Morgunblaðið - 20.03.1990, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1990
Deilt um staðsetn-
ingu slökkvistöðvar
ÞRÍR staðir hafa verið nefiidir þar sem hugsanlega kemur til greina
að staðsetja nýja slökkvistöð, við Drottningarbraut, sunnan bensín-
stöðvar ESSO, vestan gatnamóta Borgarbrautar og Dalbrautar og
við Krossanesbraut norðan Undirhlíðar. Skipulagsnefnd vísaði stað-
setningu slökkvistöðvar austan Drottningarbrautar til umsagnar
umhverfisnefiidar, og settu þrír nefiidarmanna sig ekki upp á móti
Jjví að þar risi slökkvistöð, en tveir töldu það ekki vænlegan kost.
Að áliti þeirra Þorsteins Þor-
steinssonar, formanns nefndarinn-
ar, Eiríks Sveinssonar og Ingimars
Eydal telja þeir að fyrirhuguð bygg-
ing slökkvistöðvar á umræddum
stað sé ekki líkleg til að valda spjöli-
um á lífríki og umhverfi, enda verði
séð fyrir því að vatnaskipti eigi sér
sta^með gerð ræsa eða brúa gegn-
um tengibraut við flugvöli og Leini-
veg til norðurs.
I séráliti Margrétar Kristinsdótt-
ur og Guðlaugar Hermannsdóttur
kemur fram að það sé þeirra mat,
að hvorki frá öryggis- né umhverfis-
sjónarmiði sé vænlegur kostur að
byggja slökkvistöð með tilheyrandi
vegagerð austan Drottningarbraut-
ar. I fyrsta lagi verði af slíkum
framkvæmdum veruleg sjónmeng-
um, í öðru lagi liggja litlar sem
engar uppýsingar fyrir um áhrif
slíkra framkvæmda á lífríki svæðis-
ins og í þriðja lagi telja þær að
slökkvistöð sé í eðli sínu miðlæg
starfsemi og til að hún komi bæj-
arbúum að fullu gagni þurfi hún
að vera staðsett þannig.
EyjaQörður:
Töluverð þjónusta
keypt frá Akureyri
FYRIRTÆKI í Eyjafirði, utan Akureyrar, kaupa í talsverðum mæli
þjónustu frá Akureyri. Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar gerði könnun á
því hvar fyrirtaékin keyptu þjónustu af ýmsu tagi og var sendur út
spurningalisti til 48 fyrirtækja á svæðinu. Spurt var um kaup á lög-
fræðiþjónustu, rekstrarráðgjöf, bókhaldsþjónustu, endurskoðun,
tækniþjónustu, verkfræðiþjónustu, tölvuþjónustu, auglýsingagerð og
prentun. Samtals bárust svör frá 19 aðilum, sem er 40%, en flest
svör bárust frá Dalvík.
Niðurstaða könnunarinnar var sú
að flest fyrirtækjanna kaupa prent-
þjónustu og er hún að stærstun
hluta keypt á Akureyri og í heima-
byggð, en eitt fyrirtæki keypti
prentþjónustu í Reykjavík. Þá
kaupa mörg fyrirtækjanna endur-
skoðun, bókhalds- ogtölvuþjónustu.
í sjö tilvikum keyptu fyrirtækin í
Eyjafirði tölvuþjónustu frá
Reykjavík, í fimm tilvikum frá Ak-
ureyri og í þremur tilvikum í heima-
byggð. Verulegur hluti lögfræði-,
verkfræði og tækniþjónustu og
prentunar var keyptur á Akureyri,
en frá Reykjavík kaupa eyfirsku
fyrirtækin helst endurskoðun og
tölvuþjónustu.
Verðmæti keyptrar þjónustu er
í flestum tilvikum innan við 100
þúsund krónur. Þær greinar sem
keyptar eru í meira mæli eru eink-
um bókhaldsþjónusta, endurskoðun
og tækniþjónusta.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Gestir frá Randers í heimsókn
Bæjarstjóri og yfirmenn Randersbæjar, sem er vina-
bær Akureyrar í Danmörku, ásamt fulltrúum frá
starfsmannafélagi bæjarins komu í stutta heimsókn
til Akureyrar í síðustu viku. Hópurinn kynnt sér
starfsemi og uppbyggingu þeirrar þjónustu sem
bærinn hefur með höndum. Farið var í skoðunarferð-
ir í Verkmenntaskólann, íþróttahöllina, öldrunar-
þjónusta var kynnt og einnig orkustofnanir bæjarins
og að lokum var farið á Minjasafnið. Nefnd sem
sér um stjórnskipunarmál Akureyrarbæjar fór í hlið-
stæða ferð til Randers fyrir tveimur árum.
Iðnaðardeild Sambandsins:
Góðar horfiir í sölumálum
— segir Bjarni Jónasson forstöðumaður
GERT er ráð fyrir að öll framleiðsla iðnaðardeildar Sambandsins
seljist á þessu ári, eða tæplega 500 þúsund skinn. Kaupendur hafa
þegar staðfest pantanir á verulegum hluta framleiðslunnar og er
búist við að þeir sem enn hafa ekki staðfest sínar pantanir geri það
á næstu vikum.
Bjami Jónasson, forstöðumaður
iðnaðardeildar, sagði að allt benti
til að öll framleiðsla ársins seldist
og væri útlitið í sölumálum fyrir
þetta ár nokkuð bjart. „Það eru
horfur á góðu ári hvað sölumálin
varðar,“ sagði Bjarni.
Iðnaðardeildin hefur yfir að ráða
tæplega 500 þúsund skinnum og
sagði Bjarni að eflaust væri hægt
að selja meira hefði deildin úr fleiri
skinnum að moða. Verið er að skoða
ýmsa möguleika á að útvega fleiri
skinn, m.a. hreindýra- og dádýra-
skinn, en Bjarni sagði að enn væri
ekkert ákveðið varðandi kaup á
slíkum skinnum. „Við erum að leita
áfram að hentugu hráefni annars
staðar frá, en það þarf að athuga
þau mál betur.“
Megnið af frameiðslu þessa árs
er selt til Italíu, en einnig er nokk-
uð selt á hefðbundna markaði til
Skandinavíu og Bretlands. Þá er
einnig verið að kanna sölumögu-
leika á mokkaskinnum til Banda-
ríkjanna og hafa sýnishorn verið
send þangað. Bjarni sagði að um
mitt þetta ár ætti að liggja fyrir
hver útkoman yrði.
200 sæti seldust á klukkutíma
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Um 200 sæti seldust á klukkutíma í ódýrar orlofs-
ferðir á vegum ASÍ og Samvinnuferða/Landsýnar,
en sala ferðanna hófst í gærmorgun. Á milli 50-60
manns biðu fyrir utan skrifstofuna við Skipagötu
þegar starfsfólk kom til vinnu kl. 8.30 og sagði
Ásdís Árnadóttir hjá Samvinnuferðum/Landsýn á
Akureyri að þeir fyrstu hefðu byrjað að bíða um
miðnætti. „Það er greinilegt að áhugi á þessum
ferðum er mikill," sagði Ásdís. Flestir keyptu sér
farseðil til Kaupmannahafnar og Lúxemborgar.
„Þetta gekk ljómandi vel, en þeir sem voru aftastir
í biðröðinni fengu ekki allir það sem þeir vildu."
Gjaldþrotabeiðnum fiölgar:
Akurvík úrskurð-
uð gjaldþrota
RAFTÆKJAVERLUNIN Ak-
urvík hefiir verið úrskurðuð
Fiskmiðlun
Norðurlands:
Áætlar að selja
um 2000 tunnur
af hrognum
FYRSTA sendingin af söltuðum
þorskhrognum sem Fiskmiðlun
Norðurlands annast sölu á fer
utan í dag, en þar er um að ræða
um 160 tunnur.
Hilmar Daníelsson, fram-
kvæmdastjóri Fiskmiðlunar Norð-
urlands, sagði að ráðgert væri að
selja um 1.500-2.000 tunnur af
söltuðum þorskhrognum til Svíþjóð-
ar. Umsamið verð er tæplega
28.700 krónur fyrir tunnuna og
sagði Hilmar að menn væru nokkuð
sáttir við það verð. Þorskhrognin
eru frá framleiðendum á Norður-
landi.
gjaldþrota. Rúmlega helmingi
fleiri beiðnir um gjaldþrot hafa
borist embætti bæjarfógetans á
Akureyri frá áramótum ef miðað
er við sama tíma í fyrra.
Arnar Sigfússon, skiptaráðandi
hjá bæjarfógetaembættinu, sagði
að eignir verslunarinnar Akurvíkur
hefðu verið kyrrsettar að kröfu
Heimilistækja hf. í Reyjavík vegna
skuldar Akurvíkur við Heimilistæki
hf. Við kyrrsetninguna kom í ljós
að eignir nægðu ekki til að tryggja
greiðslu og því hefðu Heimilistæki
hf. krafist gjaldþrotaskipta.
Arnar sagði að gjaldþrotamálum
héldi áfram að fjölga og væru þau
orðin rúmlega helmingi fleiri frá
síðustu áramótum miðað við sama
tíma í fyrra. Embættinu hafa borist
23 beiðnir'um gjaldþrotaskipti frá
áramótum, 17 vegna einstaklinga
og 6 vegna fyrirtækja. Á sama tíma
á síðasta ári höfðu 11 gjaldþrota-
beiðnir borist embættinu. Arnar
sagði að ef gjaldþrot Akurvíkur
væri undanskilið væri um að ræða
gjaldþrot lítilla fyrirtækja, sem
mörg hver hefðu ekki verið starf-
ándi um hríð.