanda. Hann sagði að atvik- in hefðu varla verið miklu fleiri, þar sem sjaldgæft væri að vél Flug- málastjómar væri ekki kölluð til. Það hefði þó gerst, til dæmis þegar unnið hefði verið að viðhaldi á vél- inni. Haukur Hauksson sagði að talið væri að hreyfilbilun hefði valdið því að vél nauðlenti á Faxaflóa á föstu- dag. Hin atvikin tvö, á fimmtudag og sunnudag, væru ekki fullrann- sökuð og óvíst hvað hefði valdið erfiðleikum flugmannanna þá. Eftir að veiða um 110 þúsund tonn af loðnu LOÐNUSKIPIN hafa verið að veiðum við Suðausturland að undanf- örnu og síðdegis í gær, mánudag, áttu þau eftir að veiða um lj^. þúsund tonn af loðnukvóta sínum. Rannsóknaskipið Bjarni Sæmunds- son leitaði að loðnu fyrir skömmu djúpt út af Faxaflóa, í Víkurál og á Kópanesgrunni en fann einungis mjög lítið magn af henni við Víkurál, að sögn Páls Reynissonar leiðangursstjóra. Þessi skip tilkynntu um loðnuafla í gær: ísleifur 250 tonn til FIVE, Rauðsey 450 til SFA og Björg Jóns- dóttir 350 til Neskaupstaðar. Eftirtalin skip tilkynntu aum loðnuafla á sunnudag: Sighvatur Bjamason 450 tonn til FIVE, Pétur_ Jónsson 330 til Faxamjöls hf., Sunnuberg 600 til Grindavíkur, Jón Finnsson 850 til FIVE, Kap 230 til FIVE, Vikurberg 560 til Neskaup- staðar, Hákon 980 til Raufarhafnar og Bergur 500 til Neskaupstaðar. Þessi skip tiikynntu um loðnuafla á laugardag: Guðmundur 750 til FES, Hilmir 750 til Seyðisfjarðar, Örn 500 til Þórshafnar, Hólmaborg 800 til Eskifjarðar, Guðmundur 150 til FES, Guðrún Þorkelsdóttir 250 til Eskifjarðar, Þórður Jónasson 300 til Seyðisfjarðar, Súlan 350 til Seyðisfjarðar, Þórshamar 350 til Neskaupstaðar, Húnaröst 500 til Þórshafnar, Börkur 500 til Nes- kaupstaðar, Erling 250 til Reyðar- fjarðar, Júpíter 600 til Neskaup- staðar, Dagfari 200 til Njarðar hf., Fífill 340 til Faxamjöls hf. og Gígja 500 til FES. *• Nemendafélag Stýrimannaskólans: Fullyrða að staðfesting sé fengin á mikilvægi flotgalla NEMENDAFÉLAG Stýrimannaskólans í Reykjavík hefúr beðið Morg- unblaðið að birta eftirfarandi athugasemdir vegna ummæla Marðar Árnasonar, upplýsingafulltrúa Qármálaráðherra, í Morgunblaðinu 13. mars síðastliðinn. „Mánudaginn 12. mars fóru nem- endur Stýrimannaskólans í Reykjavík á fund forseta Sameinaðs Alþings þar sem þeir afhentu bréf til allra þingmanna. Við fórum þess á leit við þingmenn að þeir beittu sér fyrir afnámi virðisaukaskatts á flotgöllum þeim sem sjómenn nota við vinnu sína. Vinnugallar okkar eru ekki rekstrarvara útgerðar, jafnvel þótt þeir geti orðið okkur til lífs á neyðarstundu. Það er fulltrúum fjármálaráðu- neytis og upplýsingafulltrúa fjár- málaráðherra til lítils sóma að geta ekki gert greinarmun á lögskipuð- um björgunarbúningum og vinnu- flotgöllum sem sjómenn verða að leggja sér til sjálfir og er eins og áður sagði ekki rekstrawara út- gerðar. Því er það að við ítrekum beiðni okkar um niðurfellingu virð- isaukaskatts af vinn.uflotgöllum, en afþökkum alla kennslu í skattsvik- um. í Morgunblaðinu þann 13. mars er haft eftir Merði Árnasyni að er- indi okkar beindist ekki í rétta átt. Þessu vísum við á bug, erindi okkar beinist einmitf í rétta átt. Hitt er annað hvort athygli ráðamanna og þeirra undirsáta beinist í rétta átt. Mörður Árnason segir orðrétt: „Eins og staðan er teljum við mál- sókn sjómanna byggða á ákveðnum misskilningi á eðli málsins." Mis- skilningurinn felst ekki í sjónarmið- um sjómanna heldur Marðar. Við vitum að flotgallar þessir eru ekki iögbundnir, við vitum líka að þeir eru ekki án virðisaukaskatts. Það er einmitt málið. Fjármálaráðherra taldi sig þurfa staðfestingu frá Siglingamálastofn- un eins og kemur fram í þingskjali 594 frá síðasta ári. Við sjómenn fullyrðum að staðfesting sé fengin á mikilvægi og öryggi því sem þess- ir flotgallar veitá. Við sjómenn full- yrðum líka með fullri virðingu fyrir Siglingamálastofnun að engin gefflT betur staðfest þessa flotgalla en einmitt þeir sjómenn sem hafa bjargast í þeim.“ ■ / TILEFNI af hugmyndasýn- ingu Birgittu Jónsdóttur verður efnt til fjölbreyttrar dagskrár í Lista- mannahúsinu á efri hæð Hafnar- strætis 4 kl. 20.30 í kvöld. Myndlist- armaðurinn Cheo Cruz frá Kól- umbíu og Gunnar munu framkalla með blandaðri tækni gjörninginn Vulkano. Sigurður Sigurðsson og Pálmi J. Sigurhjartarson spila blus' og Gunnar Grímsson býr til hljóð- gervlahávaða. Tímaritið Rómur verður kynnt með slíðrumyndum. Margrét Hugrún og Sigrún Jóns- dóttir sýna öratriði. Birgitta Jóns- dóttir spinnur orð við tónaflóð Gunnars Grímssonar. Mike Pollock, Pjetur Hafstein, Margrét Lóa G. Rósa lesa úr eigin hugverkum." Aðgangur er ókeypis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.